Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 9. júní 200912 Fréttir Eftirlitsmynda- vélar við próf Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið fyrir í um 60.000 próf- tökusölum í Kína til að koma í veg fyrir að námsfólk svindli í inntökuprófum fyrir háskóla sem hófust á sunnudaginn. Það er ekki alls óþekkt að námsfólk í Kína beiti hátækni við svindl, til dæmis örsmáum útvarpsmóttökurum. Á næstu dögum munu meira en 10 milljónir Kínverja þreyja próf sem munu hafa áhrif á inn- göngu þeirra í háskóla. Prófin eru álitin afar mikilvæg með til- liti til framtíðarhorfa námsfólks- ins og samkeppnin er grimmi- leg. Námsmenn hafa orðið upp- vísir að sífellt háþróaðri aðferð- um við prófsvindl. Smokka- kreditkort Samkvæmt frétt í breska blaðinu The Sun eru Bretar reiðubúnir til að ganga langt til að koma í veg fyrir að börn verði foreldr- ar. Nú geta tólf ára Bretar fengið sérstakt kreditkort til að kaupa sér smokka og hægt er að nota kortið í íþróttahöllum, hjá hár- skeranum og víðar. Í frétt The Sun segir að eina skilyrði fyrir því að drengir fái svona smokkakreditkort sé að þeir hafi sótt námskeið um kyn- líf. Á þennan hátt þarf ungt fólk ekki að gera sér ferð í lyfjaversl- un til að geta stundað öruggt kynlíf. Má ekki koma fram í sjónvarpi Fyrsta sádiarabíska konan sem situr í ríkisstjórn landsins má ekki koma fram í sjónvarpi án leyfis. Þetta hefur dagblaðið Shamss eftir Noura al-Faiz, sem skipuð var aðstoðarráðherra menntunarmála kvenna í febrú- ar. Skipun Noura al-Faiz var fagnað sem stóru skrefi í þátt- töku kvenna í þjóðfélagsmálum í Sádi-Arabíu, en þar er við lýði mjög strangt íslamskt kerfi og er konum meðal annars bannað að aka bíl, kjósa og hafa samskipti við óskylda karlmenn. „Ég tek ekki af mér höfuð- skýluna og mun ekki koma fram í sjónvarpi nema okkur sé það heimilt,“ hafði Shamms eftir Noura al-Faiz. Tvær bandarískar fréttakonur voru dæmdar til tólf ára þrælkunarvinnu í Norð- ur-Kóreu. Mikillar spennu hefur gætt í samskiptum stjórnvalda Norður-Kóreu og Vesturveldanna vegna nýlegra kjarnorkutilrauna hinna fyrrnefndu. Ekki er úti- lokað að fréttakonurnar verði „skiptimynt“ í höndum Norður-Kóreumanna. Samkvæmt fréttum ríkisfjölmiðils í Norður-Kóreu hafa tveir banda- rískir fréttamenn verið dæmdir til tólf ára þrælkunarvinnu. Euna Lee og Laura Ling voru sakfelldar fyrir „fjandsamlegar at- hafnir“ og að hafa komið ólöglega inn í landið. Stallsysturnar voru handteknar í mars eftir að hafa komið inn í Norður-Kóreu frá Kína að því er sögur herma og var réttað yfir þeim í skugga aukinnar spennu sem ríkt hefur á milli Norður-Kóreu og Vest- urlanda, og nánast alþjóðasamfé- lagsins, vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna og kjarn- orkuáætlunar landsins. Bandaríkjamenn hafa eðli máls- ins samkvæmt brugðist ókvæða við dómnum yfir Lee og Ling, lýst yfir „alvarlegum áhyggjum“ vegna dómsins og krafist þess að konun- um verði sleppt á mannúðarfor- sendum. Endurhæfing með þrælkun Fréttir ríkisfjölmiðilsins KCNA voru ekki ítarlegar. „Réttarhöldin stað- festu þá alvarlegu glæpi sem þeir [fréttamennirnir] frömdu gegn kór- esku þjóðinni og ólöglega för þeirra yfir landamærin sem þær hafa nú þegar verið ákærðar og dæmdar fyrir, hvor fyrir sig til tólf ára endur- hæfingar með þrælkun,“ sagði hjá KCNA. Dómurinn yfir Eunu Lee og Lauru Ling féll í kjölfar fimm daga réttarhalda og var erlendum eft- irlitsmönnum meinaður aðgang- ur réttarhöldunum sem fram fóru í Pyongyang. Að sögn Chris Hogg, fréttaritara BBC í Seoul í Suður- Kóreu, standa Lee og Ling frammi fyrir þeim möguleika að dvelja árum saman í einum af fangabúð- um Norður-Kóreu þar sem aðstæð- ur eru sagðar afar harðneskjulegar Í varðhaldi í Kína? Sem fyrr segir hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum miklar áhyggjur vegna málsins og í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu segir að unn- ið sé að lausn Eunu Lee og Lauru Ling eftir öllum mögulegum leið- um. Lee og Ling voru handteknar 17. mars af norður-kóreskum landa- mæravörðum þar sem þær unnu að sögu um flóttamenn fyrir sjón- varpsstöð í Kaliforníu. Samkvæmt sumum fréttum voru konurnar í haldi á kínverskri grundu, en ríkisfjölmiðill Norður- Kóreu hefur hafnað þeim fullyrð- ingum og staðhæfir að konurnar hafi verið