Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Blaðsíða 21
á þ r i ð j u d e g i Kóbrur og fótboltastelpur G.I. Joe: The Rise of Cobra var vinsælasta myndin í kvikmyndahúsum landsins um liðna helgi. Ríflega 4900 manns keyptu sig inn á hana sam- kvæmt talningu Smáís. Næst vinsælasta myndin var hin umtalaða Karl- ar sem hata konur en tæplega 34 þúsund áhorfendur hafa nú séð hana frá því hún var frumsýnd fyrir um mánuði. Stelpurnar okkar, heimildar- mynd um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, sem frumsýnd var á föstudaginn, er í sjöunda sæti listans með 659 selda miða. Nýtt smásagNa- safN ÞórariNs eldjárNs Von er á nýrri bók eftir rithöfundinn Þórarin Eldjárn, smásagnasafninu Alltaf sama sagan. Bókin kemur út á afmælisdegi höfundarins, 22. ág- úst, eða næsta laugardag. Þann dag fagnar Þórarinn jafnframt sextugs- afmæli sínu. Þórarinn er margverð- launaður höfundur og landskunnur fyrir smásögur sínar en hann hefur einnig skrifað ljóð, skáldsögur og leikrit auk þess að fást við þýðingar. Nýverið kom safnrit með völdum ljóðum Þórarins, Kvæðasafn, sem geymir allar útgefnar ljóðabækur hans, átta talsins, og úrval úr fimm barnaljóðabókum en síðasta smá- sagnasafn Þórarins kom út fyrir sjö árum. barNaleiKrit með Naglbíts- tóNlist GRAL, Grindvíska atvinnu- leikhúsið, æfir nú nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Berg Þór Ing- ólfsson og Guðmund Brynjólfs- son. Verkið heitir Horn á höfði og verður frumsýnt 11. september. Verkið fjallar um tvo vini, Björn og Jórunni. Björn litli vaknar einn morguninn með horn á höfðinu og hann fær Jórunni til að hjálpa sér að komast að ástæðunni fyrir því. Í leit sinni að sannleikan- um renna þau inn í atburðarás á mörkum ævintýris og veruleika. Leikarar eru Víðir Guðmunds- son, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson, Bergur Þór leikstýrir og tónlistina semur Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi Naglbítur. Miðasala er hafin á midi.is. Viðeyjarhöfð- iNgi lóðsar Sr. Þórir Stephensen, fyrrverann dómkirkjuprestur og staðarhald- ari í Viðey, leiðir göngu um Viðey í kvöld. Þórir er einn af höfðingjum Viðeyjar og fáir sem þekkja eyna og sögu hennar betur. Hann mun leiða gesti í allan sannleika um ábúendur Viðeyjar sem hafa, hver á sinn hátt, haft áhrif á sögu og vöxt Reykjavík- ur. Siglt er frá Skarfabakka klukkan 19.15 og er miðað við að yfirferðin um eyna taki um tvær klukkustund- ir. Gjald í ferjuna er 1000 krónur fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir 6-18 ára, í fylgd fullorðinna, og frítt fyrir börn yngri en 6 ára. Það er sannarlega ekkert kreppu- hljóð í ungu íslensku leiklistarfólki – eða sviðslistafólki, ætti maður víst öllu heldur að segja. Á fögrum síðsumardögum galdrar það fram, eins og ekkert sé, heila leiklistar- hátíð, artFart (eins gott að stafsetja rétt), með sýningum á víð og dreif um miðborgina, en höfuðstöðvar í gömlu bakhýsi við Hafnarstræti 1. Ég var í fríi úti á landi þegar hátíðin hófst og missti þess vegna af fyrstu sýningunum, en það var nóg eftir; hátíðin enn í fullum gangi og stend- ur til mánaðamóta, dagskrá er hægt að nálgast á heimasíðunni www. artfart.is. Nú fyrir helgi náði ég að sjá þrjá leiki sem ég ætla að kvitta fyrir í stuttu máli. Fyrst sá ég nýjan einleik eft- ir Þorvald Þorsteinsson, Ellý, allt- af góð, fluttan af Ævari Erni Bene- diktssyni undir stjórn Hlyns Páls Pálssonar. Áhorfendur eru leiddir í hóp úr Hafnarstrætinu upp í Ing- ólfsstræti; þar eru þeir lóðsaðir upp á efstu hæð í gömlu húsi og vísað til stofu. Skemmtilegt rými, timbur- þiljað hið neðra en opið upp í rjáfur efra. Þarna býr ungur maður, sem starfar sem öryggisvörður hjá