Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 10
Verðmunur á sundlaugarferð fyrir fimm manna fjölskyldu getur numið allt að 138 prósentum eftir því hvar farið er í sund. Verðkönnun á 22 af helstu sundstöðum á Íslandi leiðir í ljós að ferð í sund fyrir tvo fullorðna og þrjú börn kostar á bilinu 500 til 1.190 krónur eftir því hvaða laug verð- ur fyrir valinu. Börn synda á hálfvirði Stakt gjald í sund fyrir fullorðinn einstakling er á bilinu 230 til 450 krón- ur víðs vegar um landið. Sums staðar er frítt fyrir börn á grunnskólaaldri en algengast er að börn eldri en 5 ára greiði um það bil hálft gjald fyrir staka ferð í sund, yfirleitt á bilinu 100 til 170 krónur. DV kannaði verð í helstu sundlaugum landsins og reiknaði út hvað fimm manna fjölskylda þarf að greiða fyrir að fara í sund. Fjölskyld- an samanstendur af tveimur fullorðn- um og þremur börnum. Börnin eru 5, 8 og 15 ára gömul í því dæmi sem DV leggur upp. Algengast er að fjölskyld- an greiði á bilinu 700 til 1.000 krónur fyrir ferðina en taka ber fram að þjón- usta og gæði sundlauga eru auðvitað misjöfn. Ódýrt á Reykjanesi Vatnaveröldin í Reykjanesbæ ber af í verði af þeim sundlaugum sem kannaðar voru. Þar hefur verið frítt fyrir börn á grunnskólaaldri frá árs- byrjun 2006 en fullorðnir greiða að- eins 250 krónur fyrir aðgang að garðinum. Fimm manna fjölskyld- an greiðir þar aðeins 500 krónur fyr- ir sundferðina. Næstódýrasti sund- staðurinn, sem til athugunar var, er í Grindavík. Þar borga fullorðnir 300 krónur en börn á grunnskólaaldri fá frítt. Í Sundhöllina á Seyðisfirði borgar fjölskyldan 640 krónur en 680 kostar í Sundlaug Garðabæjar. Þessar laugar eru ódýrastar. Taka skal fram að við öflun upplýs- inga um verð var stuðst við heimasíð- ur sveitarfélaga, vefinn sundlaugar.- is, auk þess sem hringt var á nokkra staði. Verðið er birt með þeim fyrir- vara að réttar upplýsingar hafi feng- ist. Í sumum tilvikum er á heimasíð- um sundlauga ekki skilgreint hversu gömul börn þurfa að vera til að greiða fullt gjald. Í þeim tilvikum er miðað við að 17 ára einstaklingur sé barn en 18 ára fullorðinn. Þá er einnig gert ráð fyrir að börn á leikskólaaldri fái frítt nema annað sé tekið fram. Dýrast á Eskifirði Samkvæmt könnuninni er dýr- ast fyrir áðurnefnda fimm manna fjölskyldu að fara í sund á Eskifirði. Ferðin kostar 1.190 krónur. Fullorðn- ir greiða 340, sem er í meðallagi, en börn 5 til 15 ára greiða 170 krónur. Ef yngsta barnið væri 4 ára, í stað 5 ára, myndi sundferðin kosta 1.020 krón- ur, sem er sama verð og fjölskyldan þyrfti að greiða í Sundlaug Akureyr- ar. Í Stykkishólmi og á Selfossi kost- ar einnig meira en 1.000 krónur fyrir þessa fimm manna fjölskyldu að fara í sund. Þess skal að lokum getið að líklega er víða hægt að finna minni sund- laugar þar sem verð er lægra og þjón- usta minni. Í þessari könnun var reynt að velja flestar af stærri sundlaugum landsins. Þriðjudagur 7. júlí 200910 Neytendur Johnson‘s BaBy Ung kona með fallega húð vildi koma því heilræði áleiðis til þeirra sem vilja hugsa vel um húðina að nota Johnson‘s Baby- sjampó til að þvo farða af húð- inni. Hún sagði að þessi háttur væri gjarnan hafður á í leikhús- um, með góðum árangri. Fyrir vikið má komast hjá því að kaupa dýr krem sem skila sama árangri. „Johnson‘s Baby-sjampóið er silkimjúkt og lyktar vel,“ sagði konan. LítiL hækkun augndropa Þrátt fyrir gríðarlega gengislækk- un hefur verið á Livostin-augn- dropum í apótekum ekki hækkað mikið. Þetta leiðir verðkönn- un Neytendasamtakanna í ljós. Droparnir eru notaðir við óþæg- indum í augum vegna frjókorna- ofnæmis. Munur á hæsta og lægsta verði er 34 prósent. Lægst er