Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 6
6 miðvikudagur 11. nóvember 2009 fréttir „Þessi málflutningur dæmir sig nátt- úrlega sjálfur. Það tekur enginn mark á svona gífuryrðum og það er ein- mitt liður í okkar baráttur að útrýma svona löguðu,“ segir Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlækni SÁÁ á Vogi. Kleopatra Kristbjörg Stefánsdótt- ir, forstjóri Gunnars Majoness, nýtur vaxandi vinsælda sem rithöfundur og veitir fjölda fólks andlegan inn- blástur með boðskap sínum. Sem rithöfundur hefur hún vakið bæði reiði og aðdáun. Það er einna helst með sjálfshjálparbók sinni, Hermi- krákuheimi, sem Kleopatra hefur vakið athygli en þar deilir hún hart á íslenskt samfélag og þar fá alkóhólist- ar, geðsjúkir og ofvirkir það óþvegið. Sjálf segist hún á móti öllum öfgum en fullyrðir að skrif sín byggist á stað- reyndum. Einstaklinga sem þjást af áðurnefndum einkennum segir hún dómgreindarlausa, hömlulausa, sið- blinda, óheiðarlega, ógeðslega, einn mesta viðbjóð veraldar og skepnur með brenglað raunveruleikskyn. Aðspurður viðurkennir Þórar- inn að með lýsingunum sé gengið of langt gagnvart veikum einstakling- um. Hann bendir á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fjallað sé illa um alkó- hólista enda afli þeir sé ekki oft vin- sælda. „Í áratugi höfum við þurft að glíma við svona fullyrðingar því sjúk- dómurinn veldur miklum tilfinning- um hjá fólki og skoðunum. Vissulega er sjúkdómurinn viðurstyggilegur. Heilasjúkdómar, líkt og áfengissýki, eru ekki skemmtilegir eða geðslegir, ekkert frekar en til dæmis húðsjúk- dómar,“ segir Þórarinn. trausti@dv.is Þórarinn Tyrfingsson hissa á málflutningi Majonesforstjóra: Tekur ekki mark á gífuryrðum Ekki vinsælir Þórarinn segir alkóhól- ista sjaldan skapa sér vinsældir enda sé sjúkdómurinn viðurstyggilegur. Stjórnvöld vildu ekki stjórna Eva Joly, ráðgjafi Ólafs Hauks- sonar sérstaks saksóknara, segir í viðtali við norska blaðið Aftenposten að það muni taka mörg ár að finna ábyrgðarmenn íslenska efnahagshrunsins og fá þá dæmda. Hún segist lítið koma að eig- inlegri rannsókn heldur gefa að- eins ráð um hverju Íslendingar eigi að fylgjast með og hvers lags skjöl þeir eigi að reyna að finna. „Það sem gerðist á Íslandi er aðvörun til Noregs og annarra landa. Að eitt af ríkustu löndum heims geti fallið á einni nótt á þennan hátt er mikil vakning fyrir íbúa Íslands. Ísland hafði stjórn sem vildi ekki stjórna og lánastarfsemi sem virkaði ekki,“ segir Eva. Vilja kynlíf fyr- ir íbúðaleigu Ýmislegt má finna á stefnu- mótasíðunni einkamál.is, allt frá sannri ást til fréttamanna sem dulbúa sig sem vændis- konur. Ein auglýsing hefur þó vakið athygli en þar auglýsir par 30 fermetra stúdíóíbúð í 101 Reykjavík til leigu. Það er kannski ekki í frá- sögur færandi nema fyrir þær sakir að hún leigist endur- gjaldslaust til „réttrar konu sem er tilbúin að sofa hjá okkur annað slagið“, eins og það er orðað í auglýsingunni. Maður barði barnsmóður sína Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur til að greiða barnsmóður sinni 150 þús- und króna sekt eftir að hafa