Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Page 3
fréttir 11. nóvember 2009 miðvikudagur 3
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, fær heimild
til að leigja út samtals 4.000 tonn af
skötusel til fiskiskipa og útgerða á yf-
irstandandi fiskveiðiári og því næsta
samkvæmt nýju frumvarpi til laga
um breytingar á fiskveiðistjórnun-
arkerfinu. Ráðgert er að kílóverð
á skötuselskvóta ríkisins verði 120
krónur. Tekjur ríkisins af kvótaleig-
unni gætu því orðið um 480 milljónir
króna á tveimur árum.
Samkvæmt frumvarpi sjávarút-
vegsráðherra verður leigður ríkis-
kvóti í skötusel ekki framseljanlegur.
Ráðgert er að andvirði kvótaleigunn-
ar renni í ríkissjóð og verði varið til
styrktar rannsóknarsjóði um aukið
verðmæti sjávarfangs og til nýsköp-
unar og atvinnuþróunar í sjávar-
byggðum.
Þetta er frávik frá ríkjandi reglu
kvótakerfisins þar sem auknar afla-
heimildir leggjast ofan á fyrirliggj-
andi kvóta skipa í þeim hlutföllum
sem hvert og eitt þeirra ræður yfir.
Landssamband íslenskra út-
vegsmanna ályktaði um fyrirhugaða
aukningu skötuselskvóta á aðalfundi
sínum um síðustu mánaðamót og
lagði ríka áherslu á að kvótanum yrði
úthlutað á skip í samræmi við afla-
hlutdeild þeirra. Útgerðirnar ráða
yfir 2.000 tonna skötuselskvóta sam-
kvæmt ráðgjöf og úthlutun síðastlið-
ið sumar.
Helmingi minni
kvótaflutningur milli ára
Samkvæmt frumvarpi sjávarútvegs-
ráðherra verður einnig dregið úr
heimild til þess að flytja kvóta milli
fiskveiðiára. Einar K. Guðfinnsson,
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra,
heimilaði flutning á 33 prósentum af
kvóta í fyrra en Jón Bjarnason, eftir-
maður hans, ætlar nú að lækka þetta
hlutfall í 15 prósent. Ein meginástæð-
an fyrir flutningi kvóta milli ára er sú
að útgerðir geti þannig búið sig undir
samdrátt í tegundum sem ævinlega
veiðast umtalsvert sem meðafli.
Í frumvarpinu eru einnig reistar
skorður við flutningi kvóta af skipi.
Jón sagði á fundi með smábátasjó-
mönnum í síðasta mánuði að laga-
heimildin til að leyfa án íhlutunar
flutning kvóta af skipum hefði alltaf
verið umdeild. Sérstaklega ætti það
við um skip sem tækju við kvóta og
gætu í staðinn leigt frá sér meiri verð-
mæti í öðrum aflaheimildum.
Lagt af stað með
fyrningarleiðina
Landssamband íslenskra útvegs-
manna mótmælti á aðalfundi sín-
um um síðustu mánaðamót öllum
hugmyndum um endurúthlutun á
kvótabundnum tegundum eða að
ákveðnar fisktegundir yrðu teknar út
úr kvóta sem illa gengi að veiða eða
ekki hefði reynst arðbært að veiða.
„Þarna er verið að taka fyrningar-
leiðina á eina tegund, skötuselinn,“
segir Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ. „Ríkisstjórnin gaf
út yfirlýsingu í tengslum við kjara-
samningana fyrir tveimur vikum um
að sjávarútvegsmálin væru til end-
urskoðunar og í ákveðnum sáttafar-
vegi eins og það er orðað. Það kemur
því á óvart að þau skuli kasta stríðs-
hanskanum með þessum hætti. Það
er umhugsunarvert að þeir sem eiga
aflahlutdeild megi aðeins bera kvóta-
skerðingu en megi ekki njóta aukn-
ingarinnar. Þetta kemur líka á óvart
vegna þess að starfandi er nefnd sem
er að fara yfir öll þessi mál.“
Friðrik furðar sig einnig á miklum
takmörkunum frumvarpsins á flutn-
ingi aflaheimilda og segir þær óskilj-
anlegar. Þetta gengur bæði gegn
möguleikum á hagkvæmni og dregur
úr sveigjanleika. Það geta verið fiski-
fræðileg rök fyrir því að veiða ekki
upp kvótann auk þess sem gott get-
ur verið að geyma hann í sjó af mark-
aðsástæðum.“
Þúfan sem veltir hlassinu
Finnbogi Vikar, sem ritaði skýrslu
síðastliðið vor um meint brask með
vannýttar fisktegundir, situr nú í um-
ræddri nefnd sjávarútvegsráðherra.
