Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 7. júlí 2009 17Sport Átta liða úrslitin í kvöld Átta liða úrslit ViSa-bikars kvenna fara fram í dag en allir leikirnir klárast í kvöld. Stórleikinn má finna á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti Þór/Ka en akureyrarstúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu Blikana, 2-0, í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. í garðabænum mætir Stjarnan liði Kr en Stjarnan fór illa með Kr þegar liðin mættust fyrir skömmu á Kr-vellinum. úr- valsdeildarbanarnir í íBV heimsækja Fylki í Árbæinn á meðan annað 1. deildar lið, Völsungur, fær meistara síðustu þriggja ára, Val, í heimsókn til Húsavíkur. dregið verður svo í undanúrslitin samhliða karladrættinum í átta liða úrslit á morgun. Yossi framlengir ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun hefur framlengt samning sinn við liverpool um tvö ár og hefur þannig bundið enda á orðróm þess efnis að hann sé á förum frá félaginu. Samningur Benayouns átti að renna út árið 2011 en nú er hann samningsbundinn liverpool til 2013. Þessi tíðindi ættu að gleðja stuðningsmenn liverpool enda var Benayoun öflugur á síðustu leiktíð, þrátt fyrir að hafa oft þurft að sætta sig við að vera á varamannabekkn- um. „Ég er mjög ánægður með samninginn. að vera hjá svona félagi er frábært og nú get ég einbeitt mér að því að spila enn betur.“ xxx xxx xxx xxx umSjón: tómaS Þór ÞórðarSon, tomas@dv.is Svisslendingurinn Roger Federer er aftur orðinn efstur á heimslistanum í tennis. Sæti sem hann missti í ágúst á síðasta ári. Hann vann Bandaríkjamanninn Andy Roddick í ótrúlegum úrslitaleik á Wimbledon-mótinu og bætti um leið met Petes Sampras. Fed- erer hefur nú unnið fimmtán risatitla, fleiri en nokkur annar tennisleikari. Fyrir ári síðan tapaði Roger Federer, þá stigahæsti og óumdeilanlega besti tennisleikari heims, fyrir erkifjanda sínum, Spánverjanum Rafael Nadal, í úrslitaleik Wimbledon-mótsins í tenn- is. Federer hafði unnið Wimbledon- mótið fimm ár í röð þar á undan. Mán- uði síðar, í ágúst á síðasta ári, gerðist svo það sem engan hefði órað fyrir að gæti gerst. Federer missti toppsætið á heimslistanum til Nadals en Sviss- lendingurinn hafði þá verið þar sam- fleytt í 237 vikur. Nadal hefur síðustu mánuði ver- ið manna bestur og unnið hvert mót- ið á fætur öðru á meðan Federer hefur gengið í gegnum öldudal. Meðan Na- dal hefur verið meiddur hefur Federer hins vegar gengið á lagið, unnið bæði opna franska í fyrsta skiptið á ferlin- um og nú Wimbledon-mótið á sunnu- daginn eftir ótrúlegan úrslitaleik gegn Andy Roddick frá Bandaríkjunum. Þegar heimslistinn var svo gefinn út í gær var hann kominn aftur á toppinn. Metið bætt Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras var á sínum tíma besti tenniskappi heims, um það var ekki deilt. Hann vann á sínum ferli fjórtán risamót, ótrúlegur árangur. Fyrr í sumar jafnaði Federer þann árangur með sigri á opna franska meistaramótinu. Það mót er leikið á leir sem hefur verið óvinur Federers á ferli hans. Þetta var í fyrsta skiptið sem hann vann það mót og brast hann í grát eins og svo oft áður þegar hann vinnur risatitla enda Federer tilfinn- ingaríkur sigurvegari. Eftir fjögurra tíma og sextán mínútna úrslitaleik, þar af lengsta lokasett í sögu Wimbledon- mótsins, hampaði Federer sigri þar í sjötta skiptið á sjö árum í viðurvist Pet- es Sampras og um leið tók hann aftur efsta sætið á heimslistanum. Gamla goðsögnin John McEnroe hældi Federer á sinn einstaka hátt og sagði árangur hans betri en golfarans Tigers Woods. „Federer hefur afrekað meira en Tiger. Federer þarf að hlaupa og spila á mismunandi undirlagi. Spilar Tiger ekki bara á grasi?“ spurði McEnroe. Auðveldara að halda sætinu en ná því „Þetta er stórkostlegt, sérstaklega því að þegar þú missir efsta sætið veistu ekkert hvort þú getur endurheimt það,“ sagði Federer um árangurinn í gær þegar hann hafði náð sér niður. Hann hafði verið efstur á heimslistanum síð- an í febrúar 2004 fram til ágústmán- aðar 2008. „Ég hef alltaf sagt að það er auðveldara að halda efsta sætinu en að ná því. Þegar ég náði fyrsta efsta sæt- inu small allt saman hjá mér og allt varð auðvelt. Ég vann alla tíu efstu á listanum, vann hvern einasta úrslita- leik sem ég komst í og ég vona að þetta verði eins núna. Ég vil aftur bera höf- uð og herðar yfir keppinauta mína og byggja á því. En ég er ánægður maður í dag,“ sagði Roger Federer. Federer er sá besti Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras var ekki á staðnum í Frakklandi í síð- asta mánuði þegar Federer jafnaði met hans, sem var fjórtán risatitlar. Hann sat aftur á móti og glotti í heiðursstúk- unni á aðalvellinum á Wimbledon- mótinu í fyrradag þar sem hann horfði á Federer leika gegn landa sínum, Andy Roddick. Hann varð svo vitni að því þegar Federer kláraði leikinn í bráðabana, 16-14, og tók fram úr hon- um með fimmtán risatitla. Sampras var þó auðmjúkur í orð- um þegar hann var spurður hver væri sá besti núna. „Það er Federer,“ svar- aði Sampras. „Einhverjir vilja kannski telja það til að Rod Laver og Rafael Na- dal hafi unnið hann nokkrum sinum á stórmótum. En hann hefur unnið öll stórmótin, fimmtán talsins núna, og á eftir að vinna fleiri. Í mínum bókum er hann sá besti,“ segir Sampras. Fimmtándi titillinn roger Federer hefur nú unnið fimmtán risatitla. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is federer aftur Á toppinn Gleði Federer er tilfinninga- vera og fagnar jafnan mikið og grætur oft.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.