verðið í Apótekaranum og Skipholtsapóteki en hæst í Lyfju. Droparnir kosta á bilinu 2.213 til 2.972 krónur. n Hið víðfræga reðasafn á Húsavík vekur gjarnan mikla athygli fyrir sérstöðu sína. Íslenskir ferðamenn áttu leið um Húsavík á dögunum og hugðust skoða safnið, þó tími væri knappur. Þegar þau komu á safnið kom í ljós að ekki var hægt að greiða með greiðslukorti, aðeins reiðufé. Það varð til þess að ferðamenn- irnir urðu að fresta því að skoða safnið. n Lofið fær veitingastaðurinn Greifinn á Akureyri fyrir hraða þjónusu og frábæran mat. Svangir ferðalangar fóru á staðinn á sunnudagskvöldi fyrir rúmri viku. Fullt var út úr dyrum og bið eftir borðum. Um hálftíma síðar voru ferðalangarnir orðnir saddir og sælir eftir frábæra máltíð. Nóg af þjónum og góð stjórn á öllu. SENdið lOF Eða laST Á NEYTENdur@dV.iS Dísilolía algengt verð verð á lítra 182,8 kr. verð á lítra 185,8 kr. skeifunni verð á lítra 184,3 kr. verð á lítra 178,2 kr. algengt verð verð á lítra 185,8 kr. verð á lítra 179,6 kr. bensín dalvegi verð á lítra 182,2 kr. verð á lítra 176,1 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 184,3 kr. verð á lítra 178,1 kr. algengt verð verð á lítra 185,8 kr. verð á lítra 179,6 kr. umSjóN: Baldur guðmuNdSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Vatnaveröld Reykjanesbæ Fullorðnir 250 kr. Börn 0-16 0 kr. Samtals: 500 kr. Sundlaugin Grindavík Fullorðnir 300 kr. Börn 0-16 0 kr. Samtals: 600 kr. Sundhöllin Seyðisfirði Fullorðnir 320 kr. Börn 0-16 0 kr. Samtals: 640 kr. Sundlaug Garðabæjar Fullorðnir 230 kr. Börn 110 kr. Samtals: 680 kr. Sundlaugin á Flúðum Fullorðnir 250 kr. Börn 100 kr. Samtals: 700 kr. Sundlaugin Laugaskarði Fullorðnir 270 kr. Börn 100 kr. Samtals: 740 kr. Sundlaug Þórshafnar Fulloðrnir 250 kr. Börn 120 kr. Samtals: 740 kr. Kópavogslaug Fullorðnir 280 kr. Börn 120 kr. Samtals: 800 kr. Sundlaugin á Suðureyri Fullorðnir 400 kr. Börn 0-15 ára 0 kr. Samtals: 800 kr. Sundlaug Dalvíkur Fullorðnir 450 kr. Börn 0 kr. Samtals: 900 kr. Sundlaugin á Patreksfirði Fullorðnir 300 kr. Börn 150 kr. Samtals: 900 kr. Sundlaugin á Egilsstöðum Fullorðnir 300 kr. Börn 150 kr. Samtals: 900 kr. Laugar í Reykjadal Fullorðnir 300 kr. Börn 6-14 ára 150 kr. Samtals: 900 kr. Sundlaugarnar í Reykjavík Fullorðnir 360 kr. Börn 6-16 ára 110 kr. Samtals: 940 kr. Sundlaugar Seltjarnarness Fullorðnir 300 kr. Börn 5-18 ára 120 kr. Samtals: 960 kr. Sundlaug Hafnar Fullorðnir 350 kr. Börn 150 kr. Samtals: 1.000 kr. Sundlaugin í Varmahlíð Fullorðnir 350 kr. Börn 6-16 ára 150 kr. Samtals: 1.000 kr. Grettislaug Reykhólum Fullorðnir 350 kr. Börn 6-15 ára 150 kr. Samtals: 1.000 kr. Sundlaug Akureyrar Fullorðnir 410 kr. Börn 100 kr. Samtals: 1.020 kr. Sundhöll Selfoss Fullorðnir 370 kr. Börn 150 kr. Samtals: 1.040 kr. Sundlaugin Stykkishólmi Fullorðnir 380 kr. Börn 6-16 ára 150 kr. Samtals: 1.060 kr. Sundlaugin á Eskifirði Fullorðnir 340 kr. Börn 5-15 ára 170 kr. Samtals: 1.190 kr. – Yfirleitt er frítt fyrir börn á forskólaaldri. Á Suðurnesjum eru tvær af ódýrustu sundlaugum landsins. Í Vatnaveröld í Reykja- nesbæ greiðir fimm manna fjölskylda aðeins 500 krónur í sund en í Grindavík kostar aðeins 600 krónur. Verðmunur á dýrustu og ódýrustu lauginni er 138 prósent. Ódýrast í sund í reykjanesbæ Algengast er að fjöl- skyldan greiði á bil- inu 700 til 1.000 krón- ur fyrir ferðina en taka ber fram að þjónusta og gæði sundlauga eru auðvitað misjöfn. aðgangur í sundlaugar á íslandi fyrir 5 manna fjölskyldu: Paradís í Reykjanesbæ ódýrasta sundlaug könnunarinn- ar reyndist vera í reykjanesbæ. Þar er sannkölluð vatnaparadís

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.