Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Qupperneq 4
 þriðjudagur 28. júlí 2009 fréttir Flokkur á barmi klofnings „Hvað er eiginlega á seyði í Vinstri grænum? Er flokkurinn að klofna eða er verið að reyna að koma formanninum frá?“ Að þessu spyr Jón Magnússon, fyrr- verandi þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, á bloggsíðu sinni. Tilefnið er yfirlýsingar Jóns Bjarnasonar um að fresta beri aðildarviðræðum að Evrópu- sambandinu og hörð andstaða nokkurra þingmanna flokksins við Icesave. Árni Þór Sigurðsson, for- maður utanríkismálanefndar Alþingis og samflokksmaður Jóns Bjarnasonar, sagði í há- degisfréttum RÚV að ummæli Jóns væru skaðleg og fyrst og fremst hugsuð til heimabrúks í Norðvesturkjördæmi. Nú beri að vinna að hagsmunum íslensku þjóðarinnar. ESB-umsókn fer í vinnslu Utanríkisráðherrar aðildar- ríkja Evrópusambands- ins samþykktu í gærmorg- un að vísa umsókn Íslands að sambandinu til fram- kvæmdastjórnar þess. Mun framkvæmdastjórnin taka umsóknina til umfjöllunar þar sem hún verður metin. Í frétt sem birt er um málið á vefsíðu Bloomberg kemur fram að þar með sé Ísland búið að stíga eitt skref í átt að aðild að sambandinu. Engu að síður er talið að ferlið muni taka þrjú ár. Carl Bildt, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, sagði eftir fundinn í morgun að enn væru mörg ljón í veginum fyr- ir Ísland. Engin sérmeðferð Carl Bildt, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, sagði á blaðamannafundi fyrr um morguninn að Ísland fengi enga hraðmeðferð inn í Evrópusambandið en hins vegar mætti búast við að Ísland færi styttri leið þar sem Ísland er þeg- ar aðili að Evrópska efnahags- svæðinu. Bildt minnti á að fulltrúar Evrópusambandsins skyldu ekki gleyma þjóðum eins og Serbíu og Albaníu sem þegar hafa sótt um aðild að sambandinu. Á vef New York Times er talið að „flýtimeð- ferð“ fyrir Ísland gæti vakið reiði ríkja á Balkanskaganum. Stjórnendalán til saksóknara Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rannsakað verði hvort árs- reikningar gömlu bankanna hafi gefið rétta mynd af stöðu þeirra og að velta megi fyrir sér hvort arðgreiðslur í hitt- eðfyrra hafi verið eðlilegar. Gunnar sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að mörg þeirra mála sem sneru að háum lánum til stjórnenda bankanna og fyrirtækja þeim tengdum hefðu verið send til sérstaks saksóknara þar sem þau kynnu að vera ólögleg. Rúmlega tvítugur karlmaður reyndi að nauðga fimmtán ára stúlku inni á skemmti- staðnum London/Reykjavík í miðborginni. Stúlkan vildi ekki kæra verknaðinn þar sem árásarmaðurinn og vinir hans hótuðu henni og systur hennar öllu illu. Móðir stúlkunnar segir hana hafa hlotið mikinn andlegan skaða og furðar sig á því að svo ungum stúlkum sé hleypt inn á skemmtistaði. 23 ára karlmaður reyndi að nauðga fimmtán ára stúlku inni á salerni á skemmtistaðnum London/Reykja- vík aðfaranótt 11. júlí. Stúlkan slapp naumlega með hjálp dyra- varða. Hún var flutt beint á bráða- móttöku Landspítalans og fékk að- hlynningu þar. Móðir stúlkunnar furðar sig á því að henni hafi ver- ið hleypt svo ungri inn á skemmti- stað. Hún segir dóttur sína hafa hlotið gríðarlegan andlegan skaða vegna atviksins. Vildi bara gleyma „Fyrstu dagana eftir árásina var ekki hægt að yrða á hana án þess að hún færi að gráta. Hún gat ekki verið innan um fólk, vildi ekki tala um þetta og vildi bara gleyma öllu. Sálarlífið var gjörsamlega í rúst. En við í fjölskyldunni vorum mjög dugleg að segja henni að þetta væri alls ekki henni að kenna,“ seg- ir móðir stúlkunnar. Hún vill ekki koma fram undir nafni til að gæta hagsmuna fjölskyldunnar. Dóttir hennar var með vinkon- um sínum í miðbænum þegar 23 ára karlmaður gaf sig á tal við hana. Sá þekkir vini stúlkunnar og vildi ólmur bjóða henni í glas. Stúlkan ætlaði að fara inn á skemmtistað- inn Glaumbar en maðurinn dró hana inn á London/Reykjavík sem er í næsta húsi. Aldurstakmarkið á staðnum er 22 ár. Þar dró hann stúlkuna inn á salernið og reyndi að neyða hana til samræðis við sig. Dyraverðir staðarins heyrðu einhver óhljóð inni á salerninu, brugðust skjótt við og stöðvuðu árásarmanninn. Móðir stúlkunnar segir það lán í óláni að dóttir henn- ar var ekki undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa. Hótað í gegnum netið Stúlkan var flutt beint á bráðamót- töku Landspítalans vegna áverka sem hún hlaut á kynfærum. Morg- uninn eftir gaf hún frumskýrslu hjá lögreglu og var kölluð aftur í yfirheyrslur á mánudaginn eftir árásina. Að sögn móðurinnar vildi stúlkan ekki kæra verknaðinn sök- um hræðslu því henni höfðu borist hótanir. „Árásarmaðurinn og kunningjar hans hótuðu henni að hún yrði lamin ef hún kærði. Þá varð hún mjög hrædd. Þeir hótuðu henni og systur hennar í gegnum netið. Syst- ir hennar hringdi á lögregluna og lét vita af þessu.