Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 7. júlí 20092 Fréttir Margir af fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, sem fengu stór lán til hlutabréfakaupa í bankanum, fengu líka fasteignalán hjá Kaupþingi. Nokkur fjöldi þeirra færði fasteign- ir sínar yfir á maka sína nokkru fyr- ir bankahrunið og aðrir nokkrum dögum eftir bankahrunið. Eins og fram hefur komið voru persónuleg- ar ábyrgðir starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfalána felldar niður 25. september 2008. Ekki er vitað til þess að beiðni um gjaldþrotaskipti einstakra starfs- manna Kaupþings, sem DV hef- ur fjallað um að undanförnu, hafi farið fram. Ef slík væri raunin væri hægt að ganga að fasteignum starfs- manna. Auk þess væri hægt að rifta svokölluðum gjafagjörningum sem virðast hafa átt sér stað hjá nokkr- um af stjórnendum Kaupþings eft- ir bankahrunið. Ekki hefur fengist staðfest hvort einhver af þessum lán- um séu svokölluð kúlulán. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, fékk sem kunnugt er tvö kúlulán úr eigin lífeyrissjóði annað upp á 40 milljónir króna og hitt upp á 30 milljónir króna. 47 milljóna lán Hannes Frímann Hrólfsson, fyrr- verandi aðstoðarframkvæmdastjóri fjárstýringar- og markaðsviðskipta Kaupþings, færði fasteign sína í Kvistalandi 5 yfir á Hörpu Guðjóns- dóttur 13. október 2008. Fyrir þann tíma var hún skráð á þau bæði. Á húsinu hvíla tvö lán frá Kaupþingi. Eitt upp á 30 milljónir og annað upp á 17 milljónir. Enginn gjalddagi er gefinn upp á lánunum líkt og hjá flestum af fyrrverandi stjórnendum Kaupþings. Það hefur hins vegar ekki fengist staðfest hvort um kúlu- lán sé að ræða eða ekki. Á þinglýstu bréfi á Bjarka H. Diego fyrir fasteign í Lálandi 5 í Reykjavík kemur held- ur ekki fram hver lánstími og vext- ir eru. Bjarki færði fasteignina yfir á Svanhvíti Birnu Hrólfsdóttur 16. október 2008. Hins vegar færði hann hana yfir á sjálfan sig aftur 3. febrúar 2009. Í samtali við DV í febrúar sagði Bjarki að hann og eiginkona hans væru aftur bæði skráð fyrir eigninni eftir að hann fékk staðfest að hann væri ekki berskjaldaður fyrir kröfum vegna starfa hans í skilanefnd Kaup- þings. Lán Kristjáns innkallað Kristján Arason og Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir fluttu nýverið í nýtt húsnæði í Mávahrauni 7 í Hafn- arfirði. Áður bjuggu þau á Tjarnar- braut 7 í Hafnarfirði en FM-hús ehf. er í dag skráð fyrir eigninni. Á Máva- hrauni 7 er áhvílandi 30 milljóna króna lán frá Kaupþingi. Lánið var annas sigmundsson blaðamaður skrifar: as @dv.is Flestir af fyrrverandi stjórnendum Kaupþings fengu fasteignalán hjá Kaupþingi auk lána til hlutabréfakaupa. Ekki hefur fengist staðfest hvort einhver þeirra hafi fengið kúlulán fyrir fasteignakaupum. 30 milljóna króna fasteignalán Kristjáns arasonar frá 2006 var innkallað af Kaupþingi og hefur ekki verið sent aftur til þinglýsingar. ingvar Vilhjálmsson gerði tengdamóður sína að meðeiganda þegar úrvalsvísitalan fór að falla. Hannes Frímann Hrólfsson, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri fjárstýringar- og markaðsviðskipta Kaupþings: 30 og 17 milljóna króna lán frá Kaupþingi fyrir fasteign að Kvistalandi 5 í reykjavík. Færði fasteignina yfir á Hörpu guðjónsdóttur 13. október 2008. Kristján arason, fyrrverandi framkvæmdastjóri einkabankaþjónustu í Kaupþingi: 30 milljóna króna lán frá Kaupþingi fyrir fasteign að Tjarnarbraut 7 í Hafnarfirði. Síðar fært yfir á Máva- hraun 7 í Hafnarfiði. steingrímur Páll Kárason, fyrrverandi yfirmað- ur áhættustýringar Kaupþings: 30 milljóna króna íslenskt verðtryggt lán frá Kaup- þingi fyrir fasteign í Hamravík 66 í reykjavík. Frosti Reyr Rúnarsson, fyrrverandi forstöðu- maður verðbréfamiðlunar Kaupþings: 19 og 12 milljóna króna íslensk verðtryggð lán frá Kaupþingi fyrir fasteign í Faxahvarfi 12. Færði fasteignina yfir á guðmundu Ósk Kristjánsdótt- ur 13. október 2008. ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi: 25 milljóna króna íslenskt verðtryggt lán frá Kaup- þingi fyrir fasteign í Fákahvarfi 12 í Kópavogi. Bjarki H. diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings. sat í skilanefnd Kaupþings: 24,5 milljón króna lán frá Kaupþingi fyrir fasteign í lálandi 5 í reykjavík. Færði fasteignina yfir á Svanhvíti Birnu Hrólfsdóttur 16. október 2008. Fært aftur yfir á Bjarka 3. febrúar 2009. guðni níels aðalsteinsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings banka. situr í skilanefnd Kaupþings: Fékk 21 milljónar króna lán í svissneskum frönkum hjá Kaupþingi fyrir fasteign á Blikaási 17 í Hafnarfirði. Helgi sigurðsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings: 14,5 milljóna króna verðtryggt íslenskt lán frá Kaupþingi fyrir fasteign í Haðalandi 16 í reykjavík. Skráð yfir á Ólöfu Finnsdóttur 31. janúar 2006. svali Björgvinsson, fyrrverandi starfsmanna- stjóri Kaupþings: 13,5 milljóna króna verðtryggt íslenskt lán frá Kaupþingi fyrir fasteign að Kringlunni 25. Skráð yfir á ingu Sigrúnu jónsdóttur 11. júlí 2006. ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri markaðsviðskipta Kaupþings: Ekkert er áhvílandi á fasteigninni á Skildinganesi 12 í reykjavík. Birna geirsdóttir, tengdamóðir ingvars varð skráður meðeigandi 27. júlí 2007. ingvar færði fasteignina 13. október 2008 yfir á eiginkonu sína Helgu Maríu garð- arsdóttur og tengdamóður sína Birnu geirsdóttur. Þórarinn sveinsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri eignastýringar Kaupþings: Þriggja milljóna lán frá SPrON og sex milljóna króna lán frá íbúðalánasjóði. Fasteignin á Sæbraut 21 á Seltjarnarnesi var keypt af eiginkonu hans 13. ágúst 2008. Þórarinn hefur aldrei verið skráður fyrir henni. KúlulánafólK forðar fasteignum sínum lán aB óK Ka uP Þin gs 4. h lu ti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.