Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. júlí 2009 11Neytendur Í fjölbýlishúsum eru tíðir árekstrar vegna bílastæða sem eru mörgum mikið hjartans mál. Bílastæði í Blíðu og stríðu sigurður Helgi guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, svarar fyrirspurnum lesenda. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is Bílaleign hefur margfaldast og ekki bætir úr skák faraldur húsbíla, hjól- hýsa, tjaldvagna og tjaldhýsa. Og til að bæta gráu ofan á svart eru alls kyns viðhengi; kerrur fyrir hesta, snjósleða, fjórhjól og mótorhjól og báta. Einnig geyma menn vinnubíla á sameiginlegu bílastæði. Stundum er um vígatrukka eða aðra stóra og plássfreka bíla að ræða. Þegar menn eru frekari á stæði en eðlilegt getur talist er stutt í deilur og illindi. Mikl- ar tilfinningar tengjast bílum og bíla- tæðum og oft er skeggöld og skálm- öld á bílastæðum. Bílastæðamál verða gjarnan mjög eldfim og harð- vítug. Meginreglur Þegar gæði eru minni en svo að all- ir fái fulla nægju er óhjákvæmilegt að setja reglur um afnotaskiptingu. Hvað sameign fjölbýlishúsa varð- ar, þar á meðal bílastæði, hefur lög- gjafinn í fjöleignarhúsalögunum frá 1994 sett meginreglur og grundvall- arsjónarmið sem varða veginn og leggja grunninn að nánari reglum, sem húsfélög geta sett sér eftir að- stæðum í hverju húsi og vilja eig- enda. Hafi húsfélag ekki sett sérstak- ar reglur um hagnýtingu bílastæða verður að horfa til óskráðra megin- reglna og dómafordæma. Sameiginleg og einkastæði Bílastæði eru sameiginleg nema þinglýstar heimildir kveði á um ann- að. Bílastæði eru með tvennu móti: Sameiginleg sem er meginreglan og sérstæði. Eigandi hefur einkarétt á stæði sínu og öðrum eigendum ber að virða rétt hans. Hann hefur þó ekki frjálsar hendur og honum ber að virða hagsmuni annarra eigenda og fara að settum reglum og gæta þess að valda öðrum eigendum ekki óþægindum og ónæði. Réttur eig- enda til hagnýtingar óskiptra bíla- stæða er lögum samkvæmt jafn og óháður stærð hlutfallstölu. Allir eig- endur hafa jafnan rétt til bílastæða og sá sem á stærri hlut í húsinu hef- ur ekki meiri rétt. Einstökum eigend- um verður ekki veittur aukinn réttur til bílastæða umfram aðra eigendur nema allir samþykki. Venjuleg hagnýting Bílastæði eru, eins og nafnið ber með sér, fyrir bíla að standa á. Bíla- stæði eru ekki ætluð til að vera geymsla fyrir tæki, tól og drasl. Fjöl- eignarhúsalögin segja að óheimilt sé að nota sameiginlega lóð til ann- ars en hún er ætluð. Samkvæmt því eru bílastæði helguð bílum í venju- legri notkun. Eiganda er skylt að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til ann- arra eigenda við hagnýtingu bíla- stæða og fara í hvívetna eftir lögum, reglum og ákvörðunum húsfélags- ins. Ekkert sem er til lýta og spillir ásýnd lóðar eða er til vansa og trafala má vera á lóðinni nema samkvæmt leyfi stjórnar í skamman tíma og af sérstökum ástæðum. Óheimil hagnýting: brottnám Eigendum er óheimilt að leggja und- ir sig sameiginleg bílastæði. Eigandi getur ekki eignast sérstakan eða auk- inn rétt til sameignar á grundvelli hefðar. Er óheimilt að geyma á bíla- stæðum að staðaldri óskráða bíla, vinnuvélar, tæki, bílhluta, bílhræ, aðra