Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. júlí 2009 3Fréttir Tveir af fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings, sem fengu lán til að kaupa hluta- bréf í bankanum, vilja endurgreiða arðinn sem þeir fengu af hlutabréfunum. Tugir starfsmanna skrifuðu undir viljayfirlýsingu um uppgjör lánsins í október. Kristján Arason vill aðspurður ekki tjá sig um hvort hann vilji endurgreiða arðinn. Nokkrir af þeim lykilstarfsmönnum Kaupþings sem fengu lán í bank- anum til að kaupa hlutabréf í hon- um fengu greiddan arð upp á meira en milljarð króna á síðustu tveimur árum án þess að hafa greitt nokkru sinni fyrir bréfin. 17 af þeim 22 sem DV greindi frá í síðustu viku að hefðu fengið lán frá bankan- um til að kaupa hlutabréf í honum fengu samtals rúma 1,2 milljarða í arðgreiðslur. Lánveitingar til allra starfsmannanna 22 námu samtals um 23,5 milljörðum samtals sam- kvæmt lánabókinni. Persónulegar ábyrgðir starfs- mannanna fyrir lánunum, að upp- hæð rúmlega tíu milljarðar króna, voru felldar úr gildi á stjórnarfundi hjá Kaupþingi í lok september á síð- asta ári. Heildarlánveitingarnar til 130 starfsmanna bankans námu þá rúmum 47 milljörðum króna. Starfsmennirnir sitja því eftir með arðgreiðslur upp á að minnsta kosti vel á annan milljarð króna eða meira fyrir árin 2007 og 2008 vegna hlutabréfaeignar sem þeir greiddu aldrei fyrir. DV leitaði því svara hjá nokkrum af starfsmönnunum fyrrverandi og spurði þá hvort þeir væru reiðubún- ir að endurgreiða arðinn sem þeir fengu vegna hlutabréfanna. Erfið- lega gekk að ná í starfsmennina en tveir af þeim sem blaðið náði tali af segjast vilja greiða arðinn til baka og gera upp lánin. Helgi og Bjarki til í að ganga til samninga Helgi Sigurðsson, fyrrverandi yfir- lögfræðingur Kaupþings, seg- ir að í október hafi tugir þeirra starfsmanna Kaupþings sem áttu úti- standandi skuldir í bankanum vegna hlutabréfakaupa í honum lagt það til við stjórn Nýja Kaup- þings að gengið yrði til samninga og lánin gerð upp: „Það tilboð stendur enn.“ Aðspurður vill Helgi ekki fara nánar út í hvað hann á við með því að gera lánin upp en af orðum hans að dæma virðist hann meðal ann- ars eiga við að arðgreiðslur starfs- mannanna vegna hlutabréfaeign- arinnar í bankanum gangi til baka: „...að gengið yrði frá lánunum með sambærilegum hætti og annarra viðskiptavina... Ég ætla ekki að tjá mig ítarlega við blaðamenn Dag- blaðsins,“ segir Helgi þegar hann er inntur eftir frekari svörum. Helgi fékk um 24 milljónir í arðgreiðsl- ur vegna hlutabréfaeignar sinni í Kaupþingi á síðustu tveimur árum. Aðspurður hvort hann sé reiðu- búinn að endurgreiða arðinn af hlutabréfaeigninni til baka seg- ir Bjarki Diego, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi: „Ég hef nú ekkert hugsað út í það... Það fer allt eftir því hvernig þetta fer. En ef ég gæti látið þetta allt ganga til baka væri ég mjög sáttur; ef ég myndi fá að gera upp við alla að- ila og fengi að byrja upp á nýtt. Svo er hins vegar spurning hvert þessir peningar ættu að fara: til kröfuhafa eða kannski í ríkissjóð?