Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Page 11
neytendur 11. nóvember 2009 miðvikudagur 11 Fólk geti skil- að lyklunum Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um að fólk geti skilað yfirveðsettum eignum sínum og orðið þannig skuldlaust við bank- ann. Hún segir um mikið réttlætismál að ræða, sérstaklega fyrir ungt fólk sem nýlega hafi keypt sér húsnæði. „Þetta frumvarp gengur fyrst og fremst út á að ekki sé leitað út fyr- ir hina veðsettu eign til að fá upp í skuldina. Fólk á þannig að geta haldið bílunum sínum, inneign- um á bankabókum og húsgögnum. Þetta snýst um að fólk geti skilað lyklunum og labbað út án þess að missa allt,“ segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Lilja mælti á Alþingi í gær fyr- ir frumvarpi til laga þar sem sú grundvallarbreyting að lánveitandi, sem lánar fé gegn veði í fasteign, megi ekki ganga að öðrum eignum lántakans en viðkomandi fasteign. Fólk geti þannig skilað lyklunum að íbúð sinni og losnað við allar eftir- stöðar. Laust allra mála „Við takmörkum þetta við fasteign vegna þess að við erum að ganga á eignarrétt kröfuhafa. Við teljum ekki rétt að yfirfæra þetta á bifreiðar eða aðrar eignir. Fólk sem leggur bíl eða aðrar eignir að veði verður að bera ábyrgð á því,“ segir Lilja. Frumvarpið breytir því ekki að ef foreldrar hafa til dæmis lagt hús- næði sitt að veði vegna íbúðarkaupa barns, getur kröfuhafi gengið að því veði. Hún segir enn fremur að frum- varpið gagnist helst þeim sem nýlega hafi keypt sér íbúð og sjái ekki fram á að eignast húsnæðið, í fyrirsjáan- legri framtíð. Í ljósi forsendubrests sé það mikið réttlætismál, ekki síst fyrir ungt og vel menntað fólk sem nýlega hafi stofnað til skulda, að hafa val um það hvort það reynir að eignast húsnæðið eða ekki. „Þetta er spurning um einstaklingsfrelsi auk þess sem skuldurum er gefið val á kostnað kröfuhafa,“ segir hún en bætir við að frumvarpið muni valda því að fleiri fari í þrot. Henni finn- ist hins vegar sjálfsagt að leyfa ungu fólki að labba út. Skuldarinn aldrei spurður Lilja segir að í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin samþykkti í haust, í þágu heimilanna, hafi skuldar- inn ekki verið spurður að því hvort hann vildi halda áfram að greiða af húsinu. Fólk sem sjái ekki fram á að eignast húsnæði hafi enga samningsstöðu gagnvart bankan- um. Í sértækri skuldaaðlögun eru skuldir færðar að raunvirði eigna og greiðslugetu en ekki greiðsluvilja. Því næst sé ákveðið hversu mikið viðkomandi ráði við að borga. „Þetta frumvarp getur losað um fasteigna- markaðinn. Þú getur flutt út á land, skilið, farið á leigumarkaðinn eða flutt til útlanda. Þú ert ekki bundinn af yfirveðsettri eign,“ útskýrir Lilja og bætir við að kröfuhafar bankanna, þeir sem munu eignast þá, séu afar ósáttir við þetta frumvarp. Miklar efasemdir Lilja talaði í sumar fyrir svipuðu frumvarpi sem hlaut ekki braut- argengi í þinginu. Hún er hóflega bjartsýn þegar hún er beðin að leggja mat á það hvort frumvarpið verði að lögum nú. „Ég reyndi í sum- ar og aftur í haust að fá Sjálfstæðis- flokkinn og Samfylkinguna með í þetta en þar voru miklar efasemdir. Ég vonast til að það hafi breyst að- eins þar sem í millitíðinni voru lög- in um almenna greiðslujöfnun sam- þykkt. það mun fjölga þeim sem sitja uppi með yfirveðsettar eignir,“ segir Lilja en með henni að frumvarpinu standa þau Ásmundur Einar Daða- son, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir, Þráinn Bertelsson og Eygló Harðardóttir. Flutningsmenn frumvarpsins tóku allir sæti á þingi í vor. Ætlar sjálf í greiðslujöfnun Árni Páll Árnason félagsmálaráð- herra kynnti á dögunum ný lög um greiðslujöfnun. Lilja segir erf- itt að gefa almennar ráðleggingar um hvort fólk eigi að fara þá leið. „Greiðslujöfnun orsakar það að sumt húsnæði verður yfirveðsett næstu árin. Það borgar sig hins veg- ar alltaf að reyna að fá það til baka sem þú hefur sett í eignina,“ segir Lilja og vísar þar til þeirra greiðslna sem fólk hefur þegar innt af hendi til að greiða af höfuðstól lána sinna. Með því að skila íbúðinni verður ekkert úr þeim eignarhlut. „Það er ofboðsleg óvissa í þessu. Ég ætla sjálf að fara í þetta, mér finnst mér bera skylda til þess. Greiðslubyrðin hjá mér hef- ur þyngst verulega eins og hjá öðrum. Ekki svo að skilja að ég sé sjálf komin á bjargbrúnina. Ég ætl- aði mér hins vegar aldrei að eign- ast húsnæðið sem ég bý í. Ég ætl- aði mér að búa vel á meðan barnið mitt væri heima og svo ætlaði ég að reyna að losna. Þess vegna borgar það sig fyrir mig að fara í greiðslu- jöfnun,“ útskýrir hún og bætir við að þeir sem séu í svipuðum spor- um og hún ættu að íhuga að fara í greiðslujöfnun. Frumvarp Lilju fer nú í allsherj- arnefnd þar sem kallað verður eft- ir álitum bankanna. Lilja bindur vonir við að það gerist í næstu eða þarnæstu viku. