Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Qupperneq 11
Hátíðarmatseðill Forréttur Koniaksbætt humarsúpa Aðalréttur Steikt Lúðufiðrildi með hvítlauksristuðum humarhölum og humarsósu Dessert Hátíðardessert Forréttur Súpa dagsins Aðalréttur Hunangsgljáð andabringa „Orange” með rusty kartöflum og ristuðu grænmeti Dessert Hátíðardessert Forréttur Koniaksbætt humarsúpa Aðalréttur 200 gr. ristaðir humarhalar með mangó-chilli cous cous, salat og kartöflubátar Dessert Hátíðardessert Forréttur Súpa dagsins Aðalréttur Glóðuð Nautalundarpiparsteik, ristaðir humarhalar, grænmeti og rjómalöguð piparsósa Dessert Hátíðardessert Laugaás 30 ára 25. júní neytendur 14. júlí 2009 þriðjudagur 11 11Póker er fjárhættuspil sem hefur notið vaxandi vinsælda á Íslandi. Ef þú ert slyngur í líkinda-reikningi/póker geturðu hagnast um tugi þús- unda króna með því einu að taka þátt í mótum, sem auglýst eru reglulega. Ef þú ert hins vegar byrjandi, þá skaltu láta það vera að spila upp á peninga. Það mun aldrei borga sig. 12Ef þú ert góður eða þolinmóður veiðimaður ætt-irðu að kaupa þér Veiðikortið, sem kostar 5.000 krónur og veitir þér veiðileyfi í 31 vatni um allt land. Ef þú veiðir vel geturðu látið reykja fiskinn. Hjá Reyk- ofninum í Kópavogi borgarðu 1.190 krónur fyrir hvert kíló af flökum sem þú færð úr reyk. Þú borgar 660 á kíló ef þú flakar sjálfur. Afraksturinn geturðu til dæmis selt með því að banka upp á á sveitabæjum. Þú mátt hafa hálfa milljón í tekjur áður en þú þarft að fá þér virðisaukanúmer. 13Á netinu, merkilegt nokk, eru til síður þar sem þú færð borgað fyrir að smella á vörumerki eða auglýsingar frá fyrirtækjum. Því oftar sem þú smellir, því meiri peningi geturðu safnað þér. Við mán- aðamót, eða jafnvel vikulega, færðu greiddan pening fyr- ir vikið. Þetta virkar, en krefst þolinmæði. Clixsense.com er dæmi um slíka síðu. Veikt gengi krónunnar þýðir að þú færð meiri pening. 14 Áttu erlenda kunningja sem eru að koma til Ís-lands? Toyota Corolla í tvær vikur í júlí kostar á bílaleigu 260 þúsund krónur en fréttir hafa bor- ist af því að bílaleigubílar séu af skornum skammti, vegna fjölda ferðamanna. Ef þú treystir kunningjum þínum get- urðu leigt þeim bílinn þinn, til dæmis á 160 þúsund. Þú yrðir sáttur og kunningjarnir eflaust líka. 15 Ef þú veist um ferðamenn sem eru að leita sér að hagstæðum bíl til að leigja, geturðu tekið þetta skrefinu lengra. Ef þú nennir að leggja á þig smá vinnu skaltu fara á bílasölu og kaupa bíl sem virkar í ódýr- ari kantinum, til dæmis á hálfa milljón. Ef þér tekst að leigja hann í fjórar vikur geturðu farið langt með að borga bíl- inn upp. Þegar ferðamennirnir eru farnir siturðu eftir með ágætan bíl sem þú borgaðir lítið sem ekkert fyrir. Ef þú þarft ekki að nota hann sjálfur geturðu selt hann aftur. 16 Herbalife heita vörur sem innihalda næringu fyr-ir alla, hvort sem þeir vilja léttast, þyngjast eða efla orkuna. Ef þú ert góður að ná til fólks geturðu, með því að byrja smátt, búið til þitt eigið viðskiptaveldi. Upphafs- kostnaðurinn er sáralítill og vörur til að bæta heilsuna eru allt- af í í tísku. Íþróttafélög á borð við Inter Milan, Breiðablik og KR hafa nota vörurnar, auk Gunnlaugs Júlíussonar ofurhlaupara, svo dæmi séu tekin. 17 Barnaland.is er merkilegur vefur. Á spjallsíðum hans má finna mikið af auglýsingum þar sem hvers kyns notaðir munir eru auglýstir til sölu. Seldu hús- gögn sem þú notar ekki, gamla sjónvarpstækið eða fótanudd- tækið á Barnalandi. Það kostar ekkert að auglýsa og árangur- inn er vís. 18 Leigðu útlendingum íbúðina þína á meðan þú ert í sumarfríi. Til eru vefsíður þar sem hægt er að skrá íbúð sína til leigu. Nú þegar krónan er fallin fæst mun meira fyrir evrurnar. Fyrir hverja nótt sem þér tekst að leigja geturðu auðveldlega fengið 10 til 20 þúsund krónur. Með þessu móti geturðu borgað upp sumarfríið og gott betur ef vel tekst til. Mikilvægast er að skrá íbúðina tímanlega, gera viðeigandi til- færslur á heimilinu, og gæta þess að gefa allt upp til skatts. 