Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Síða 5
Þriðjudagur 30. júní 2009 3Fréttir
Yfirlögfræðingur Kaupþings, Helgi
Sigurðsson, gaf stjórn bankans sam-
þykki fyrir lögmæti þess að fella nið-
ur persónulegar ábyrgðir fyrir lánun-
um sem nokkrir af lykilstjórnendum
bankans höfðu fengið til að kaupa
hlutabréf í bankanum. Helgi var
sjálfur einn af þeim lykilstarfsmönn-
um Kaupþings sem hafði fengið lán
hjá bankanum til að kaupa hluta-
bréf í honum. En samkvæmt lána-
bók Kaupþings frá sumrinu 2006
námu lánveitingar bankans til Helga
449,5 milljónum króna á þeim tíma
þó reikna megi með að Helgi hafi
fengið fleiri lán næstu tvö árin þar
á eftir. Ákvörðun stjórnarinnar, sem
gerð var með samþykki Helga um
að niðurfellingin væri lögmæt, hafði
því þau áhrif að Helgi losnaði úr allri
persónulegri ábyrgð fyrir láninu.
Stjórn Kaupþings tók ákvörðun-
ina þann 25. september 2008, sama
dag og Glitnir hafði óskað eftir fjár-
hagsaðstoð frá Seðlabanka Íslands
vegna lausafjárvanda síns. Þann 9.
október yfirtók Fjármálaeftirlitið
svo Kaupþing og eign hluthafanna í
bankanum varð að engu.
Gaf stjórninni grænt ljós
Helgi Sigurðsson, sem enn er yfirlög-
fræðingur Kaupþings, segist hafa gef-
ið stjórn bankans grænt ljós á að hún
hefði heimild til þess, samkvæmt
lögum, að fella niður persónulegar
ábyrgðir starfsmanna út af lánveit-
ingunum. Helgi segir að til hans hafi
verið leitað með spurninguna: „Get-
um við tekið þessa ákvörðun?“
„Stjórnin vildi fullvissa sig um
að hún væri að taka ákvörðun sem
væri í samræmi við lög... Ég taldi að
stjórnin hefði lagalegar heimildir til
að taka þessa ákvörðun. Mér fannst
það blasa við að stjórnin hefði þess-
ar heimildir og mér fannst það ekki
erfið lögfræðileg spurning,“ segir
Helgi.
Ákvörðunin stjórnarinnar, ekki
hans
Aðspurður hvort honum þyki það
eðlilegt að hann hafi veitt stjórn
bankans álit á máli sem varðar nið-
urfellingu ábyrgðar á hans eigin láni
segir Helgi að þó að hann beri vissu-
lega ábyrgð á öllu því sem komi frá
lögfræðisviði bankans hafi aðrir lög-
fræðingar bankans unnið álitið um
málið því hann sé ekki helsti sér-
fræðingur bankans í félagarétti.
Helgi segist þó vitanlega ekki
hafa komið að því að taka ákvörð-
unina um að fella niður ábyrgðirn-
ar, það hafi verið stjórn bankans sem
gerði það, en að leitað hafi verið til
hans til að gefa álit á málinu. Lög-
fræðingarnir Viðar Már Matthíasson
og Hörður Felix Harðarson komust
svo að þeirri niðurstöðu í lögfræði-
álitum síðla árs í fyrra, eftir að niður-
felling ábyrgðanna komst í hámæli
í fjölmiðlum, að stjórnin hefði ekki
gerst sek um lögbrot þegar ákvörð-
unin var tekin. Viðar og Hörður virð-
ast því komast að sömu niðurstöðu
og Helgi sem vísar aðspurður til álits
Viðars Más þegar hann er inntur eftir
rökstuðningi fyrir þeirri niðurstöðu
að niðurfellingin standist lög.
Framtíðin mun leiða í ljós hvort
sérstakur saksóknari, Ólafur Hauks-
son, verður á sömu skoðun og
Helgi.
Ræðir ekki fjármál sín
Helgi vill aðspurður hvorki stað-
festa né neita að hann hafi fengið
tæplega 450 milljóna króna lán frá
Kaupþingi: „Ég hef einhvern tímann
orðað það þannig að ég hef ekki haft
sérstakan áhuga á því að tjá mig um
mín fjármál, eða viðskiptavina bank-
ans, í fjölmiðlum. Ég tjái mig ekkert
um þetta,“ segir Helgi.
Í lánabók Kaupþings kemur lán-
veitingin til Helga þó skýrt fram og
á vef Kauphallarinnar er að finna
flagganir þar sem tilkynnt er um að
Helgi hafi nýtt sér kauprétti í bank-
anum á síðustu árum og því verið
hluthafi í bankanum.
Í DV á morgun verður greint frá
lánveitingum Kaupþings til Sigurð-
ar Einarssonar, fyrrverandi stjórnar-
formanns Kaupþings, Hreiðars Más
Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra
bankans, og til ríkasta manns Eþí-
ópíu.
Samkvæmt lánabók Kaupþings skuldaði Helgi Sigurðsson,
yfirlögfræðingur Kaupþings, bankanum tæpar 450 milljónir
króna sumarið 2006 vegna lána sem hann hafði fengið til hluta-
bréfakaupa í bankanum. Helgi vill ekki tjá sig um lánin; telur
þau einkamál.
