Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Blaðsíða 15
Hver er konan? „23 ára Eyjastelpa.“ Heldurðu að búsetan í Eyjum hafi eitthvað með það að gera hversu langt þú hefur náð í boltanum? „Það held ég já. Maður var alltaf úti á velli eða inni í íþróttahúsi, í fótbolta, handbolta eða einhverjum boltaleik. Maður gat gengið inn í íþróttahúsið þegar maður vildi og það lá við að bestu vinir manns væru húsverðirnir í íþróttahúsunum. Þannig að án nokkurs vafa hjálpaði þetta til.“ Á íslenska þjóðin að borga Icesave-skuldina? „Ég verð að viðurkenna að ég er ótrúlega lítið póltísk. Svo bý ég í Svíþjóð og því lítið inni í þessu þannig að ég segi pass við þessari.“ Ertu búin að sjá myndina Stelpurnar okkar? „Að sjálfsögðu. Okkur var boðið á forsýninguna og mér fannst hún frábær. Þær stöllur, Þóra [Tómasdóttir] og Hrafnhildur [Gunnarsdóttir], eiga hrós skilið fyrir frábært framlag og þetta er án efa glæsileg minning fyrir okkur stelpurnar líka.“ Hvernig tilfinning er það að skora fjögur mörk í landsleik fyrir framan þúsundir áhorfenda á Laugardalsvelli? „Það er náttúrlega frábært. Það er langt síðan ég skoraði fjögur mörk í landsleik og þessi tilfinning er ógleymanleg.“ Varstu orðin eitthvað áhyggjufull yfir markaþurrðinni í landsleikj- unum það sem af var árinu? „Nei, ekkert sérstaklega. Við höfum spilað vel á árinu og fengið góð úrslit. Það er það sem fyrst og fremst skiptir máli.“ Ertu núna í besta formi sem þú hefur verið í hingað til á ferlinum? „Það er erfitt að svara því. En ég er búin að leggja hart að mér og er nokkuð sátt við mitt stand. Ég vona að ég sé að toppa á réttum tíma.“ Hvað árangur myndir þú vera sátt við á EM? „Það er erfitt að svara því. Persónulega vil ég fara í alla leiki til að vinna og ef maður nær því ætti maður að enda í efsta sæti. En við verðum líka að líta raunhæft á stöðuna og okkar markmið núna er að komast upp úr riðlinum. Ef það tekst setjumst við niður og setjum okkur ný markmið.“ Er raunhæft að stefna að því að spila úrslitaleikinn? „Að sjálfsögðu. Við komumst á EM eins og hinar þjóðirnar ellefu og hljótum því að vera samkeppnishæfar.“ Ertu sátt/ur við icEsavE-samninginn mEð fyrirvörum fjárlaganEfndar? „Já, miklu betur.“ JóHanna PÁLSdóttIr, 38 árA MArkAðSSTJóri. „Ég hef ekki kynnt mér þá nógu vel en var aldrei sáttur við samninginn frá byrjun og býst ekki við að það hafi breyst.“ óLafur torfaSon, 25 árA EiNkAÞJálfAri. „Ég er ekki sáttur við neitt af þessu,.“ róbErt SIndrI SkúLaSon, 19 árA NEMi. „Ég fylgist ekkert með þessu. Ég nenni ekki að hafa áhyggjur af þessu.“ EVErt VígLundSSon, 36 árA EiNkAÞJálfAri. Dómstóll götunnar Margrét LÁra VIðarSdóttIr skoraði fjögur marka íslenska kvennalandsliðsins í sigurleik gegn Serbum síðastliðinn laugardag. Hún hafði einungis skorað eitt mark í þeim sjö landsleikjum sem fram höfðu farið á árinu fram að því. Næst á dagskrá er EM. Húsverðirnir nán- ast bestu vinirnir „fyrir mér er þetta mál ekki fyrir venjulegan mann að skilja og ég vil fá betri útskýringar.“ Hörður HEIðar guðbJörnSSon, 37 árA frAMkVæMdASTJóri. maður Dagsins Ályktanir um erlendar lántökur eru mjög misvísandi. Formaður samtaka atvinnulífsins telur lán- in nauðsynleg til að treysta gjald- eyrisvarasjóð íslendinga, auka lánshæfismat og tiltrú á erlendri grund. Virtir hagfræðingar segja lánin hinsvegar óþörf. Nú hafa útvegsmenn lýst yfir hagstæðum kjörum á fiskmörkuðum og mikilli fisksölu, lágt gengi krónunnar hafi sitt að segja og auki samkeppnis- hæfni útflutningsatvinnugreina. Með ólíkindum að forsvarsmað- ur atvinnulífsins skuli ekki grípa þennan kost á lofti og berjast fyrir auknum veiðum. Að nýta þennan gengisbyr og sækja gjaldeyri með atvinnusköpun hér heima hlýt- ur að vera nærtækasti kosturinn. Ennfremur ættu menn, sem um- hugað er um gjaldeyrisforðann, að styðja skattlagningu jöklabréfa. Orðspor okkar á erlendri grund hlýtur að markast af