Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 7. júlí 20094 Fréttir Mörg mál til saksóknara Fjármálaeftirlitið hefur sent hátt í tuttugu mál sem tengjast bankahruninu til sérstaks sak- sóknara og hefur fjölmörg önnur mál til rannsóknar. Sum þessara mála eru mjög umfangsmikil og getur rannsókn þeirra tekið allt þetta ár og megnið af því næsta. Í samtali við RÚV í gær- kvöldi sagði Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, að málin séu mjög mismunandi. Málin sem nú séu til skoðunar snerti meðal annars innherja- viðskipti, markaðsmisnotk- un, óeðlilega viðskiptahætti og óábyrga viðskiptahætti. Drengurinn á batavegi „Hann er ótrúlega sprækur og það er ekkert sem bendir til þess að hann sé alvarlega slasaður,“ segir vakthafandi læknir á barnadeild Land- spítalans Í Fossvogi um 14 ára dreng sem féll af húsþaki á Barðaströnd á Vestfjörðum á sunnudag. Hann var með- vitundarlaus þegar læknir kom á staðinn um hálftíma eftir slysið. Að sögn lögregl- unnar á Vestfjörðum er málið í rannsókn og ekki var frekari upplýsingar að fá. Fögnuðu með Litháum Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff tóku í gær þátt í hátíðarhöldum í Litháen í tilefni þess að þjóðin heldur upp á þúsund ára afmæli sitt. Valdas Adamkus, forseti Litháens, bauð forseta Íslands að taka þátt í hátíðarhöldunum. Auk Ólafs og Dorritar voru einn- ig viðstaddir aðrir þjóðhöfðingj- ar Norðurlanda, þjóðhöfðingjar Eystrasaltslanda, Póllands og Úkraínu auk ýmissa annarra for- ystumanna. EIGENDUR KAUPÞINGS STÆRSTU SKULDARARNIR Samkvæmt lánabók Kaupþings frá sumrinu 2006 voru fimm af fjórtán stærstu skuld- urum Kaupþings eigendur bankans og fjárhagslega tengdir aðilar. Baugur var stærsti einstaki skuldari bankans með tæplega 48 milljarða skuld. Lýður og Ágúst Guðmunds- synir voru meirihlutaeigendur í fjórum félögum af fimm. Vilhjálmur Bjarnason segir að þessar upplýsingar sýni fram á að besta leiðin til að ræna banka sé að eiga hann. Af fjórtán stærstu skuldurum Kaup- þings, á listanum yfir lánveiting- ar til félaga, um mitt ár 2006 voru að minnsta kosti fimm þeirra fé- laga meðal stærstu eigenda bank- ans sjálfs og tengdra aðila. Stærsti einstaki skuldari bankans var Baug- ur með tæplega 48 milljarða króna skuld en þar á eftir komu tvö félög í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guð- mundssona, Síminn og Vátrygginga- félag Íslands (VÍS). Síminn skuldaði bankanum tæpa 32 milljarða en VÍS skuldaði bankanum tæpan 31. Þetta kemur fram í lánabók Kaup- þings frá því í lok júní 2006 sem DV hefur undir höndum. Meira en 120 milljarðar til Ágústs og Lýðs Lýður og Ágúst voru á þessum tíma stærstu eigendur eignarhaldsfélags- ins Exista í gegnum eignarhaldsfélag sitt Bakkabræður BV. Lánabókin er dagsettt 31. júní 2006 og höfðu þeir bræður þá nýverið tekið þátt í kaup- unum á VÍS í gegnum Exista. Exista hafði sömuleiðis nýverið keypt Sím- ann af íslenska ríkinu. Kaupþing var næststærsti hluthafi í Exista með rúmlega 20 prósent eignarhluta. Samkvæmt hluthafalista Kaup- þings frá því í febrúar 2006 var Exista langstærsti hluthafinn í Kaupþingi með um 21 prósent eignarhluta. Egla, eignarhaldsfélag Ólafs Ólafssonar, kom þar næst á eftir með tæp 11 pró- sent en annað eignarhaldsfélag tengt Ólafi, Ker, var í fjórtánda sæti á list- anum yfir stærstu skuldara Kaup- þings með rúma 12,5 milljarða. Bakka- vör, fé- lag í eigu Ág- ústs og Lýðs, var svo þar fyr- ir ofan með rúma 12,7 milljarða og enn ofar á listanum var svo Exista sjálft með tæplega 18,5 milljarða króna lán. Samanlagt námu lánveitingarnar á listanum til þessara tengdu aðila, Bakkabræðra og Ólafs, því rúmum 106 milljörðum króna. Heildarlán- veitingarnar til fjórtán stærstu skuld- aranna á listanum námu rúmum 290 milljörðum. Í lánabókinni er einnig að finna lánveitingu til eignarleigu- fyrirtækisins Lýsingar, sem einnig var í eigu Exista, upp á tæpa 29 millj- arða króna, en það lán er skráð á öðr- um lista en lánveitingar til félaga. Samtals námu lánveitingar til fé- laga í eigu Bakkabræðra því rúmlega 122,5 milljörðum króna hið minnsta á þessum tíma. Lánveitingarnar til Bakka- bræðranna áttu svo eftir að aukast til muna á næstu tveimur árum og fram að