Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 14
Bítlarnir eru einhverjir djúp-vitrustu heimspekingar 20. aldarinnar. Hjartahlýir, glöggir og næmir á hin hár- fínni blæbrigði tilverunnar sálgreindu þeir okkur Vesturlandabúa í ódauð- legum söngtextum. Snilld Bítlanna var slík að flest lögin þeirra eru sígild en það þýðir að þau eru heimild um horfna fortíð en um leið varpa þau ljósi á nútíðina og ókomna framtíð þannig að í þeim má alltaf finna skír- skotun til atburða líðandi stundar og þar fyrir utan ætti hverjum sem er að vera í lófa lagið að finna í þeim hug- læga samsvörun tilfinninga og hug- mynda á hvaða tíma sem er, hvar sem þeir eru staddir í veröldinni. Eftir að Ísland fór lóðbeint á hausinn með þeim afleiðing-um að smánuð þjóðin veit ekki sitt rjúkandi ráð hefur Svarthöfði leitað í smiðju Bítlanna eftir þeirri innri ró sem er hverjum Íslendingi lífsnauðsynleg á þessum allra síðustu og langverstu tímum. Svarthöfði hefur staldrað sérstaklega við lagið When I‘m sixty four og hann raular það nú laglaus og falskur eins og íslenskur stjórnmálamaður dagana langa. Það vill nefnilega svo ein-kennilega til að íslenska lýð-veldið var sextíu og fjögurra ára þegar það dó 6. október árið 2008. Svarthöfði man það eins og gerst hafi í gær þegar hann skundaði á Þingvöll 17. júní 1944 og fylgdist, andaktugur en þó nokkuð kvíðinn, með lýðveld- ishátíð- inni. Þrátt fyrir gleð- ina og bjartsýnina sem var alltumlykjandi læddist nefnilega þá strax sá ónotalegi grunur að Svarthöfða að hin íslenska þjóð væri of lítil og vanþroska til þess að kunna fótum sínum forráð. Því miður reyndist grunur Svarthöfða á rökum reistur. Þó má segja þjóðinni til varn-ar að þar sem Svarthöfði stóð í grasinu, sem vaskir forfeður hans höfðu fótum troðið á þingfundum for- tíðarinnar, hélt hann að þjóðin þyrfti ekki nema svona þrjátíu til fjörutíu ár til þess að steypa sér í glötun. En það tók okkur sem sagt heil sextíu og fjögur ár að binda enda á glæsta sögu lítillar en bráðefnilegrar þjóðar með því að kjósa reglulega yfir okkur hjörð getulausra sérhagsmunapotara sem sigldu á fullu stími að feigðarósi. Ekki sofandi, heldur bara slétt sama um afdrif heildarinnar svo lengi sem þeir og flokksbræður þeirra gátu makað krókinn og ornað sér við ylinn frá kjöt- kötlunum. Stjórnmálastéttin hefur forherst gríðarlega á þessum sextíu og fjórum árum og hún heldur meira að segja áfram að bítast um plássið í kringum kulnaða kjöt- katlana án þess að skeyta um afkomu þeirra sem hafa mátt puða nótt sem nýtan dag úti í kuldanum. Heildar- summa þessara sextíu og fjögurra ára er því átakanlega léleg og lofar engu í framhaldinu öðru en áframhaldandi niðurlægingu og hörmungum. Sextíu og fjögur ár þykja ekki hár aldur nú til dags en fyrir íslenska þjóð marka þau endalokin. Bítlarnir vissu þó alltaf að í þessum ára- fjölda er falið ákveðið skapadægur og í raun sýndu Paul og John ótrúlega spádómsgáfu þegar þeir sungu um hremmingarnar sem fylgja því að ná þessum aldri og fönguðu þær aðstæður sem Íslend- ingar búa nú við þegar þeir reyna að biðla til Evrópu og umheimsins alls: Will you still need me, will you still feed me, when I´m sixty four. Því miður virðist enginn þarfn-ast okkar lengur og enn síður eru þjóðir heimsins tilbúnar að fóðra okkur eftir að við mergsugum Hollendinga og Breta í þeim vafasama tilgangi einum að vera ríkust