komnar inn í Norður-Kór- eu með ólöglegum hætti. Euna Lee og Laura Ling sættu varðhaldi frá handtöku fram að að réttarhöld- um. Notaðar sem „skiptimynt“ Sá ótti hefur kviknað að Euna og Laura verði notaðar sem „skipti- mynt“ af Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, í viðleitni hans til að knýja fram tilslökun af hálfu stjórn- valda í Washington, sem hugsan- lega fælu í sér mannúðaraðstoð til handa Norður-Kóreu og beinar við- ræður við bandarísk stjórnvöld. Hingað til hafa bandarísk stjórn- völd sagt að samningaviðræður við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuaf- vopnunar Norður-Kóreu geti ein- ungis farið fram samkvæmt sex- hliða viðræðum þar að lútandi, en þar eiga aðild, auk Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, Suður-Kórea, Japan, Rússland og Kína og eru tvö síðastnefndu á meðal fárra banda- manna Norður-Kóreu. Fjölskyldur Eunu Lee og Lauru Ling hafa beðið um mildi og far- ið þess á leit við stjórnvöld í Norð- ur-Kóreu og Bandaríkjunum að máli stúlknanna verði ekki blandað saman við það þrátefli sem nú varir á milli þjóðanna. Hertar refsiaðgerðir ræddar Spenna á svæðinu jókst til muna í þessum heimshluta í kjölfar kjarn- orkutilraunar Norður-Kóreumanna í maí og flugskeytatilrauna. Ekki er loku fyrir það skotið að tilraunir með langdræg flugskeyti séu á dag- skránni hjá stjórnvöldum í Pyongy- ang síðar í þessum mánuði. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hafa rætt mögulega hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu og Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðraði á sunnu- daginn þann möguleika að Norð- ur-Kórea yrði aftur sett á lista yfir þjóðir sem styðja hryðjuverk. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöð- ina sagði Hillary Clinton að ef ekki yrði tekið hart á aðgerðum Norður- Kóreu yrðu afleiðingarnar hugsan- lega vopnakapphlaup í Norðaust- ur-Asíu. Ekki er ástæða fyrir Lee og Ling að gefa upp alla von því stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa í gegnum tíðina sleppt handteknum Bandaríkja- mönnum, en reyndar í kjölfar inn- grips einstaklinga. Utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna útilokaði ekki þann möguleika að Al Gore, fyrr- verandi varaforseti landsins, hlutist til um lausn kvennanna. Lee og Ling voru handteknar 17. mars af norður-kóreskum landamæravörðum þar sem þær unnu að sögu um flóttamenn fyrir sjónvarpsstöð í Kaliforníu. Euna Lee (t.v.) og Laura Ling Standa frammi fyrir tólf ára þrælkunarvist. Mótmæli í Suður-Kóreu Mikil spenna hefur ríkt á milli Suður- og norður- Kóreu undanfarið. Vinstrisinnar riðu ekki feitum hesti frá Evrópukosningunum: Hægri sveifla víða í Evrópu Öfga- og jaðarflokkar högnuðust mest þegar kjósendur víðs vegar í Evrópu sneru baki við helstu flokk- unum eða sátu heima til að mót- mæla bágu efnahagslegu ástandi lands síns. Mikillar hægri sveiflu gætti í Evr- ópukosningunum og vinstri miðju- flokkar báru verulega skarðan hlut frá borði á sama tíma og vinstri hægriflokkar treystu stöðu sína sem stærsti hluti Evrópuþingsins. Flokkar sem andsnúnir eru inn- flytjendum juku við fylgi sitt í Aust- urríki, Danmörku, Finnlandi, Ung- verjalandi, Hollandi og Slóvakíu. Þessi sveifla bitnaði almennt á ríkisstjórnarflokkum með þeim und- antekningum að ríkisstjórnarflokk- ur Silvios Berlusconi á Ítalíu, sem reyndar verður seint vændur um vel- vilja gagnvart innflytjendum, og rík- isstjórnarflokkur Nicolas Sarkozy í Frakklandi geta vel við unað. Þátttaka í kosningunum var um 43 prósent og undirstrikar áhuga- leysi kjósenda á kosningunum, þrátt fyrir skylduþátttöku í nokkrum lönd- um. Í Þýskalandi tapaði flokkur Angelu Merkel, kristnir demókratar, nokkrum sætum en hélt þó meirihluta gagn- vart vinstri miðjuflokknum SPD, sós- íalistum sem mynda ríkisstjórn með flokki Merkel, sem verður að teljast gott veganesti í almennum kosning- um sem fram fara í Þýskalandi í haust. Hinn slæmi árangur SPD er ekkert einsdæmi og voru úrslit afar óhag- stæð vinstri miðjuflokkum hvort sem um var að ræða flokka sem sitja í ríkis- stjórn eða eru í stjórnarandstöðu. Kjörklefar í Strassborg í Frakklandi Lítils áhuga á Evrópukosningunum var vart á meðal kjósenda. Tólf ára þrælkun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.