Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Síða 18
Miðvikudagur 11. nóvember 200918 Bækur Ég þurfti að byrja tvisvar á nýjustu bók Gyrðis Elías- sonar, smásagnasafninu Milli trjánna, áður en ég náði að halda mér við efnið. Ástæðan er líklega sú að heim- ur Gyrðis: rödd hans, stíll og efnistök, er svo sérstakur, svo ekki-alveg-af-þessum-heimi, að erfitt getur verið að stökkva frá því að lesa hrunsfréttirnar í dagblöðunum og yfir í þennan furðulega sagnaheim. Sjálf segist ein af persónum Gyrðis í sögunni sem bókin heitir eftir hafa lesið það einhvern tímann að það að lesa blöðin á hverj- um morgni væri hliðstæða þess að „taka eitur á fastandi maga“. Ætli eitrið sem Gyrðir nefnir geti því ekki með- al annars haft þau áhrif að lesandinn verður ekki eins móttækilegur fyrir skáldskap hans? Sagnaheimur Gyrð- is getur þá kannski virkað sem móteitur gegn raunveru- leikanum í dagblöðunum. Mörgum hér á landi, líkt og mér, veitir örugglega ekki af slíku afdrepi á bók í dag. Bók Gyrðis er safn 47 smásagna – eiginlega frekar ör- sagna, smámynda eða innlita – þar sem kennir ýmissa grasa eins og gengur. Milli trjánna er töluvert lengri en flestar aðrar bækur hans. Bókin ber mörg af helstu höf- undareinkennum Gyrðis: furðuleg atvik í hversdagsleik- anum, texta sem er ákaflega vel meitlaður, fágaður og vel unninn og svo hefur hann alveg undraverðan hæfi- leika til að búa til eftirvæntingu og spennu með því að gefa eitthvað til kynna í fáum orðum, segja ekki alla sög- una, heldur láta lesandann hugsa í eyðurnar. Gyrðir er maður sem stendur með bók, opnar hana á einni blað- síðu, segir: „Sjáðu...“, og lokar henni svo strax aftur áður en maður hefur náð að átta sig alveg á því sem er í gangi. Hann skilur mann svo eftir fullan af undrun og hugsun- um um það sem maður sá glitta í á blaðsíðunum. Eitt fannst mér þó strax vera augljóst í bókinni: Hún er ekki eins ljóðræn og margar af fyrri bókum Gyrðis, til að mynda smásagnasafnið Trésmíði í eilífðinni þar sem jarðtengingin er minni. Í þeirri bók fannst mér stund- um eins og textinn væri fullháfleygur. Ég fékk ekki þá tilfinningu þegar ég las þessa bók hans: Hér er Gyrðir nær jörðinni þó þessi bók sé auðvitað skrítin og sérstök líkt og allar hans bækur. Hún er mennskari, jarðnesk- ari en sum af hans fyrri verkum, og stíllinn er knappari, einfaldari. Þetta er þroskamerki að mínu mati: Gyrðir er kominn nær kjarnanum - líkt og Laxness sem fór með aldrinum frá því að skrifa háfleyga drullumallið í Vefar- anum og yfir í dýrðina í Sjálfstæðu fólki. Hann hefur náð að þróa og fara enn lengra með sína einstöku og per- sónulegu sýn á lífið og tilveruna. Fljótlega fór ég líka að hugsa að sögurnar minntu mig sumar hverjar á bandaríska smásagnahöfundinn Raym- ond Carver. Svo stuttar, og á tíðum kaldar, eru setning- arnar auk þess sem aðall þeirra beggja er að koma les- andanum á óvart með því að brjóta hversdagsleikann upp með sérstæðum aðstæðum og athöfnum, oft á tíð- um myrkum, þar sem hrært er upp í veruleika mannsins og sýn lesandans á hann. Yfirleitt gerist þetta með þeim hætti í sögum Gyrðis að einhver missir stjórn á sér. Gyrðir segir okkur til að mynda sögu af manni sem situr í kjallaranum hjá sér, reykir og skýtur rottur með loftbyssu, áður en hann gerir það við kvikindin sem síst skyldi. Í sögunni „Síðusári“ segir hann okkur svo frá manni sem laumast til að skera blaðsíðurnar úr bókum vinar síns og stinga þeim vasann á meðan hann er þar í heimsókn. Hvernig bregst bókelskandi maður eiginlega við slíku? Ein sagan fjallar svo um mann sem allt í einu ákveður – væntanlega í óráði – að losa sig við hendur sínar. Og alltaf skilur Gyrðir mann eftir í lausu lofti, út- skýrir ekkert af hverju þessir einkennilegu atburðir eiga sér stað, hvað söguhetjunum gengur eiginlega til. Þetta gerir hann líka að óþægilegum höfundi og trufl- andi, þó bækur hans virðist kannski vera stilltar á yfir- borðinu: Hann lætur fólk gera fáránlega hluti, breyska hluti, hluti sem við höfum jafnvel sjálf velt fyrir okkur einhvern tímann. Gyrðir er hins vegar ekki óþægileg- ur höfundur í sama skilningi og til dæmis Charles Buk- owski eða Mikael Torfason, hann er ekkert að nudda les- andanum upp úr sora með grafískum lýsingum: Gyrðir er ekki höfundur sem treður neinu í andlitið á lesandan- um á mjög afgerandi hátt. Truflun persóna og smásagna Gyrðis er ísmeygilegri en það – orðið „ísmeygilegur“ er notað um fyndni Gyrðis á kápu bókarinnar þó persónu- lega verði ég að viðurkenna að mér finnst Gyrðir voða- lega lítið fyndinn. Þetta einkenni á sögum Gyrðis tvinnast svo oft á tíð- um saman við heimspeki- og tilvistarlegar spurningar sem legið geta til grundvallar þessum hugsunum og stundum gjörðum þeirra persóna sem hann skapar, líkt og sést í mörgum af sögunum. Ætti ég að vinna sjálf- um mér mein? Ætti ég að skaða annan mann út af ein- hverju? Af hverju og hvaða afleiðingar hefur það fyrir mig og mitt líf að vilja alltaf vera einhvers staðar annars staðar en þar sem ég er? Gyrðir vinnur því með marg- ar af stóru spurningunum í bók sinni, hvort sem það er meðvitað eða ekki, og býr til ramma utan um þær þar Lágstemmd, truflandi mennska SmáSögur: Gyrðir Elíasson Hefur „undraverðan hæfileika til að búa til eftirvæntingu og spennu með því að gefa eitthvað til kynna í fáum orðum.“ Milli trjánna gyrðir ElíassonMyrkara og jarðneskara verk en marg- ar aðrar bækur Gyrðis. Tví- mælalaust eitt af hans bestu verkum til þessa. Útgefandi: uppheimar H V êT A ÊH ò S I / S êA Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is Bók og hljómdiskur sem koma skemmtilega á óvart! Vertarnir úr Tjöruhúsinu á Ísafirði eru á suðurleið með saltfiskkrásir sínar! Byggðasafn Vestfjarða blæs því til veislu í Sjóminjasafninu Víkinni við Grandagarð n.k. laugardag kl. 18.30. Saltfisksveit Villa Valla og Jóhanna V. Þórhallsdóttir krydda réttina með tónlist sinni og leika fyrir dansi að mat loknum. Miðaverð á þessa einstöku skemmtun er 5500 kr. Miðasala og borðapantanir í síma 517 9400.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.