Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 9. júní 200916 Ættfræði Guðmundur Gísli Jónsson fyrrv. trillukarl, bóndi og hreppstjóri í Munaðarnesi Guðmundur fæddist í Munaðarnesi og ólst þar upp. Hann lauk almennu barnaskólanámi og var bóndi og trillukarl á Munaðarnesi 1960-2005. Þá fluttu þau hjónin í Grundarfjörð þar sem þau búa enn. Guðmundur var hreppstjóri Ár- neshrepps 1971-2005. Hann sat í sýslunefnd Strandasýslu 1972-86 og sat í hreppsnefnd Árneshrepps frá 1986-2005. Guðmundur hefur skrifað ým- islegt í Strandapóstinn og lagt sitt- hvað af mörkum til héraðssögu Strandasýslu. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 15.7. 1961 Sólveigu Stefaníu Jónsdóttur, f. 12.6. 1942, húsfreyju og fyrrv. bónda. Hún er dóttir Jóns Guðmundssonar og Unnar A. Jónsdóttur sem bjuggu í Stóru-Ávík í Árneshreppi en þau eru bæði látin. Börn Guðmundar og Sólveigar Stefaníu eru Bergvin Sævar, f. 18.10. 1961, sjómaður í Grundarfirði, kvæntur Elínborgu Þorsteinsdótt- ur frá Laxárdal í Hrútafirði og eiga þau þrjú börn; Birgir, f. 13.3. 1963, fangavörður við Kvíabryggju, bú- settur í Grundarfirði, kvæntur Patr- iciu Laugensen frá Nýja-Sjálandi og eiga þau þrjú börn; Unnur Pálína, f. 22.7. 1966, húsmóðir í Grundarfirði en maður hennar er Sigurjón F. Jak- obsson, skipstjóri og útgerðarmað- ur og eiga þau þrjú börn; Guðbjörg, f. 6.2. 1975, starfsmaður hjá Snæ- þvotti ehf í Grundarfirði; Bryndís, f. 13.4. 1978, starfskona við leikskóla í Grundarfirði en maður hennar er Bjarni Einarsson, starfsmaður við álverið í Straumsvík; Hafrún, f. 7.4. 1981, starfskona við leikskóla, bú- sett í Grundarfirði en maður henn- ar er Sólberg Ásgeirsson viðskipta- fræðingur og eiga þau tvö börn. Systkini Guðmundar eru Guð- laug Jónsdóttir, f. 3.11. 1937, hús- móðir í Reykjavík; Guðjón Jónsson, f. 22.5. 1942, leigubílstjóri í Mosfells- bæ; Samúel Vilberg Jónsson, f. 26.2. 1944, pípulagningarmeistari í Hafn- arfirði; Þorgerður Erla Jónsdóttir, f. 18.11. 1946, húsmóðir í Borgarnesi; Ragnar Sólmundur Jónsson, f. 26.2. 1950, verkstjóri hjá Vatnsveitunni í Hafnarfirði; Anna Sigríður Jónsdótt- ir, f. 25.9. 1951, verkakona í Hafnar- firði; Jón Elías Jónsson, f. 10.6. 1955, starfsmaður við álverið á Grund- artanga, búsettur á Akranesi; Ólöf Brynja Jónsdóttir, f. 16.10. 1961, bú- sett í Hafnarfirði. Foreldrar Guðmundar: Jón Jens Guðmundsson, f. 27.5. 1912, d. 9.3. 2005, bóndi í Munaðarnesi, og k.h., Pálína Sigurrós Guðjónsdótt- ir, f. 13.11. 1919, d. 24.5. 2006, hús- freyja. Ætt Jón Jens er sonur Guðmundar Gísla, b. í Munaðarnesi Jónssonar, b. í Munaðarnesi Gíslasonar, frá Bæ á Selströnd Gíslasonar. Móðir Jóns var Ragnheiður Óladóttir. Móðir Guðmundar Gísla var Elísabet Guð- mundsdóttir, b. smiðs og hrepp- stjóra í Munaðarnesi Benóníssonar, b. á Bæ og í Norðurfirði Guðmunds- sonar. Móðir Guðmundar var Þur- íður Guðmundsdóttir, pr. í Árnesi Bjarnasonar, í Fjósakoti í Flatey Brandssonar. Móðir Elísabetar var Guðrún Jónsdóttir, í Reykjanesi Ein- arssonar. Móðir Jóns Jens var Guðlaug Jónsdóttir, b. í Reykjanesi Sigurðs- sonar, b. í Reykjanesi Jónssonar, b. í Reykjanesi Einarssonar. Móðir Sigurðar var Helga Þorsteinsdóttir. Móðir Jóns var Guðrún Sveinbjörns- dóttir, b. í Hrófbergi Magnússon- ar, b. í Hafnarhólmi Sveinbjörns- sonar. Móðir Sveinbjörns var Þuríður Andrésdóttir. Móðir Guð- rúnar Sveinbjörnsdóttur var Guð- rún Guðmundsdóttir, frá Kaldrana- nesi Jónssonar. Bróðir Pálínu Sigurrósar