Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Page 15
Hver er maðurinn? „Ólafur Björn Loftsson, nemi í Bandaríkjunum.“ Hvað drífur þig áfram? „Fjölskyld- an og vinirnir.“ Hvar ertu uppalinn? „Í vesturbæ Reykjavíkur.“ Hvað vekur helst áhuga þinn fyrir utan golf? „Ég myndi segja íþróttir yfirhöfuð. Hef mikinn áhuga á þeim.“ Uppáhaldsstaður utan Íslands? „Það eru margir sem koma til greina. Ætli það sé ekki Ástralía.“ Hefur þú áður náð fimm fuglum í röð? „Já, ég hef náð því áður, en ekki á svona þýðingarmiklu andartaki.“ Eru síðustu holurnar á Grafar- holtsvelli með þeim erfiðari á landinu eins og talað er um? „Já, þær eru mjög erfiðar þótt ég hafi látið það líta öðruvísi út á sunnudag- inn.“ Hverjar voru væntingar þínar eftir fyrri hluta lokahringsins? „Bara að halda áfram að gera mitt besta og reyna að ná Stebba. Þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hvað finnst þér um að hafa sigrað á nánast sama hátt og faðir þinn tæpum 40 árum áður? „Mér finnst hálf-lygileg hvað þetta raðast skemmtilega saman. Gerir þetta ennþá sætara fyrir vikið.“ Hvernig var tilfinningin að færa titilinn aftur heim í Nesklúbb- inn? „Hún er rafmögnuð. Það var rosaleg stemming hjá okkur Nesmönnum í gær. Ég er mjög stoltur af því að koma öðrum titli heim eftir langa bið.“ Hvert stefnir þú í golfinu? „Ég stefni á atvinnumennsku. Evrópsku eða bandarísku mótaröðina.“ Viltu að Valhöll á ÞingVöllum Verði endurreist? „Já. Hún tilheyrir staðnum einhvern veginn.“ GUðmUNdUr SiGUrviNSSoN 61 ÁRS dEiLdaRStJÓRi „Já. Það er nostalgía sem tengist húsinu. Ég vil alla vega ekki fá monthöll sem bara alþingismenn hafa aðgang að eins og Össur Skarphéðins- son vill.“ Bjarki ÞórariNSSoN 45 ÁRa LÆkNiR „Já. Það er rosalegur sjónarsviptir að húsinu. Það mætti byggja eitthvað í svipuðum stíl.“ maj-Britt kolBrúN HafStEiNSdóttir 65 ÁRa HEiMaviNNaNdi „að sjálfsögðu. Það er menningarauki að þessu. Svo finnst mér það líka sjálfsagt út af þjónustu á svæðinu.“ HafStEiNN GUðBjörNSSoN 65 ÁRa BLikkSMiðuR Á EFtiRLauNuM Dómstóll götunnar ólafUr BjörN loftSSoN varð Íslandsmeistari í höggleik á sunnudag þegar hann sigraði á nánast sama hátt og faðir hans gerði tæpum 40 árum áður. Hann leggur stund á nám í Bandaríkjunum og stefnir á að verða atvinnumaður. Hálf-lygilegt „Ég vil ekkert tjá mig um það.“ aNNa júlÍUSdóttir 50 ÁRa StuðNiNGSFuLLtRúi Einkavæðingin sem átti að sjá um sig sjálf og aldrei lenda á borðum almennings brotlenti einmitt þar. Áður en belgurinn lenti var hirt úr honum allt nýtilegt og skuldbind- ingar mestu glannanna unnvörp- um felldar niður. Fjögur hundruð milljónir milljóna í mínus var það sem eftir stóð. Vilji stjórnvalda til að axla þessa byrði og færa yfir á þegnana hefur verið réttlættur með samfélagi þjóðanna, önnur leið inniberi bannfæringu og útskúfun. Þessi afstaða ríkisstjórnarinnar fel- ur í sér þau skilaboð að gull eins sé sviti annars, með öðrum orðum að sé glæpur nógu stór geti gerandinn gert ráð fyrir að allir vitleysingarn- ir sem létu fíflast eigi skilið áratuga þegnskylduvinnu. Einkavæðingin sem átti að sjá um sig sjálf og aldrei lenda á borð- um almennings útheimtir nú allt í einu ríkisábyrgð. Hvers vegna tóku nýju bankarnir á sig allar