Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Blaðsíða 12
12 þriðjudagur 18. ágúst 2009 fréttir Japan skilar hagvexti Hagvöxtur í Japan á apríl-júní ársfjórðungi var 0,9 prósent í kjölfar fjögurra ársfjórðunga óslitins samdráttar. Japan fylgir í kjölfar Frakklands og Þýska- lands sem í síðustu viku urðu fyrstu stóru Evrópuríkin til að státa af hagvexti í kjölfar sam- dráttar. Slíkt hið sama hafa Hong Kong og Singapúr gert í Asíu en Japan er stærsta hagkerfið í sís- tækkandi hópi ríkja sem tekist hefur að auka hagvöxt í kjölfar ársfjórðunga samdráttar. Talið er að árangur Japana megi rekja til gríðarlega hvetj- andi aðgerða hins opinbera, en ekki liggur ljóst fyrir hvort ár- angurinn verði viðvarandi. Reiði bitnar á verksmiðju Hundruð þorpsbúa í grennd við borgina Baoji í Shaanxi-héraði í Kína réðust inn í blýbræðslu skammt frá borginni og létu reiði sína bitna á verksmiðjunni sem er völd að því að yfir 600 börn urðu fyrir eitrun. Yfirvöld á svæðinu hafa við- urkennt að verksmiðjan beri ábyrgð á eitruninni og hafa yfir 150 börn verið lögð inn á sjúkra- hús. Reiði þorpsbúa braust út í kjölfar niðurstaðna læknis- skoðana sem sýndu að hjá yfir 600 börnum undir 14 ára aldri mældist blýmagn í blóði óhóf- lega mikið. Obama „villtur” í geimnum „Obama forseti er villtur í Andromeda-sólkerfinu, hann hefur tapað áttum, hann skilur þetta ekki,“ sagði Hugo Chavez, leiðtogi Venesúela, á sunnudag- inn og krafðist þess að banda- rískum herstöðvum yrði lokað. Ástæða ummælanna er meint skilningsleysi Baracks Obama á málefnum Suður-Am- eríku og afskiptum Bandaríkja- manna af máli Manuels Zelaya, brottræks forseta Hondúras. Chavez sagði að þjóðir Suð- ur-Ameríku væru ekki að biðja Bandaríkin að blanda sér í það mál, heldur þvert á móti að „biðja „veldið“ að sleppa tökum á Hondúras og fjarlægja klærnar frá Suður-Ameríku“. Samkvæmt samtökunum Human Rights Watch hafa hundruð samkyn- hneigðra karlmanna sætt pynting- um og verið drepin í Írak undan- farna mánuði og einhver þeirra fyrir hendi öryggissveita landsins. Í skýrslu samtakanna segir að viðtöl við þarlenda lækna beri þess vitni að fjöldi fórnarlambanna hlaupi á hundruðum, en erfitt sé um vik að nefna nákvæman fjölda vegna þeirrar smánar sem tengist samkynhneigð í landinu. Í skýrslunni segir enn fremur að ætlast sé til þess að leiðtogar lands- ins verji alla ríkisborgara en fram- selji þá ekki í hendur „vopnaðra full- trúa haturs“. Að horfa fram hjá pyntingum og morðum ógnar rétti og lífi allra Íraka,“ segir í skýrslu Human Rights Watch. Írakskir embættismenn hafa við- urkennt stigmagnandi fordóma í garð samkynhneigðar en þvertek- ur fyrir að ríkisstjórn landsins leggi blessun sína yfir árásir á samkyn- hneigt fólk og sagði Ali al-Dabbagh, talsmaður ríkisstjórnarinnar, að yf- irvöldum væri um megn að veita samkynhneigðum sérstaka vörn. Samkvæmt samtökunum er ráð- ist á fólk á götum úti og á heimilum og er það yfirheyrt og neytt til að gefa upp nöfn karlmanna sem grun- aðir eru um samkynhneigð. Fjöldi manna endar annaðhvort á sjúkra- húsi eða í líkhúsinu. Human Rights Watch segja enn fremur að karlmönnum hafi verið hótað „heiðursmorði“ af ættingjum sem óttast að „ókarlmannleg hegð- un“ þeirra leggi orðspor fjölskyld- unnar í rúst. Samkynhneigðir karlmenn í Írak sæta miklum ofsóknum í heimalandi sínu: Pyntaðir og myrtir í stórum stíl Írakskir karlmenn á markaði Samkynhneigðir karlmenn í Írak geta ekki um frjálst höfuð strokið. Mynd: AFP Samkvæmt opinberum tölum fædd- ust fleiri stúlkur en drengir í Delí á Indlandi á síðasta ári í fyrsta skipti svo áratugum skiptir. Fjölgunin kem- ur í kjölfar ákvörðunar borgaryfir- valda Delí um að greiða foreldrum sem nemur um 26 þúsundum króna í bónus fyrir hverja nýja