hruninu því samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá því fyrr á árinu, sem byggð var á lánabók Kaupþings frá árinu 2008, námu lánin til þeirra 169 milljörðum við fall bankans. Þá var íransk/ íraski kaupsýslumaður- inn, Robert Tchenguiz, orðinn stærsti skuldarinn af tengdum aðilum með um 230 milljarða króna. Tchenguiz þessi sat í stjórn Exista. Samkvæmt frétt Morgunblaðs- ins námu lán- veitingarnar til eigenda og tengdra aðila tæpum 500 milljörðum við fall bank- ans. Bankarán segir Vilhjálmur Vilhjálmur Bjarnason, lektor í Há- skóla Íslands og formaður Félags fjár- festa, segir að lánveitingarnar til eig- enda og tengdra aðila Kaupþings sýni fram á það að besta leiðin til að ræna banka sé að eiga hann: „Ég held að til að útskýra það að helstu eigendur bankans séu einnig helstu skuldarar sé bara best að vitna til orða Williams Black og segja að „besta leiðin til að ræna banka er að eiga hann“,“ segir Vilhjálmur sem undirstrikar að þess- ar lánveitingar bankanna til tengdra aðila hafi aukist mikið eftir þetta og fram að efnahagshruninu en þær séu marktækar eins langt og þær nái. Vilhjálmur segir að þessar miklu lánveitingar til tengdra aðila sýni fram á að nánast ekkert eigið fé hafi verið til í íslensku bönkunum fyrir hrunið. „Bankarnir voru bara að gera þetta af því að það var ekkert eigið fé í þeim en með þessum lánveitingum leit út fyrir að að svo væri. Bankarnir lána þessa peninga til að fjármagna eigið fé bankans; ergo: Það er ekk- ert eigið fé í bankanum,“ segir Vil- hjálmur en líklegt þykir að þessi viðskipti með lánsfé í bönkunum geti flokkast sem markaðsmisnotkun. Vilhjálmur segir að þessi tilhneig- ing íslensku bankanna til að lána tengdum aðilum hafi gert bankana mjög viðkvæma gagnvart félögum sem þeir lánuðu og að þeir hafi því hrunið þegar síga tók á ógæfuhlið- ina hjá félögunum sem voru stærstu skuldarar þeirra. „Bankarnir lána þessa peninga til að fjár- magna eigið fé bank- ans; ergo: Það er ekkert eigið fé í bankanum“ Bakkabræðurnir stærstir Samkvæmt lánabók Kaup- þings frá sumrinu 2006 voru Bakkabræðurnir lýður og Ágúst guðmundssynir stærstu skuldarar bankans í gegnum nokkur af eignarhaldsfélögum sínum. InGI F. VILhjÁLMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is stærstu skuldararnir listinn sýnir 14 stærstu skuldara Kaupþings á listanum yfir skuldir félaga. Félög í eigu Bakkabræðra eru stærst á listanum. Bankarán Vilhjálmur Bjarnason telur að upplýsingarnar úr lánabók Kaupþings sýni fram á að eigendur hans hafi rænt bankann innan frá. Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur fá ekki landspildu: Baltasar tapaði dómsmáli Hjónin Lilja Pálmadóttir athafna- kona og Baltasar Kormákur kvik- myndagerðarmaður, töpuðu í gær dómsmáli fyrir Héraðsdómi Norð- urlands vestra, sem þau höfðuðu til þess að fá viðurkenndan eignarétt sinn á landspildu sem þau töldu að tilheyrði jörðinni Hofi í Skagafirði, þar sem hjónin búa. Deilurnar um landspilduna eiga rætur marga ára- tugi aftur í tímann og eru gríðarlega flóknar. Meðal málsgagna sem stuðst var við voru landamerki samkvæmt landamerkjabréfi þinglesnu árið 1882. Í málinu var einnig stuðst við þinglýst gögn frá árinu 1922. Lilja og Baltasar keyptu jörðina í gegnum félagið Hofstorfan slf. sum- arið 2003 og hafa núverandi ábúend- ur talið spilduna sem um ræðir vera í sinni eigu. Í dómnum kemur fram að Lilja hafi við kaupin á Hofi geng- ið á landamerki með fyrrverandi eiganda jarðarinnar og að ekki hafi komið fram nein óvissa um merk- in. Síðar hafi hún hitt eiganda jarð- arinnar Þrastarstaða, af tilviljun hafi hún nefnt einhvers konar deilu um landamerkin. Í niðurstöðu dómsins segir að spildan hafi verið skilin frá landi Hofs árið 1922, ósannað hafi verið að þessi ráðstöfun hafi gengið til baka. Mistök við færslu í þinglýsingarbók, sem voru leiðrétt árið 2008, leiddu til þess að réttur eigandi spildunnar var ekki skráður í þinglýsingarbók. Voru stefndu því sýknuð af kröfum Lilju og Baltasars. Málskostnaður var þó lát- inn falla niður. valgeir@dv.is Lilja og Baltasar Töpuðu dómsmáli vegna landspildu sem þau töldu að tilheyrði jörðinni Hofi í Skagafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.