í lok ágúst árið 2008 slegið hana með flötum lófa og hrint henni þannig að hún féll í gólfið. Maðurinn vildi hitta fimm ára son sinn og sakaði barns- móður sína um að reyna að koma í veg fyrir það. Maðurinn mætti að sögn konunnar mjög ölvaður klukkan 7 að morgni 31. ágúst 2008 og bankaði upp á hjá henni og vildi hitta son þeirra. Maðurinn gerði engin boð á undan sér og óð inn eftir að barnsmóðir hans opnaði dyrnar. Hann sló konuna þegar hún lýsti óánægju sinni með heimsókn hans í þessu ástandi og gekk síðan rakleiðis út. Stálu bensíni af bíl Tveir piltar um tvítugt voru gripnir glóðvolgir í Hafnar- firði um miðnætti aðfaranótt þriðjudags þar sem þeir voru að stela bensíni af bíl. Pöru- piltarnir voru með slöngu og brúsa í fórum sínum þegar lögreglan kom á vettvang og höfðu náð að stela nokkrum lítrum af bensíni. Eldsneytinu var hellt aftur á bílinn en piltarnir voru hand- teknir og fluttir á lögreglustöð. Forsvarsmenn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, þurfa að gefa fullnægjandi skýringar á heimsókn fjármálastjórans Pálma Jónssonar á strippstað í Sviss fyrir fjórum árum. Stjórnarmaður KSÍ segir heimsóknir á nektardansstaði algengar í tengslum við ráðstefnur knattspyrnuhreyfinga. STRIPPHEIMSÓKN EKKI EINSDÆMI Heimsóknir ráðstefnugesta á veg- um knattspyrnuhreyfinga á nekt- ardansstaði eru algengar og dæmi eru um að auglýsingabæklingar frá slíkum stöðum liggi á borð- um á ráðstefnum sem haldnar eru. Þetta fullyrðir einn stjórnar- manna Knattspyrnusambands Ís- lands, KSÍ, í samtali við DV. „Ég man vel eftir því, á ráð- stefnu á vegum UEFA, að þar lágu svona bæklingar á öllum borð- um, og jafnvel frá nokkrum svona strippbúllum. Þetta þykir ekk- ert tiltökumál hefur mér sýnst og virðist vera eitthvað sem tíðk- ast,“ segir stjórnarmaðurinn, sem vegna eðli málsins vill ekki láta nafns síns getið. Of heilagur? Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, segir að í for- mannstíð sinni hafi hann sett á skýrar reglur um hegðun starfs- manna í ferðum á vegum sam- bandsins. „Auðvitað man ég eft- ir þessu máli og öll svona sorgleg mál koma manni á óvart. Þegar ég var inni hjá KSÍ tók ég þetta rækilega í gegn, ég setti kannski ekki blátt bann en ég ætlaðist til þess að hegðun manna, sem væru í fararbroddi hreyfingarinn- ar, væri í alla staði í lagi og alltaf í anda samtakanna,“ segir Egg- ert. Aðspurður kannast hann ekki við að það sé algengt á ráðstefn- um að gestir stundi nektarstaði. „Nei, guð hjálpi mér, þetta er ekki algengt. Ég kannast ekkert við það og kannast ekki við að þetta sé einhver lenska innan knatt- spyrnuhreyfinga. Kannski hef ég þó sjálfur verið orðinn svo heilag- ur að ég er kannski síðasti maður- inn til að taka eftir svona.