og flottust á sjötugsaldri. Nú nennir enginn að tala við okkur lengur nema með hót-unum og skætingi þótt við séum komin á hnén og biðj- um um skilning: Send me a postcard, drop me a line, stating point of view. Indicate precisely what you mean to say. Yours sincerely, Wasting away, söng Árni Mathiesen til Alastairs Dar- ling en tungumálaörðugleikar urðu til þess að Árni fattaði ekkert hvað Dar- ling sagði í póstkortinu sínu og vont ástand varð verra. Eftir það klúður fékk bakraddasöngvarinn Steingrím- ur J. sviðið og reytir nú skegg sitt yfir afglöpum forverans þegar hann gólar yfir Atlantshafið: Give me your answer, fill in a form. Mine for evermore. Will you still need me, will you still feed me. When I’m sixty-four? Hjálp! Bara einhver. Hjálp! Við erum gömul, gigtveik, sköllótt og gjaldþrota! Þriðjudagur 7. júlí 200914 Umræða When I‘m sIxty four Spurningin „Nei, ég gæti aldrei sofið hjá krata,“ segir Bjarni Harðarson veitingamaður, bóksali og fyrrverandi alþingismaður. Bjarni greindi frá því á bloggsíðu sinni að ungur maður, sem dreifði kynningar- riti um gay Pride, hafi litið svo á að þeir Bjarni og Ólafur arnarson, höfundur bókarinnar Sofandi að feigðarósi, væru hjón, þegar þeir stóðu hlið við hlið á austurvelli á dögunum. Maðurinn rétti Bjarna og öðrum viðstöddum kynningarritið, en Ólafur fékk ekkert fyrr en misskilningurinn var leiðréttur. Líturðu ÓLaf hýru auga? Sandkorn n Fréttastofa ríkisins tók strax viðbragð þegar drottningarvið- tal við Davíð Oddsson eftir- launaþega í Mogganum varð opinbert. Í samræmi við góða frétta- mennsku benti frétta- stofan kurt- eislega á að Davíð sam- þykkti skrif- lega skyld- una til að greiða Ice- save, nokkru eftir að hann sendi Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, minnisblað með upphrópun um það hvort stjórnvöld ætluðu virkilega að samþykkja að borga. n Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að Rík- isútvarpið setti með þessum hætti ofan í við Davíð Oddsson. Á sínum tíma missti Davíð stjórn á sér undir spurningum Ara Sigvaldasonar fyrir framan suðandi tökuvél. Niðurstaða þeirra sem þá réðu á fréttastofunni var sú að birta ekki myndskeiðið með fokreið- um Davíð. Nú er öldin önnur og Davíð á ekkert skjól hjá rík- inu. Aftur á móti á Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrver- andi menntamálaráðherra, ör- uggt skjól í Kastljósi vinar síns, Þórhalls Gunnarssonar sem forðast í lengstu lög að fjalla um kúlulánaklandur hennar. n Mikið álag er nú á ráðherrum ríkisstjórnarinnar sem leggja nótt við dag til að tryggja að Icesave-samningur ríkisstjórn- arinnar fari í gegnum þingið og í framhaldinu umsóknin að ESB. Í góðviðri helgarinn- ar gaf Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sér þó tíma til að grilla. Á milli sneiða svaraði hann ávirðingum Davíðs Odds- sonar af gamalkunnum krafti. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra notaði blíðuna til að bregða sér norður á Strandir til að vera viðstaddur þegar Hrafn Jökulsson skírði yngasta barn sitt. n Írskir dagar á Akranesi, sem haldnir voru um helgina, voru að vanda eldfjörugir. Það var sjálfur bæjarstjórinn Gísli S. Einarsson sem opnaði hátíðina. Af því tilefni steig hann á svið og flutti nokkra tölu með tilheyrandi látbragði. Meðal áheyrenda var hópur leikskólabarna sem bæjarstjór- inn hreif með málflutningi sín- um. Eitt leikskólabarnanna kom heim eftir atburðinn og lýsti setningunni sem stórviðburði: „Jólasveinninn kom og hélt ræðu,“ sagði barnið. lynghálS 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.iS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Án þess að ég hljómi of góður með mig erum við langbestir á Íslandi.