var Guðmundur, trésmiður á Ísafirði, faðir Björgvins verkfræðings og Sig- mundar Tryggva lögfræðings. Pál- ína Sigurrós var dóttir Guðjóns, b. í Skjaldabjarnarvík Kristjánssonar, húsmanns frá Litlu-Ávík Loftsson- ar, b. á Litlu-Ávík Bjarnasonar, b. í Munaðarnesi Bjarnasonar. Móðir Lofts var Jóhanna Guðmundsdóttir. Móðir Kristjáns var Þórunn Einars- dóttir frá Bæ, bróður Þuríðar á Bæ. Móðir Guðjóns var Ólína Sigurðar- dóttir frá Eyri. Móðir Pálínu Sigurrósar var Anna Jónasdóttir, b. á Þóroddsstöð- um í Hrútafirði Eiríkssonar. Guðmundur heldur upp á af- mælið með fjölskyldunni. Árni fæddist á Húsavík en ólst upp í Hlíð í Köldukinn við öll almenn sveitastörf. Hann var í Stóru-Tjarn- arskóla, stundaði nám við VMA og lauk þaðan sveinsprófi í húsa- smíði. Árni byrjaði á samningi hjá Norðurpóli í Reykjadal 1998 og starfaði þar til 2007 er hann hóf störf hjá Hyrnunni á Akureyri þar sem hann starfar enn. Árni er áhugamaður um vél- sleða og motorsport. Fjölskylda Kona Árna er Dóra Rún Kristjáns- dóttir, f. 10.1. 1987, nemi við HA. Sonur Árna og Dóru Rúnar er Stefán Þór Árnason, f. 24.2. 2009. Systkini Árna: Kristbjörg Ólafs- dóttir, f. 25.1. 1978, ritari á Akur- eyri; Ingólfur Már Ólafsson, f. 2.5. 1983, nemi við HR; Hugrún Ólafs- dóttir, f. 15.11. 1988, nemi; Berg- lind Ólafsdóttir, f. 6.10. 1990; Jör- undur Sigurbjörn, f. 2.1. 1996. Foreldrar Árna eru Ólafur Ing- ólfsson, f. 18.7. 1954, bóndi í Hlíð, og Elín Björg Sigurbjörnsdóttir, f. 29.2. 1956, bóndi og húsfreyja. Arnar Már fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Fossvoginum og í Ár- bæjarhverfinu. Hann var í Fossvogs- skóla, Selásskóla og Árbæjarskóla og stundað síðan nám við FÁ. Arnar var í unglingavinnunni og starfaði síðan á bensínafgreiðslu- stöðvum Essó í Reykjavík. Hann starfaði hjá Bílanaust sem samein- aðist Olíufélaginu Essó í N-1. Arn- ar Már flutti síðan til Reyðarfjarðar 2006 og hefur verið þar verslunar- stjóri hjá N–1 síðan. Fjölskylda Börn Arnars eru Alexander Örn Arnarsson, f. 15.11. 2001; Elín Inga Arnarsdóttir, f. 27.9. 2005. Hálfsystkini Arnars, sammæðra, eru Hilmar Guðmundsson, f. 27.2. 1967, búsettur í Mosfellsbæ; Guð- rún Birna Gylfadóttir, f. 27.12. 1970, búsett í Reykjavík; Ingimar Örn Gylfason, f. 29.10. 1972, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Arnar eru Eiríkur Arn- þórsson, f. 17.7. 1949, starfsmaður hjá N–1., og Inga Tómasdóttir, f. 25.5. 1949, starfskona við Árbæjar- sundlaug. Árni Brynjar Ólafsson húsaMsiður á akureyri Arnar Már Eiríksson verslunarstjóri á reyðarfirði Kristín Frímannsdóttir er fertug í dag. Hún er kennari við Varmárskóla í Mosfellsbæ, búsett á Akranesi, fimm barna móðir en maður hennar er Stefán Þór Sigurðsson sem vinnur hjá Íslenska járnblendinu. Kristín var pollróleg yfir þessum tímamótum þegar DV ræddi við hana í gær enda hefur hún mjög skynsamlegar skoð- anir á afmælum yfirleitt: „Ég er nú ekkert að missa mig yfir þessu stórafmæli. Ég er fyrir löngu búin að ákveða það að vera ekki með neitt óþarfa uppistand. Þegar ég á afmæli þá á ég það en ekki aðrir. Ég ætla þess vegna að eiga daginn fyrir mig og gera mér glaðan dag. Það er kjarni málsins. Fjöldi fólks kvíðir fyrir stórafmælum sínum í margar vikur, tekur sér frí frá vinnu vegna undir- búnings og setur sig jafnvel í skuld- ir, vegna þess eins að það er sann- fært um að á þessum degi eigi það að skemmta og þjóna öðrum. Þetta er auðvitað rangt. Þegar þú átt afmæli áttu að skemmta sjálfum þér. Það ætla ég að gera.