Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 17
CB Holding, félag í meirihlutaeigu Straums-Burðaráss, tók í gær yfir eignarhaldsfélagið WH Holding Ltd. og dótturfyrirtæki þess en eitt þeirra var enska úrvalsdeildarlið- ið West Ham United. Eignarhalds- félagið Hansa, í eigu útrásarvíkings- ins Björgólfs Guðmundssonar, var stærsti eigandi West Ham með 75% hlut. Straumur var hins vegar stærsti kröfuhafi Hansa sem hefur verið í greiðslustöðvun en hún átti að renna út í gær. Björgólfur steig því af stóli sem stjórnarformaður félagsins, starfi sem hann hafði sinnt síðan hann rak Eggert Magnússon úr starfi. Ásgeir Friðgeirsson lét einnig af störfum sem varaformaður. CB Holding mun þó halda áfram að styðja núverandi framkvæmdastjórn til áframhaldandi starfa og verður Andrew Bernhardt, framkvæmdastjóri hjá Straumi, stjórnarformaður West Ham. Ævin- týrum Björgólfs sem knattspyrnu- frömuður er því lokið í bili. Lofuðu öllu fögru „Ég geri mér að fullu grein fyrir þeirri persónulegu ábyrgð sem fylgir stöðu stjórnarformanns West Ham og ég heiti starfsfólki og leikmönnum að ég sé hér til að þjóna og gera allt sem ég get til þess að ná árangri, bæði innan og utan vallar,“ voru orð Eggerts Magnússonar, sem keypti West Ham ásamt Björgólfi á 85 milljónir punda, eða þrett- án milljarða króna í nóvember árið 2006. Tekið skal strax fram að krónu- tölur sem eftir fylgja miða við gengi pundsins á þeim tímum sem kaup og sölur voru gerð. Eggert var gerður að stjórnarfor- manni og sá um daglegan rekstur á meðan Björgólfur átti peninginn og fékk titilinn heiðursformaður. Strax varð Eggert með sitt keppnisskap og vilja til að gera vel mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins. Vant- aði heldur ekkert upp á metnað Egg- erts sem reyndi að fá alla bestu mögu- legu leikmenn til félagsins. Kappið varð hins vegar eiginlega alltaf meira en forsjáin og urðu ákvarðanir hans West Ham dýrar að lokum. Tveir stjórar á brott Þrátt fyrir að hafa peningamenn á bak við sig gekk hvorki neitt né rak hjá Alan Pardew, þáverandi stjóra liðsins, og var liðið komið í þriðja neðsta sæti um miðbik móts eftir 4- 0 tap gegn Bolton og verðandi Eng- landsmeistarar Manchester United á leiðinni í heimsókn. Eggerti var nóg boðið og rak Pardew. Eftir það rifust þeir í fjölmiðlum en Pardew var afar ósáttur við brottrekstur sinn. Nú síð- ast seint á síðasta ári sat hann fyrir svörum í morgunþætti um fótbolta á Sky-sjónvarpsstöðinni og vægast sagt hraunaði yfir Eggert. Sagði það hreint út að allt slæmt sem hefði gerst hjá félaginu væri honum og hans ákvörðunum að kenna. Uppaldi West Ham-maðurinn Alan Curbishley tók við liðinu en hann hafði áður náð mögnuðum árangri með Charlton og gert það að stabílu úrvalsdeild- arliði svo um munaði. Hann yfirgaf þó einnig West Ham eftir deilur við stjórnina. Var hann afar ósáttur við að leikmenn væru seldir án hans vitneskju en í raun þurfti og þarf West Ham að gera hvað það getur í þeim málum til þess að rétta við fjár- haginn, meðal annars eftir kaupæði Eggerts. Ofborgaðir meðalmenn Eins og áður segir vantaði ekkert upp á metnað Eggerts í að semja við leik- menn. Suma leikmenn hirti hann meðal annars fyrir framan nefið á stórliðum ensku úrvalsdeildarinnar sem höfðu ekki roð í peningana sem Eggert var með á bak við sig. Má líka segja að skynsemi annarra liða hafi þar ráðið ferðinni. Besta dæmið um þetta er ástralski varnarmaðurinn Lucas Neill sem Liverpool ætlaði sér. Liverpool er sagt hafa boðið honum mjög eðlilegan samning miðað við aldur, getu og fyrri störf en Eggert yf- irbauð það svo um munaði. Fær Neill um 250 milljónir króna í árslaun en annað eins borgaði West Ham fyrir hann. Ótrúlegustu menn hafa fengið ótrúlegustu upphæðir fyrir störf sín hjá West Ham. Hinn arfadapri Nig- el Quashi var keyptur fyrir 250 millj- ónir króna og fékk aðrar 200 milljón- ir í laun. Framherjinn Carlton Cole sem aldrei hafði neitt gert kost- aði 300 milljónir og fékk fær tæpar 200 milljónir í laun á ári. Luis Boa Morte var keyptur á 750 milljónir og fær á fjórða hundrað milljón- ir í laun á ári. Vandræðagemsinn Craig Bellamy var einnig keyptur á tæpan milljarð króna og fékk