Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 7. júlí 20098 Fréttir Ósamkvæmni Davíðs Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, lofaði Icesave-reikninga Landsbankans og dró taum bankans en snerist gegn því að skuldir óreiðumanna í útlöndum yrðu greiddar af almenningi eins og hann orðaði það sjálfur. Á fundi í London í febrúar í fyrra reyndi Davíð að sannfæra erlenda bankamenn um ágæti Icesave- reikninganna. Landsbankinn ryksugaði innanlandsmarkaðinn af ríkistryggðum bréfum í fyrra og veðsetti þau fyrir 85 milljarða króna hjá Seðlabanka Evrópu sem nú innheimtir einn milljarð í vexti á mánuði. Fram kemur í endursögn Seðla- banka Íslands af fundum með æðst- ráðendum nokkurra erlendra við- skiptabanka íslensku bankanna, talsmönnum matsfyrirtækja og emb- ættismanna í London í febrúar í fyrra að matsfyrirtækin höfðu veruleg- ar áhyggjur af íslensku bönkunum. Seðlabankinn létti trúnaði af end- ursögninni 23. mars síðastliðinn, en glöggir menn telja að hún sé samin af Davíð Oddssyni, þáverandi seðla- bankastjóra. Þar segir meðal ann- ars um áhyggjur matsfyrirtækjanna: „Moody’s hafði með sama hætti áhyggjur af öllum bönkunum, en þó einna mest af einum þætti, sem snýr að Landsbanka Íslands, en þar er um að ræða hve hinn mikli innlánsreikn- ingur Icesave kunni að vera kvikur og háður trausti og trúnaði á markaði og ekki aðeins trausti á Landsbanka Íslands, heldur Íslandi og íslenska bankakerfinu, og jafnframt hve sam- keppni á þessum markaði færi nú mjög harðnandi vegna lokunar ann- arra markaða.“ Af þeim orðum sem á eftir koma má ráða að seðlabankamenn hafi á fundunum í London gert sér far um að eyða áhyggjum erlendu bankamann- anna af Icesave-reikningum Lands- bankans: „Seðlabankamenn fóru yfir þau rök sem væru gegn því að þessir innlánsreikningar væru jafnótraustir og Moody’s hefði áhyggjur af, en ekki er líklegt að öllum efasemdum þeirra hafi verið eytt.“ Í minnisblöðum Seðlabank- ans er lýst miklu vantrausti mark- aðarins vegna íslensku bankanna; erlendu bankamennirnir hefðu fyrst og fremst áhyggjur af Glitni og Kaupþingi: „Skýringafundir Lands- bankans voru vel heppnaðir og for- ustumenn hans komu fram með trúverðugum hætti og virtust geta svarað spurningum leikandi og und- anbragðalaust. Landsbankinn stæði einnig að öðru leyti hvað fjármögnun varðar best, en hann væri hins vegar berskjaldaður, ef hinir færu illa.“ Kaupþing og Glitnir vondu bankarnir Niðurstaðan í minnisblöðum Seðla- bankans er á þá leið að ljóst sé að íslensku bankarnir „Kaupþing og Glitnir alveg sérstaklega, hafa stefnt sér og það sem verra er, íslensku fjármálalífi, í mikla hættu, jafnvel í hreinar ógöngur, með ábyrgðarlausri framgöngu á undanförnum árum“. Í ljósi þess sem síðar gerðist verð- ur ofangreint mat Seðlabankans frá því í febrúar í fyrra að teljast sér- kennilegt. Fyrir þinginu liggur frum- varp um að ríkið ábyrgist endur- greiðslu á 705 milljarða króna skuld við Breta og Hollendinga vegna Ice- save-reikninga Landsbankans. Enn sem komið er hefur ríkið ekki þurft að gangast í slíkar ábyrgðir erlendis vegna innistæðna sparifjáreigenda í Glitni og Kaupþingi. Innistæður tryggðar eða ekki? Fram kemur í viðtali við Davíð Odds- son síðastliðinn sunnudag í Morgun- blaðinu að hann hafi átt orðastað við bankastjóra Landsbankans snemma árs í fyrra. „Þið getið út af fyrir sig sett Björgólf Guðmundsson á hausinn og eruð sjálfsagt komnir langleiðina með það, en þið hafið ekkert leyfi til þess að setja íslensku þjóðina á haus- inn,“ sagði Davíð við þá Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, á fundi í Seðlabankanum, en þar voru rædd sjónarmið Landsbankans um að rík- ið bæri ábyrgð á Icesave-skuldbind- ingunum. Eins og upplýst er í viðtalinu ritaði Davíð bréf til Geirs H. Haarde, þáver- andi forsætisráðherra, 22. október í fyrra. Þar gagnrýnir hann stjórnvöld harðlega fyrir að ætla að taka á sig erlendar skuldbindingar sem slig- að geti íslenskan almenning. „Þetta eru ekki skuldbindingar íslenska rík- isins, þetta eru ekki skuldbindingar íslenskra borgara, þetta eru skuldir Landsbankans.