Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Blaðsíða 8
8 þriðjudagur 18. ágúst 2009 fréttir KOMDU Í ÁSKRIFT Hringdu í síma 515 5555 eða sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is eða farðu inn á www.birtingur.is Lán til íbúðakaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Úrræði í greiðsluvanda Að minnsta kosti þrisvar sinnum hafa hornsteinar verið lagðir að söguleg- um byggingum í Reykjavík á dögum sem tengjast Davíð Oddssyni og fjöl- skyldu hans. Þetta á með vissu við um Ráðhús Reykjavíkur og Perluna en einnig er nafn hans tengt opnun Þjóðmenningarhússins eftir endur- bætur árið 2000. Davíð lagði hornstein að Ráðhúsi Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn 28. apríl 1991. Þetta var tveimur dögum áður en fyrsta ríkisstjórn Davíðs, Við- eyjarstjórnin, tók formlega við völd- um, en nokkrum vikum áður en hann lét af embætti borgarstjóra. Svo vill til að hornsteininn lagði Davíð á afmælisdegi móður sinnar, Ingibjargar Kristínar Lúðvíksdótt- ur, en hún fæddist 28. apríl 1922. Bygging Ráðhússins hafði valdið miklum deilum og reyndi um tíma talsvert á borgarstjórn Davíðs Oddssonar, Skóflustunga var tekin að því 14. apríl 1988 og skyldi lokið 14. apríl 1992 eins og greipt er í stein í vegg ráðhússins. Þjóðmenningarhús 20. apríl árið 2000 opnaði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu í Reykjavík formlega eftir gagnger- ar endurbætur. Þetta atvik er greipt í stein í húsakynnum Þjóðmenningar- hússins eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Svo vill til að þetta er sama dagsetning og dagurinn sem Davíð Oddsson var fyrst kjörinn á þing 20. apríl árið 1991 og aðeins 10 dögum áður en hann varð forsætisráð- herra í fyrstu ríkisstjórn sinni. Í skilamati Framkvæmda- sýslu ríkisins kemur fram að end- urbæturnar á Þjóð- menningarhúsinu hafi staðið allar götur frá árinu 1997 til ársins 2004 og heildarkostnaður hafi numið 415 milljónum króna. Þótt endurbótum hafi ekki lokið fyrr en árið 2004 opnaði Davíð Odds- son, þá forsætisráðherra, húsið fjór- um árum áður eins og áður segir. Á því er engin sérstök skýring en end- urbæturnar voru síðast á fjárlögum árið 2000. Þeg- ar árið 1996 var skipuð sérstök stjórn til þess að hafa umsjón með endurbót- unum á húsinu. Nefndina skipuðu Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðla- bankastjóri, Salóme Þorkelsdóttir, fyrrver- andi forseti Alþingis, og Ólafur Ásgeirsson, forstöðumaður Þjóðskjalasafnsins. Til liðs við sig fékk hússtjórnin Guðmund Magnússon, sem varð forstöðumaður þjóðmenn- ingarhússins frá 1996 til 2002. Fleiri tilvik? Davíð Oddsson og hornsteinarnir komu til umræðu á íbúafundi sem haldinn var 13. ágúst síðastliðinn í Iðnó. Til fundarins var boðað af íbú- um sem leggjast gegn byggingu nýs hótels í Þingholtunum í andstöðu við íbúana. Einar Árnason hagfræðingur rakti andóf íbúa í Tjarnargötu gegn Ráðhúsinu á sínum tíma. Hann seg- ist í framhaldinu hafa skoðað ofan- greindar dagsetningar í nýju ljósi. Davíð tók ýmis önnur mann- virki formlega í notkun, tók fyrstu skóflustungur eða lagði hornsteina að mannvirkjum á löngum ferli sem borgarstjóri og forsætisráðherra. Auk þess sem ofan er talið má nefna hornstein sem hann lagði sem borg- arstjóri að Borgarleikhúsinu 11. jan- úar árið 1986. Sem forsætisráðherra vígði hann Þjóðminjasafnið eftir endurbætur 1. september árið 2004 og Hvalfjarðargöngin 11. júlí árið 1998. Hornsteinar Davíðs Dagsetningar, sem tengjast perónu Davíðs Oddssonar og fjölskyldu hans, er að finna greiptar í stein í nokkrum sögulegum byggingum í höfuðborginni. Hornsteinar voru til dæmis lagðir að Perlunni og Ráðhúsi Reykjavíkur á afmælisdögum foreldra hans. Jóhann haukssOn blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Ráðhúsið Hornstein lagði Davíð Oddsson að ráðhúsinu á afmælisdegi móður sinnar. Perlan Hornstein lagði Davíð Oddsson að Perlunni á afmælisdegi föður síns. Þjóðmenningarhúsið Davíð Oddsson opnaði Þjóðmenningarhúsið eft- ir endurbætur sama dag og hann var kjörinn fyrsti þingmaður Reykvíkinga árið 1991. Landsfundurinn Á síðasta landsfundi Sjálfstæðiflokksins fékk Davíð sérstakt svigrúm til þess að tjá sig um þjóðmálin í frægri ræðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.