“ Krefst svara Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur farið fram á fullnægjandi skýringar af hálfu forsvarsmanna KSÍ, vegna heimsóknar Pálma Jónssonar, fjár- málastjóra samtakanna, á stripp- stað í Sviss. „Við viljum fá það á hreint hvernig þetta geti hreinlega gerst,“ segir Katr- ín sem sendi KSÍ formlegt erindi í vikunni. Pálmi glataði 3,2 milljónum króna, á þáverandi gengi, af kreditkorti sínu og KSÍ á súlustaðnum Rauðu myllunni, Moulin Rouge, í Zürich í Sviss árið 2005. Það hefur verið staðfest að Pálmi heimsótti staðinn en hann fullyrðir að millj- ónirnar hafi verið teknar af kortun- um í leyfisleysi. Eftir að kortanotkunin kom í ljós lýsti Pálmi strax yfir sakleysi sínu og bauðst til að borga brúsann. Katrín vill skýringar á því hvers vegna fjármálastjórinn heimsótti strippstaðinn yfirhöfuð og það með kreditkort sambandsins upp á vasann. Ekki í anda KSÍ „Við óskum eftir skýringum á þessu enda er þetta mjög skrítið allt sam- an. Að fjármála- stjórinn sé með kort samtak- anna á stað sem þessum er ekki í lagi. Viðkom- andi var auðvit- að í opinberri ferð og starfs- fólk samtakanna gegnir hlutverki fyrirmynda. Í ljósi þess að samtökin gegna mikil- vægu uppeldishlutverki, og þiggja auðvitað almannafé, þá viljum við fá fullnægjandi skýringar á þessu atviki,“ segir Katrín. „Hugsanlega sofnaði hann á staðnum og kortin voru tekin,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í Kastljósþætti í fyrradag. Geir var með Pálma í för en segist ekki hafa haft úthald til að halda áfram að skemmta sér að loknum kvöld- verði. Það hafði Pálmi hins veg- ar. Þegar málið kom upp ákváðu stjórnendur KSÍ að leyfa Pálma að halda starfi sínu, enda yrði sambandið ekki fyrir fjárhagsleg- um skaða, en Geir viðurkennir að hugsanlega hefði Pálmi ekki hald- ið starfi sínu hefði málið komið upp í dag þar sem hegðunin væri ekki í anda KSÍ. Stjórn sambands- ins fundar um málið í næstu viku. Tæklað á sínum tíma Gylfi Þór Orrason, varaformaður KSÍ, segir lítið um málið að segja sem ekki hefur komið fram nú þeg- ar. Hann kannast ekki við að heim- sóknir á strippstaði séu algengar. „Þar sem ég hef farið í svona ferð- ir í kringum dómaramálin er þetta alveg óþekkt en ég þekki ekki aðrar ráðstefnur. Ég tel hins vegar að KSÍ hafi gert það sem hægt var í þessu máli,“ segir Gylfi Þór. „Kannski hef ég þó sjálfur verið orðinn svo heilagur að ég er kannski síðasti mað- urinn til að taka eftir svona.“ TrauSTi hafSTEinSSOn blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „DREKK EKKI EINU SINNI KAMPAVÍN“ F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð FJÁRMÁLASTJÓRI KSÍ PLATAÐUR Á STRIPPSTAÐ: BIRKIR SLAPP fRéttIR dv.ismánudAguR og þRIðjudAguR 9. – 10. nóveMBeR 2009 dagBlaðið vísiR 149. tBl.99. áRg. – veRð kR. 395 EVA JOLY MEÐ ÆXLI KemuR á mIðvIKudAg UMDEILT MÁLVERK Á HEILSU- GÆSLU SÝKTUR MATUR LæRðu Að foRðASt hAnn FÉKK SON Í AFMÆLISGJÖF fRéttIR fRéttIR gReIðSLuKoRt KSÍ vAR notAð á StRIPPBÚLLu Í SvISS femÍnIStAféLAgIð vILL StjÓRn KSÍ BuRtfoRmAðuR KSÍ SáR Út Í femÍnIStAgeIRI BÝðuR KSÍ á goLdfIngeR mAjoneS- foRStjÓRI gegn neYSLuhYggju fRéttIR þjÓðIn teKuR KRePPunA Í nefIð PISSAðI með hugh gRAnt LjÚft LÍf áRmAnnS þoRvALdSSonAR SKuLdAðI þRjá mILLjARðA en SeLdI BRÓðuR SÍnum neYtenduR fÓLK sv ið se tt M Yn d - PH O tO s. CO M Tók þetta í gegn Eggert segist hafa krafist þess á sínum tíma að hegðun manna væri í anda samtakanna. 9. nóvember

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.