Sec- uritas. Eftir að við erum sest líður stutt stund, þá kemur hann heim að vinnu lokinni og setur Ellý Vilhjálms á fóninn. Hann á í einhverjum erfið- leikum með sjálfan sig og hefur leit- að til sálfræðings sem sendir hann heim með dúkku til að spjalla við. Út af því spinnst leikurinn. Þetta er hálftíma verk, lipurlega skrifað og áhugavert, en væntanlega er hægt að gera það mun áleitnara en varð í þessum flutningi. Ég er ekki alveg viss um að Ævar Örn, sem er enn í Leiklistarskólanum, að því er ég best veit, sé rétt týpa í hlutverkið; hann er kannski einum of sléttur og felld- ur í útliti og framgöngu – og ég tek fram að Ævar Örn er efnilegur leik- ari, ég hef séð nóg til hans áður, til að geta sagt það. Hins vegar er sjald- an heppilegt að óreyndur leikstjóri, sjálfur nýbúinn í námi, aðstoði jafn óreyndan leikara í átökum við kröfu- hart viðfangsefni; og það hygg ég að hafi sannast að þessu sinni. Raunar er ég ekki heldur viss um að leikar- inn þurfi að vera svo bráðungur sem Ævar Örn er. Maður sá, sem hér er lýst, er bersýnilega í mikilli sálar- angist; á mörkum þess að hverfa inn í veröld eigin hugaróra, og reyndar kominn langleiðina þangað inn, að því er best verður séð. Ævar Örn fet- aði sig í gegnum þetta á snyrtilegan en líflítinn hátt, gaf sem minnst upp um það sem í vændum var, maður hrökk í mesta lagi svolítið við, þeg- ar hann tók kast undir lokin, en það vakti enga ógn með manni. Því mið- ur. Þegar upp var staðið voru húsa- kynnin það eftirminnilegasta við þessa heimsókn. Þá var það gestaleikurinn The Destruction of Experience: Klamm´s Dream, sem var fluttur af hópi sem nefnir sig Fimbulvetur. Höfundur og leikstjóri er Breti, Mischa Twich- in, einn af stofnendum og eigend- um SHUNT-leikhússins í London, sem að sögn sýningaskrárinnar er „án vafa athyglisverðasta og fram- sæknasta leikhús Lundúna“. Það er sem sagt ekkert verið að draga úr því. Leikurinn er kallaður „einræða fyrir tvær raddir“, saminn upp úr Kafka, og fór fram á háalofti bak- hýssins við Hafnarstræti 1. Flytj- endur eru tveir karlmenn, annar þeirra er reyndar hann Guðmund- ur Ingi Þorvaldsson, sem er um þessar mundir að læra gerningalist í London og að sjálfsögðu fróðlegt að sjá hann spreyta sig á nýjum vett- vangi. Áhorfendur eru látnir sitja í hring, þar sem flytjendurnir (mað- ur hikar við að kalla þá leikend- ur) sitja einnig, svo slokkna ljós og mennirnir taka að þylja á víxl eða í sameiningu örstutta textabúta sem teknir eru úr ýmsum skrifum Kafka. Þeir kveikja á eldspýtum og slökkva aftur á þeim, einnig er ljós á stórri rafmagnsperu sem sveiflast um í miðju hringsins, og lifnar og dofn- ar til skiptis. Allt ákaflega hófstillt, „in the British way“, og upp rifjast framúrstefnulegar útvarpsdagskrár í Radio 3, þegar úr hátölurum berast örstutt brot úr tónlistar- og texta- upptökum með vísun í miðevrópsk- an heim Kafka: horfna veröld Gyð- inganna sem hann var kominn úr, heim nasistanna sem hann og fólk hans var á leið inn í. Þetta er ekki frumleg hugmynd; það er freistandi og liggur beint við (kannski of beint við) að nálgast sagnaheim Kafka í ljósi reynslunnar, sjá í honum spá- sögn um afmennskaða veröld nas- ista og kommúnista – við skulum ekki heldur gleyma þeim, þó að nasisminn hafi verið „teatralskari“ en bolsévisminn. Þau í Vesturporti voru síðast að leika sér með þessar tengingar í útfærslu sinni á Ham- skiptunum, sem við sáum í Þjóð- leikhúsinu í hitteðfyrra; hér var það gert á talsvert annan hátt, fágaðan og vitsmunalegan; þetta var snyrti- lega unnið og áhugavert, þó að ugg- laust næði maður ekki öllu við eina hlustun – reyndar skildist Bretinn alla jafna betur en Guðmundur Ingi sem var stundum full