Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 7. júlí 200916 Ættfræði Þröstur Sigtryggsson fyrrv. skipherra Þröstur fæddist að Núpi í Dýrafirði og ólst þar upp. Hann lauk lands- prófi frá Núpi 1948, skipstjóraprófi farmanna frá Stýrimannaskóla Ís- lands 1954, skipstjóraprófi á varð- skipum ríkisins 1955 og sótti nám- skeið í sundköfun hjá kafaraskóla bandaríska flotans í Key West á Flórída 1962. Þröstur var sjómaður á ýms- um skipum 1947-53, stýrimaður á varðskipum Landhelgisgæslunnar 1954-59 og skipherra hjá Landhelg- isgæslunni 1960-90, m.a. í þremur þorskastríðum. Hann var skólastjóri Grunnskóla Mýrahrepps vetur- inn 1982-83 og stundakennari við Grunnskóla Þingeyrar 1990-92. Þá reri hann á eigin trillu, Palla krata, frá Þingeyri sumrin 1993 og 1994. Þröstur var fulltrúi Landhelgis- gæslunnar við undirbúning árlegra sameiginlegra æfinga Norður-Evr- ópuþjóða við leit og björgun 1986- 90, var fulltrúi Landhelgisgæslunn- ar á alþjóðlegri ráðstefnu um leit og björgun í Norður-Atlantshafi í Hali- fax í Kanada 1987 og formaður sams konar ráðstefnu í Reykjavík 1989. Þröstur sat í stjórn Skipstjóra- félags Íslands, var frumkvöðull að stofnun Golfklúbbsins Glámu 1991, en hann hannaði merki Skipstjóra- félags Íslands og Golfklúbbsins Glámu árið 1991. Þröstur hefur samið fjölda dæg- urlaga en fimm dægurlög komu út eftir hann á Lagasafninu 7 sumar- ið 1999 auk þess sem tíu frumsam- in lög hans komu út á diskinum Hafblik árið 2004, sungin af Ragn- ari Bjarnasyni, Einari Júlíussyni, Ara Jónssyni og Maríu Björk Sverr- isdóttur. Hann sigraði í sjómanna- lagakeppni Hátíðar hafsins og Rásar 2 árið 2008 með laginu Faðmurinn, sungið af Ragnari Bjarnasyni með texta eftir Kristján Hreinsson. Endurminningabók Þrastar, Spaugsami spörfuglinn, skráð af Sig- urdóri Sigurdórssyni blaðamanni, kom út 1987. Þröstur var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu 1976. Fjölskylda Þröstur kvæntist 1954 Guðrúnu Pálsdóttur, f. 23.9. 1933, sjúkraliða. Hún er dóttir Páls Þorbjörnsson- ar, f. 7.10. 1906, d. 20.2. 1975, skip- stjóra og kaupmanns, og Bjarnheið- ar J. Guðmundsdóttur, f. 7.9. 1910, d. 10.8. 1976, húsfreyju. Börn Þrastar og Guðrúnar eru Margrét Hrönn, f. 18.8. 1953, versl- unarmaður í Kópavogi en maður hennar er Sigurður Hauksson, bryti á togurum, og á hún einn son; Bjarn- heiður Dröfn, f. 20.6. 1955, kennari í Reykjavík en maður hennar er Sigur- jón Árnason öryggisfulltrúi og eiga þau saman þrjú börn auk þess sem hún á son frá því áður; Sigtryggur Hjalti, f. 7.2. 1957, fyrrv. skipstjóri og starfrækir nú veitingastaðinn Lund- ann í Vestmannaeyjum, var kvæntur Guðríði Guðjónsdóttur sem er látin og á hann þrjú börn. Dóttir Þrastar og Láru Árnadótt- ur er Kolbrún Sigríður, f. 23.10. 