Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 9. júní 20094 Fréttir ÍSLANDSBANKI MÓTFALLINN RÁÐNINGU EINARS ARNAR Fulltrúar Íslandsbanka í stjórn Skeljungs voru ekki hlynntir því að ráða Einar Örn Ólafsson sem forstjóra félagsins í lok maí. Hann hafði hætt í bankanum mánuði áður vegna trúnaðarbrests. Í fyrra hafði Einar Örn umsjón með sölunni á meirihluta í Skeljungi til núverandi eigenda fyrir hönd Glitnis, nú Íslandsbanka. Fulltrúar Íslandsbanka í stjórn Skeljungs, þeir Ríkharð Ottó Rík- harðsson og Hörður Felixson, greiddu ekki atkvæði með því að ráða Einar Örn Ólafsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóra fyrirtækja- sviðs Íslandsbanka, sem nýjan for- stjóra félagsins í lok maí. Einar var ráðinn sem forstjóri fyrirtækisins en hafði látið snögglega af störfum hjá Íslandsbanka í lok apríl. Í fyrrahaust sá Einar Örn um söl- una á Skeljungi frá Glitni, nú Ís- landsbanka, til núverandi eigenda fyrirtækisins, Guðmundar Arnar Þórðarsonar, Birgis Þórs Bieltvelt og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, sem sitja í stjórn félagsins ásamt Ríkharði og Herði. Eigandi Skeljungs fyrir söl- una til núverandi eigenda var eign- arhaldsfélag Pálma Haraldssonar, Fons. Guðmundur, Birgir og Svanhildur eiga 51 prósent í félaginu á móti 49 prósentum Íslandsbanka. Samkvæmt heimildum DV voru forsvarsmenn Íslandsbanka ósáttir við að eigend- ur Skeljungs, sem mynda meirihluta í stjórninni, höfðu ekkert samráð við bankann áður en lagt var til á stjórnarfundi að Einar Örn yrði ráðinn. Ákvörðunin um að leggja til við stjórnina að Einar yrði ráðinn var eingöngu tekin af meiri- hlutanum. Trúnaðarbrestur orsök starfsloka DV greindi frá því eftir að Einar Örn var ráðinn forstjóri Skeljungs að hann hefði hætt hjá Íslandsbanka vegna trúnaðarbrests við forsvars- menn bankans. Einar hafði um nokkurt skeið hugsað sér að finna sér aðra vinnu og var farinn að ræða við eigendur Skeljungs um að taka við félaginu meðan hann starfaði enn í bankanum, samkvæmt heimild- um. Forsvarsmenn bankans komust á snoðir um þetta og mátu það svo að óheppilegt væri að hann héldi áfram að vinna í bankanum af þeim sökum, meðal annars vegna þess að hann hafði aðgang að trúnaðar- upplýsingum í bankanum. Einari Erni var því gert að hætta með mjög litlum fyrirvara og var það fyrst og fremst fyrirbyggjandi aðgerð til að verja hagsmuni bankans. Íslandsbanki lætur rannsaka söluna á Skeljungi Samkvæmt heimildum DV lætur Íslandsbanki nú óháðan aðila rann- saka sölu bankans á Skeljungi sem Einar Örn sá um því bankinn vill ganga úr skugga um að eðlilega hafi ver- ið staðið að henni. Þegar Glitnir seldi núverandi eigendum Skeljungs félagið í fyrra var komist að samkomulagi um að greitt yrði að hluta til fyrir félagið með fasteignum í Danmörku. Glitnir átti að eiga lítinn hlut í fyrirtækinu til bráðabirgða. Eft- ir efnahagshrunið í haust gátu kaup- endur Skeljungs hins vegar ekki lok- ið við fjármögnunina, meðal annars út af því að fasteignamarkaðurinn í Danmörku hrundi, og því þurfti bankinn að halda eftir stærri eignar- hluta í félaginu en ráðgert hafði ver- ið og situr nú uppi með 49 prósent í félaginu. Það hefur verið gagnrýnt við söl- una á Skeljungi að stór hluti kaup- verðsins var fasteignir í útlöndum sem síðar kom í ljós að dugðu ekki til að standa skil á kaupunum á olíufélaginu. Eitt af því sem rannsakað verður er hvort eðlilegt hafi verið að taka við greiðslu fyrir Skeljung á þessu formi. „Samkvæmt heimildum DV lætur Íslandsbanki nú óháðan aðila rann- saka sölu bankans á Skeljungi sem Einar Örn sá um því bankinn vill ganga úr skugga um að eðlilega hafi verið stað- ið að henni.