“ segir Bjarki en ákvörðun stjórnarinnar um nið- urfellingu ábyrgðanna er til rann- sóknar hjá sérstökum saksóknara. Bjarki segir að hann hafi ver- ið einn þeirra starfsmanna Kaup- þings sem vildu að lánin yrðu gerð upp í október og að hann sé enn á þeirri skoðun: „Ég skrifaði undir yf- irlýsingu til stjórnarformanns Nýja Kaupþings þar sem ég óskaði eftir því að ganga til samninga um upp- gjör skuldarinnar. Það hefur í raun og veru ekkert breyst síðan þá... Ég er tilbúinn að láta þetta allt ganga til baka; það er sjálfsagt,“ segir Bjarki sem fékk um 34 milljónir króna í arðgreiðslur 2007 og 2008. Neita að tjá sig um málið Þórarinn Sveinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri eignastýring- ar hjá Kaupþingi, neitar að tjá sig um það hvort hann hyggist skila arðgreiðslunum sem hann fékk frá Kaupþingi út af hlutabréfaeign sinni í bankanum: „Ég er upptek- inn; ég hef engan áhuga á að tjá mig um neitt.“ Samkvæmt útreikning- um DV út frá hlutabréfaeign starfs- mannanna í bankanum í lánabók- inni árið 2006 fékk Þórarinn rúmar 40 milljónir króna í arðgreiðslur út af hlutabréfaeign sinni. Kristján Arason, fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptabanka- sviðs, vill heldur ekki tjá sig um málið: „Ég vil ekki tjá mig meira um neitt.“ Samkvæmt útreikningum DV fékk Kristján 48 milljónir króna í arðgreiðslur á árunum 2007 og 2008 en lán hans nam 893 milljón- um króna. Guðný Arna Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjármála- og rekstr- arsviðs, vildi heldur ekki tjá sig um málið þegar DV leitaði eftir því; hún sagðist vera á fundi. Arðgreiðslurn- ar til Guðnýjar námu 31 milljón króna á árunum 2007 og 2008 sam- kvæmt útreikningum DV. Lánveitingarnar til starfs- mannanna eru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara, Ól- afi Haukssyni, eins og áður segir. Hann segir aðspurður að embætt- ið sé að vinna í málinu en að nið- urstöðu sé ekki að vænta á næst- unni. Eitt af því sem væntanlega er verið að skoða hjá embættinu er lögmæti lánanna og eins hvort hægt sé að rifta þeirri ákvörðun stjórn- ar gamla Kaupþings að fella niður ábyrgðir starfsmannanna fyrir lán- unum. Tveir lögfræðingar, Viðar Már Matthíasson og Hörður Felix Harðarson, hafa unnið lögfræðiálit fyrir stjórn Nýja Kaupþings þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að rifta niðurfellingu ábyrgðanna. Annað sem sérstakur saksóknari mun væntanlega skoða er hvort tilgangur lánveitinganna til starfsmannanna fyrir hlutabréf- unum hafi verið að falsa eiginfjár- stöðu bankans og þar af leiðandi að misnota markaðinn með blekk- ingum en stjórn Kaupþings hafði leyfi til að lána allt að 9 prósentum af eigin fé bankans til starfsmanna sinna: Eiginfjárstaða bankans jókst svo eftir því sem starfsmenn og tengdir aðilar fengu meira lánað til hlutabréfakaupa í bankanum. INgI F. VIlHjálmssoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is VILJA ENDURGREIÐA KAUPÞINGSARÐINN 2007 2008 Sigurður Einarsson 90 milljónir 144 milljónir Hreiðar Már Sigurðsson 61 milljón 124 milljónir Magnús guðmundsson 50 milljónir 72 milljónir ingólfur Helgason 38 milljónir 74 milljónir ingvar Vilhjálmsson 37 milljónir 83 milljónir Þorvaldur lúðvík Sigurjónsson 36 milljónir Ármann Þorvaldsson 32 milljónir 46 milljónir Steingrímur Kárason 23 milljónir 32 milljónir Kristján arason 20 milljónir 28 milljónir Þórarinn Sveinsson 17 milljónir 24 milljónir Bjarki H. diego 14 milljónir 20 milljónir guðný arna Sveinsdóttir 13 milljónir 18 milljónir Frosti reyr rúnarsson 11 milljónir 15 milljónir Helgi Sigurðsson 10 milljónir 14 milljónir guðni Níels aðalsteinsson 9 milljónir 13 milljónir Hannes Frímann Hrólfsson 9 milljónir 13 milljónir Svali Björgvinsson 8 milljónir 12 milljónir Samtals hjá þessum 17: 477 milljónir 732 milljónir MEIRA EN MILLJARÐUR