Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 21
Öfugt við aðrar bækur sem komið hafa út um íslenska efnahagshrunið einbeitir Einar Már Guðmundsson rithöfundur sér nær eingöngu að sið- ferðilega þættinum í hruninu í nýj- asta verki sínu, Hvítu bókinni. Höfundar hinna bókanna þriggja, Ólafur Arnarson, Guðni Th. Jóhann- esson og Jón Fjörnir Thoroddsen hafa allir einbeitt sér að pólitískum og efnahagslegum orsökum hruns- ins. Einar Már hefur hins vegar fyrst og fremst áhuga á andlega þættin- um: hvernig íslenska þjóðin tapaði áttum í gegndarlausi græðgi og sókn eftir veraldlegum gæðum á árunum fyrir hrunið og hvernig nýfrjálshyggj- an náði tökum á þjóðinni. Þetta er skiljanlegt þegar litið er til þess að Einar Már er rithöfundur en ekki fræði- eða bankamaður sem hefur sérfræðiþekkingu á pólitískum orsökum hrunsins eða þeim gerning- um fjármagnseigenda sem ollu því. Bók Einars hefur líka þá sérstöðu í hrunsbókmenntunum að vera að stofninum til byggð á dagblaðagrein- um eftir hann sem birtust í Moggan- um um og eftir hrunið í haust en hef- ur ekki verið skrifuð sem heildstætt verk með útgáfu í huga. Talað með hjartanu Þessi áhersla Einars á siðferði í bók sinni rímar ágætlega við það sem stundum er sagt vera hlutverk rithöf- unda í samfélaginu: að þeir geti með skrifum sínum verið hjarta þjóðar sinnar þegar þeim misbýður órétt- læti heimsins. Einar Már er á þessum slóðum í Hvítu bókinni og það leynir sér ekki af lestri bókarinnar að hann er bálreiður, eiginlega er hann alveg sótillur og sár út í þá menn og þær hugmyndir sem hann telur að hafi orsakað efnahagshrunið. Bókin er því alls ekki hlutlaus út- tekt á neinn hátt og reynir heldur ekki að vera það því Einar Már slær þann varnagla að bókin sé ekki fræðirit: „Ég mun hafa rétt fyrir mér, ég mun hafa rangt fyrir mér, og stundum mun ég ekki hafa neitt fyrir mér“ (9). Af þessum sökum er bókin upp- full af Einari Má Guðmundssyni því hann, hugmyndir hans og greining á orsökum hrunsins eru alltaf nálæg- ar í textanum. Að þessu leytinu til er bók Einars til dæmis alger andstæða við bók Guðna sem strangt til tekið hefði getað verið skrifuð af hverjum sem er. Guðni reynir að skrifa bók sína um hrunið út frá algerlega hlut- lægu sjónarhorni á meðan Einar Már er persónulegur og hreinskilinn út í gegn í sinni bók og liggur alls ekki á skoðunum sínum. Ein af ástæðunum fyrir þessari persónulegu nálgun er vitanlega að greinarnar voru margar skrifaðar í hruninu; þegar Einar og margir Ís- lendingar vöknuðu upp við vondan draum og íslenska þjóðin sá að hún hafði lifað í þeirri tálsýn að auður væri raunverulegur og að efnahags- lífið væri svo stöðugt að þeir sem héldu öðru fram þyrftu líklega á end- urmenntun að halda. Engum hlíft Einar hittir oft naglann á höfuðið með greiningu sinni í bókinni og seg- ir hluti sem margir á Íslandi hafa velt fyrir sér á liðnum árum. Þannig telur Einar Már að frjálshyggjan - sú óáran sem Einari er hvað mest uppsigað við í bókinni - hafi ekki aðeins unnið kalda stríðið heldur einnig það sem hann kallar stríðið um tungumálið því íslenskir jafnaðarmenn hafi tek- ið upp orðræðu frjálshyggjunnar, far- ið að hegða sér samkvæmt henni og meðal annars ekki viljað láta kalla sig sósíalista þó merking orðsins sé sú sama og jafnaðarmaður (46). Önnur snjöll hugmynd í bókinni, þessu tengd, er sú að vinstri menn á Íslandi hafi viljað sýna fram á það á síðustu árum að þeir væru ekki minni fjármálamenn en hægrisinn- að fólk og því hafi Samfylkingin tekið upp hanskann fyrir Baugsmenn eftir að