Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 9. júní 20096 Fréttir PRESTUR HÆTTIR FYRIRVARALAUST Skyndilegt brotthvarf séra Þóreyjar Guðmundsdóttur fyrir austan hefur vakið um- tal meðal íbúanna. Þórey ætlar að snúa sér að námi og á eftir að sakna sóknarbarna sinna. Þórey segist hafa átt nokkra óvini fyrir austan sem hafi viljað henni illt. „Það er alltaf þannig að ef prest- ar hætta snögglega finnst einhverj- um tilefni til að gera mál úr því. Ég sagði ekki mörgum frá þessu og fólk smjattar á hlutunum,“ segir Þórey og bætir við að hún hafi ekki nennt að svara áskorunum um að hún héldi áfram. „Því kaus ég að gera þetta svona. Það voru í rauninni bara tveir í sóknarnefndinni sem vissu hvað til stóð,“ segir Þórey. Söðlar um Skyndilegt brotthvarf séra Þóreyj- ar Guðmundsdóttur, sóknarprests á Kolfreyjustað, hefur vakið athygli íbúa Austurlands. Þórey ákvað að söðla um og snúa sér að námi en lét fáa vita af þessari ákvörðun sinni. Síðasta embættisverk hennar var á hvítasunnudag og við störf- um hennar tekur Gunnlaugur Stef- ánsson frá Breiðdalsvík. „Ég byrjaði í doktorsnámi í september í fyrra og ætlaði að at- huga hvort ég gæti þetta því ég er komin svona til ára minna. Svo kom það í ljós að þetta gekk vel og þá ákvað ég að láta af störfum og halda áfram.“ Á óvini Þórey segist vissulega eiga eftir að sakna sóknarinnar þótt hún sé vön að flakka á milli staða. „Ég er aðkomukona og ég er vön að koma og fara. Hér er mikið af góðu fólki sem ég á eftir að sakna. En ein- hvern veginn er það þannig að ef maður hefur vit í höfðinu og sér að maður hefur möguleika á að halda áfram að læra þá gerir maður það. Ég fór í frí eftir páskana og þá komu þrjár litlar stelpur sem ég fermdi og hringdu bjöllunni og sögðust sakna mín. Ein þeirra sagði að ég væri sú eina sem kynni á unglinga. Ég var svo upp með mér og montin að það hefði enginn getað hælt mér meira,“ segir Þórey en viðurkennir einnig að ekki hafi öllum líkað jafn vel við hana á meðan hún gegndi embætti sóknarprests. DV hefur einnig borist til eyrna að sum ummæli sem Þórey hefur látið falla hafi farið fyrir brjóst- ið á íbúum Austfjarða í gegnum tíð- ina. „Það líkar ekki öllum vel við alla presta. Ég á mína óvini eins og hver annar. Það hvarflar ekki að mér að það sé ekki svoleiðis. Það eru alltaf einhverjir sem vilja manni illt.“ Byggir brú Hljóðið í Þóreyju er gott og virð- ist hún ánægð með þessa ákvörð- un sína. Hún getur líka verið stolt af doktorsnámi sínu sem er afar áhuga- vert. „Það gengur rosalega vel í náminu. Ég er að skrifa um sjálfsmynd músl- ímakvenna annars vegar og kristinna kvenna hins vegar. Mér finnst þetta æðislegt. Ég er að byggja brú á milli félagsvísinda og guðfræði.“ LiLja Katrín GunnarSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Það líkar ekki öllum vel við alla presta. Ég á mína óvini eins og hver annar.“ Gengur vel Þóreyju gengur vel í doktorsnáminu og því baðst hún lausnar frá prestsembættinu. Kirkjan á Kolfreyjustað dV hefur heyrt frá íbúum fyrir austan að ummæli sem Þórey lét falla í þessari kirkju hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum. Á annan tug mótmælenda kom sér fyrir í Fríkirkjuvegi 11: Brutust inn í hús Björgólfs Á annan tug aðgerðasinna ruddi sér í gærkvöld leið inn í Fríkirkjuveg 11, húsið sem Björgólfur Thor Björgólfs- son keypti af Reykjavíkurborg og var áður í eigu Thors Jensen, forföður hans. Með þessu vildi fólk lýsa andúð sinni á því að skuldir vegna Icesave- reikninga Landsbankans lentu á al- menningi. Fólk safnaðist saman fyrir utan húsið rétt fyrir níu og stóð þar uns einn maður, klæddur leðurgalla, hljóp inn og hrópaði: „Þetta er inn- brot.