Hann segir að með frumvarpinu
séu stjórnvöld að senda handhöfum
kvótans skilaboð um að þjóðin eigi
kvótann. „Þau eru að segja kvótahöf-
um að auðlindin í hafinu sé þjóðar-
eign og löggjafinn og framvæmda-
valdið geri nauðsynlegar breytingar á
kvótaúthlutun til að hámarka arðinn
fyrir samfélagið. Þetta kann að vera
þúfan sem veltir hlassinu.“
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að leigja útgerðum
2.000 tonna kvóta af skötusel án tillits til kvótakerfisins. „Stjórnin lögð af stað á
sinni fyrningarleið,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
RÁÐHERRANN BÝÐUR
SÆGREIFUM BIRGINN
„Það kemur því á óvart
að þau skuli kasta
stríðshanskanum með
þessum hætti.“
JóHAnn HAuksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
sjávarútvegsráðherrann
Margar smávægilegar
breytingar í frumvarpi Jóns
Bjarnasonar grafa undan
ríkjandi kvótakerfi.
Grafið undan kvótakerfinu
„Það er umhugsunarvert að þeir
sem eiga aflahlutdeild megi
aðeins bera kvótaskerðingu en
megi ekki njóta aukningarinnar,“
segir Friðrik J. Arngrímsson.
Þúfan sem veltir hlassinu
Finnbogi Vikar segir að með
frumvarpinu sendi stjórnvöld
kvótahöfum skilaboð um
að þjóðin sé raunverulegur
eigandi auðlindarinnar.
SkAttAR HÆkkA
UM 5.660 kRóNUR
þá sem hafa tekjur umfram 500 þús-
und krónur. Af þeim þarf að borga
47,1 prósents tekjuskatt. Persónu-
afsláttur helst þó óbreyttur í 42.200
krónum.
Lilja staðfestir tillögurnar
„Þetta eru tillögur sem vinnuhópur
er að ræða ásamt mörgum öðrum til-
lögum,“ segir Lilja Mósesdóttir. Hún
segir að þær tillögur sem RÚV sagði
frá hugnist henni vel. Umræða hafi
líka komið upp um að hækka per-
sónuafsláttinn í samræmi við hækk-
un tekjuskatta. „Það er sú leið sem
sjálfstæðismenn hafa yfirleitt far-
ið í samdrætti,“ segir Lilja. Að henn-
ar sögn er sú leið ekki tekjujafnandi.
Hún létti einungis undir hjá einstakl-
ingum sem séu með laun í kringum
skattleysismörk. Umfram þau laun sé
sú leið mjög íþyngjandi.
Lilja segir að skattahækkanir með
þrepaskiptingu muni sem dæmi
koma betur út fyrir einstaklinga með
lægri laun en 250 þúsund krónur.
„Ókosturinn við þrepaskiptinguna
er að það verður þung skattabyrði
hjá hjónum þar sem annar aðilinn er
fyrirvinna,“ segir hún. Slíkt þurfi að
koma í veg fyrir. Lausnin gæti verið að
setja þak á hámarksskattbyrði slíkra
einstaklinga. Hins vegar sé kosturinn
við þrepaskiptinguna að hún hvetji
hjón til þess að vinna jafn mikið.
Hún telur að skattatillögur ríkis-
stjórnarinnar fari fljótlega fyrir Al-
þingi. „Þegar stjórnarflokkarnir eru
búnir að koma sér saman um skatta-
hækkanir verða þær kynntar fyr-
ir stjórnarandstöðunni. Eftir það fer
frumvarpið fyrir þingið. Þetta þarf að
komast sem fyrst fyrir þingið til að fá
umræðu. Helst þá í næstu viku,“ seg-
ir hún. Ákveðið var á Alþingi í gær
að hafa umræður um fyrirhugaðar
skattahækkanir stjórnarflokkanna á
næsta föstudag.
sjálfstæðisflokkur skapaði
ójöfnuð
Þrátt fyrir að fyrirhugaðar skatta-
hækkanir séu töluvert miklar verður
skatthlutfallið samt lægra en á sum-
um Norðurlöndunum. Eins og sést í
töflu með grein er tekjuskattur á laun
umfram 800 þúsund krónur 57 pró-
sent í Svíþjóð. Lægsta skattprósentan
í Danmörku er 46,1 prósent. Auk þess
eru skattleysismörk hvergi hærri en á
Íslandi.
Að mati Lilju er vissulega slæmt
að þurfa að hækka skatta við nú-
verandi aðstæður. Slíkt sé þó óum-
flýjanlegt. „Það væri allt í lagi að
hækka skatta á þá sem eru tekjuhá-
ir. Á síðastliðnum árum í útrásinni
lét Sjálfstæðisflokkurinn persónu-
afsláttinn ekki fylgja verðbólgu.
Með því jókst ójöfnuður fólks öll
útrásarárin,“ segir hún. Lilja seg-
ist ekki óttast landflótta hjá vel
menntuðu og tekjuháu fólki. Eins
og sést á útreikningum með grein-
inni verða þeir sem hafa um 750
þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir
mestum áhrifum af skattahækkun-
um. „Við erum ennþá undir skatt-
byrðinni á Norðurlöndunum þang-
að sem flestir Íslendingar flytja. Ég
hef áhyggjur af þeim sem eru með
þungar skuldabyrðir. Sá hópur hef-
ur ekki fengið afskriftir. Það leys-
um við hins vegar ekki með skatta-
hækkunum,“ segir hún.