upptekinn af því að vanda sig við enskuna. Ég hefði gjarnan viljað vera viðstaddur umræður með leikstjóra og höfundi á föstudagskvöldið, en þá var ég kominn á aðra leiklistarhátíð vestur á Ísafirði. Á fimmtudagskvöldið var svo frumsýndur leikur sem nefnist „Ganga“ í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Það var blíðskapar- veður sem betur fer; ég hefði síður viljað vera þarna í roki og rigningu. Leikurinn var fluttur af hópi sem nefnir sig Fólk í fjarska, en hand- rit og leikstjórn er í höndum Vík- ings Kristjánssonar og Halldóru Rutar Bjarnadóttur, eins og stend- ur á heimasíðunni (ekki í prentaðri sýningarskrá sem segir full lítið um þetta). Þarna vorum við sem sé leidd upp í kirkjugarð og vísað til sætis við klukknaportið í miðju garðsins. Þar situr ungur maður á bekk og á í erf- iðleikum með sjálfan sig, ekki síður en sá í Ingólfsstrætinu. Vinur hans er nýdáinn, hann á að fara að halda ræðu í erfisdrykkjunni sem fram fer þarna rétt hjá; við sögu koma þrjár konur sem tengjast hinum látna. Manni skilst að margt hafi misfarist í samböndum þeirra og samskipt- um, en í það er lítt kafað og áhorf- andinn að lokum skilinn eftir í lausu lofti, þegar ungi maðurinn stendur einfaldlega upp af bekknum og ark- ar út úr garðinum. Sem betur fer var Víkingur á staðnum, svo að públik- um gat klappað á réttum stað. Hér var langmest gaman að tveimur furðufuglum, í „samveruteppi“ (læt vera að lýsa því nánar), sem hugs- anlega mátti sjá sem verur úr öðr- um heimi, jafnvel engla, senda til að hlúa að mannverunum, sárkvöldum í sjálfhverfunni. Eða voru þetta bara tveir hippar, villtir í tíma og rúmi, jafn ruglaðir og hinir, þótt á annan hátt væri? Leikendur skiluðu þessu eins og til var ætlast, enda týpurnar ágætlega valdar fyrir hlutverkin. Þau sem standa að baki artFart koma úr ýmsum áttum, langflest eru þó í yngri kantinum, sum nýút- skrifuð úr Listaháskóla Íslands eða öðrum stofnunum. Tilgangurinn er góður og göfugur, svo sem lesa má í aðfaraorðum sýningaskrár; fólk vill spyrja stórra spurninga um „stöðu og gildi sviðslista innan samfélags- ins“, hvort þær hafi „glatað mætti sínum“, hvort við getum skapað „nýtt leikhús sem skýtur rótum sín- um í samtímanum og blómstrar“ og ekki sé „dæmt til að veslast upp í skugga stuðlabergsins.“ Mér finnst nú, satt að segja, ekki fallegt að vera með svona skot á Þjóðleikhúsið, og tæpast alveg heiðarlegt held- ur; alltént hef ég ekki orðið annars var en ungt leikhúsfólk, framsækið og tilraunaglatt, hafi tekið því feg- ins hendi þegar Þjóðleikhúsið hef- ur opnað dyr sínar fyrir því – með harla misjöfnum árangri sem þarf- laust er að vera að rifja upp hér og nú. Fögru sumri hallar, veturinn fer bráðum að, og þá ljúka leikhúshall- irnar upp dyrum sínum sem öllum virðist þykja sjálfsagt að séu læstar á sumrin. Ætli okkur fari ekki bara best „að lifa og láta lifa“ í þessum harða heimi, þakka fyrir hvern góð- an dag sem gefst og reyna að taka líf- inu með hæfilegum húmor, eftir því sem okkur er það unnt. Þau í artFart gera með framtaki sínu sitt til þess að auðvelda okkur það og fyrir það eiga þau þakkir skildar. Jón Viðar Jónsson Leikhúsbatteríið: Ellý, alltaf góð eftir þorvald þorsteinsson Fimbulvetur: the destruction of experience: klamm´s dream eftir Mischa twichin Leikhúsbatteríið og Fólk í fjarska: ganga eftir Víking kristjánsson og halldóru rut bjarnadóttur leiklist fóKus 18. ágúst 2009 Þriðjudagur 21 artfart á fullri fart Ellý, alltaf góð Lipurlega skrifað og áhugavert verk, segir gagnrýnandi, „en væntan- lega er hægt að gera það mun áleitnara en varð í þessum flutningi.“ Mynd Sigurður Þór óSkarSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.