“ Icesave lofsvert framtak Um svipað leyti og Davíð Oddsson fór til London í febrúar í fyrra til að kynna sér neikvætt mat alþjóðasam- félagsins á stöðu íslensku bankanna kom hann fram á bresku Channel Four-sjónvarpsstöðinni. Þar fullviss- aði hann fréttamann í viðtali um ör- yggi innistæðna í Landsbankanum; hann væri virtur og hættulaust að leggja sparifé inn í bankann. Í við- talinu fór Davíð orðum um það að það væri lofsvert af íslenskum bönk- um (Landsbankanum) að endurfjár- magna sig með því að sækjast eft- ir innlánum frekar en að fjármagna reksturinn á markaði. Loks hefur Davíð lagt áherslu á að stjórnvöldum beri að fara dómstóla- leiðina með Icesave-deiluna. Af ofangreindu má ráða að þrennt standi upp úr í málflutningi Davíðs. Í fyrsta lagi að söfnun innlána í formi Icesave sé lofsverð og ekkert við hana að athuga. Í öðru lagi lagði hann það mat á stöðu bankanna í febrúar í fyrra að einkum Kaupþing og Glitnir hefðu með ábyrgðarlausri framgöngu „stefnt sér og það sem verra er, ís- lensku fjármálalífi, í mikla hættu, jafnvel í hreinar ógöngur“. Í þriðja lagi að íslenska þjóðin eigi ekki og geti ekki ábyrgst innlán íslensku bankanna erlendis. Að svo miklu leyti sem sú ábyrgð sé fyrir hendi skuli skorið úr um þá ábyrgð fyrir dómstólum. Þindarlaus leit að erlendum gjaldmiðli Nú blasir við að 705 milljarða ábyrgð þjóðarinnar á innistæðum verð- ur enn sem komið er einvörðungu rakin til Landsbankans og Icesave- reikninganna. Þá er ótalin sú byrði sem ríkið tók á sig vegna yfirvofandi gjaldþrots Seðlabankans í kjölfar bankahrunsins. Þannig tók ríkissjóð- ur við verðlitlum kröfum á íslensku bankana í byrjun þessa árs fyrir alls um 345 milljarða króna. gegn yfir- töku þessara krafna greiddi ríkis- sjóður 270 milljarða króna með verð- tryggðu skuldabréfi til fimm ára á 2,5 prósenta ársvöxtum. Tap Seðlabank- ans er meðal annars til komið vegna endurhverfra viðskipta með bréf sem Landsbankinn gaf út og seldi á inn- anlandsmarkaði. Andvirði bréfanna notaði Landsbankinn til stórfelldra kaupa á ríkisskuldabréfum. Um mitt ár í fyrra hafði Landsbankanum tek- ist að leggja ríkistryggð bréf og hús- næðisbréf sem veð fyrir sem svarar 85 milljörðum króna í erlendri mynt. Milljarður á mánuði Þetta var gert í gegnum Avens B.V.- fjármálafyrirtæki sem Landsbankinn hafði stofnað í Hollandi. Þegar leiðir til fjármögnunar voru að lokast aug- lýsti Avens skuldabréfaútboð fyrir allt að 10 milljarða dollara. Í gögnum Avens kemur fram að 57 milljarðar króna voru með tryggingum í íbúða- bréfum Íbúðalánasjóðs. 28 milljarðar til viðbótar voru skuldabréf sem rík- ið ábyrgðist, það er ríkisskuldabréf. Samanlagt gat Landsbankinn boð- ið hugsanlegum erlendum lánveit- endum ríkisábyrgðir á 85 milljörðum króna. Þessu tilboði tók Seðlabanki Evrópu sem nú á 85 milljarða kröfu á íslenska ríkið og Íbúðalánasjóð vegna fjáröflunar Landsbankans í fyrra. Fram hefur komið að að Seðlabanki Evrópu innheimtir liðlega einn millj- arð króna á mánuði í vexti af kröfum sínum á hendur íslenska ríkinu. DV bíður svara Seðlabankans um fyrirgreiðslu við Landsbankann í fyrra. Þá hefur DV óskað eftir því við Fjármálaeftirlitið að fá aðgang að bréfi sem Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjór- ar Landsbankans, sendu hollenska seðlabankanum 23. september í fyrra. Fjármálaeftirlitið synjaði DV um aðgang að bréfinu á sama tíma og stjórnvöld birtu 68 trúnaðarskjöl um Icesave-málið. Jóhann hauKssOn blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Davíð Oddsson þáverandi seðlabanka- stjóri Hvernig var hægt að sannfæra erlenda bankamenn um að icesave væru ör- uggir reikningar en halda því fram að þjóðin bæri ekki ábyrgð á innistæðum bankans? „Seðlabankamenn fóru yfir þau rök sem væru gegn því að þess- ir innlánsreikningar væru jafnótraustir og Moody’s hefði áhyggj- ur af, en ekki er líklegt að öllum efasemdum þeirra hafi verið eytt.“ sigurjón Þ. Árnason Helsti frumkvöðull icesave. davíð hældi icesave erlendis og reyndi að eyða tortryggni bankamanna í garð innistæðureikninganna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.