Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Page 22
Þriðjudagur 7. júlí 200922 Fólkið Fótboltavefsíðan fotbolti.net fær á hverjum mánudegi þjóð- þekktan einstakling til þess að rifja upp sinn fótboltaferil, hversu viðburðasnauður eða skammvinnur sem hann var. Í gær birtist í liðnum sem heitir „Fótboltinn minn“ viðtal við alþingismanninn Sigmund Erni Rúnarsson, sem starfaði lengi á Stöð 2. Þegar hann var beð- inn um að rifja upp skemmti- lega sögu tengda fótbolta sagði hann frá því þegar hann ákvað að taka þátt í firmamóti í fót- bolta, daginn áður en hann átti að halda í þriggja vikna ferð í kringum landið með konu sinni. „Við lékum á móti Hjólbarðahöllinni og það voru ekkert nema 120 kílóa menn í þeirra liði. Ég var í marki, einn þeirra lenti ofan á mér og ég margbraut á mér hnéð þannig að ég fór í gifsi í ferðina kring- um landið, konunni minni til lítillar gleði,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson. á ásdísi „Þar sem þessi mikli meistari er fallinn frá ætlum við að vera með minningartónleika á NASA um helgina,“ segir Páll Óskar Hjálm- týsson sem ætlar að halda tónleika ásamt fleirum til að heiðra minn- ingu poppgoðsins Michaels Jack- son. „Nasa var laust núna á laugar- daginn þannig að við ákváðum að slá til,“ heldur Palli áfram en Jack- son verður jarðsunginn í dag en hann lést fimmtudaginn 25. júlí. Palli mun syngja gömul Jack- son-lög ásamt söngvurunum Seth Sharp og Alan Jones sem gerði það gott í X-Factor á sínum tíma. „Við munu taka nokkra af helstu slög- urunum hans en Jagúar sér svo um undirspilið.“ Einnig mun Yesmine Olsson koma fram ásamt döns- urum og dansa í hinum einstaka Jackson-stíl. „Allir sem koma fram á tónleik- unum gefa vinnu sína,“ heldur Palli áfram en ágóði af miðasölu rennur óskiptur til Barnaspítala Hringsins. Miðaverð er 2.000 krónur en Palli mun þeyta skífum langt fram á nótt þar sem lög eftir Jackson og sam- ferðamenn hans fá að hljóma. For- sala miða fer fram á NASA á föstu- daginn milli klukkan 13 og 17. asgeir@dv.is Heiðra minningu jacksons Fékk 120 kíló oFan á sig Páll Óskar heldur minningartÓnleika til styrktar BarnasPítala hringsins: Ásdís RÁn: Þorkell Máni, útvarpsmaður á X-inu, fann sig knúinn til þess að tjá sig um helgarviðtal Morg- unblaðsins við Davíð Oddsson sem vakið hefur talsverða at- hygli. Máni skrifar meðal ann- ars: „Merkilegt viðtal við Davíð Oddsson í Mogganum. Kemur ekki á óvart að Davíð noti tæki- færið að setja út á samning sem gerður var 1262. Í þeim samn- ing stóð einmitt að Ísland ætti að vera friðelskandi þjóð og aldrei lýsa yfir stríði á hend- ur annarri þjóð. Davíð var ekki hrifinn af því og gaf leyfi fyrir hönd þjóðarinnar til þess að sprengja upp hendurnar á sak- lausum börnum í Írak.“ Hann endar bloggfærslu sína á að þakka Davíð sérstaklega fyrir. dissar davíð Páll Óskar Býður landsmönnum að heiðra minningu jacksons og styrkja gott málefni um leið. Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur not- ið mikillar velgengni í starfi eftir að hún flutti til Búlgaríu fyrir rúmi ári og fyrir nokkrum dögum fékk Ásdís það staðfest hversu skært stjarna henn- ar skín þar í landi er ókunnug hjón spurðu hana hvort þau mættu skíra dóttur sína í höfuðið á henni. „Þau spurðu mig einnig hvort ég væri til í að halda á dóttur þeirra í skírninni,“ útskýrir Ásdís sem var heldur betur upp með sér. Ásdís segir stjörnudýrkunina í Búlgaríu og nágrannalöndunum allt aðra en þekkist á Íslandi. „Heima er fólk ekkert að sleikja upp fræga fólk- ið. En auðvitað finnst mér þetta al- veg frábært að einhver hjón hérna úti vilja skíra barn sitt eftir mér. Mér brá vissulega svolítið en þetta sýnir auðvitað hvað maður er orðinn frægur hérna úti.“ Hún tekur það þó fram að þetta sé að sjálfsögðu mikill heiður. Ásdís hefur ekki enn ákveðið hvort hún muni taka þátt í skírninni en viðurkennir þó að þetta sé svolítið spennandi. „Ég er viss um að það sé mikil upplifun að taka þátt í skírn hérna í Búlgaríu og geta sagt frá því,“ segir Ásdís og tekur það fram að kirkjurnar þarlendis séu sérstaklega fallegar en Búlgarar tilheyra upp til hópa rétt- trúnaðarkirkjunni. Garðar Gunnlaugsson, eiginmað- ur Ásdísar, skýrði frá því í Morgun- blaðinu um daginn að lið í Úsbek- istan hefðu áhuga á honum. „Þetta á allt eftir að koma í ljós og er ver- ið að skoða nokkur lönd þar á með- al Úsbekistan,“ segir Ásdís sem segir það þó ekki öruggt að hún flytji með eiginmanni sínum. „Ætli ég flakki ekki eitthvað á milli og skoði hvern- ig aðstæður eru í því landi. En þetta verður örugglega stuttur samningur, eitt ár eða svo.“ Ásdís hefur þó spurst fyrir um Úsbekistan og heyrt góða hluti. „Já, ég hef heyrt að þetta sé frábært land og að það sé geggjað að vera þarna og svo ólíkt því sem maður þekkir sjálfur.“ Ásdís segist vera óhrædd að kanna nýjar slóðir. „Ég er mikil æv- intýramanneskja og ég tel það mik- il forréttindi að fá að upplifa önnur lönd, hvort sem það er Úsbekistan, Búlgaría eða Bretland.“ hanna@dv.is ný Ásdís Rán er fædd í Búlgaríu. Ókunnug hjón fengu leyfi hjá ásdísi til að skíra dóttur sína í höfuðið á henni og spurðu hana einnig hvort hún myndi sýna þeim þann heiður að halda á nöfnu sinni í skírninni. skírt í HöFuðið Á leið til Úsbekistan? Ásdís er opin fyrir öllu. Ásdís Rán Súperstjarna í Búlgaríu. Ókunnug hjón hafa nefnt dóttur sína Ásdísi rán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.