dóttur. Til- gangur bónusgreiðslunnar er að berj- ast gegn morðum á meybörnum. Embættismenn telja að niður- stöðurnar séu til merkis um að Ind- land sé loks að hafa sigur í stríðinu gegn eyðingu meyfóstra og morð- um á stúlkubörnum, en hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er talið að allt að fimmtíu milljónir ind- verskra kvenna hafi „horfið“ vegna þessa. Of ör breyting Ekki leggja allir sama skilning í þess- ar tölur hins opinbera á Indlandi og sérfræðingar segja umbreytinguna vera of snögga til að vera trúanlega. Þeir telja líklegra að tölurnar séu til- komnar vegna þess að fjölskyldur skrái frekar stúlkubörnin til að fá fé- bæturnar, en að um raunverulega fjölgun fæddra stúlkna sé að ræða. Árið 2008 fæddust í höfuðborg Indlands 1.004 stúlkubörn á móti hverjum 1.000 drengjum samkvæmt skrásetningarskrifstofu fæðinga og dauðsfalla. Samkvæmt tölunum var um áberandi stökk að ræða í fæðingum stúlkna gagnvart drengjum á svæði sem hefur hvað versta orðsporið á sér með tilliti til barnsmorða. Á ár- unum frá 2005 til 2007 fæddust ein- ungis að meðaltali 871 stúlka í Delí á móti hverjum 1.000 drengjum. Þvert á náttúrulögmálið Nesim Tumkaya hjá UNPF, Mann- fjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna, sagði í viðtali við vefmiðil The Times að hann vildi óska þess að síðustu tölur indverskra yfirvalda um fjölda fæddra stúlkna gagnvart fæddum drengjum ættu við rök að styðjast. Tumkaya sagði að gögn sem sýndu að fleiri stúlkur en drengir fæddust bryti í bága við náttúrulögmálið, sem styddi hið gagnstæða. „Þessar tölur geta ekki staðist“, sagði Tumkaya. Lýðfræðingar telja „eðlilegt“ fæðingahlutfall vera um 960 stúlkubörn á móti 1.000 svein- börnum, en sem fyrr segir var hlut- fallið á Indlandi árin 2005 til 2007 871 stúlka á móti 1.000 drengjum. Morð og fóstureyðingar Sérfræðingar segja að lágt hlutfall meybarna gagnvart sveinbörnum á Indlandi megi rekja til milljóna ólög- legra eyðinga á meyfóstrum og út- breiddum morðum á stúlkubörnum. Samkvæmt könnun Mannfjölda- sjóðs Sameinuðu þjóðanna eru fóst- ureyðingar sérstaklega algengar hjá auðugu fólki sem hefur efni á sónar- skoðun til að komast að kyni barns- ins, en þrátt fyrir að yfirvöld hafi bannað sónarskoðun í þeim tilgangi eru slíkar skoðanir enn tíðkaðar. Stúlkum er fórnað á altari heim- anmundarkerfis landsins og erfða- réttar sem er karlmönnum hliðholl- ur. Ólöglegar ómskoðanir eru gjarna auglýstar með grípandi slagorðum á borð við „eyddu 600 rúpíum núna og sparaðu 50.000 rúpíur seinna“. Styrkur til menntunar eða heimanmundar Auk þess sem borgaryfirvöld í Delí greiða 5.000 rúpíur, um 26.000 krón- ur, þeim foreldrum sem eignast stúlkubörn er foreldrunum einn- ig heitið 25.000 rúpíum, um 80.000 krónum, að auki á bernskuárum við- komandu stúlku, svo fremi sem hún gengur í skóla. Þá upphæð má einnig nota til frekari menntunar eða vegna giftingarútgjalda þegar þar að kem- ur. Hvort sem nýjustu tölur eiga við rök að styðjast eða ekki hefur þeim verið fagnað af yfirvöldum í Delí sem byltingu í baráttunni fyrir að fjölga fæðingum stúlkubarna, og einungis fylkið Kerala sem getur státað af fleiri fæðingum stúlkubarna á Indlandi. KOlbeinn ÞOrSteinSSOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Samkvæmt opinberum tölum frá Delí á Indlandi hafa í fyrsta skipti svo áratugum skiptir fæðst fleiri stúlkur en drengir. Borgaryfirvöld hafa gripið til þess ráðs að greiða foreldrum bónus fyrir hverja nýja dóttur og telja fjölgun fæðinga stúlkna til merkis um að átakið hafi borið ávöxt. Ekki eru allir sammála þeirri túlkun. FleiRi stúlkuR Fæðast Stúlkum er fórnað á alt- ari heimanmundskerfis landsins og erfðarétt- ar sem er karlmönnum hliðhollur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.