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Mætti miklum efasemdum Lilja vonast til að vinna fleiri á sitt band nú en þegar hún lagði frumvarpið fram í sumar. MyND RAkeL 197 prósent. Vert er þó að benda á að launavísi- talan hefur lítið hækkað undanfarna mánuði og ekki er útlit fyrir að laun hækki mikið á allra næstu misserum. Til lengri tíma virðist launavísitalan hins vegar hækka hraðar en vísitala neysluverðs. Ef spár opinberra aðila um verð- bólguþróun, launaþróun og at- vinnustig ná fram að ganga hækkar greiðslujöfnunarvísitalan minna en verðbólga út árið 2013. Eftir það verð- ur greiðslubyrði lána sem tengd eru greiðslujöfnunarvísitölunni hærri en verðtryggðra lána. Með öðrum orðum má segja að greiðslujöfnun- arleiðin sé aðeins skammtímalausn ef horft er til þess að lækka greiðslu- byrði. Stofnun um fjármálalæsi við Há- skólann í Reykjavík segir að mið- að við spár verði greiðslubyrði láns, sem tryggt er með greiðslujöfnunar- vísitölunni, 45 prósentum hærra en verðtryggt lán árið 2028. Þó sé ólík- legt að til þess komi þar sem lántaki greiði jafnt og þétt niður jöfnunar- reikninginn um leið og greiðslujöfn- unarvísitalan fari fram úr vísitölu neysluverðs. Áskrifendur að launahækkunum Ingólfur segir þetta þýða að ef launa- þróun verði hægari en verðlagsþróun næstu þrjátíu árin muni fólk alltaf á endanum borga minna en það hefði annars gert. Laun þurfi að hækka minna eða hægar en verðlag til að eitthvað verði fellt niður. „Á manna- máli þýðir þetta varanleg fátækt. Það verður dýrara og dýrara fyrir þig að lifa vegna þess að launin þín hanga ekki í verðlaginu. Ef sú verður þró- unin þá verður eitthvað af láninu af- skrifað í lokin,“ segir Ingólfur og held- ur áfram: „Ef við verðum bjartsýn og segjum að laun hækki hraðar en verðlagið, þá kemur að því einhvern daginn að þú ferð að borga jafn mik- ið af láninu og þú hefðir annars gert við óbreyttar aðstæður. Þú borgar þá líka til baka af því sem er á jöfnun- arreikningnum. Með öðrum orðum: Bankinn verður áskrifandi að launa- hækkuninni þinni.“ Hann bætir við að fólk verði að gera það upp við sig hvort því hugnist það fyrirkomulag. Stétt á móti stétt Hagsmunasamtök heimilanna hafa gagnrýnt harðlega það fyrirkomu- lag sem ríkisstjórnin hefur fest í lög. Gagnrýnin hefur meðal annars beinst að því að með þessu móti sé verið að egna Íslendingum saman. Stétt- ir sem berjist fyrir launahækkunum njóti ekki stuðnings í samfélaginu vegna þess að þá muni greiðslujöfn- unarvísitalan hækka. Þetta geti skap- að úlfúð. Ingólfur tekur undir þetta. „Það hlýtur að gerast. Þetta er bundið við vísitölu sem breytist við launahækk- anir, jafnvel þó þær gerist ekki nema hjá hluta launamanna. Afborgun- in hækkar jafnvel þó þú sitjir sjálfur eftir,“ segir Ingólfur og bætir við að ef við verðum svo heppin, eða óhepp- in, eða atvinnuleysi hverfi, þá hækki greiðslubyrði lánsins. „Það er því spurning hvort þú eigir að óska þess að atvinnuleysi verði mikið eða lítið. Þetta er sérkennileg staða,“ útskýrir hann. Þeir sem velja greiðslujöfnun geta sagt sig frá henni hvenær sem er. Sú upphæð, sem safnast hefur upp á jöfnunarreikninginn, bætist þá við höfuðstólinn þannig að greiðslu- byrðin hækkar enn frekar. „Það er dýrt að vera fátækur í þessu sem öðru. Þeir sem þurfa ekki á þessu að halda eiga að segja sig frá þessu,“ ráð- leggur Ingólfur lántakendum. „Það er dýrt að vera fátækur“ Ingólfur segir að fólk sem ráði við greiðslurnar eigi að segja sig frá greiðslujöfn- un. MyND RAkeL ÓSk Jólablað DV Stórglæsilegt og veglegt sérblað um jólin fylgir DV föstudaginn 27. nóvember. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16:00, mánudaginn 23. nóvember í síma 512 7050 eða í gegnum tölvupóst á auglysingar@dv.is Jólaskreytingar Jólaförðun Jólaspil Jólaglögg Kreppukransar Jólauppskriftir Jólaherbergi barnanna Jólaföt Jólagjöfin hennar Jólagjöfin hans ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: Meðal efnis er: Ásamt öllu hinu sem fylgir jólahátíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.