“ Nokkur hópur fólks fylgdi hon- um eftir. Á tímabili virtist sem ákveðin hringiða væri að myndast í húsinu. Mótmælendur fóru inn, lögreglu- menn vísuðu þeim út og síðan fóru mótmælendur inn aftur til þess eins að vera vísað út aftur af lögreglu. Þessu virtist þó ljúka upp úr klukk- an tíu í gærkvöldi, tæpum hálfum öðrum klukkutíma eftir að fyrsti að- gerðasinninn ruddist inn, með því að mótmælendur höfðu sig á brott. Þá hafði fólkið sem hreiðraði um sig í húsinu metið stöðuna þannig að lög- reglan væri að fara að ráðast í hand- tökur og niðurstaðan því orðið sú að fólkið færi friðsamlega út. Þó virðist sem eitthvað hafi komið til handalögmála á milli lögreglu og mótmælenda fyrr um kvöldið. Mót- mælendur höfðu komið sér fyrir í kjallara hússins þar sem þeir klöpp- uðu, sungu og dönsuðu á meðan lög- reglan horfði á inni í húsinu. „Hverjir eiga borgina?“ öskruðu mótmælend- ur í kjallaranum. Mótmælendur komust inn í húsið eftir að hafa brotið rúðu. Þaspjöldum fyrir framan húsið sem stendur á Ice- slave. Húsið er í eigu Novators, fjár- festingafélags Björgólfs Thors Björg- ólfssonar. Framkvæmdir í morgunumferð Borgarstarfsmenn hófust í nótt handa við að fræsa malbikið á Kringlumýrarbraut. Stefnt var að því að þeir héldu því áfram alveg þar til morgunumferðin hæfist á áttunda tímanum, þá átti að gera hlé á framkvæmdum með- an umferðarþunginn væri hvað mestur. Miðakrein Kringlumýrar- brautar verður fræst frá Bú- staðavegi að bensínstöð N1 í Fossvogi. Gert er ráð fyrir að ak- reininni verði lokað fyrir umferð klukkan níu, eftir að mesta um- ferðin er farin í gegn og verður akreinin þá malbikuð. Stefnt er að því að opna hana aftur áður en síðdegisumferðin skellur á götunni af fullum krafti. Kona féll í gegnum þak Kona á miðjum aldri datt í gegnum húsþak á gömlu húsi í Mývatnssveit þegar hún var að gera við þakið undir kvöld í gær. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er konan ekki talin í lífshættu en var flutt með sjúkrabifreið á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri til að- hlynningar. Ekki er vitað frek- ar um líðan konunnar. Þá féll kona á besta aldri, eins og lögreglan á Akureyri orðaði það, af hestbaki í gær. Hún slapp þó við alvarlega meiðsli og er viðbeinsbrotin. Okrið dregið til baka Forsvarsmenn Skeljungs hafa ákveðið að endurgreiða 12,50 krónur af hverjum bensín- lítra sem þeir ofrukkuðu við- skiptavini sína um frá föstu- dagsmorgninum 29. maí til hádegis í dag, að því tilskildu að viðskiptavinirnir eigi enn kvittunina fyrir viðskiptum sínum. Olíufélögin hækkuðu öll eldsneytisverð því sem næst um leið og Alþingi samþykkti að hækka olíugjald. Þetta gerðu þau þrátt fyrir að olíu- gjald leggist á eldsneyti þegar það er tollafgreitt en verið var að selja bensín og dísilolíu sem var afgreidd fyrir laga- breytinguna. Fram kom í fréttum Stöðv- ar 2 í gærkvöld að N1 hefði ákveðið að láta ofrukkunina renna til góðgerðarmála. Verðlaunuð fyrir hjálparstarf Ulla Magnússon, stofnandi og formaður SOS-barnaþorp- anna á Íslandi, var sæmd heið- ursorðu alþjóðasamtakanna SOS-Kinderdorf International. Orðuna, sem er æðsta viður- kenning samtakanna, fær hún fyrir framúrskarandi störf í þágu samtakanna og munaðarlausra og yfirgefinna barna um allan heim. Helmut Kutin, alþjóðafor- seti SOS-samtakanna, veitti Ullu viðurkenninguna á afmælishátíð SOS-barnaþorpanna í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. ósátt við Björgólfana Ekki fór á milli mála hvað það var sem fór fyrir brjóstið á þessari stúlku. Mynd SiGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.