Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 30. júní 2009 15Umræða Hver er maðurinn? „Bragi Páll Sigurðarson.“ Hvað drífur þig áfram? „Áhugi á heiminum.“ Hvar ólstu upp? „í Stykkishólmi og síðar Mosfellsbæ.“ Við hvað starfar þú? „Ég vinn við aðstoð við hjúkrun á sambýli við reykjalund.“ Hverjar eru reglur ræðukeppninn- ar? „Þessi keppni verður að mestu leyti eins og venjulegar Morfís- keppnir nema hvað að ræðutímar verða mínútu styttri. Þarna mætast tvö þriggja til fjögurra manna lið. Það eru þrír ræðumenn í hvoru liði. Þeir skiptast síðan á að tala. Hver maður flytur eina ræðu í fyrri hálfleik og eina í seinni hálfleik. dómarar verða síðan með dómblöð og gefa stig fyrir framsögu, málflutning, orðaval og hina ýmsu hluti sem þykja mikilvægir í ræðuheiminum.“ Hvernig hefur verið tekið í hugmyndina? „Það hafa of margir skráð sig. Ég lagði upp með að hafa 16 lið eins og í Morfís en nú er útlit fyrir að þetta verði 18 lið.“ Hafa einhverjir frægir boðað þátttöku? „akkúrat á þessu stigi málsins er ég í viðræðum við mikið af þessu fólki en ég get sagt að það eru Morfís-sigurlið síðustu ára, frá 2002-3 til okkar tíma, sem munu keppa ásamt öðrum.“ Hvar fer keppnin fram? „Hún fer örugglega fram í austurbæjarbíói og lokakeppni mun síðan fara fram á ingólfstorgi á Menningarnótt.“ Hvers vegna þessi ást á ræðu- keppnum? „Ætli það sé ekki bara að þær hafa gefið mér svo mikið og mig langar að deila þeirri gleði með öðrum.“ Hefurðu íhugað dómaraval og hvernig muntu standa að því í þessum keppnum? „Það voru margir sem báðust undan því að keppa og langaði að vera dómarar. Það er yfirleitt aldrei vandamál.“ Hvenær er fyrsta keppnin? „Mið- vikudaginn 8. júlí og verður síðan nokkurn veginn alltaf á þriðjudögum og fimmtudögum þar á eftir.“ Bragi Páll SigurðarSon, fyrrverandi Morfís-keppandi, vinnur nú hörðum höndum að ræðukeppn- um fyrir almenning sem haldnar verða tvisvar í viku fram að Menningarnótt í ágúst. Skærustu stjörnur Morfís-heimsins hafa boðað komu sína og hefur skráning farið fram úr björtustu vonum skipuleggj- andans. Deilir gleðinni með öðrum maður dagsins Sumarið er komið yfir sæinn og vermir nú reit. Þetta land jökla og íss hefur æ haft yfir sér ævintýraljóma og tilkomumikil sjón langþreyttum sægörpum þás og nús. Margar sagn- ir segja frá gripdeildum forfeðranna í útlöndum. Var þeim einatt vel fagn- að með feng sinn þó fengurinn sjálf- ur hafi líkast hnugginn stigið á land. Ekki voru til nein alþjóðasamfélög í þá daga hvað þá hryðjuverkalög en hámarksrefsing á alþingi íslendinga skóggangssök sem þýddi að viðkom- andi væri réttdræpur færi hann ekki úr landi. Ofurmennið á Hlíðarenda hætti við á síðustu stundu og galt með lífi sínu. Flestir völdu því þann kost að yfirgefa sæluna. Útrásarvíkingar dagsins í dag hafa sömuleiðis kosið þann kost að yfir- gefa sæluna. Gripdeildir þeirra í út- löndum teljast þær mestu í sögunni og hagfræðingar heimsins klóra sér í hausnum yfir því hvernig þetta gat gerst. Enginn virðist hafa hugmynd um ránsfenginn, hvar hann sé nið- urkominn, sjálfskipuð útlegð ræn- ingjanna á paradísarströndum eina vísbendingin. Þrátt fyrir slagsíðu þriggja þjóðarskúta virðist friðhelgi útrásarvíkinganna endalaus og hlæj- andi eða grátandi