Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Blaðsíða 13
fréttir 18. ágúst 2009 þriðjudagur 13 Hyggjast opna landamæri að nýju Samkvæmt frétt á Reuters hyggj- ast stjórnvöld Norður-Kóreu opna að nýju landamærin að Suður-Kór- eu og binda enda á níu mánaða lok- un, sem þau ákváðu sjálf. Ástæðan er talin vera illa staddur efnahagur vegna hertra þvingana af hálfu Sam- einuðu þjóðanna, en Suður-Kórea er mikilvæg uppspretta fjármagns til handa norðurkóreskum stjórn- völdum. Fyrirætlanir Norður-Kóreu eru síðasta skref þarlendra stjórnvalda til að binda enda á nánast algjöra einangrun vegna herskárra aðgerða þarlendra yfirvalda. Þýdd slagorð leyfileg Slagorð nasista sem bönnuð eru í Þýskalandi geta verið lögleg ef þau eru þýdd úr þýsku á ensku. Hæsti- réttur landsins úrskurðaði að sektar- dómi yfir manni sem dæmdur var til 4.200 evra sektar fyrir að hafa haft í fórum sínum 100 boli með slagorð- inu „Blood & Honor“ (Blóð og heið- ur) skyldi hnekkt. „Blood & Honor“ er þýðing á „Blut und Ehre“, slagorði Hitlersæsk- unnar. Reyndar kann að fara svo að viðkomandi verði dæmdur engu að síður því „Blood & Honor“ er nafn ólöglegra samtaka í Þýskalandi. Allt önnur Sydney Sydney er ekki það sama og Sydney. Það fengu Hollendingurinn Joannes Rutten og barnabarn hans Nick að reyna fyrir rúmri viku. Í Amsterdam fóru þeir um borð í flugvél á leið til Sydney og hugðust njóta sumarhlýjunnar í bæ suður af Sydney í Ástralíu. Mikil var undrun þeirra þeg- ar þeir stigu út úr vélinni í Sydney í Nova Scotia í Kanada, 17.000 kíló- metrum frá upphaflegum áfanga- stað. Þess ber að geta að ferðalangarn- ir komust til Sydney í Ástralíu á mið- vikudaginn. Sölumaður reynir frumlega aðferð í kreppunni: Dráttarvél og vélbyssa Þegar kreppir að eru góð ráð dýr og mikilvægara en oft áður að leggja höfuðið í bleyti og finna bjargráð. Carolina Tractor and Marine, drátt- arvélasala ein í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum dó ekki ráðalaus í viðleitni sinni til að selja drátt- arvélar og brá á það ráð að bjóða hverjum þeim sem keypti dráttarvél ókeypis AK-47-vélbyssu í kaupbæti. Að mati Henrys Jordan hjá söl- unni á hver maður að eiga bát til að veiða í, pallbíl og dráttarvél, og, án nokkurs vafa, gott vopn til að verja sig og fjöl- skyldu sína. Að sögn Jordans gildir tilboðið á öllum sölusvæðum dráttarvélasölunnar. Lögreglustjórinn á svæðinu ku ekki sjá neitt athugavert við tilboð Carolina Tractor and Mar- ine, en samkvæmt lögum frá 2004 er einkaaðilum heimilt að eiga Ak-47-vélbyssur. Söluaðferð Henrys Jordan er reyndar ekki alveg ný af nálinni í Bandaríkjunum og meðal annarra sem tekið hafa upp viðlíka tilboð má nefna bílasala að nafni Mark Muller. Muller seldi bíla sína und- ir slagorðinu: „Guð, vopn, hugrekki og bandarískir pallbílar“, og bauð öllum sínum viðskiptavinum vopn í kaupbæti. Tilraun Mullers hlaut reyndar ekki góðan hljómgrunn og þrátt fyr- ir að slagorðið hafi fengið að halda sér þurfti Muller að draga tilboð sitt til baka í kjölfarið á mótmælaöldu í gjörvöllum Bandaríkjunum. Ak-47-vélbyssa Ómiss- andi öllum mönnum, auk pallbíls, traktors og báts. Ný útgáfa umdeildra fjölskyldulaga samþykkt í Afganistan: „NAuðguNArlög“ geNgiN í gildi Hamid Karzai, forseti Afganistan, hefur samþykkt lög sem að mati gagnrýnenda leggja blessun sína yfir nauðgun innan vébanda hjóna- bandsins. Lagafrumvarp að um- ræddum lögum olli miklum deilum fyrr á þessu ári og hefur nú tekið ein- hverjum breytingum. Engu að síður eru lögin talin hafa mikla nauðung í för með sér gagnvart konum, en lög- in taka til fjölskyldulífs á meðal sjía- múslíma landsins. Í upphaflegri útgáfu laganna var sjía-konum gert að hafa kynmök við eiginmann sinn fjórum sinnum í viku hið fæsta og heimilaði í raun nauðg- un því fellt var úr gildi ákvæði sem kvað fyrir um nauðsyn samþykkis á kynlífi í hjónabandi. Eftir breytingar heimila lögin að eiginmaður svelti konu sína ef hún neitar honum um kynlíf. Einnig er forráðaréttur gagnvart börnum ein- ungis í höndum föður og afa og eig- inkonur þurfa leyfi eiginmanns til að stunda vinnu. Samkvæmt samtök- unum Human Right Watch gera lög- in nauðgurum einnig kleift að sleppa við málshöfðun gegn því að greiða „blóðpeninga“. Það hefur vakið athygli að lít- ið hefur heyrst frá stjórnvöldum Bandaríkjanna og Bretlands vegna laganna og telja stjórnmálaskýrend- ur að ástæðuna megi rekja til forseta- kosninga sem fram fara í Afganistan á fimmtudaginn. Talið er að Banda- ríkjamenn og Bretar vilji sem minnst gera sem gæti haft truflandi áhrif á kosningarnar og því hafi minna far- ið fyrir gildistöku nýju útgáfunnar en ella. Gagnrýnedndur nýju laganna saka Hamid Karzai um að kasta fyrir róða hagsmunum afganskra kvenna í von um stuðning íhaldssamra sjía- múslima í forsetakosningunum. Sjía-múslimar eru um fimmtán prósent þjóðarinnar sem telur um þrjátíu milljónir Búrkaklæddar konur í Afganistan Ný lög beinast að fjölskyldu- málum sjía-múslíma. Mynd: AFP 2 dálkar = 9,9 *10          Fyrir bústaðinn og heimilið Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.