1950, starfsmaður Fjarðabyggðar en mað- ur hennar er Magnús Pétursson raf- veitustjóri og eiga þau fjóra syni. Bróðir Þrastar var Hlynur Sig- tryggsson, f. 5.11. 1921, d. 14.7. 2005, veðurstofustjóri, var kvæntur Jakob- ínu Bjarnadóttur. Foreldrar Þrastar voru Sigtrygg- ur Guðlaugsson, f. 27.9. 1862, d. 3.8. 1959, prófastur og skólastjóri á Núpi í Dýrafirði, og k.h., Hjaltlína Margrét Guðjónsdóttir, f. 4.7. 1890, d. 30.1. 1981, kennari. Ætt Föðurbróðir Þrastar var Kristinn, afi Kristins Sigtryggssonar, fyrrv. for- stjóra Arnarflugs. Föðursystir Þrast- ar var Friðdóra, móðir Finns Sig- mundssonar landsbókavarðar, afa Hallgríms Geirssonar, fyrrv. stjórn- arformanns Árvakurs. Sigtryggur var sonur Guðlaugs, b. á Þremi í Garðs- árdal, bróður Bjarna, fræðimanns á Sellandi. Guðlaugur var sonur Jó- hannesar, b. á Þremi Bjarnasonar, Péturssonar, b. á Reykjum í Fnjóska- dal Jónssonar, ættföður Reykjaætt- ar í Fnjóskadal. Móðir Sigtryggs var Guðný Jónasdóttir, b. á Veturliða- stöðum í Fnjóskadal Bjarnasonar. Hjaltlína var dóttir Guðjóns, b. á Brekku á Ingjaldssandi Arnórssonar, b. á Höfðaströnd Hannessonar, pr. og skálds á Stað í Grunnavík, bróð- ur Sigríðar, ömmu Hannibals Valdi- marssonar, föður Jóns Baldvins, fyrrv. utanríkisráðherra. Hannes var sonur Arnórs, prófasts í Vatnsfirði Jónssonar, bróður Auðuns, langafa Jóns, föður Auðar Auðuns, fyrrv. ráð- herra. Móðir Arnórs í Vatnsfirði var Sigríður Arnórsdóttir, sýslumanns í Belgsholti Jónssonar. Móðir Arn- órs á Höfðaströnd var Þórunn, syst- ir Þorleifs, langafa Hákonar Bjarna- sonar skógræktarstjóra. Þórunn var dóttir Jóns, prófasts í Hvammi í Hvammssveit Gíslasonar og Hall- gerðar Magnúsdóttur, pr. á Kvenna- brekku Einarssonar. Móðir Guð- jóns var Elísabet Kristjánsdóttir, b. á Sandeyri Helgasonar og Kristínar Árnadóttur, umboðsmanns í Æðey Jónssonar, sýslumanns í Reykja- firði Arnórssonar, bróður Sigríðar. Móðir Kristínar var Elísabet Guð- mundsdóttir, b. í Arnardal Bárð- arsonar, b. í Arnardal Illugason- ar, ættföður Arnardalsættar. Móðir Hjaltlínu var Rakel Sigurðardóttir, b. á Hrafnsfjarðareyri Sigurðsson- ar. Móðir Sigurðar var Sigríður Sig- urðardóttir, b. á Horni Pálssonar, b. í Reykjarfirði Björnssonar, ættföður Pálsættarinnar. Eydís fæddist á Akureyri en ólst upp að Hlébergi í Eyjafjarðarsveit. Hún var í Hrafnagilsskóla, stund- aði nám við Verkmenntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúd- entsprófi af handíða- og mynd- menntabraut árið 1999 og stund- ar nú nám við Myndlistarskólann á Akureyri. Eydís starfaði við Gróðrarstöð- ina Kjarna í nokkur ár en sinnir nú heimilisstörfum og barnauppeldi. Auk mikils áhuga á myndlist hefur Eydís áhuga á skógrækt og hefur stundað skógrækt á eigin vegum. Fjölskylda Eiginmaður Eydísar er Óli Þór Jónsson, f. 6.10. 