Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Qupperneq 15
Hver er maðurinn? „Jón Gunnar
Benjamínsson, 34 ára gamall eyfirskur
sveitapiltur.“
Hvar ertu uppalinn? „Á Ytri-Tjörnum
í Eyjafjarðarsveit.“
Hvað eldaðir þú síðast? „Ég eldaði
ferskt lambalæri með hvítlauk og
timjan að hætti Fjalla-Eyvindar. Nema
hann notaði nú líklega blóðberg og
sleppti hvítlauknum.“
Hvar langar þig helst að búa? „Í
augnablikinu langar mig helst að búa í
Danmörku því ég var þar 2001-2003
og líkaði mjög vel.“
Býrðu yfir einhverjum leyndum
hæfileikum? „Ég get brett upp á
augnlokin á mér.“
Hver eru þín helstu áhugamál?
„Útivist, skotveiði og stangveiði, það
er númer eitt, tvö og þrjú. Svo
hálendisakstur þar á eftir.“
Hefurðu alltaf verið mikill
útivistarmaður? „Já, alveg bara frá
því ég man eftir mér. Ég er náttúrulega
uppalinn í sveit og þar fór maður um
allar koppagrundir eins og fuglinn.“
Hvað kom til að þú fórst í þessa
ferð? „Það var eiginlega tvennt. Fyrst
var það þessi leiðangursstyrkur sem
66° Norður úthlutaði mér. Svo var það
bara áhugi minn og vilji til að komast
aftur upp á hálendið í fyrsta skiptið
eftir slysið sem ég lenti í.“
Var þetta sérútbúið fjórhjól sem
þú ferðaðist á? „Í raun og veru
ekkert sérstaklega. Það er bara
gírkassalaust. Öll stjórn hjólsins fer
fram í stýrinu. Ég sérsmíðaði bara koll
sem ég get dregið mig upp á. Það er
algjörlega nauðsynlegt að vera ekki
öðrum háður þegar maður vill fara út
að hjóla.“
Hvernig kom hálendið út fyrir
fatlaða? „Það byrjaði mjög vel en
síðan fór að halla undan fæti eftir því
sem við komum í aðeins eldri skála. En
ég hvet alla til þess að kíkja inn á
acrossiceland.is og vil minna á
söfnunarsímann 901 5001 til styrktar
bættu aðgengi fyrir fatlaða á
hálendinu.“
Hvert er best fyrir fatlaða ein-
staklinga sem vilja fara í ævin-
týraferðir um Ísland að snúa sér?
„Ég yrði bara fús til þess að gefa öllum
sem hafa áhuga á því leiðbeiningar og
vona að fólk geti haft gagn af því.“
Kvíðir þú haustinu?
„Ég kvíði ekki haustinu, bara
kuldanum.“
Bára Kristjánsdóttir
44 Ára NEmi
„Nei, ég hef fulla trú á þjóðinni,
við búum á gullnámu.“
rúna dögg Cortez
34 Ára BirTiNGarSTJóri hJÁ
auGlýSiNGamiðluN
„Nei, það geri ég ekki.“
sigrún HjaltalÍn
52 Ára JóGakENNari
„Nei, ég hlakka til að byrja aftur í
skólanum.“
Berglind andrésdóttir
23 Ára NEmi
Dómstóll götunnar
„Já og nei, vonandi bara að hlutirnir
fari að lagast.“
Hildigunnur einarsdóttir
21 ÁrS haNDBolTakoNa
jón gunnar BenjamÍnsson
er lamaður fyrir neðan mitti. hann fór
þó á fjórhjóli yfir hálendi Íslands til
þess að kanna aðgengi fatlaðra á
hálendinu. hægt er að fara inn á
acrossiceland.is til þess að kanna
málefnið betur.
Vildi komast upp á
hálendið aftur
maður Dagsins
Svokölluð dómstólaleið hefur mikið
verið rædd vegna Icesave-ævintýrs-
ins. Eðli málsins samkvæmt ætti Ís-
lendingum að hugnast betur sú leið
fremur en ríkisábyrgð sem veltir
pakkanum yfir á hinn almenna
skattborgara. Reyndar furðulegt að
samninganefnd ríkisins hafi ekki
boðið viðsemjendum skotleyfi á
gerendurna, þ.e. fjárglæframennina
sjálfa.
megum vera ósammála
Dómstólaleiðina segja margir ófæra
vegna andstöðu Evrópubandalags-
ríkja, líka norrænna nágranna. Í
svo rómuðu ríkjabandalagi hlýtur
hver þjóð, þó lítil sé, að geta skot-
ið ágreiningsmálum til dómara. Og
sé ekkert dómstig að finna hljótum
við samt að mega vera ósammála.