hluti eða lausamuni og dót og drasl, sem valda sjónmengun, óþrifn- aði, slysahættu og ama. Óheimilt er að hafa nokkuð það á stæði eða að- keyrslu að því sem valdið getur trufl- un á umferð og aðkomu. Óheimilt er að láta bíla, kerrur og annað standa út fyrir stæðamerkingar og skaga inn á önnur næstu stæði. Er stjórn eft- ir atvikum heimilt að fjarlægja slíka muni á kostnað viðkomandi ef hann sinnir ekki áskorun um að gera það sjálfur. Er mikilvægt fyrir húsfélög að standa rétt að málum áður en það grípur til slíka ráðstafana ella getur það bakað sér ábyrgð. Sameiginleg stæði Setja skal í húsreglum reglur um af- not sameiginlegra bílastæða. Þær verða að vera málefnalegar og gæta veður fyllsta jafnræðis og að ekki sé raskað eðlilegum og sanngjörn- um forsendum eigenda. Það verð- ur að túlka með hliðsjón af því að bílastæði séu sameiginleg og óskipt nema annað segi í þinglýstum heim- ildum og að þeim verði ekki skipt nema allir eigendur samþykki. Þar er átt við formlega eignaskiptingu er meirihluti eigenda getur sett reglur um afnot og hagnýtingu á sameig- inlegum bílastæðum og um afnota- skiptingu þeirra. Slíkar reglur verða að vera sanngjarnar í garð allra eig- enda og gæta verður jafnræðis. Sam- eiginlegum bílastæðum verður ekki skipt formlega nema allir sem hlut eiga að máli samþykki. Einnig þyrfti samþykki borgaryfirvalda. Einkastæði Einkabílastæði byggjast yfirleitt á þinglýstum heimildum en einn- ig geta þau byggst á eðli máls. Svo er um einkastæði fyrir framan bíl- skúra sem teljast séreign viðkom- andi bílskúrseiganda. Sama getur átt við um innkeyrslur að bílskúr- um. Þær eru þó með ýmsu móti og verður að skoða hvert tilvik til að meta hvort og í hvaða mæli aðr- ir eigendur mega hagnýta sér þær. Í öllu falli eiga bílskúrseigendur kröfu á því að bílum sé ekki varan- lega lagt í innkeyrsluna þannig að hindri eða torveldi aðkomu þeirra að bílskúrnum. Aðrir eigendur eiga eðlilegan umferðar- og aðkomurétt að húsinu um slíkar innkeyrslur, til dæmis til að ferma og afferma bíla. Reglur um einkastæði Húsfélagið getur sett reglur um einkastæði. Séu þær málefna- legar og sanngjarnar og reistar á jafnræðisgrundvelli er eigendum skylt að fara að þeim. Eigendur verða að hlíta því að þeim séu sett- ar vissar skorður þótt um séreign sé að ræða. Almennt er óheimilt að nota einkastæði til að geyma þar að staðaldri annað en skráð ökutæki, svo sem dót og drasl sem er til vansa og óprýði og/eða veld- ur sameigendum óþægindum. En húsfélag hefur vel að merkja mik- ið þrengri heimildir til að setja reglur um einkastæði en sameig- inleg. Plássfrekir vagnar Hjólhýsi, tjaldvagnar og fellihýsi eru dæmi um hluti sem geta skapað deilur á meðal íbúa fjölbýlishúsa. Merkt bílastæði við fjölbýli Húsfélagið getur sett reglur um einka- stæði. Séu þær málefnalegar og sann- gjarnar og reistar á jafnræðisgrundvell er eigendum skylt að fara að þeim. www.nora.is Dalvegi 16a Kóp. opið: má-fö. 11-18, laugard. 11-16 Opið: má-fö. 12-18, lau.12-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is Fyrir bústaðinn og heimilið AllAr AlmennAr viðgerðir á húsbílum og ferðAvögnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.