Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Page 12
Um helgina fullyrti LaToya, systir Mi- chaels Jackson, að hann hefði verið myrtur og að ástæða morðsins hefði verið auðævi Michaels sem metin eru á einn milljarð Bandaríkjadala. LaToya gerir gott betur en að fullyrða að bróðir hennar hafi ver- ið myrtur því hún segist einnig vita hverjir myrtu hann. Í viðtali við News of the World upplýsir LaToya um nýjar staðreynd- ir um dauðdaga konungs poppsins, eiturlyf sem fundust í líkama hans og tvær milljónir dala í skartgripum og reiðufé sem hafa horfið. „Við [fjölskylda Michaels Jackson] álítum ekki að ein manneskja hafi komið að morðinu. Það var sams- æri með það fyrir augum að kom- ast yfir fjármuni Michaels,“ sagði La Toya. Hún bætti við að hún myndi ekki njóta hvíldar fyrr en hún hefði „neglt þá“. Meira virði látinn en lifandi LaToya, sem mun hafa staðið Mich- ael næst innan fjölskyldunnar, sagði að fjölskyldan væri þess fullviss að meint ofneysla Michaels hefði ekki verið slys heldur afleiðing illra verka hóps sem vill komast yfir auðævi hans. „Michael var vel yfir eins millj- arðs [Bandaríkjadala] virði með tilliti til útgáfuréttar og einhver drap hann vegna þess. Hann var meira virði lát- inn en lifandi,“ sagði LaToya. Á meðal þess sem LaToya sagði var að Michael hefðu verið gefin vanabindandi lyf til að halda hon- um undirgefnum og meðfærilegum. Einnig var honum, að sögn LaToyu, haldið frá fjölskyldu sinni af stjórn- sömu fólki sem kom í veg fyrir að hann fengi heimsóknir. LaToya fullyrti einnig að Michael hefði verið keyrður áfram þrátt fyr- ir að hann hefði ekki viljað takast á hendur fimmtíu tónleika sem fyrir- hugaðir voru í Lundúnum, og til að bæta gráu ofan á svart hefði hann verið rændur reiðufé og skartgripum, tveimur milljónum dala samanlagt, á meðan hann barðist fyrir lífi sínu. Umsetinn gráðugu fólki LaToya lýsti bróður sínum sem „mest einmana manneskjunni í heiminum“, sem hefði enga vini átt og dáið sam- bandslaus við fjölskyldu sína. Hún sagði að allt frá dauða hans hefði hún skynjað að um morð væri að ræða og að bróðir hennar hefði verið innilok- aður í slæmu umhverfi. „Hann var afar hógvær, hæglát, kærleiksrík persóna. Fólk misnot- aði það. Fólk barðist um að standa honum nærri, fólk sem lét ekki alltaf velferð hans sig varða. Þegar einhver er jafnmikils virði og hann er alltaf gráðugt fólk skammt undan,“ sagði LaToya. Krafðist endurkrufningar LaToya sagði að hún hefði skynjað að Michael hefði aðeins viljað halda tíu tónleika í Lundúnum en fólk í kring- um hann hefði þrýst á hann að sam- þykkja fimmtíu tónleika. Hún sagði einnig að Michael hefði alla jafna verið með eina milljón dala í reiðufé á heimili sínu en af þeim hefði hvorki fundist tangur né tetur þegar dauða hans bar að: „Michael fylgdist ekki náið með eigin fjármál- um. Fjöldi fólks hafði fé af Michael.“ Vegna þess hve náin LaToya og Michael voru fékk fjölskyldan hana til að skrifa undir dánarvottorðið. LaToya hefur ekki látið þar við sitja heldur krafðist hún þess að bróðir hennar yrði krufinn að nýju, en nið- urstaðna opinberrar krufningar er ekki að vænta fyrr en eftir um hálfan mánuð. LaToya velkist ekki í vafa um nið- urstöður efnarannsóknar sem fjöl- skyldan lét gera á líki Michaels: „Ég tel að allir verði hissa þegar niður- stöðurnar liggja fyrir.“ Hótar einkalögsókn Eðli málsins samkvæmt sagði LaToya að dauði Michaels yrði rannsakaður: „Ég mun komast til botns í þessu. Ég mun ekki unna mér hvíldar fyrr en ég finn þann sem er ábyrgur. Af hverju héldu þeir fjölskyldunni fjarri?“ Að sögn LaToyu verður höfðað einkamál á hendur hverjum þeim sem grunur leikur á að beri einhverja ábyrgð á dauða Michaels og þrýst á um ákærur af hendi lögreglunnar. „Fyrir nokkrum árum sagði Mich- ael mér að hann hefði áhyggjur af því að einhverjir vildu honum illt. Hann sagði: „Þeir munu drepa mig fyrir útgáfuréttinn. Þeir vilja komast yfir höfundaréttinn og munu drepa mig fyrir hann.