Með því erum við ekki að ganga á
rétt nokkurs, einungis að halda fram
okkar sjónarmiði og í þessu risa-
vaxna máli veitir sko ekki af. Leiði
dómstólaleiðin í ljós ágalla á reglu-
verki ESB komumst við ekki bara
undan þessum ábyrgðum heldur
öðlumst einnig virðingu margra.
Töpum við málinu þarf auðvit-
að að semja en sá ferill gæfi okkur
dýrmætan tíma sem gæti fært okk-
ur miklu betri samningsaðstöðu en
núna í miðjum öldudal.
Þjóðin gefi álit
Láti þingmenn skeika að sköpuðu
og samþykki fyrirliggjandi Icesave-
samning eru þeir í raun að kaupa
sér frið og sumir hugsanlega vel-
vild Evrópusambandsins en hætta
í staðinn efnahagslegu sjálfstæði
þjóðarinnar. Með gengisbreytingar
í huga er þessi samningur óútfylltur
víxill og þó Björgólfsfeðgar vilji sín-
ar skuldir afskrifaðar er slíkt tálvon í
alþjóðasamskiptum og fari Ísland í
greiðsluþrot eru auðlindirnar okkar
eina veð.
Kannski eru sumir þeirrar skoð-
unar að Íslendingar séu einfald-
lega ekki stjórntækir og því brýnt
að koma fullveldinu eitthvert ann-
að. Eðlilegt er þó að fá álit þjóð-
arinnar sjálfrar áður en lengra er
haldið. Þjóðaratkvæðagreiðsla er
brýn, bæði fyrir fylgjendur og and-
stæðinga ESB því einungis hún gef-
ur stjórnmálamönnum umboð til
mjög ólíkra leiða.
Varðar framtíð Íslands
Ég mæli því með sumarfríi þing-
manna án tafar og að samþykkt Ic-
esave og ESB-umsóknar verði slegið
á frest. Bæði málin eru ráðandi um
framtíð landsins og mega ekki ganga
í gegnum þingheim hroðvirknislega
unnin, óupplýst og í flaustri. Og allra
síst í einhverjum ótta við alþjóða-
samfélagið sem þarf miklu meira á
okkur að halda en við því. Höfum
það hugfast í hvert skipti sem við
skrúfum frá kalda vatninu, hellum
í pott, setjum steinbítinn ofan í og
sjóðum ásamt ásakandi gullauga.
Sumarfrí þingmanna án tafar
kjallari
1 Hefur misst 92 kíló
Víví kristófersdóttir sagði frá því í Vikunni
að hún hefði farið úr 168 kílóum í 76 kíló.
2 sængar hjá strákunum í
hljómsveitinni
lady GaGa er nýhætt með kærastanum
og segist núna sænga hjá hljómsveitinni
sinni.
3 jessica simpson: „ég elska að
eldast“
Þetta skrifaði hin 29 ára gamla Simpson á
Twitter-síðu sína. hress að vanda enda á
allra besta aldri.
4 löðrandi í kynþokka - myndir
myndir af Beckham-hjónunum að halda
upp á tíu ára brúðkaupsafmæli sitt á
Seychelles-eyjum. Þau David og Victoria,
fyrrverandi kryddpía, eru alltaf sæt en
alveg sérstaklega krúttleg um þessar
mundir.
5 Best heppnaða útrásin
Feðgarnir Árni oddur Þórðarson og
Þórður magnússon voru kosnir bestu
útrásarvíkingarnir af DV þegar blaðið gerði
úttekt á 20 stærstu víkingunum.
6 morðingjar og nauðgari á
ævintýralegum flótta
lögregluyfirvöld í indiana leita nú þriggja
manna sem tókst að flýja úr hámarksör-
yggisfangelsi í ríkinu um helgina.
7 Húsnæðislánið hækkar um 200
þúsund á mánuði
húsnæðislán þeirra sem tóku 20 milljóna
lán fyrir ári hafa hækkað um 200 þúsund á
mánuði frá bankahruninu.
mest lesið á DV.is
lÝÐur árnason
heilbrigðisstarfsmaður
skrifar
„Kannski eru sumir
þeirrar skoðunar
að Íslendingar séu
einfaldlega ekki
stjórntæki. “
umræða 14. júlí 2009 þriðjudagur 15
mynDin
Bongóblíða Það er ekki á hverju kvöldi sem hægt er að njóta veitinga utandyra í reykjavík en hlýir geislar kvöldsólarinnar gældu
við mannskapinn í hafnarstræti í gær þannig að borð gesta veitingastaðarins Balthazars flæddu nánast út á götu.
mynd róBert