1979, verkfræð- ingur og sérfræðingur hjá Saga – Capital á Akureyri. Börn Eydísar og Óla Þórs eru Oliver Ísak, f. 12.10. 2002; Iðunn María, f. 27.11. 2005: Ása Þórey, f. 21.4. 2008. Systkini Eydísar eru Hjörleifur Ólafsson, f. 6.5. 1973, rafmagns- iðnfræðingur, búsettur á Akureyri; Berghildur Ása Ólafsdóttir, f. 25.1. 1975, skrifstofumaður hjá Norður- orku á Akureyri. Foreldrar Eydísar eru Vigdís Hreiðarsdóttir, f. 18.12. 1946, hús- móðir í Eyjafjarðarsveit, og Ólaf- ur Vagnsson, f. 16.6. 1943, héraðs- ráðunautur. Hermann fæddist í Reykjavík en ólst upp í Grundafirði. Hann var í Grunnskóla Eyrarsveitar, stundaði nám við FV á Akranesi og lauk það- an prófum á húsasmiðabraut 2001. Hermann stundaði fiskvinnslu á unglingsárunum í Grundarfirði, var til sjós á árunum 1995-98, vann við pitsubakstur á Hótel Barbro á Akra- nesi með skóla og vann við húsa- smíðar með húsasmíðanáminu. Hann hefur verið húsasmiður frá 2001. Hermann hefur leikið knatt- spyrnu með meistaraflokki Víkings, HK og ÍA frá 2002. Fjölskylda Kona Hermanns er Freydís Bjarna- dóttir, f. 21.1. 1982, viðskiptafræð- ingur. Synir Hermanns og Freydísar eru Breki Þór Hermannsson, f. 20.3. 2003; Gabríel Ómar Hermannsson, f. 26.8. 2004. Alsystur Hermanns eru Guðný Jóna Þórsdóttir, f. 27.3. 1976, leik- skólakennari í Kópavogi; Þóra Lind Þórsdóttir, f. 2.2. 1984, nemi við HÍ. Hálfsystir Hermanns er Ásthild- ur Dóra Þórsdóttir, f. 13.1. 1974, enduskoðandi í Kópavogi. Foreldrar Hermanns eru Þór Geirsson, f. 3.9. 1952, sjómaður í Grundarfirði, og Dagbjört Berglind Hermannsdóttir, f. 16.9. 1955, mat- ráðskona við frystihúsið í Grundar- firði. Eydís H. Ólafsdóttir myndlistarnemi á akureyri Hermann G. Þórsson húsasmiður í Grundarfirði 30 ára í gær 30 ára í gær 30 ára n Renata Cabaj Frostafold 157, Reykjavík n Hermann Geir Þórsson Fagurhóli 2, Grundarfirði n Ellen Sæbjörg Erlingsdóttir Seljahlíð 11f, Akureyri n Eydís Harpa Ólafsdóttir Suðurbyggð 9, Akureyri n Hildur Ísdal Þorgeirsdóttir Vesturgötu 21, Reykjavík n Ragnar Unnarsson Skúlaskeiði 12, Hafnarfirði n Gunnar Oddur Halldórsson Andrésbrunni 16, Reykjavík n Tinna Elín Knútsdóttir Barmahlíð 50, Reykjavík n Ragnar Pétursson Hverfisgötu 38, Hafnarfirði n Benedikt Sævarsson Skarðsbraut 13, Akranesi n Þórður Matthíasson Lækjasmára 82, Kópavogi n Helga Rósa Másdóttir Grandavegi 7, Reykjavík n Guðrún Ágústa Eyjólfsdóttir Markarflöt 14, Garðabæ n Helga Birna Pétursdóttir Vífilsgötu 9, Reykjavík n Anna Heiða Bjarnadóttir Högnastíg 4, Flúðum n Rebekka Guðmundsdóttir Ólafsgeisla 28, Reykjavík n María Kristinsdóttir Andrésbrunni 8, Reykjavík n Yamir