smella þeir sam- an glösum. Eðlilega vilja fórnarlömb ræningjanna endurheimta fé sitt og leita því á venslafólk. Slóðin er því rakin hingað í ævintýraljómann, þar sem jökullinn rís. Að vísu lækkaði hann um átta metra í stjórnartíð Hall- dórs Ásgrímssonar en það er önnur saga. Og nú stendur til að hreppa sögu- þjóðina í ánauð, breyta hinu hag- fræðilega undri í gamaldags þræla- kistu. Ránum og gripdeildum hinna fornu víkinga skal nú grimmilega hefnt, tyrkjaránið dugði ekki til. Þjóðverjar lentu illilega undir hæl alþjóðasamfélagsins að undan- genginni heimsstyrjöld. Afleiðingin sú að hún hlaut nafnið hin fyrri. Að smáþjóð eins og Íslendingar muni breyta nafni þeirrar heimsstyrjaldar í hin fyrsta er harla ólíklegt en miðað við hlutfallslegar álögur gæti það þó gerst. Einhverntíma voru brennu- vargar hundeltir um alla jörð og taldi einn peninga og hélt því reynd- ar áfram þó af færi höfuðið. Skyldu þau örlög bíða einhvers útrásarvík- ingsins? Tyrkjaránið dugði ekki til kjallari myndin 1 Prince hélt að pabbi sinn væri að fíflast Tólf ára sonur Michaels jackson hélt að faðir hans væri að fíflast þegar hann féll í stofugólfið á fimmtudaginn. 2 Hannes á þrjú hús í Boston Séð og heyrt sagði Hannes Smárason eiga þrjár eignir í úthverfum Boston. 3 Jackson var 50 kíló þegar hann lést Samkvæmt krufningarskýrslu var Michael jackson mjög illa haldinn líkamlega og var í raun gangandi beinagrind. 4 Faðir Hannesar: á ekki hús í Boston Smári Sigurðsson, faðir Hannesar Smárasonar, segir að frétt Séð og heyrt um að sonur hans eigi þrjú hús í Boston sé hreinn uppspuni. 5 lampard skoðar dömurnar Chelsea-leikmaðurinn Frank Lampard nýtur nú lífsins í Las Vegas og er óhætt að segja að kappinn hafi skemmt sér vel við sundlaugarbakkann. 6 lék sér í sjónum unga leikkonan Hilary duff sleikti sólina og lék sér í sjónum á Hawaii er ljósmyndari náði bikiní-myndum af henni. 7 Vilja að neverland verði eins og graceland Svo gæti farið að neverland-búgarðurinn, sem Michael jackson keypti árið 1988, verði gerður að minningarstað fyrir poppkónginn Michael jackson, sem lést í síðustu viku. mest lesið á dV.is Á Alþingi Að sAmþykkjA ríkisÁbyrgð Á icesAve? „alls ekki. Það eru aðrir sem bera ábyrgð á þessum skuldum en við almenningur.“ Helga auStmann JóHannSdóttir 57 Ára augLýSingaSTjóri „Ég veit ekkert um þetta.“ Steinn Hermann SigurðarSon 15 Ára STarFSMaður reykjaVík exCurSionS „nei. Ég stofnaði sjálfur aldrei til þessara skulda og hef engan áhuga á að borga þær.“ ÍSak kJartan PéturSSon 53 Ára VerSLunarMaður „nei. Það er rosalega ósanngjarnt að við þurfum að borga fyrir þetta.“ tyler Þór Walle PorcH 17 Ára STarFSMaður HagkauPa dómstóll götunnar „Ég held ekki, nei.“ Snorri JóHannSSon 28 Ára SjúkraÞjÁLFari Hvítir hrafnar eru sjaldséðir þannig að þessi bandaríski ferðamaður lét sér þessa kríu duga í leit sinni að áhugaverðu myndefni frá íslandi. Fundum þeirra bar saman í kvöldblíðunni við reykjavíkurhöfn í gær en skemmst er frá því að segja að fuglinum varð nóg um athyglina og flaug á braut. mynd róBert lÝður árnaSon heilbrigðisstarfsmaður skrifar „Eðlilega vilja fórnarlömb ræningj- anna endurheimta fé sitt og leita því á venslafólk.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.