19 Ertu orðinn leiður á yfirmönnum? Vertu þinn eig-in herra og stofnaðu fyrirtæki. Allir eiga að kunna að þrífa en færri nenna því. Það eru alltaf einhverjir sem eru tilbúnir að greiða fyrir þrif, bæði fyrirtæki og einstakl- ingar. Ef þú ert duglegur getur fyrirtækið dafnað og þú getur orðið yfirmaður annarra. 20 Týndu kræklinga og reyndu að selja þá til veitinga-húsa landsins. Kræklingar þykja algjört hnossgæti og eru jafnan með dýrari sjávarréttum. Þá má finna í fjörum landsins en aðeins er óhætt að týna þá í mánuðum sem innihalda bókstafinn „r“. 21 Hafðu augun hjá þér. DV greiðir 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar í blaðinu. Ef fréttin er þeim mun betri fer hún á forsíðu og þá geturðu feng- ið 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur en fyrir besta fréttaskot mánaðarins greiðast 100.000 krónur. Mundu að fjölmiðlar gefa ekki upp heimildar- menn sína en mikilvægt er að upplýsingarnar séu áhugaverðar og skotheldar. Séð og heyrt og eflaust fleiri miðlar greiða fyrir fréttaskot. 22 Nú er nóg framboð af húsnæði víða um land, sér-staklega á höfuðborgarsvæðinu. Með lítilli fyrirhöfn geturðu opnað lítið eldhús í miðbænum, eða í iðn- aðarhverfum. Þar geturðu selt heimilismat til verkamanna eða annarra sem leið eiga hjá. Þú þarft ekki að hafa gráðu í mat- reiðslu til að elda góðan heimilismat. Húsnæðið þarf hvorki að vera stórt né dýrt. 23 Ertu góður sögumaður og fróður um umhverfið? Al-gengt er að sjá ferðamenn standa á Ingólfstorgi sem vita ekki hvort kortið snýr upp eða niður. Bjóddu ferðamönnum fylgd og leiðsögn um miðbæinn fyrir sann- gjarna þóknun. Þú gætir sagt þeim drauga- eða álfasögur, landnáms- eða samtímasögur. 24 Býrðu yfir einhverri sérþekkingu? Ertu góður að ljósmynda, sauma, smíða, tala tungumál eða ertu góður í bókhaldi? Eftirspurn eftir námskeið- um er óþrjótandi á mörgum sviðum. Settu þig í samband við fræðslumiðstöðvar eða aðrar námsstofnanir og athugaðu hvort ekki er pláss fyrir námskeiðið þitt. 25 Ef þú átt góðærisfellihýsi eða -húsbíl sem þú notar lítið er tilvalið að auglýsa það til sölu eða jafnvel leigu. Nú er tími góða veðursins þegar fólk ákveður með litlum fyrir- vara að skella sér í útilegu. Auglýstu frítt á selja.is eða sambærilegum auglýsingavefjum og freistaðu þess að fá smá aur upp í afborganir af myntkörfuláninu. 26 Ef þú ert nýlega útskrifaður úr háskóla, eða jafn-vel framhaldsskóla, og námið er þér í fersku minni geturðu auðveldlega eignast aur. Náms- menn í próflestri eru margir til í að borga fyrir aðstoð við erfiða áfanga. Með smá upprifjun ertu klár í slaginn auk þess sem þú verður fyrir vikið enn færari í þínu fagi. 27 Fáðu þér vinnu erlendis. Þó atvinnuleysi herji víða í Evrópu er það ekki alls staðar jafn slæmt og hér. Með því að vera vakandi fyrir atvinnutilboð- um að utan eru ágætar líkur á því að þú fáir vel launað starf í útlöndum fyrir rest. Krónan er svo veik að Íslendingar þykja orðið ódýrt vinnuafl. Gengishrunið þýðir að þú getur þén- að virkilega vel í íslenskum krónum, jafnvel þótt í viðkom- andi landi þyki launin ekkert spes. 28 Veiðimenn geta hagnast af iðju sinni, eða í það minnsta selt bráð sína upp í kostnað. Það er bannað að selja rjúpur og rjúpnaafurðir en engar slíkar reglur eru um sjófugla, endur og gæsir. Þeir sem eiga góðar veiðilendur og nýta þær geta selt afraksturinn. Gættu þess þó að ganga ekki nærri þeim fuglum sem á svæðinu eru. Fuglar eru takmörkuð auðlind. 29 Hlutabréf eru í dag ýmist verðlaus eða verðlítil. Ef þú fylgist þokkalega með fjármálaheiminum gæti verið sniðugur leikur að kaupa hlut í fyrir- tækjum sem lítur út fyrir að muni lifa kreppuna af. Ísland er í lægð þessa stundina en fræðimenn segja að landið muni ná sér á flug aftur. Þá getur verið arðvænlegt að eiga hlut í burðugu fyrirtæki. Mundu samt að gæfan getur verið fall- völt. Ekki kaupa bréf fyrir meiri pening en þú hefur efni á að tapa. 30 Lumarðu á góðri hugmynd? Taktu bókasafns-fræðinginn á Ísafirði þér til fyrirmyndar. Konan setti á fót tenglasíðu þar sem krakkar geta fundið heimasíður með dúkkulísuleikjum. Síðan varð svo vinsæl að í tekjublaði Mannlífs kom fram að auglýsingatekjur af síðunni hlaupa á milljónum króna á mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.