vel á fimmta hundrað milljóna króna í laun á ári. Quashie lék aðeins nokkra leiki fyrir félagið, Boa Morte hefur verið gagnslaus, Bellamy var meira og minna meiddur og svona hefur sagan meira og minna verið. Dýr. Rándýr fyrirsæta Þau kaup sem eru sérkapítuli út af fyrir sig er þegar Eggert Magnússon ætlaði heldur betur að slá um sig á leikmannamarkaðinum. Fékk hann Freddie Ljungberg til liðsins frá Ars- enal fyrir 450 milljónir en Arsen- al-menn voru meira en ánægðir að losna við hann fyrir þá fjárhæð enda Svíinn sæti farinn að dala. Rökstuddi Eggert meðal annars kaupin með því að hann væri svo góð fyrirsæta. Með örfáa leiki á bakinu var gerður starfs- lokasamningur við Ljungberg svo hann myndi ekki kosta West Ham meira en hann gerði. Starfslokasamn- ingur upp á einn milljarð króna. Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að Ljungberg borgaði sig ekki. Coke-skiltið rekið Eggert Magnússon naut sín mikils í stjörnudýrkuninni og glamúrnum í kringum enska boltann. Í grein í Mannlífi á síðasta ári er sagt frá ein- um leik þar sem Björgólfi ofbauð peningaeyðsla Eggerts. Björgólfur bauð þá félögum sínum úr KR á leik á Emirates-vellinum þar sem West Ham lagði Arsenal, 1-0. Björgólfur leigði rútu fyrir sig og sína en þeg- ar rútan yfirgaf leikvanginn sá hann þrjá svarta eðalvanga yfirgefa leik- vanginn á sama tíma. Í þeim fyrsta sat Eggert Magnússon sem hafði leigt alla þrjá eðalvagnana á kostnað West Ham. Sjálfur var hann, aðaleigand- inn, í rútu. Björgólfur hafði haft það á orði að Eggert væri meira sem tákn félags- ins og ein frægustu orðin voru lát- in falla þegar hann líkti Eggerti við Coke-skilti. Þetta og annað varð til þess að Eggert var látinn fara. Egg- ert vildi vel en svo má alveg telja að ein mestu mistök Björgólfs hafi ver- ið að láta Eggert fara mun fyrr. Það er þó eflaust alltaf erfitt að losa sig við vini sína. Tapið mikið West Ham gekk ágætlega peninga- lega áður en peningamennirnir frá Íslandi komu til skjalanna svo skrýt- ið sem það hljómar. Á síðasta starfs- ári félagsins fyrir komu Björgólfs og Eggerts græddi félagið um milljarð en tapaði þremur og hálfum árið eftir undir forystu Íslendinganna. Launa- kostnaður í umsjón Eggerts hækkaði um tvo milljarða og annar kostnað- ur um aðra tvo. Var þar dýrast 750 milljóna króna greiðslan vegna Tev- ezar-málsins fræga sem var kannski eina vandamálið sem Íslendingarnir ullu ekki. Félagið er áfram í íslenskri eign CB Holding en með Breta sem stjórnarformann. Þriðjudagur 9. júní 2009 17Sport Framtíðarliðið leikur gegn austurríki B-landslið karla í handbolta, hið svo- kallaða 2012-landslið, leikur æfingaleik gegn austurríki í Vodafone-höll Valsmanna að Hlíðarenda í kvöld. Kristján Halldórsson, íþróttastjóri HSí og þjálfari 2012-liðsins, valdi fimmtán leikmenn til þess að taka þátt í hópnum. Tveir óþekktir markverðir eru í liðinu, þeir arnór Stefánsson sem leikur með 1. deildarliði ír og aron Eðvarsson sem er þriðji markvörður Hauka og hefur leikið með ungmennaliði félagsins, einnig í 1. deild. Silfurmeistarinn úr sænsku úrvalsdeildinni, Haukur andrésson, var einnig valinn en hann leikur undir stjórn bróður síns, Kristjáns, hjá guif í Svíþjóð. í liðinu má einnig finna þekkt nöfn úr n1-deildinni á borð við Kára Kristján Kristjánsson úr Haukum, arnór gunnarsson úr Val og samherja hans Elvar Friðriksson. umSjón: TómaS Þór ÞórðarSon, tomas@dv.is TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Björgólfur Guðmundsson lét í gær af störfum sem stjórnarformaður West Ham og Ásgeir Friðgeirsson sem varaformaður. Félag í eigu Straums-Burðaráss tók yfir félag Björgólfs sem átti West Ham og verður hann að láta sér nægja að fylgjast með West Ham úr fjarlægð eftir ríflega tvö ár sem peningamaður félagsins. úti e Ævi týri Ein versta ákvörðunin Eggert magn- ússon ofborgaði Freddie Ljungberg svo um munaði. MYND GETTY Góðærið endanlega búið Björgólfur missti West Ham í gær endanlega og lét af störfum sem stjórnarformaður. MYND AFP Carlos Tevez Bjargaði liðinu en var því dýr. Alan Curbishley Yfirgaf West Ham ósáttur. Alan Pardew Var rekinn og þolir ekki Eggert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.