“ IngI F. VIlhjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Annaðist sölu; tók við forstjórastöðunni Einar Örn annaðist söluna á Skeljungi til núverandi eigenda í fyrra. Hann hætti hjá bankanum í lok apríl því hann var talinn hafa átt í samkrulli við Skeljung en tók svo við sem forstjóri þar tæpum mánuði síðar. Íslandsbanki rannsakar söluna Samkvæmt heimildum dV lætur íslands- banki nú rannsaka söluna á Skeljungi til núverandi eigenda fyrirtækisins en núverandi forstjóri Skeljungs, Einar Örn Ólafsson, sá um hana á meðan hann var enn starfsmaður bankans. Ragnar Erling hermansson hefur það bærilegt í fangelsi í brasilísku borginni Recife: Brasilíufangi bíður úrskurðar Ragnar Erling Hermannsson, sem situr í fangelsi í borginni Recife í Brasilíu, bíður enn eftir að mál hans verið tekið fyrir hjá þarlendum dóm- stólum. Ragnar Erling var handtek- inn á flugvellinum í borginni með mikið magn af kókaíni í ferðatösku sinni. Hann var í kjölfarið færður í hið alræmda Cotel-fangelsi í borg- inni, þar sem honum var fyrst um sinn haldið við hrikalegar aðstæður. Hermann Þór Erlingsson, faðir Ragnars, hefur rætt nokkrum sinn- um við son sinn í síma, en erfiðlega gengur að ná reglulegu sambandi við hann. Dómsúrskurð þarf til þess að Ragnar fái að hafa samband við fjölskyldu sína í gegnum síma einu sinni í viku. Eins og fram hefur komið hef- ur Ragnar verið fluttur í annan klefa innan Cotel þar sem aðbún- aður fanga er betri. Hermann seg- ir að Ragnar sé í þokkalegu yfirlæti í fangelsinu, hann er ekki í oftroðn- um fangaklefa lengur og sé farinn að venjast mataræðinu, sem mun vera fremur lélegt. Fastlega er búist við því að Ragn- ar Erling verði að minnsta kosti í nokkra mánuði til viðbótar í fangels- inu, áður en málið fer fyrir dómstóla. Verði hann fundinn sekur og dæmd- ur til þyngstu refsingar, getur hann átt yfir höfði sér allt að 20 ára fang- elsi. Fram hefur komið að enginn samningur er í gildi á milli íslenskra og brasilískra yfirvalda um að Ragn- ar Erling fái að afplána dóm sinn á Íslandi. Ragnar Erling hermannsson Situr í fangelsi fyrir kókaínsmygl. Ögmundur fetar í fótspor Davíðs Ögmundur Jónasson er nú kom- inn í sama gír og Davíð Oddsson var í þegar Ögmundur gagn- rýndi hann fyrir að leggja niður ríkisstofnun sem hann reiddist. Þetta má lesa úr orðum Kristins H. Gunnarssonar sem á blogg- síðu sinni líkir orðum Ögmund- ar um Seðlabankann við þá ákvörðun Davíðs að leggja Þjóð- hagsstofnun niður. Ögmundur lýsti í viðtali við Fréttablaðið um helgina vilja til að breyta skipulagi bankans þannig að stjórn hans félli undir framkvæmdavaldið. Ögmundur er ósáttur við hve hægt geng- ur að lækka stýrivexti bankans. „Enn er komið fram á sviðið hið yfirþyrmandi framkvæmdavald sem vill stjórna með tilskipun- um stofnunum sem sýna tilburði til sjálfstæðis,“ segir Kristinn. 70 milljónir í tómstundir Velferðarsjóður barna hef- ur ákveðið að leggja sjötíu milljónir króna til styrktar tómstundastarfi fyrir börn á Íslandi í sumar. Velferð- arsjóðurinn hyggst þannig leggja sín lóð á vogarskálarn- ar til að börn og unglingar þurfi ekki að líða fyrir slæma fjárhagsstöðu foreldra sinna. Styrkurinn nær til um það bil fimmtán þúsund barna og unglinga um allt land. 57 félagasamtök á þrjátíu stöð- um á landinu hlutu styrk, sem notaður verður til að niðurgreiða námskeið og tómstundastarf fyrir börn og greiða fyrir máltíðir á meðan á námskeiðum stendur. Flugeldar vöktu þingmann Birgitta Jónsdóttir, þingkona Borgarahreyfingarinnar, er einn þeirra Vesturbæinga sem hrukku upp við flugeldaspreng- ingar í fyrrinótt. „Ég segi nú bara skammist ykkar fyrir að vekja ugg í brjósti barna og dýra,“ skrifaði þingmaðurinn á blogg sitt og þótti miður að hafa verið of svifasein að ná ljósmynd- um af svartklæddum sprengju- mönnunum sem hún telur vera á milli tvítugs og þrítugs. Lögreglunni barst tilkynning um flugeldana um fimmleytið um nóttina en telur hverfandi líkur á að hægt verði að hafa hendur í hári mannanna sem röskuðu svefnró þingkonunnar og fleiri Vesturbæinga. Krónan í lágmarki Raungengi krónu hefur ekki verið lægra síðan það náði sögulegu lágmarki í nóvem- ber á síðasta ári – skömmu eftir bankahrunið. Þegar gengið var lægst var vísitala raungengis 64 stig en er nú 68,2 stig. Á vef Greiningar Íslandsbanka kemur fram að raungengi krónunnar sé nú 30 prósent undir langtíma- meðaltali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.