“ Og hvernig á að skemmta sér á morgun? „Ég ætla í leikhús að sjá Fúlar á móti, – og tek auðvitað karlinn minn með – þessa elsku. Svo fáum við okk- ur kannski eitthvað gott að borða í leiðinni. Það er nú allt og sumt.“ Ertu ekkert búinn að skipuleggja daginn neitt nánar? „Nei, þegar ég á afmæli vil ég ekki láta koma mér á óvart. En ég vil held- ur enga ofskipulagningu með ná- kvæmri tímasetningu frá morgni til kvölds. Carpe diem! En maður grípur ekki daginn með því að pakka hon- um inn í fyrirfram ákveðna dagskrá frá morgni til kvölds. Þannig er ekki lífið – né hamingjan,“ segir Kristín kennari á Skaganum. 30 ára í dag 30 ára í dag Kristín kennari fertug: Carpe dieM 30 ára n Roberto Carlos Orellana Hulduhlíð 30, Mosfellsbæ n Julija Zacharova Freyjugötu 28, Reykjavík n Sandra Fairbairn Kjarrhólma 8, Kópavogi n Gunnar Ingi Guðmundsson Grænagarði 10, Reykjanesbæ n Davíð Elvar Marinósson Ægisgötu 4, Akureyri n Stefán Jarl Martin Perlukór 3b, Kópavogi n Baldur Maack Stórakrika 11, Mosfellsbæ n Kristján Jökull Aðalsteinsson Hringbraut 115, Reykjavík 40 ára n Einar Hagen Engjaseli 72, Reykjavík n Gian Marco Cabibbe Vatnsnesvegi 12, Reykja- nesbæ n Heiðar Feykir Tómasson Grandavegi 3, Reykjavík n Guðný Rúna Bjarkarsdóttir Heiðarbrún 8, Stokkseyri n Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir Fellsmúla 22, Reykjavík n Ragnheiður Freyja Tryggvadóttir Vallartúni 2, Akureyri n Kjartan Guðfinnur Stefánsson Bræðraborgarstíg 43, Reykjavík 50 ára n Sólbjört Hilmarsdóttir Valbraut 7, Garði n Lilja Hreinsdóttir Hljóðalind 4, Kópavogi n Stefán Jóhannsson Hólavegi 37, Siglufirði n Kristján Þorvaldsson Melateigi 3, Akureyri n Hrafnhildur Geirsdóttir Nónhæð 3, Garðabæ n Jón Sigurðsson Tröllaborgum 15, Reykjavík n Hjördís Svavarsdóttir Deildarási 19, Reykjavík n Mariusz Tadeusz Sablik Asparfelli 6, Reykjavík n Jacek Stachowski Lækjargötu 10, Hafnarfirði 60 ára n Jón Rúnar Kristjónsson Kambaseli 3, Reykjavík n Júlíus Jónsson Kvíaholti 10, Borgarnesi n Guðbjörn B Bjarnason Heiðarbraut 3c, Reykja- nesbæ n Svava Sjöfn Kristjánsdóttir Ásvegi 1 Hvanneyri, Borgarnesi n Hilmir Sigurðsson Ásholti 1, Dalvík n Jón Kristfinnsson Vindási 4, Reykjavík n Hjördís Guðrún Haraldsdóttir Huldugili 47, Akureyri n Þór Sigurðsson Helgamagrastræti 43, Akureyri n Anna Ólafsdóttir Hólabergi 54, Reykjavík n Benedikta Þórðardóttir Framnesvegi 15, Reykja- nesbæ 70 ára n Lilja H Sævars Mánatúni 6, Reykjavík n Oddur Sæmundsson Stuðlaseli 12, Reykjavík n Þóra Ottósdóttir Aðalgötu 34, Ólafsfirði n Sigríður Nikulásdóttir Drekavogi 13, Reykjavík n Hildur Sigurðardóttir Norðurvör 7, Grindavík 75 ára n Valbjörn Þorláksson Ránargötu 13, Reykjavík n Kristinn Jónas Jónasson Ásenda 13, Reykjavík 80 ára n Haraldur Sigfússon Hvammi 1, Þórshöfn n Aðalsteinn Einarsson Miðtúni 1, Seyðisfirði n Einar Þórarinsson Ártúni 2, Siglufirði n Jón Valmundsson Austurvegi 4, Vík n Ólafur Pétursson Borgarhrauni 10, Hveragerði 85 ára n Jóna Örnólfsdóttir Torfnesi Hlíf 1, Ísafirði 95 ára n Aðalheiður Franklínsdóttir Knarrarbergi 2, Þorlákshöfn n Sigurlaug Eggertsdóttir Kópavogsbraut 1b, Kópavogi Til hamingju með afmælið! 70 ára í dag auglýsingasíminn er 512 70 50 auglýsingasíminn er 512 70 50 Kristín Frímannsdóttir afmælis-barnið með dótturdóttur sinni, Kristínu Ólínu, dóttur sinni guðrúnu Birnu og móður sinni guðrúnu Birnu Blöndal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.