“ Áður komist inn á stað Þar sem stúlkan er undir lögaldri var málið sent til Barnaverndar- nefndar og er árásarmaðurinn kærður í gegnum hana. Móðirin hefur líka höfðað einkamál gegn honum. Að sögn móðurinnar hefur stúlkan einu sinni komist inn á skemmtistaðinn Nasa. Hún segir hana ekki hafa þurft að borga sig inn í það skiptið og stúlkan er held- ur ekki með fölsuð skilríki. Móðirin furðar sig á því að svo ungum stúlk- um sé hleypt inn á skemmtistaði. Að sögn lögreglu geta skemmti- staðir misst leyfið í vissan tíma ef upp kemst að svo ungu fólki sé hleypt inn. Ef það gerist ítrekað geta staðir misst leyfið fyrir fullt og allt. Gerist alls staðar Búið er að leggja skemmtistaðinn London/Reykjavík niður og hafa rekstraraðilar hans opnað nýjan skemmtistaði, Club 101. Þessar breytingar hafa ekkert með þetta atvik að gera. Birgir Fannar Snæ- land er annar rekstraraðilanna og segir öryggisgæslu á London/ Reykjavík hafa verið mjög stranga. „Það var 22 ára aldurstakmark inn og mjög hörð gæsla. Það kemur fyrir að ein stelpa eða strákur detti inn en það eru margar leiðir inn í húsið. Það er reynt að fylgjast með því með öllum ráðum en það kom- ast alltaf yngri krakkar inn á öllum skemmtistöðum í Reykjavík,“ segir Birgir. Hann segist ekki vilja hafa það að slíkar árásir gerist á sínum stað. „Við styðjum alla þá sem lenda í einhvers konar árás, sama hvað það er. Við viljum ekki hafa svona lið inni á staðnum. Þetta er algjör viðbjóður. Starfsfólki er vissulega brugðið og við höldum fundi til að ræða málin og finna leiðir til að sporna gegn því að svona gerist. Ég myndi ráðleggja foreldrum að hafa strangari reglur varðandi útivistar- tíma. Fimmtán ára barn á ekki að vera í miðbænum um helgar. Hvað þá að hafa áfengi um hönd.“ „Fyrstu dagana eftir árásina var ekki hægt að yrða á hana án þess að hún færi að gráta.“ lilja Guðmundsdóttir blaðamaður skrifar lilja@dv.is niðurbrotin Stúlkan vildi ekki kæra verknaðinn þar sem árásarmaðurinn og vinir hans hótuðu henni barsmíðum. Myndin er sviðsett. mynd róbert Hart tekið á málunum Nauðgunartilraunin átti sér stað á London/Reykja- vík. Annar rekstraraðilinn segir mjög stranga gæslu hafa verið á staðnum. Fyrirtaka í máli brennuvarganna sem kveiktu í húsi við Kleppsveg: Keyrði fullur á staðinn Fyrirtaka í máli þriggja manna sem grunaðir eru um að hafa kveikt í húsi við Kleppsveg í byrjun júní fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir, þeir Jón Kristinn Ásgeirs- son, Karl Halldór Hafsteinsson og Ríkharður Júlíus Ríkharðsson, eru ákærðir fyrir að hafa hellt bensíni úr bensínbrúsa á útidyrahurð íbúð- arhússins á horni Langholtsvegar og Kleppsvegar laugardagsmorgun- inn 6. júní og kveikt í bensíninu sem hafði í för með sér almannahættu. Íbúi hússins, karlmaður á miðjum aldri, var inni í húsinu þegar kveikt var í því en komst út um bakdyrnar. Mikið tjón varð á húsinu og innan- stokksmunum. Ríkharður Júlíus er líka ákærð- ur fyrir að hafa, sama morgun, keyrt undir áhrifum áfengis og amfetam- íns frá veitingastaðnum Goldfinger í Kópavogi vestur Reykjanesbraut að húsinu á Kleppsvegi. Á leiðinni ók hann að minnsta kosti einu sinni gegn rauðu ljósi. Þá er sá hinn sami einnig ákærð- ur fyrir fjársvik með því að hafa ritað annað nafn en sitt eigið á skuldavið- urkenningu gagnvart N1 hf. upp á tæplega ellefu þúsund krónur í því skyni að komast hjá greiðslu skuldar- innar. Atvikið átti sér stað 23. febrúar á þessu ári. Jón Kristinn hefur einnig komist í kast við lögin. Hann játaði að hafa ekið ölvaður á mann á þrítugsaldri á Laugaveginum í lok janúar. Hann stakk af frá vettvangi en hann var á Hummer-bifreið sem skráð var á föð- ur hans, Ásgeir Þór Davíðsson, sem kenndur er við Goldfinger. Maðurinn sem keyrt var á slasaðist alvarlega og óvíst er hvort hann muni nokkurn tímann ná sér að fullu. liljakatrin@dv.is undir áhrifum vímuefna Einn mannanna, Ríkharður Júlíus, er ákærður fyrir að hafa keyrt á staðinn undir áhrifum áfengis og amfetamíns. mynd stefÁn Karlsson SÁLARLÍFIÐ Í RÚST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.