“ Ég vissi að eitthvað slæmt myndi henda,“ sagði LaToya. „Ég vil réttlæti til handa Michael,“ sagði systir hins látna poppgoðs. Það er eflaust tímanna tákn að Banda- ríkjadalur eigi undir högg að sækja sem viðmiðunargjaldmiðill. Þótt krafa Rússa um alþjóðlegan gjald- miðil á G8-ráðstefnunni í L‘Aquila á Ítalíu hafi ekki farið hátt tók Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, heim með sér mynt sem gæti verið tákn- ræn um draum sem kynni að rætast. Forseti Rússlands sýndi blaða- mönnum við heimkomuna mynt sem ber áletrunina „United Future World Currency“, sem gæti útlagst „Verald- argjaldmiðill sameinaðrar framtíðar“. Reyndar sagði Medvedev að mynt- in, sem líkist evru og á er mynd af fimm laufblöðum, væri einungis gjöf sem var gefin leiðtogum á ráðstefn- unni, en væri engu að síður teikn um að fólk væri alvarlega farið að íhuga nýjan alþjóðlegan gjaldmiðil. „Það er allt eins líklegt að eitt- hvað svipað verði til og þið gæt- uð haldið því í hendi ykkar og nýtt sem greiðslutæki. Þetta er alþjóðlegi gjaldmiðillinn,“ sagði Medvedev við fréttamenn. Vangaveltur um framtíð Banda- ríkjadals sem viðmiðunargjaldmiðils eru ekki nýjar af nálinni og hafa Rúss- ar í félagi við Kínverja verið talsmenn þess að sveigja gjaldmiðlakerfi heims frá alþjóðlegri drottnun Bandaríkja- dals sem varað hefur frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Á G8-ráðstefnunni slóst Nicol- as Sarkozy Frakklandsforseti í hóp Rússa og Kínverja og lýsti vilja til að kasta Bandaríkjadal fyrir róða sem viðmiðunargjaldmiðli á þeirri for- sendu að ekki væri hægt að miða „bara við einn gjaldmiðil“. 12 þriðjudagur 14. júlí 2009 fréttir Dmitry Medvedev Forseti Rússlands viðrar hugmyndir að alþjóðlegum gjaldmiðli. MynD AFP Medvedev Rússlandsforseti sér alþjóðlegan gjaldmiðil í gjöf: Vill afnema drottnun Bandaríkjadals Allt er hægt ef... Dæmdum áströlskum morð- ingja, sem afplánar dóm í fang- elsi í Nýja Suður Wales í Ástr- alíu, tókst að feðra barn þrátt fyrir að vera á bak við lás og slá. Í ástralskri útgáfu Daily Tele- graph segir að morðingjanum hafi tekist með aðstoð læknis að smygla sæði út úr fangels- inu fyrir tíu mánuðum. Í júní eignaðist kærasta mannsins svo son. Talsmaður ráðherra fang- elsismála mun ekki vera sáttur vegna málsins og hafa fangels- isstjórinn, yfirmaður öryggis- mála og einn starfsmaður fang- elsisins að auki verið settir af á meðan málið er rannsakað. Andinn í lampanum Fjölskylda ein í Sádi-Arabíu hef- ur farið í mál við anda sem hún sakar um þjófnað og ofsóknir. Fjölskyldan, sem hefur búið í sama húsi skammt frá Medína í fimmtán ár, segir andann vera með hótanir, stunda grjótkast og stela farsímum. Aðeins nýlega varð fjölskyld- an vör við andann og hefur flutt út úr húsinu. Í frétt BBC um málið segir að samkvæmt íslamskri trúarfræði geti andar ofsótt mannfólkið eða sest að í því og að málið sé í rannsókn hjá dómstóli. Segið „sís“ Japanskt járnbrautafyrirtæki hefur tekið í þjónustu sína kerfi sem kannar hvort starfsfólk fyrirtækisins er nógu brosmilt. Tölvustýrðir skannar á um fimmtán lestarstöðvum í Tókýó munu mæla hvort breidd bros- anna stenst kröfur fyrirtækisins. Þeim sem ekki standast kröf- urnar verða gefin ráð til að vera ekki eins alvarleg á svip. Svipað kerfi verður sett upp á sjúkrahúsi í Osaka og á stöðum þar sem bílstjórar vörubifreiða stunda að staldra við til að leggja mat á þreytu bílstjóranna. LaToya Jackson Fullyrðir að bróðir hennar hafi verið myrtur vegna auðæva hans. MynDir: AFP LaToya, systir Michaels Jackson, velkist ekki í vafa um ástæður dauða hans. Hún segir skuggaleg öfl hafa haft hönd í bagga og græðgi ráðið för. Hún segist einnig vita hverjir hafi staðið að baki dauða hans, en fer þó ekki nánar út í þá sálma. „Þeir munu drepa mig fyrir útgáfuréttinn. Þeir vilja komast yfir höf- undaréttinn og munu drepa mig fyrir hann.“ Konungur poppsins Vildi ekki halda fimmtíu tónleika í Lundúnum, að sögn LaToyu. KoLbeinn þorsTeinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Ekki öll kurl komin til grAfAr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.