Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Side 12
12 þriðjudagur 28. júlí 2009 fréttir 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Hamborgarabúlla í Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru kannski ekki bestu vinir Bandaríkjanna- manna á pólitíska sviðinu en þeir virðast kunna að meta mat- argerð þeirra. Nú hefur fyrsti hamborgarastaðurinn verið opnaður í höfuðborginni Pjong- jang. Heimamenn verða þó að passa sig á því að biðja ekki um hamborgara þar sem það þykir of vestrænt. Í staðinn þurfa þeir að panta „nautahakk í brauði“. Þótt yfirleitt sé ekki mikill lúxus yfir bandarískum hamborgara- búllum er nýi hamborgarastað- urinn ekki fyrir alla. Einn ham- borgari kostar um 215 krónur en það er um helmingur þeirrar upphæðar sem meðaljóninn í Norður-Kóreu þénar á dag. Óhollir kaffidrykkir Dæmi eru um að kaldir kaffi- drykkir innihaldi jafnmargar hitaeiningar og heit máltíð. Þetta er niðurstaða breskrar rannsóknar sem unnin var af krabbameinssamtökunum The World Cancer Research Fund. Í rannsókninni kom fram að allt að 561 hitaein- ingu væri að finna í sum- um drykkjanna. Langflestir drykkjana innihéldu yfir 200 hitaeiningar. Eru það sykur, fiturík mjólk og rjómi, sem eru vinsæl innihaldsefni í kaffidrykkjunum, sem gera þá óholla. Benda samtökin á að 19 þúsund einstaklingar sem greinast með krabba- mein árlega gætu komið í veg fyrir það með því að léttast og borða hollari mat. Afhöfðaði son sinn Þrjátíu og þriggja ára kona, bú- sett í San Antonio í Bandaríkj- unum, var handtekin í fyrradag vegna gruns um að hafa myrt þriggja vikna gamlan son sinn. Konan stakk barnið til bana áður en hún hjó höfuðið af því með sveðju. Konan veitti sjálfri sér áverka eftir ódæðið með hnífi og var flutt á sjúkrahús. Líkam- legt ástand hennar var ekki sagt alvarlegt en talið er að hún eigi við geðræn vandamál að stríða. Sagði konan að morðið hafi ver- ið skipun frá djöflinum. Búist er við að svínaflensan geti haft slæmar afleiðingar í för með sér fyr- ir efnahagskerfi heimsins, svo ekki sé talað um manntjón af völdum henn- ar. En einn maður mun þó örugglega græða dágóða fúlgu en það er doktor Norbert Bischofberger – maðurinn sem fann upp flensulyfið Tamiflu. Tamiflu er eina lyfið sem gagnast í baráttunni við svínaflensuna en það var Bischofberger sem þróaði lyfið á tíunda áratug síðustu aldar. Hann er varaforseti Gilead, sem er bandarískt lyfjafyrirtæki, og á fyrirtækið einka- réttinn á Tamiflu. Fyrirtækið áfram- selur það til svissneska lyfjarisans Roche sem framleiðir og dreifir lyf- inu. Talið er að Bischofberger hafi þénað tugi milljarða á hverju ári síð- an lyfið kom fyrst á markað. En nú, þegar flestar þjóðir í heiminum hafa pantað tugi þúsunda skammta af lyf- inu, fer auður hans aðeins stækk- andi. Bischofberger kann þó sjálfur ekki að meta þá kenningu að hann græði á svínaflensunni ef marka má ummæli hans í þýsku blaðaviðtali. Hann segir að það hafi verið blessun að finna upp lyfið og vonast hann til þess að það gagnist í baráttunni við svínaflensuna. Hann segir vísindin hafa hvatt sig áfram þegar hann fann upp lyfið og peningar séu algjört aukaatriði þegar líf þúsunda jarðar- búa séu í hættu. Sjö hundruð manns hafa látist af völdum svínaflensunnar og býst Bischofberger við að enn fleiri muni láta lífið. „Ég held að ógnin sem staf- ar af svínaflensunni sé meiri en ógn- in sem stafar af mögulegri kjarnorku- styrjöld. einar@dv.is Norbert Bischofberger þróaði flensulyfið Tamiflu: Þénar vel á svínaflensu Uppfinningamaður Bischofberger þénar tugi milljarða á hverju ári í gegnum uppfinningu sína, Tamiflu. Bretland er það land í heiminum sem einna verst hefur farið út úr svínaflensunni hingað