sjálfsbjargar- viðleitni, ekki lántökum. Frjálsar handfæraveiðar í at- vinnuskyni hafa viðgengist í sum- ar. Höfundar þessarar nýbreytni lofsama líf í höfnum og nýjan at- vinnugrundvöll á meðan varð- hundar gamla kvótakerfisins segja þetta óhagkvæmt og dæmt til að mistakast. Vart trúi ég því að stjórnvöld nenni að hlusta á þessar úrtölur heldur gangi skrefi lengra og tífaldi veiðipottinn fyrir næsta ár. Gæta þess samhliða að sjávar- byggðirnar njóti góðs af með hóf- legum afnotagjöldum sem tækju mið af aflamagni. Komið hefur fram í fréttum að líf ríkisstjórnarinnar sé háð sam- þykki Icesave-samningsins. Ljóst er að væntingar forsætis- og fjár- málaráðherra til þingsins gengu ekki eftir og fyrirvaralaust verður plaggið ekki samþykkt. Sem þýð- ir að samninganefndin hefur ekki gætt okkar hagsmuna nægjanlega. Ábyrgðin er auðvitað fyrrgreindra ráðamanna og eðlilega mun dóm- greind þeirra vera dregin í efa. Aðstæður eru hinsvegar þannig að engin önnur stjórn kemur til greina þar sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur enn ekki gengið í gegn- um nauðsynlega afeitrun. Því verða Jóhanna og Steingrímur að sætta sig við niðurstöðu þingsins. Hvort það þýði nýtt samningaferli kemur í ljós. Svarið við hinni sígildu spurn- ingu: „How do you like Iceland?“, hræðir orðið marga og flestir hætt- ir að hafa hana eftir. Ferðamanna- straumurinn talar þó sínu máli og ber megnið landi og þjóð vel sög- una. Í samantekt held ég að flestir sýni Íslendingum samúð og skiln- ing fremur en fyrirlitningu. Alla- vegana hef ég ekki orðið var við neitt Íslendingahatur. Samt furða margir sig á sinnuleysi valdhafa gagnvart þeim öflum sem kafsigldu okkur svona gersamlega. Ekki bara þeir gangi lausir heldur sumir farn- ir að hasla sér völl í viðskiptalífinu á ný. Hæpið er þó að stjórnarskipti myndu ýta við þessum hlutum og því illskárra að stjórnarsamstarf- ið hangi, að minnsta kosti enn um sinn. Og hafi Samfylkingarfólk áhyggjur af viðbrögðum alþjóða- samfélagsins vegna Icesave er það óþarft, Evrópubandalagið mun aldrei hafna jafnfeitum bita og Ís- landi, eini möguleikinn er sá að við höfnum Evrópubandalaginu. Ódrepandi ríkisstjórn kjallari 1 britney bomba í bleiku bikiní - myndir Poppgyðjan Britney Spears sýndi fagurlimaðan líkamann í skærbleiku bikiníi - hún hefur tekið á því í ræktinni. 2 brast í grát á sviðinu - myndir Breska söngkonan lily Allen sló áhorfendur sína út af laginu þegar hún brast í grát á sviðinu á miðjum tónleikum. 3 Mannskæð hefnd fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi eiginkona kúveisks brúðguma bar eld að tjaldi sem brúðkaupsveislan fór fram í. fórust 43 konur og börn í eldsvoðanum 4 Hrottafengið nauðgunarmál fyrir dóm réttarhöld hefjast yfir tveimur táningspiltum. Þeir eru grunaður um aðild að hópnauðgun á móður og tólf ára syni hennar. 5 glamúrfyrirsæta sökuð um fíkniefnasölu fyrrverandi kærasta knattspyrnukappans rio ferdinand, Holly McGuire, hefur verið ákærð í stórfelldu fíkniefnamáli. 6 35 fullnægingar á einum degi katherine Heigl finnst mikið álag að þurfa að feika fullnægingu í nýjustu mynd sinni, The Ugly Truth. 7 reyndi að kæra misheppnuð dópviðskipti Maður sem stóð uppi tómhentur eftir að hafa ætlað að kaupa fíkniefni fór á lögreglustöðina til að kvarta. mest lesið á dV.is LÝður ÁrnaSon heilbrigðisstarfsmaður skrifar Evrópubandalagið mun aldrei hafna jafn- feitum bita og Íslandi, eini möguleikinn er sá að við höfnum Evrópubandalaginu. umræða 18. ágúst 2009 þriðjudagur 15 mynDin Spegill, spegill... Gljáandi yfirborð Perlunnar var svo skínandi hreint í veðurblíðunni í gær að virtist hreinlega sem þar mætti sjá beinustu leið í gegn. kristinn Magnússon ljósmyndari notaði tækifærið og smellti af þar sem áhugasamir ferðamenn spegluðust á ytra byrðinu þar sem þeir virtu útsýnið fyrir sér. Mynd: krIStInn MagnúSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.