Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Blaðsíða 17
Beckham sá rautt David Beckham fékk í annað skipt- ið rautt spjald á ferlinum í leik Los Angeles Galaxy og Seattle Sounders aðfaranótt sunnudags. Beckham tæklaði Peter Vag- enas mjög harkalega. Beckham var ósammála dómaranum sem gaf honum beint rautt eftir tæklinguna en Bruce Arena, þjálfari Gal- axy, sagði þetta augljóslega verðskulda rautt spjald. UmSjón: tómAS þór þórðArSon, tomas@dv.is sport 18. ágúst 2009 þriðjudagur 17 WWW.SVAR.IS SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 SKÓLATILBOÐ! ALLT AÐ 8 KLST RAFHLÖÐUENDING FÁST Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag! smaar@dv.is Sprettharðasti maður heims, Usa- in Bolt, skráði sig enn á ný, skjalfesti og stimplaði á spjöld sögunnar þeg- ar hann bætti eigið heimsmet í 100 metra spretthlaupi um 1,1 sekúndu á Heimsmeistaramótinu í Berlín á sunnudag. Bolt hljóp á 9,58 sekúnd- um og hefur því sett heimsmet þrí- vegis á rétt rúmu ári. Fyrsta metið setti hann 31. maí árið 2008 þegar hann hljóp á 9,72 og bætti met landa síns Asafa Powell um tvö sekúndubrot. Meðvindur mæld- ist þá upp á 1,7 metra á sekúndu. Á Ólympíuleikunum í Pekíng það sama ár bætti Bolt met sitt á nýjan leik þeg- ar hann hljóp á 9,69 sekúndum en þá var meðvindurinn enginn. Þrátt fyrir að hafa bætt eigið heimsmet verulega hljóp Bolt ekki á fullum hraða allt hlaupið heldur tók sér tíma í að fagna síðustu tíu metr- ana. Samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið af nokkrum virtum stofnunum út frá tíma Bolt fyrstu 60 metrana er talið að hann hefði getað klárað hlaupið á 9,52-55 hefði hann hlaupið af fullum krafti allan tíman. Það var því aðeins tímaspursmál hve- nær þessi ótrúlegi hlaupari myndi slá metið að nýju og ef útreikningarnir frá Ólympíuleikunum reynast réttir er enn svigrúm til að bæta metið. BBC-fréttastofan hefur tekið sam- an ýmsa tölfræði um hlaupið á sunnu- daginn þar sem meðal annars kemur fram að Bolt hljóp vegalengdina milli 60 og 80 metra á 1,61 sekúndu. Sem sagt 20 metra á 1,61 sekúndu. Með- al hraði hans í hlaupinu var 37,57 kílómetrar á klukkustund en hraðast hljóp Bolt á 44,72 kílómetra hraða. Aðeins tveimur tímum eftir hlaup- ið var Bolt mættur aftur út á brautina til þess að fara yfir það í huganum. Var þá undirbúningur hans hafinn fyrir úrslit í 200 metra hlaupi sem fara fram á fimmtudag. Bolt sló eft- irminnilega 15 ára gamalt met Mi- chaels Johnson í greininni þegar hann hljóp á 19,30 sekúndum á Ól- ympíuleikunum. Hann ætlar sér að bæta metið á fimmutdag en hann er eini maðurinn síðan rafrænar mæl- ingar hófust til þess að eiga heimsmet í báðum greinum á sama tíma. Usain Bolt bætti sitt eigið heimsmet í 100 metra spretthlaupi á ótrúlegan hátt á sunnudaginn. Úr 9,69 sekúndum í 9,58. Þetta var í annað skipti sem Bolt bætir sitt eigið heimsmet en í hlaupinu hljóp hann á milli 60 og 80 metra á 1,61 sekúndum. -meðalhraði: 37,57 kílómetra hraði á klukkustund -topphraði: 44,72 kílómetra hraði á klukkustund -Bolt hefur lækkað heimsmetið í 100 sprtetthlaupi um 1,64% á síðustu tveimur árum. -það jafngildir því að bæta 42,47 sek- úndna heimsmet michaels johnsons frá árinu 1999 í 400 metra hlaupi um 0,71 sekúndubrot og koma í mark 6,58 metra á undan honum. -það jafngildir því að bæta heimsmet Hicham El Guerrouj í mílu hlaupi um 3,66 sekúndubrot eða úr 3:43.13 í 3:39.49. -það jafngildir því að bæta heimsmet Haile Gebrselassie í maraþoni um 2,02 mínútur. -Enginn hefur sett jafn mörg heimsmet í 100 spretthlaupi. -Enginn hefur bætt eigið met jafnoft. -Bolt segist geta hlaupið 100 metra á 9,4 sekúndum. ÁSGEIR JÓNSSON blaðamaður skrifar asgeir@dv.is DON LIppINcOtt Bandaríkin 10,6 sek, 1912 chaRLIE paDDOck Bandaríkin 10,4 sek, 1921 pERcy WILLIamS Kanada 10,3 sek, 1930 JESSE OWENS Bandaríkin 10,2 sek 1936 WILLIE WILLIamS Bandaríkin 10,1 sek, 1956 aRmIN haRy V-þýskaland 10,0 sek, 1960 JIm hINES Bandaríkin 9,95 sek, 1968 caLvIN SmIth Bandaríkin 9,93 sek, 1983 caRL LEWIS Bandaríkin 9,92 sek, 1988 LEROy BURRELL Bandaríkin 9,90 sek, 1991 caRL LEWIS Bandaríkin 9,86 sek, 1991 LEROy BURRELL Bandaríkin 9,85 sek, 1994 DONOvaN BaILEy Kanada 9,84 sek, 1996 maURIcE GREENE Bandaríkin 9,79 sek, 1999 aSafa pOWELL jamaíka 9,77 sek, 2005 aSafa pOWELL jamaíka 9,74 sek, 2007 USaIN BOLt jamaíka 9,72 sek, 2008 USaIN BOLt jamaíka 9,69 sek, 2008 USaIN BOLt jamaíka 9,58 sek, 2009 Heimsmet í 100 sprettHlaupi frá uppHafi Hljóp á 45 kíló- metra Hraða staðreyndir um Heimsmet Bolt Usain Bolt Sprettharð- asti maður allra tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.