til. Verði faraldurinn jafn mikill og spár gera ráð fyrir gætu læknar þurft að vísa veiku fólki frá þar sem sjúkrahús í Bretlandi taka einungis við ákveðnum fjölda fólks. Þetta þýðir að þeir sem eru veikir fyrir, svo sem krabbameinssjúklingar, gætu þurft að deyja drottni sínum án þess að fá meðferð. læKNAr ráði Hverjir fá Að lifA Yfir hundrað þúsund tilfelli svína- flensu greindust í Bretlandi í síðustu viku. 30 hafa látist en enn sem komið er hafa einkenni flestra sem veikjast verið tiltölulega væg; kvef, hiti og hósti. Breskir heilbrigðissérfræðingar óttast þó að vírusinn geti stökkbreyst með skelfilegum afleiðingum. Heil- brigðisyfirvöld í Bretlandi hafa gert viðbragðsáætlun sem gerir ráð fyr- ir að helmingur Breta smitist. Ef allt fer á versta veg gætu þúsundir Breta látið lífið af völdum flensunnar og margir þeirra án þess að fá meðferð. Líknandi meðferð Samkvæmt viðbragðsáætluninni myndu 6.600 sjúklingar berjast um aðeins 4.000 hjúkrunarpláss á gjör- gæsludeildum. Er um að ræða deild- ir með sérstakri loftræstingu fyrir hvern og einn sjúkling og stöðuga umönnun. Til að leysa úr þessu vandamáli þyrftu læknar því að meta hvern og einn sjúkling og fengju þeir allra veikustu ekki pláss og þar með enga meðferð. Þeir fengju þá aðeins líkn- andi meðferð og verkjatöflur til að lina þjáningar sínar. Þarna er þó að- eins verið að tala um þá einstaklinga sem eru veikir fyrir, svo sem með krabbamein, eða hjarta-, lungna-, eða lifrarbilun. Siðfræðilegt álitamál Viðbragðsáætlunin var gefin út í apríl, eða þegar fyrstu tilfelli svína- flensunnar voru greind í Bretlandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og eru sérfræðingar enn að átta sig á því hvernig vírusinn hegðar sér. Enn sem komið er hafa einkenni flestra sem veikjast verið væg en þeir sem eru með undirliggjandi heilsu- farsvandamál eru í meiri hættu en þeir sem eru heilsuhraustir. Carl Waldmann, sem er yfirmað- ur gjörgæsludeilda sjúkrahúsa í Bret- landi, segir að jafnvel þó fjöldi sjúkra- rýma á gjörgæsludeildum í Bretlandi yrði tvöfaldaður myndi ekki vera nóg pláss handa öllum. „Það vill enginn hugsa til þess að þetta gerist og sem betur fer er enn langt þangað til, ef þetta gerist á annað borð. Þetta er mikið siðfræðilegt álitamál og hefur vakið margar spurningar hjá lækn- um.“ Rétt að búast við því versta Tony Calland, formaður siðanefnd- ar breska læknafélagsins, segist ef- ast um að raunin verði eins og lýst er í skýrslunni. En hann segir að jafn- vel þó 25 prósent bresku þjóðarinn- ar veikist myndi það valda miklum vandræðum fyrir breska heilbrigðis- kerfið. „Það er alveg rétt að gera ráð fyrir því versta og það verður að taka áætlunina alvarlega. En það verður mjög óþægilegt fyrir lækna ef þeir þurfa standa frammi fyrir slíkum ákvörðunum. Að velja hver eigi að lifa eða deyja,“ segir Calland. Flugu með sjúkling til Svíþjóðar Þó vandamálið, sem lýst er hér að ofan, virðist fjarlægt hefur þurft að flytja einn sjúkling úr landi vegna plássleysis. Flogið var með Sharon Pentleton, sem er ólétt, til Svíþjóðar þar sem hún fékk sérhæfða meðferð vegna sýkingar í öndunarfærum sem rekja má til flensunnar. Ekki var pláss fyrir hana á sjúkrahúsinu í heimabæ hennar, Leicester, og því var þessi ákvörðun tekin. Læknar telja helm- ingslíkur á að hún nái sér að fullu. EiNaR ÞóR SigURðSSoN blaðamaður skrifar einar@dv.is „Það er alveg rétt að gera ráð fyrir því versta og taka áætlunina al- varlega.“ Svínaflensa Svo gæti farið að læknar þurfi að ákveða hverjir fá að lifa og hverjir deyja. MyNd aFP Flutt til Svíþjóðar Sharon var flutt til Svíþjóðar þar sem ekki var pláss fyrir hana á sjúkrahúsinu í Leicester. Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.