þeim sinnaðist við leiðtoga Sjálf- stæðisflokksins (167). Umræðu Ein- ars má skilja sem svo að bæði vinstri menn og hægri menn hér á landi hafi því verið hallir undir tiltekna auð- menn sem átt hafi þátt í frjálshyggju- væðingu samfélagsins. Hugmynd Einars hér má líka skilja sem svo að kalda stríðs hugsunarhátturinn hjá leiðtogum Samfylkingarinnar hafi gert það að verkum að þeir hugsuðu sem svo að óvinir Sjálfstæðisflokks- ins hlytu að vera vinir þeirra; svart- hvíta hugsun kalda stríðsins sýkti umræðuna hér á landi: annaðhvort varstu með okkur eða á móti okkur. Hugsanlega má líta á umræðuna um fjölmiðlafrumvarpið á sínum tíma sem afsprengi þessarar hugsunar. Það skortir því ekki snjallar hug- myndir í samtímagreiningu Ein- ars Más og hann hlífir fáum: hegg- ur bæði til hægri og vinstri og er síst gagnrýnni á Samfylkinguna en Sjálf- stæðisflokkinn. Samfylkingarfólkið Ingibjörg Sólrún, Björgvin G., Lúðvík Bergvinsson og hinn nýi þingmaður þeirra, Sigmundur Ernir Rúnarsson, fá eftirminnilega á baukinn frá skáld- inu fyrir að hafa tekið þátt í auðvæð- ingu samfélagsins þrátt fyrir yfirlýs- ingar um jafnaðarmennsku, þó svo að Einar skilji mestu gagnrýnina eftir handa frjálshyggjupostulanum Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Fátækrahverfin í sálinni Þessi stofnanavæðing auðhyggjunn- ar og græðginnar í skjóli allra stjórn- málaflokka, nema vinstri grænna að mati Einars, telur höfundurinn að hafi gert þjóðina siðferðilega gjaldþrota löngu fyrir efnahagshrunið: fyrst kom andlega hrunið og svo bankahrun- ið. Einar hefur um þetta mörg orð og kennir frjálshyggjunni um hvernig fór því íslenska þjóðin hafi öll verið að elta gullkálfinn. Einar orðar þessa hugsun sína þannig, og hefur hana eftir sænska skáldinu Tómas Trans- trömer, að Íslendingar hafi kannski búið vel en að fátækrahverfin hafi verið í sálum þeirra (59): „Hið nýliðna góðæri, tímabil frjálshyggjunnar, var líf án ljóðlistar, innihaldslaus eltinga- leikur við tómleikann“ (60). Boðskap Einars Más má skilja sem svo að í endurreisn íslensks efnahags- lífs þurfi einnig að felast siðferðilegt endurmat á þeim grunngildum sem samfélagið er byggt á og að eitt af því sem gera þurfi til þess sé að hafna frjálshyggjunni og sérhyggju henn- ar og taka í staðinn upp aukna sam- hyggju (188-189). Krakkinn, keisarinn og einfaldleikinn Siðferðisboðskapur Einars er ekki flókinn, þvert á móti er hann einfald- ur, og lesandinn verður að meta það sjálfur hvort málfutningur hans er sannfærandi eða ekki. Þessi einfald- leiki bókarinnar er einn af hans helstu kostum því Einar nær að mörgu leyti að súmmera upp svo margt sem svo margir Íslendingar hafa verið að velta fyrir sér á liðnum mánuðum. Að þessu leytinu til er hann eins og hver annar óbreyttur borgari að reyna að skilja hvað gerðist og hann reynir að koma orðum að því á hversdagsleg- an og látlausan hátt sem ætti að geta höfðað til margra. Þetta er einn af kostum Einars sem stílista, og sennilega sem manns líka, að hann er aldrei tilgerðarlegur eða óhreinskilinn í skrifum sínum held- ur alltaf beinskeyttur og heiðarlegur. Meðal annars þess vegna er bók Ein- ars svo góð lesning: hann skrifar um það sem svo margir eru að hugsa um á máli sem allir geta skilið og margir munu líklega verða sammála gagn- rýni hans á Ísland góðærisins. Til að hnykkja á réttmæti hennar grípur Einar líka til sögunnar um nýju föt- in keisarans til að lýsa stemningunni á Íslandi á síðustu árum: vefararnir tákna auðmennina og áhorfendurn- ir íslensku þjóðina; Einar Már er svo