“ n Tölvuleikjaspilarinn Andri Örn Gunnarsson fer með Counter-Strike liði sínu, Seven, á stórt mót á Spáni. – Morgunblaðið „Ég vona bara að svona lagað endurtaki sig aldrei aftur, það væri best fyrir alla aðila.“ n Svali Björgvinsson, fyrrverandi starfsmanna- stjóri Kaupþings, um kúlulánin. – DV „Þetta voru klárlega dómaramistök þegar Keflvíkingar skoruðu markið.“ n Atli Már Rúnarsson, markvörður Þórs, fékk rautt spjald í bikarleik Keflavíkur og Þórs sem norðanliðið tapaði, 2-1. – Morgunblaðið „Ég sá Jurassic Park og hugsaði, hey, mig langar að gera svona.“ n Heiðrún Tinna Haraldsdóttir lærir tæknibrellur í San Francisco. – Fréttablaðið „Þetta er vonandi sjokk fyrir þjóðina. Þetta er ekki sjokk fyrir þau okkar sem vinna í þessu dags dag- lega.“ n Halldóra Halldórsdóttir, starfskona Stígamóta, um nýja rannsókn sem sýnir að fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu ofbeldi af hálfu sambýlismanns. – visir.is Og Ísland brennur Leiðari Alþingi Íslendinga vinn-ur þannig þessa dag-ana að öllum almenn-ingi er ofboðið. Engum Íslendingi blandast um það hug- ur að allt gangverk samfélagsins er í lamasessi eftir hrunið síðasta haust. Fyrirtæki og fólk eru að verða gjaldþrota á hverjum degi. Undir þessum kringumstæðum er hlutverk stjórnmálamanna að lágmarka tjón og tryggja að fólki blæði ekki í óþarfa. En sá skilning- ur nær ekki inn í þingsali þar sem menn rífast dagana langa og telja það vera hlutverk sitt að halda úti leikhúsi fáránleikans. Margir þeirra stjórnmála- manna sem nú sitja á þingi bera fulla ábyrgð á því hvernig fór fyrir Íslandi. Það er eng- in afsökun að hafa setið í stjórnarandstöðu þótt sökin sé minni en hjá þeim sem fóru með stjórnina. Hlutverk minnihlutans var að standa vaktina og benda á glapræðið sem varð landinu að falli. Það gerði hann ekki. Og nú þegar nýtt þing hefur verið kosið er sami fíflagangurinn við lýði en nýir leikarar fara með hefðbundnar flokksrullur sína á svið- inu. Í næstum 10 mánuði hefur verið farin sú leið að semja um Icesave við nágrannaþjóðir. Nú vilja einhverjir að samningum verði hætt og farin dómstólaleið. Á meðan á þessu ströggli stendur er ekki verið að finna leiðir til að bjarga fólki og fyrirtækjum. Allt rekur á reiðanum meðan þingið er í hávaðarifrildi. Sú krafa hlýtur að vera eðlileg að pattstaðan verði rofin með því að mynda þjóðstjórn allra flokka. Þjóðin þarf ekki á því að halda að ræðukeppnir, hlaðnar hundalógik, séu það eina sem lagt er til málanna þegar Ísland brenn- ur og björgunaraðgerðir eiga að vera í hámarki. Kyrrstaða eymd- ar og froðusnakks ríkir á Íslandi. Forseti Íslands verður að koma að málum og rjúfa þetta ástand. Það ætti að vera sjálfsögð krafa allra Íslendinga að þingmenn fari af heilindum að vinna sína vinnu. Þjóðin verður að fá sannfæringu fyrir því að stjórnmálamenn séu af heilindum að greiða úr flækjunni. Það gerist líklega ekki nema með þjóðstjórn. reynIr traustason rItstjÓrI skrIfar: Kyrrstaða eymdar og froðusnakks ríkir á Íslandi. bókStafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.