Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Blaðsíða 22
Egill Einarsson, einnig kallaður Gillz og Þykki, finnst afskaplega hlægilegt þegar fólk veltir fyrir sér hvort hann hafi einhverja sönghæfileika. Hann segir frá þessu á bloggsíðu sinni og spyr á móti hvort Michael Jordan geti troðið. Til enn frekari áherslu segir Egill að honum hafi verið líkt við söngvara eins og Bono, Sting og Andrea Bocelli og póst- ar svo laginu Get the Fuck Out með hljómsveitinni Merzedes Club heitinni þar sem rödd hans heyrist við og við. Ekki er hægt að segja að það lag sanni að pilt- urinn sé mikill söngvari, en Egill sjálfur efast augljóslega ekki eina sekúndu. „Ef ég væri ekki svona metnaðarfullur einkaþjálfari hefði ég væntanlega farið all-in í tónlistarbransann og væri þá væntanlega að túra núna út um allan heim,“ segir líkamsrækt- arþjálfarinn með sjálfstraustið þykka. „Já, ég er svona eitthvað að reyna að finna út hvað ég ætla að gera,“ segir Inga Lind Karlsdótt- ir, fyrrverandi sjónvarpsstjarna á Stöð 2, aðspurð hvort hún ætli að setjast á skólabekk í Háskóla Ís- lands nú í september. Inga Lind er skráð í stjórnmálafræði á vef Há- skóla Íslands en hún er mennt- aður íslenskufræðingur. Hún seg- ist vilja hafa möguleikann opinn að setjast aftur á skólabekk í sept- ember þegar að skólinn byrjar. „Ég er akkúrat á þeim tímapunkti sem ég veit ekkert hvað ég ætla að gera. Ég skráði mig þarna svo ég veit ekkert hvort ég ætla að fara í þetta eða eitthvað annað. Þú gætir al- veg eins spurt mig eftir viku þegar skólinn er byrjaður.“ Eins og kunn- ugt er sló Inga Lind rækilega í gegn þegar að hún stjórnaði þættinum Ísland í dag á Stöð 2 fyrir nokkr- um árum. Hún er heimavinnandi húsmóðir þessa dagana en hún og eiginmaður hennar, Árni Hauks- son, eiga fjögur börn saman. Fleiri stjörnur ætla í háskól- ann í haust og virðist sem svo að stjórnmálafræðin sé vinsælust. Leikkonan og fyrrverandi stjórn- andi Stundarinnar okkar á RÚV, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, og Ólafur Hannesson, stjórnandi þáttarins Óli á Hrauni á ÍNN, eru einnig að fara í stjórnmálafræð- ina. Fótboltastjörnurnar Jóhann Birnir Guðmundsson úr Keflavík og Daði Lárusson, markvörður Ís- landsmeistara FH, ætla einnig að setjast á skólabekk í háskólanum nú í haust. bodi@dv.is Inga LInd sest á skóLabekk getur MIchaeL Jordan troðIð? Fyrrum sjónvarpsstjarnan Inga Lind ætlar í háskólann í haust: Hinn eini sanni Ómar Ragnars- son vinnur nú að gerð tónlistar- myndbandbands. Hann segir frá því á bloggsíðu sinni að mynd- bandið sé um Reykjavík og heiti Reykjavíkurljóð. Ekki fylgir sög- unni hver sé höfundur lags og texta en miðað við afrek Ómars á tónlistarsviðinu í gegnum árin er ekki ólíklegt að hann sé það sjálfur. Ómar fór með tveimur leikurum, sem leika kærustupar- ið Ingólf og Hallveigu í mynd- bandinu, ásamt ljósmyndara upp í Mosfellsdal á sunnudaginn til myndatöku. Sökum rigningar flúðu þau hins vegar af vettvangi og varð Laugarnesið í staðinn valið sem tökustaður. Spennandi verður að sjá hvernig þessi nýj- asta afurð Ómars á listasviðinu mun líta út. óMar gerIr tónLIstar Myndband 22 þrIðJudagur 18. ágúst 2009 fóLkIð Alltaf sæt Inga Lind ætlar jafnvel að bæta við sig frekara námi í háskólanum en fyrir er hún íslenskufræðingur. Um 230 manns mættu í brúðkaup þeirra Illuga Gunnarssonar alþing- ismanns og Brynhildar Einarsdóttur framhaldsskólakennara, sem fram fór á