úrskurðaði
um eigið lán
„Ég hef einhvern tím-
ann orðað það þannig
að ég hef ekki haft sér-
stakan áhuga á því að
tjá mig um mín fjár-
mál, eða viðskiptavina
bankans, í fjölmiðlum.“
InGI F. VIlHjÁlmSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Kæra vegna meintra brota á banka-
leynd á hendur fjórum blaða-
mönnum, sem birtu upplýsingar
upp úr lánabókum fjármálafyrir-
tækja opinberlega, er nú til með-
ferðar hjá Fjármálaeftirlitinu. Með
því að birta upplýsingar úr lána-
bók Kaupþings frá árinu 2006 er
DV að opna fyrir þann möguleika
að blaðið verði einnig kært til Fjár-
málaeftirlitsins fyrir meint brot á
bankaleynd.
Það er hins vegar mat ritstjórn-
ar DV að upplýsingar um lánveit-
ingar Kaupþings til starfsmanna
sinna eigi brýnt erindi við al-
menning í opnu lýðræðisþjóðfé-
lagi. Ritstjórn blaðsins telur að
upplýsingar um þessar lánveit-
ingar geti hjálpað til við að útskýra
orsakir íslenska efnahagshrunsins
fyrir almenningi. Það er því skoð-
un ritstjórnar DV, að höfðu sam-
ráði við lögmenn, að birting þess-
ara upplýsinga sé réttlætanleg
því almannahagsmunir séu hér
ofar einkahagsmunum og banka-
leynd. Litið er til þess að Kaup-
þing var almenningshlutafélag á
markaði þegar lánin voru veitt til
starfsmannanna og persónulegar
ábyrgðir þeirra felldar niður.
Gunnar Andersen, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, segir að kærur
sem lagðar voru fram gegn blaða-
mönnunum Agli Helgasyni, Kristni
Hrafnssyni, Agnesi Bragadóttur og
Þorbirni Þórðarsyni fyrir meint brot
á bankaleynd séu enn til skoðun-
ar hjá embættinu. Blaðamennirnir
voru kærðir fyrir að birta fréttir sem
byggðar voru á upplýsingum upp
úr lánabókum fjármálafyrirtækja
sem háðar eru bankaleynd en sam-
kvæmt núgildandi íslenskum lögum
telst það vera lögbrot að birta slíkar
upplýsingar. „Það er enn í skoðun
og ekki komin niðurstaða í málið.
Endanleg niðurstaða ætti að koma í
málið á næstu viku,“ segir Gunnar.
Vilhjálmur Bjarnason, lektor við
Háskóla Íslands, fordæmir lán-
veitingar fjármálafyrirtækja til
starfsmanna sinna. „Lánveiting-
ar bankanna til starfsmanna fyr-
ir hlutabréfakaupum í sjálfum
sér er fölsun á eigin fé bankans.
Þarna er verið að gefa misvísandi
upplýsingar um stöðu bankans.
Eigið fé bankans er ætlað að sýna
stöðu bankans en hún er ekki rétt
ef þetta er gert í stórum stíl,“ segir
Vilhjálmur en lán til starfsmanna
Kaupþings námu 47 milljörðum
af eigin fé bankans þegar hann var
yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu í
október eða um 9 prósent af eig-
in fé bankans. Í samanburði má
geta þess að eigið fé Nýja-Kaup-
þings er 75 milljarðar samkvæmt
ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá
því í haust. Lánveitingar til starfs-
manna gamla Kaupþings námu
því í heildina tæpum 2/3 hlutum
af eigin fé bankans eftir ríkisvæð-
inguna.
Eitt af því sem gerist við slíkar
lánveitingar er að eigið fé bank-
ans eykst sem nemur upphæð lán-
anna án þess að nokkrir peningar
komi inn í bankann. Bankinn lít-
ur því út fyrir að eiga peninga sem
hann á ekki í raun: eigið féð er bara
til á pappírunum.
almannahagsmunir
niðurstöðu að
vænta innan viku
„Fölsun á eigin
Fé bankans“
starfs- og endurhæfingar á vegum Öryrkjabandalags
íslands.
n mInnI nIÐURSKURÐUR
Hægt væri að sleppa um þriðjungi af
fyrirhuguðum niðurskurði á Landspít-
ala - háskólasjúkrahúsi á þessu ári en
framlög til spítalans verða skorin niður
um 2,6 milljarða
í heildina.
n UnICEF Í 18 ÁR
Hægt væri að reka
uniCEF á íslandi í 18 ár.
n SKÓlI FYRIR 80.000
Hægt væri að byggja skóla fyrir 80.000 börn í
Síerra Leóne en uniCEF á íslandi hefur unnið að
slíkum uppbyggingarverkefnum í landinu.
n BjARGA mAnnSlÍFUm Í ÞRIÐjA
HEImInUm
Hægt væri að kaupa tæplega 1,4 milljónir
af malaríunetum handa fátæku fólki í þriðja
heiminum. Eitt malaríunet kostar rúmar 600
hundruð krónur og getur skilið á milli feigs og
ófeigs á mörgum svæðum í heiminum.
úr lánabók kaupþings