E. Jimenez Perez Ljósvallagötu 24, Reykjavík 40 ára n Constantin Bors Hafnartúni 12, Siglufirði n Sumittra Kaewsai Steinholti 8, Vopnafirði n Bergur Ólafsson Kjalarlandi 6, Reykjavík n Óskar Ingi Ingason Sunnubraut 25, Búðardal n Gunnar Stefán Ingason Grjótási 12, Garðabæ n Árni Salómonsson Tjarnarmýri 37, Seltjarnarnesi n Sigrún Jóna Sigurðardóttir Miðengi 8, Selfossi n Jón Helgi Sigurðsson Viðarási 99, Reykjavík n Dagný Hrönn Bjarnadóttir Ólafsgeisla 47, Reykjavík n Heiðar Reynisson Logafold 151, Reykjavík n Friðrik Ingólfur Helgason Dýrfinnustöðum, Varmahlíð n Kristín Þorbjörg Tryggvadóttir Kirkjustétt 19, Reykjavík n Guðlaug Gísladóttir Hafralækjarskóla, Húsavík 50 ára n Þóra Ösp Magnúsdóttir Skeljatanga 22, Mosfellsbæ n Þórdís M Sumarliðadóttir Svínabökkum, Vopnafirði n Wieslaw Stefan Walendzik Silfurtúni 12, Garði n Krzysztof Miroslaw Dymek Bakkagerði 7, Reyðarfirði n Þorsteinn Briem Sörlaskjóli 68, Reykjavík n Þórður Einar Leifsson Mánatúni 4, Reykjavík n Ólafur Þorkell Stefánsson Ásbúð 8, Garðabæ n Hilmar Elís Árnason Hamarshjáleigu, Selfossi n Pétur Hafsteinn Pálsson Efstahrauni 32, Grindavík n Ragnar Karlsson Aflagranda 30, Reykjavík n Margrét Sumarliðadóttir Langholti 5, Reykjanesbæ n Sigrún Sumarliðadóttir Melteigi 4, Reykjanesbæ n Helga Halldórsdóttir Vanabyggð 8c, Akureyri n Ísleifur Erlingsson Dúfnahólum 2, Reykjavík 60 ára n Kjartan B Guðmundsson Bakkastöðum 105, Reykjavík n Jóna Ósk Gunnarsdóttir Stapavegi 5, Vestmannaeyjum n Elín Sigurðardóttir Neðri-Vindheimum, Akureyri n Stefán Friðrik Ingólfsson Kleifargerði 2, Akureyri n Gunnar S Guðmundsson Akurholti 17, Mosfellsbæ 70 ára n Þóra Þórðardóttir Aðalgötu 51, Suðureyri n Kristján Jónsson Hringbraut 54, Reykjanesbæ n Pétur Valberg Helgason Heiðarhvammi 4e, Reykjanesbæ n Ólafur Árnason Þóreyjarnúpi, Hvammstanga n Erna Sigurbjörg Hartmannsdóttir Rjúpnasölum 10, Kópavogi n Bjarni Hinrik Jónasson Hátúni 10a, Reykjavík 75 ára n Hanna Jóhannesdóttir Akri, Akureyri n Hreinn Bergsveinsson Funalind 13, Kópavogi n Kristín Jóna Stefánsdóttir Áshamri 57, Vestmannaeyjum n Guðrún Þ Hafliðadóttir Selvogsgrunni 7, Reykjavík n Guðrún Hildur Friðjónsdóttir Langholtsvegi 86, Reykjavík n Valgeir Jón Emilsson Háaleitisbraut 41, Reykjavík n Hilmar Guðmundsson Egilsbraut 9, Þorlákshöfn n Guðrún Sigríður Guðlaugsdóttir Dúfnahólum 2, Reykjavík n Kolbrún Haraldsdóttir Garðatorgi 7, Garðabæ 80 ára n Hreinn Hreinsson Strandvegi 7, Garðabæ n Jónína Guðmundsdóttir Sóltúni 43, Selfossi n Baldur Ásgeirsson Laugalæk 1, Reykjavík 85 ára n Sigríður Helgadóttir Mýrarvegi 113, Akureyri n Svavar Þ Þórhallsson Hraunbæ 107, Reykjavík Til hamingju með afmælið! 80 ára í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.