líklega barnið hreinskiptna. Órökstuddar fullyrðingar Af þessari umfjöllun sést að Einar Már hefur skýra sýn í bókinni sem hann hamrar á út í gegn. Bókin er rammpólitísk þó ekki sé hún flokks- pólitísk nema að litlu leyti. Einar Már er róttækur vinstri maður í stríði við markaðs- og auðvæðingu samfélags- ins og hann vill sjá nýtt Ísland. Þetta er bæði kostur bókarinnar en einn- ig galli því Einar slær oft fram full- yrðingum og spurningum sem hann lætur vera að rökstyðja eða svara. Til dæmis segir hann á einum stað: „Frjálshyggjan er nefnilega að miklu leyti þvæla, andsnúin skynseminni (46)“ en lætur vera að styðja mál sitt frekar. Fleiri sambærilegir gallar eru á bókinni sem eru tilkomnir vegna þeirrar skýru afstöðu og sannfær- ingu sem Einar Már hefur. Við þessu er vitanlega að búast miðað við áherslur verksins og það ber að hafa þessa annmarka í huga við lestur þess: bókin er ekki fræðirit en hún er skrifuð af manni sem er sannfærður um að keisarinn hafi verið nakinn á Íslandi á liðnum árum og að samfé- lagslegt réttlæti hafi verið víðs fjarri í góðærinu; að þjóðin hafi látið glepj- ast af gullæði. Ingi F. Vilhjálmsson Þriðjudagur 7. júlí 2009 21Fókus á þ r i ð j u d e g i Ísöldin heit Ice Age: Dawn of the Dinosaurs kom ný inn í fyrsta sæti yfir aðsóknarmestu kvikmyndir helgarinnar. Frá því að myndin var frumsýnd hefur hún þénað tæpar níu millj- ónir en rúmlega 11.000 manns hafa lagt leið sína á hana. Í öðru sæti er myndin Transformers 2 og í því þriðja er Hangover sem tæplega 50.000 Íslendingar hafa séð. Þriðja á leiðinni Lára Rúnarsdóttir tónlistarkona undirbýr nú gerð þriðju breiðskífu sinnar. Lára gaf út sína fyrstu plötu árið 2003 sem heitir Standing Still. Sú plata var gefin út af Geimsteini sem er útgáfufyrirtæki Rúnar heitins Júlíussonar en önnur platan, Þögn, var gefin út af Dennis árið 2006. Lára sendi nýlega frá sér lagið Surprise sem er það fyrsta af væntanlegri plötu sem kemur út í haust á vegum Record Records. Lára verður áber- andi í tónleikahaldi á næstunni en í hljómsveit hennar eru Arnar Þór Gíslason, Jakob Smári Magnússon og Pétur Hallgrímsson. Þriðja Þriðju- dagskvöldið Þriðju tónleikarnir í röðinni Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju verða haldnir í kvöld klukkan 20.00. Tónleikarnir standa í tæpa klukkustund og kostar ekkert að hlýða á þá. Það eru Margrét Bóas- dóttir sópran og Chalumeaux- tríóið sem koma fram að þessu sinni. Þau munu flytja aríur frá endurreisnar- og barokktíman- um auk laga Atla Heimis við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Chalu- meaux-tríóið mun flytja barokk- svítu eftir Graupner en tríóið skipa þeir Sigurður I. Snorrason, Kjartan Óskarsson og Ármann Helgason og leika á klarínettur og bassethorn. Bruno væntanlegur Á miðvikudag verður gamanmynd- in Bruno frumsýnd hér á landi en um heimsfrumsýningu er að ræða. Beðið hefur verið eftir myndinni með mikilli eftirvæntingu um allan heim en það er breski gamanleikar- inn Sacha Baron Cohen sem fer með hlutverk austurríska tískuhommans. Hann gerði meðal annars mynd- ina Borat sem gerði allt vitlaust fyrir nokkrum árum. Bæði Borat og Bru- no eru aukapersónur sem urðu til í þáttunum hans, Ali G, sem gerðu hann að stjörnu um allan heim. Hvíta bókin Höfundur: Einar Már guðmundsson Útgefandi: Mál og menning bækur Persónulegt og hreinskilið verk Einar Már hefur með Hvítu bókinni ritað afar hrein- skilið og persónulegt verk um siðferðishrun íslendinga. FátækrahverFin innra með okkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.