Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 3
á fjármálamörkuðum, en ef lestur Moment væri eina heimildin var ekki annað sjá en bankinn stæði mjög styrkum fótum og að áframhaldandi vöxtur Icesave væri fram undan. Í þriðja tölublaði síðasta árs, sem kom út í lok síðasta sumars, rituðu Sigur- jón og Halldór leiðara í sameiningu. Þar sögðu þeir að markmiðið væri að halda áfram að sýna fram á fjárhags- legan styrk bankans með aðaláherslu á Icesave í völdum Evrópulöndum. Icesave átti að taka yfir London Kreppan virtist ekki bíta á Lands- bankann og Icesave. Í lok síðasta sumars kynnti bankinn fyrir starfs- mönnum sínum nýja auglýsingaher- ferð, sem átti að draga að enn fleiri viðskiptavini Icesave í Bretlandi. Bankinn ætlaði að þekja áttatíu hefð- bundna leigubíla í London - bæði að innan og utan - með Icesave-auglýs- ingum í sex mánuði. Jafnvel kvittan- ir frá leigubílstjórunum áttu að vera merktar Icesave í bak og fyrir. Greinilegt var að þrátt fyrir erf- iðleikana ætlaði bankinn að gefa í. Þessi áform urðu þó skammlíf. Heritable og markaðsdeild eignaður heiðurinn Í Moment segir að heiðurinn að Ic- eSave eigi hópur sérfræðinga hjá Heritable Bank, sem var í eigu Lands- bankans. Að auki hafi markaðsdeild og viðskiptaþróun Landsbankans komið að þróun Icesave. Dagleg starfsemi var rekin af Her- itable og bakvinnsla úthýst til New- castle Building Society. Heritable er rúmlega 130 ára gamall skoskur banki sem féll með Landsbankanum síðasta haust. Í sömu grein er viðtal við Mark Sismey-Durrant, forstjóra Heritable, þar sem hann ber sér á brjóst vegna þess að keppinautar Ic- eSave hafa ekki stækkað jafnhratt. Vöxturinn endurspeglaði styrk bank- ans. Í einu tölublaði Moment er létt viðtal við Bretann Simon Healy, yf- irmann innlána hjá Heratible. Hann var verkefnastjóri yfir Icesave-reikn- ingunum. Það lýsir kannski tíðarand- anum að í viðtalinu var hann ekkert spurður út í starfsemi Icesave. Í síð- ustu spurningunni var hann spurð- ur hvað hann myndi gera ef hann myndi vinna í lottó. Hann sagðist ekki vera viss. „En það myndi tengj- ast eyju, bikiníum og alveg hellingi af margarítum!“ Þriðjudagur 9. júní 2009 3Fréttir ICESAVE STEFNDI Á STÓRSÓKN RIs og HRun Icesave 10. október 2006 icesave sett á fót í Bretlandi og fyrstu reikning- arnir stofnaðir. Maí 2007 80 þúsund viðskiptavinir eiga þrjá milljarða punda á icesave-reikningum. Maí 2008 icesave flutt út til Hollands. Ágúst 2008 Viðskiptavinir icesave eru orðnir 350 þúsund talsins í Evrópu. október 2008 Áhlaup á reikningana, lokað fyrir úttektir og icesave hrynur. Ljóst verður að stórar fjárhæðir geta lent á íslenskum skattgreiðendum. Júní 2009 Samninganefnd íslands undirritar samning við Breta um að ísland ábyrgist andvirði 650 milljarða króna. Eignir Landsbanka í Bretlandi ganga upp á móti en óvíst hversu langt þær duga. útlit er fyrir að tugir og jafnvel milljarðar lendi á íslenskum skattgreiðendum. „...komumst við að því að jákvæð stemning ríkir gagnvart Íslend- ingum sökum ýmissa hluta.