þess- ar ábyrgðir? Var það vegna þrýst- ings áhrifamanna í viðskiptalífinu eða var hag stjórnmálamannanna sjálfra best borgið með þessari út- færslu? Voru hagsmunirnir kannski samtvinnaðir? Kreppuríkisstjórnin hamraði sýknt og heilagt á skuld- lausum ríkissjóði og skuldir þjóð- arinnar væru mestmegnis einka- neysla. Að Icesave slepptu standa samt þrjú hundruð milljónir millj- óna eftir, hvernig má skýra það hjá skuldlausri þjóð? Eflaust hafa þær yfirlýsingar verið í takt við leik- myndir útrásarvíkinganna, blekk- ing. Einkavæðingin sem átti að sjá um sig sjálf og aldrei lenda á borð- um almennings hefur afhjúpað innanmein þjóðar sem lengi hefur búið við stjórnarfar þröngra hags- munaklíka, pólitískt, í ríkisrekstri og á einkamarkaði. Þó enn sé mikið grugg má þó sjá jákvæð teikn. Fólk- ið sem stýrði og tók þátt í hruna- dansinum týnir nú óðum tölunni eða missir vigt, í orði sem æði. Hugmyndin um einkavæðingu sem á að sjá um sig sjálf og aldrei lenda á borðum almennings er samt enn góð og gild. Þessi fyrsta tilraun Íslendinga mistókst vegna vanmats stjórnmálaflokka á krafti einstaklinganna en ofmats á sið- ferðisþreki sömu aðila. Stjórn- málamenn gerðu sig seka um oftrú og of mikla nánd við viðskiptalífið. En þó þessi vanræksla hafi reynst dýrkeypt bíður atvinnulífið eftir næsta nafnakalli. Sprotar nýrrar út- rásar munu spretta úr þeirri gömlu og leggja til nýjan efnivið. Von- andi læra stjórnmálamenn fram- tíðarinnar af mistökum fyrirrenn- ara sinna ekki síst þeir sem tilheyra báðum hópunum. Sjálfbær einkavæðing kjallari mYnDin 1 idolþátttakandi látinn Hin 25 ára alexis Cohen vakti óskipta athygli sjónvarpsáhorfenda þegar hún tók þátt í american idol tvö ár í röð, 2007 og 2008. Hún lést á laugardagsmorgun vestan hafs eftir að keyrt var á hana. 2 kynlífshneyksli í stórverslun Forsvarsmenn H&M verslanakeðjunnar rannsaka nú hvað sé hæft í þeim ásökunum að starfsfólk einnar af verslunum keðjunnar stundi kynlíf af miklum krafti í versluninni. 3 kona afhöfðaði barn sitt 33 ára kona frá texas skar höfuð af þriggja vikna gömlu barni sínu og stakk síðan sjálfa sig í maga og brjóstkassa. 4 Stóri skjálftinn á að koma í kvöld Lára Ólafsdóttir sjáandi spáði stórum skjálfta á Suðurlandi, í gærkvöldi. 5 kaffidrykkir mjög óhollir dæmi eru um að kaldir kaffidrykkir innihaldi jafn margar hitaeiningar og heit máltíð. Einkum á þetta við sykraða drykki með mjólk og/eða rjóma. 6 jordan kynnir nýja bók - myndir Glamúrskvísan Jordan, eða katie Price, var djörf í klæðaburði eins og henni einni er lagið þegar hún kynnti nýja skáldsögu sína á dögunum. 7 ali larter sýnir bossann - myndir Leikkonan ali Larter úr þáttunum Heroes varð fyrir því óláni þegar hún beygði sig niður að óæðri endinn blasti við nærstöddum. mest lesið á dv.is umræða 28. júlí 2009 Þriðjudagur 15 olÍUBoriN Gata Olía lak úr geymslu sinni og gerði Hálsagötu í Reykjavík hættulega umferð síðdegis í gær. Lögregla og slökkvilið komu á vettvang til að stöðva umferð og hreinsa upp olíuna. mYNd róBErt lÝðUr ÁrNaSoN heilbrigðisstarfsmaður skrifar „Fólkið sem stýrði og tók þátt í hruna­ dansinum týnir nú óðum tölunni eða missir vigt...“ maður Dagsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.