Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Side 8
8 þriðjudagur 14. júlí 2009 fréttir „Öll Evrópa ætti að svara kalli Íslands. Því sannleikurinn er sá að þótt kenna megi stjórnendum bankanna um ófar- irnar vegna óábyrgrar og áhættusæk- innar hegðunar á fjármálamarkaði, og íslenskir stjórnmálamenn og embætt- ismen beri ábyrgð á því að leyfa þessa hröðu og skuldsettu útþenslu, þá bera þeir ekki einir ábyrgðina vegna þess að skipbrot íslenska fjármálakerfisins er jafnframt skipbrot eftirlitskerfis Evr- ópusambandsins. Íslendingar bera tæplega ábyrgð á því.“ Þannig kemst bankasérfræðingur- inn Frida Fallan að orði í sjö blaðsíðna samantekt sem hún sendi yfirmanni sínum Lars Nyberg, aðstoðarseðla- bankastjóra Svíþjóðar 1. desember síðastliðinn. Ísland er ekki eitt ábyrgt Drög að samantekt Fallan, sem DV hefur undir höndum, eru afar athygl- isverð í ljósi þeirra deilna sem uppi eru um Icesave-samninginn og ábyrgð ríkisins á ofurskuldbindingum. Þá eru komnar fram vísbendingar um að skuldir þjóðarinnar séu nú þegar við hættumörk. Þetta eykur óvissuna um að samningurinn um ríkisábyrgð á Icesave-skuldunum njóti meirihluta- stuðnings á Alþingi. Ekki er búist við að málið verði afgreitt úr nefndum þingsins fyrr en meirihlutastuðning- ur hefur verið tryggður. Einna helst er litið til þess að styrkja endurskoðunar- ákvæði með sérstakri bókun þingsins. Frida Fallan gerir innistæður, trygg- ingasjóði innistæðueigenda og ríkis- ábyrgð á slíkum innistæðum að um- talsefni. „Ísland hefur komið verr út úr kreppunni en nokkurt annað Evrópu- land, og er fyrir vikið þjakað af hrika- legri skuldabyrði. Því ættu sérstaklega gistiríki íslensku bankanna (Holland og Bretland) og leiðtogar ESB, að við- urkenna að vandamál Íslands er ekki einungis tilkomið vegna óábyrgra lán- veitinga og ófullnægjandi viðbragða íslenskra stjórnvalda, heldur að miklu leyti líka vegna úrelts eftirlitskerfis ESB, sem stjórnmálaleiðtogar innan ESB hafa kosið að horfa fram hjá.“ Ríkið á endanum ábyrgt Fallan segir að þetta sé mikilvægt sjónarmið. Óviðunandi sé að Ísland beri eitt ábyrgðina á Icesave-reikning- unum og það sé eðlilegt að gistiríkin og aðildarlönd ESB komi til móts við Ísland. Illugi Gunnarsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, vék orðum að þessu og grein Fallan á þingfundi í lok júní. Frida Fallan fullyrðir að ESB-til- skipunin segi ekki berum orðum að ríkissjóður sé ábyrgur fyrir innistæð- um heldur megi líta svo á að banka- kerfið sjálft beri ábyrgðina. Hin um- deilda tilskipun segir aðeins að ríkið beri ábyrgð á að innistæðutrygginga- kerfi sé fyrir hendi. „Í íslenska til- vikinu (líkt og víða annars staðar) er tryggingasjóður innistæðna rekinn af bönkunum með litlu fjármagni en skyldu þeirra til þess að leggja meira fé í hann ef á þarf að halda.“ Fallan spyr hvað sé að þessu fyrir- komulagi og bendir á að þetta sé eins- konar tryggingarkerfi sem geti virk- að verði einn banki gjaldþrota. „En verði stór banki gjaldþrota er ekki trú- verðugt að aðrir bankar standi und- ir slíku gjaldþroti. Með þessum hætti er það líkt og þegjandi samkomulag að ríkið hlaupi undir bagga í stórum bankagjaldþrotum. Vitanlega mundi sá kostur líklega verða fyrir valinu, að láta bankann ekki verða gjald- þrota heldur beita öðrum ráðum. En á endanum getur kostnaðurinn fallið á skattgreiðendur og ríkið mun þjóna hlutverkinu sem innistæðutryggjandi til þrautavara.“ Handvömm stjórnmálamanna Frida Fallan segir að einmitt þetta hafi aldrei verið rætt opinskátt. Þvert á móti hafi umræðan snúist um að ríkið ætti ekki að fjármagna tryggingasjóði. „Og það sem verra er að þetta gefur til kynna að ábyrgð á því sem er í grund- vallaratriðum neytendavernd í gesta- landinu er flutt yfir á skattgreiðendur í heimalandinu.“ Fallan spyr hvernig í ósköpunum það hafi orðið að meginreglu innan ESB að heimaland verði ábyrgt fyr- ir erlendri starfsemi fyrirtækja sinna í öðru landi. Hvernig má það vera að þessu furðulega kerfi var komið á fót?“ Fallan segir að grunnregla ESB um ábyrgð heimalands eigi rætur að rekja til hugmyndarinnar um sameiginleg- an markað; allir bankar innan ESB- landa eigi að geta keppt við banka í öðru aðildarlandi. Á sama tíma eigi sparifjáreigendur að geta treyst því að heimaland erlends banka veiti sömu tryggingar og þeir fá í sínu eigin landi. Þetta er skynsamlegt í markaðs- legu tilliti en ef tilteknar greinar eru mjög stórar geta þær risið heilum þjóðríkjum yfir höfuð og stjórn- og eftirlitskerfið hefur þróast með sama hraða og til dæmis bankageirinn, seg- ir Fallan. Hún er ekki einu sinni viss um að íslenskir stjórnmálamenn hafi í upphafi gert sér fulla grein fyrir því út á hvað lagatextinn gekk. „Viðbrögð þeirra í upphafi bankahrunsins benda til þess að þeir hafi ekki gert það. Og var hægt að ætlast til þess? Til þess að skilja flækjur ESB-regluverksins þarf maður að vera innvígður eða hafa aðgang að fjölda sérfræðinga. Fjarri meginlandinu er staða Íslands ekki góð í þessu sambandi.“ En það þarf tvo í dansinn og aðr- ir áttu að skilja hvað var í uppsigl- ingu en brugðust. „Margir hvísluðu að AllAr AlmennAr viðgerðir á húsbílum og ferðAvögnum DV0812169178_06b.jpg DV0903123464.jpg DV0905104358_015.jpg Skuldir þjóðarinnar eru við hættumörk og það eykur óvissuna um það hvort Alþingi samþykki Icesave- samninginn. Sænskur bankasérfræðingur, Frida Fallan, skrifaði um miðjan vetur að Íslendingar væru fórnarlömb innistæðutryggingakerfis sem leiðtogar ESB hefðu kosið að líta fram hjá. Enginn hefði gripið í taumana og slökkt á tónlistinni þegar sláttur Íslands á dansgólfinu hefði verið orðinn hættulega mikill. JóHann Hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is óstöðvandi hrunadans „Og það sem verra er að þetta gefur til kynna að ábyrgð á því sem er í grundvallaratriðum neyt- endavernd í gestalandinu er flutt yfir á skatt- greiðendur í heimalandinu.“ Hrunadans? „Margir hvísluðu að hraði Íslands á dansgólfinu væri orðinn hættulega mikill. En stöðvaði einhver dansinn? Slökkti einhver á tónlistinni?“ spyr sænski bankasér- fræðingurinn. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbank- ans, átti frumkvæðið að Icesave.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.