“ aðalmennirnir Tímaritið Moment birti mynd af bankastjórum Lands- bankans, þeim Sigurjóni Árnasyni, Halldóri j. Kristjánssyni og Mark Sam- sey-durant, bankastjóra Heritable- bankans. Þeir stilltu sér hróðugir upp fyrir framan icesave-skilti. GRÝTTU KRÓNUM Í ALÞINGISHÚSIÐ „Er það ekki alveg augljóst mál? Þetta er svo mikið óréttlæti að það hálfa væri nóg,“ svaraði Hulda Eyj- ólfsdóttir, mótmælandi á Austur- velli, aðspurð hvers vegna hún sló í pönnu fyrir framan Alþingishús- ið í gær. Á milli 400 og 500 manns mættu á Austurvöll í gær, að mati lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, að mótmæla Icesave-sam- komulaginu sem fjármálaráðherra kynnti fyrir þingheimi í gær. Andrúmsloftið var ekki ósvip- að og þegar mótmælin stóðu sem hæst í byrjun janúar á þessu ári, nema örlítið hlýrra í veðri, eins og Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, orðaði það við blaðamann DV á Austur- velli í gær. Köstuðu krónum í alþingi „Ég er algjörlega búin að fá nóg, þetta eru önnur mótmælin sem ég mæti í á þessu ári, og mun halda áfram að koma hingað næstu daga,“ segir Hulda sem er afar ósátt með ríkisstjórnina þessa dag- ana. Lögreglan var með viðbúnað í kringum Alþingishúsið og pass- aði að mótmælin færu friðsamlega fram. Fimm voru þó handteknir fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Mótmælendur sprengdu púðurkerlingar, kveikt var á neyð- arblysum og þá var einnig kastað einnar krónu myntum í húsið sem áttu að fara upp í Icesave-skuldina að sögn þeirra sem köstuðu krón- unum. vill Davíð oddsson aftur Tveir menn tóku sér stöðu fyr- ir framan Alþingishúsið í gær og kölluðu hástöfum „Davíð aftur“. Annar þeirra er Örn Úlriksson sem segir að Davíð Oddsson geti komið Íslandi aftur á rétta braut. „Já, ég vil fá Davíð Oddsson aft- ur. Hann er eini maðurinn sem hefur kjark til að þora að glíma við þetta vandamál. Hann tæki þetta á sex mánuðum.“ Örn er mikill sjálf- stæðismaður og hefur látið húð- flúra sjálfstæðisfálkann á handar- bakið á sér af því tilefni. Í kringum 500 manns voru á svæð- inu, eins og fyrr segir, og létu flest- ir í sér heyra með búsáhöldum eða slógu í þakrennur hússins. Þessu er ekki hægt að breyta Yfir 16 þúsund manns hafa skráð sig í hóp á samskiptasíð- unni Facebook og segjast ekki ætla að borga Icesave-skuldirn- ar. Í athugasemdakerfi á síðunni segir fólk sínar skoðanir og segir fólk að erfitt sé að mótmæla þeg- ar það búi úti á landi. „Við skulum ekki gleyma að lýðræðislega kos- in stjórn landsins samþykkti fyr- ir hönd þjóðarinnar að borga ætti þessa reikninga og það yrði ekki farið með þetta í dómstóla. Þessu er bara ekki hægt að breyta,“ skrif- ar Heiðar Heiðarsson á síðuna. Þá kemur einnig fram að mótmælin muni halda áfram næstu daga eða „þar til samningurinn hefur ver- ið felldur“ eins og það er orðað á síðunni. BoðI Logason blaðamaður skrifar bodi@dv.is „Ég er algjörlega búin að fá nóg, þetta eru önnur mótmælin sem ég mæti í á þessu ári og mun halda áfram að koma hingað næstu daga.“ Fimm handtekin Lögreglan handtók fimm manns fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglunnar. MYnDIR HeIða HeLgaDÓTTIR Hulda eyjólfsdóttir Ætlar ekki að borga icesave-skuldirnar og segir samninginn vera óréttlátan. Örn Úlriksson Vill fá davíð Oddsson aftur í stjórnarstól- inn og segir hann geta lagað ástandið á sex mánuðum. Björgunarbátur Mótmæl- endur stilltu upp björgunarbáti með neyðarblysi fyrir framan alþingishúsið sem búið var að skrifa á iceslave.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.