Sólbakka á Flateyri síðdegis síðasta laugardag. Athöfnin fór fram í garðinum á Sólbakka sem faðir brúðarinnar Einar Oddur Kristjáns- son heitinn ræktaði af alúð. Segja má að brúðkaupið hafi verið hápól- itískt en lunginn af ráðamönnum Sjálfstæðisflokksins mætti til Flat- eyrar um helgina. Farin utan Illugi sagði DV frá því fyrir helgi að þessi dagsetning hefði verið ákveðin síðastliðinn vetur. Þá hefðu þau að sjálfsögðu ekki vitað að ennþá yrði starfandi þing í ágúst og Icesave- deilan myndi standa sem hæst. Sagði Illugi að brúðhjónin stefndu að brúðkaupsferð. „Ég get lofað þér því að við förum hvorki til Hollands né Englands,“ sagði hann. Heimildir herma að brúðhjónin hafi haldið af landi brott og að þau séu ekki vænt- anleg til landsins fyrr en eftir tvær vikur. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvert brúðhjónin héldu. Enginn Davíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var á með- al veislugesta og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Einnig mættu Kjartan Gunnarsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins, Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi þingmaður og núver- andi framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, og Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og þingforseti. Séra Kjartan Örn Sigurbjörns- son, föðurbróðir brúðgumans, gaf brúðhjónin saman. Eftir hjónavígsl- una, sem fór fram í blíðviðri, gengu veislugestir fylktu liði með hljóm- sveit í fararbroddi að íþróttahús- inu þar sem veislan fór fram. Meðal þeirra sem tóku til máls í brúðkaup- inu var Bjarni Benediktsson sem þótti fara á kostum. Það vakti athygli að hvorki Dav- íð Oddsson né Geir Haarde mættu í brúðkaupið. Illugi var á sínum tíma aðstoðarmaður Davíðs. Þorsteinn Pálsson var sá eini af fyrrverandi formönnum Sjálfstæðisflokksins sem mætti og lék hann við hvern sinn fingur. Hattlaus Hallgrímur Innan um valdakjarna Sjálfstæð- isflokksins mátti meðal annarra finna rithöfundinn Hallgrím Helga- son. Hann mætti með Þorgerði Öglu Magnúsdóttur bókasafnsfræðingi en þau eiga í sambandi. Hallgrím- ur hefur eins og kunnugt er ver- ið einn af helstu stuðningsmönn- um Samfylkingarinnar en hann var áður kvæntur Oddnýju Sturludótt- ur, borgarfulltrúa Samfylkingar- innar. Frá því er sagt á vef Bæjarins besta að kvöldið fyrir brúðkaup- ið hafi Hallgrímur verið harðorður í garð Sjálfstæðisflokksins og upp- nefnt hann og kennt við Icesave á pöbbarölti á Flateyri. Hermt er að einhverjir sjálfstæðismannanna hafi tekið sig til og borgað þorpsbúa 10 þúsund krónur fyrir að ræna hatti Hallgríms í hegningarskyni. Hattur- inn hefur enn ekki fundist þrátt fyrir eftirgrennslan. Illugi Gunnarsson alþingismaður og Brynhildur Einarsdóttir framhaldsskólakennari héldu glæsilegt brúðkaup á Flateyri á laugardaginn. Krökkt var af sjálfstæðismönn- um og Hallgrímur Helgason „týndi“ hattinum. stórbrÚðkauP sJáLfstÆðIsManna Sælleg brúðhjón Hér sést Illugi kyssa Brynhildi brúðkaupskossinum. MynDIr GuðMunDur SIGurðSSon Týndi hattinum Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason mætti með Þorgerði Öglu Magnúsdóttur bókasafnsfræðingi. Hermt er að sjálfstæðismenn hafi rænt hatti Hallgríms. Frammámenn Þorsteinn Pálsson og Vilhjálmur Egilsson. Þorsteinn var sá eini af fyrr- verandi formönnum Sjálfstæðisflokksins sem mætti og lék hann við hvern sinn fingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.