í ARÐGREIÐSLUR ArðgreIðslur KAupþINgs tIl NoKKurrA stArFsmANNA á lIstANum úr láNABóKINNI árIN 2007 og 2008: *Tölur fyrir árið 2007 voru áætlaðar út frá lánabókinni 2006. Fyrirvari í tölum fyrir 2008 er að flestir hafi ekki aukið hlut sinn frá 2006. Vitað var út frá hluthafalista frá Kauphöllinni 2008 hverjir höfðu aukið hlut sinn. Þeir voru: Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og ingvar Vilhjálmsson þar sem þeir voru á lista yfir 20 stærstu hluthafa Kaupþings. Á aðra er áætlaður sami eignar- hlutur og 2006 að undanskildum Þorvaldi lúðvík Sigurjónssyni. Tafla unnin af: as@dv.is „Ég er tilbúinn að láta þetta allt ganga til baka; það er sjálfsagt.“ Vill að lánin verði gerð upp Helgi Sigurðsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings, vill að gengið verði til samninga og starfsmannalánin gerð upp líkt og lán annarra viðskiptavina bankans. tjáir sig ekki Kristján arason vill ekki tjá sig um hvort hann hyggist endurgreiða arðinn . gefið út í desember árið 2006. At- hygli vekur að láninu er ekki þing- lýst. Lánið virðist hafa verið inn- kallað til Kaupþings til að gera breytingar á því og því hefur ekki verið þinglýst aftur. Yfirlögfræðingurinn færði húsið 2006 Helgi Sigurðsson, fyrrverandi yfir- lögfræðingur Kaupþings, færði fast- eign sína í Haðalandi 16 í Reykjavík yfir á Ólöfu Finnsdóttur í febrúar 2006. Áður voru þau bæði skráð fyr- ir henni. Á húsinu er áhvílandi 14,5 milljóna króna lán frá Kaupþingi. Helgi sagði upp starfi sínu í síðustu viku etir að DV greindi frá 450 millj- óna króna hlutabréfaláni sem Kaup- þing veitti honum. Keyptu verðbréfafyrirtæki Frosti Reyr Rúnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlun- ar Kaupþings, fékk 19 og 12 millj- óna króna íslensk verðtryggð lán frá Kaupþingi fyrir fasteign í Faxahvarfi 12. Hann færði fasteignina yfir á Guð- mundu Ósk Kristjánsdóttur 13. okt- óber 2008. Frosti, Hannes Frímann Hrólfsson og Þorlákur Runólfsson, fyrrverandi forstöðumaður einka- bankaþjónustu Kaupþings, keyptu verðbréfafyrirtækið NordVest af Sparisjóði Mýrasýslu í byrjun apr- íl. Kaupin voru háð samþykki Fjár- málaeftirlitsins. Samkvæmt heimild- um DV hefur Fjármálaeftirilitið ekki enn samþykkt kaup þeirra. lítið um erlend lán Athygli vekur að svo virðist sem fáir af fyrrverandi stjórnendum Kaupþings hafi tekið erlend fasteignalán. Eini sem gerði það var Guðni Níels Aðal- steinsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri fjárstýringar Kaupþings banka sem nú situr í skilanefnd Kaupþings. Hann fékk 21 milljónar króna lán í svissneskum frönkum hjá Kaupþingi fyrir fasteign á Blikaási 17 í Hafnar- firði. Fasteignin yfir á tengdamömmu Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsvið- skipta Kaupþings, hefur ekkert áhvílandi á fasteigninni á Skild- inganesi 12 í Reykjavík. Það vek- ur hins vegar athygli að 27. júlí árið 2007 varð tengdamóðir hans meðeigandi að fasteigninni ásamt Ingvari og Helgu Maríu Garðars- dóttur. 19. júlí 2007 stóð úrvals- vísitalan í 9.000 stigum. Vikuna sem tengdamóðir Ingvars varð meðeigandi lækkaði úrvalsvísital- an vegna slæmra frétta um afkomu lánastofnana í Bandaríkjunum vegna svokallaðra undirmálslána. Ingvar færði fasteignina síðan al- farið yfir á eiginkonu sína Helgu Maríu Garðarsdóttur og tengda- móðurina 13. október 2008 nokkr- um dögum eftir bankahrunið. KúLULáNAfóLK foRÐAR fAStEIGNUM SíNUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.