Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Qupperneq 23
Hver er maðurinn? „Snorri
Helgason.“
Hvar ertu uppalinn? „Í Hlíðunum.“
Var gott að alast þar upp?„Já, það
var geðveikt.“
Hvað drífur þig áfram? „Ég myndi
segja tónlist.“
Uppáhaldstónlistarmaður?„Það
er erfitt að svara því. Sá sem ristir
dýpst er Bob Dylan.“
Hver er uppáhaldsbíómyndin?
„Það er góð spurning. Ég held að það
sé Pulp Fiction. Ég hef horft á hana
svona milljón sinnum og finnst hún
alltaf jafn góð.“
Hver er uppáhaldsbókin? „Það er
svolítið nördalegt. Það er bók sem
heitir The songs of Bob Dylan 1959-
1973, held ég. Þetta er algjör Dylan-
nördabók sem ég hef lesið oft og
mikið.“
Uppáhaldsmatur? „Bara góð
nautasteik.“
Ef ekki tónlistarmaður, hvað þá?
„Mig hefur aldrei langað til að vera
neitt annað. Ég hef alltaf ætlað að
verða tónlistarmaður. Væri ábyggi-
lega róni ef þetta hefði ekki tekist.“
Er nýja breiðskífan frábrugðin
Sprengjuhallarefninu?„Já, hún er
það. Að vissu leyti er hún samt lík. Ég
samdi mikið af Sprengjuhallarefninu
á sama tíma og það eru popplög
þarna inni á milli. Samt er mikið
meira af blús í gangi. Svo er hún
sungin á ensku.“
Saknið þið Bergs Ebba úr
Sprengjuhöllinni? „Já, tvímæla-
laust. Hann er náttúrulega mikill
snillingur.“
Hvað er fram undan?„Að kynna
þessa plötu í drasl. Spila alveg eins
og brjálæðingur með Hjaltalín í
kringum landið, þannig að það er
fullt að gera.“
Á fjÁrmÁlastjóri KsÍ að vÍKja?
„Var hann ekki bara að skemmta sér?
Hann þarf ekki að víkja mín vegna.“
HaraldUr ÁSgEir lÁrUSSon,
26 árA TækniSTJóri
„Ég hef ekki kynnt mér þetta nógu vel
til að mynda mér skoðun.“
BryndíS ÞorStEinSdóttir,
67 árA TækniMAður
„Jú, mér finnst að hann eigi að víkja
fyrst hann getur ekki notað sitt eigið
kort.“
Hrönn óSk óSkarSdóttir,
38 árA Í FæðingArorloFi
„Auðvitað á hann að víkja. Ef menn
geta ekki hagað sér almennilega eiga
þeir að víkja.“
ElSa JakoBSdóttir,
34 árA ATVinnulAuS
Dómstóll götunnar
Snorri HElgaSon,
forsprakki Sprengjuhallarinnar, er
kominn með nýtt lag í spilun af nýrri
breiðskífu sinni, i’m gonna Put My
name on Your Door. Þar eru 11
popplög í blússkotnum og einföldum
búningi. Snorri ólst upp í Hlíðunum,
ætlaði sér alltaf að verða tónlistar-
maður og fílar Bob Dylan.
Elskar
PulP Fiction
„Þeir sem svindla eiga að víkja. Hann á
því hiklaust að víkja.“
HafStEinn StEindórSSon,
74 árA lÍFEYriSÞEgi
maður Dagsins
Árið 2006 kom út bráðmerkileg bók
í íslenskri þýðingu, Undantekning-
in, eftir danska höfundinn Christian
Jungersen. Þetta er nærri sex hundr-
uð blaðsíðna spennusaga sem grein-
ir frá fjórum konum sem vinna hjá
lítilli stofnun sem fæst við rannsókn-
ir á þjóðarmorðum um heim allan.
Þar kemur sögunni að hótun berst
einni þeirra. Loftið á vinnustaðn-
um verður lævi blandið. Tortryggnin
eykst, trúnaðartraustið milli starfs-
systranna brestur og undirliggjandi
persónuleikaeinkenni taka völdin.
Þetta er hugvitsamlega smíðuð
spennusaga gædd sterkri þörf höf-
undarins til þess að upplýsa les-
andann um alvarlegar niðurstöð-
ur félagssálfræðilegra rannsókna á
mannskepnunni.
Jungersen gerir grein fyrir fræg-
ustu félagssálfræðilegu tilraun allra
tíma, sem Stanley Milgram gerði við
Yale-háskóla í Bandaríkjunum fyr-
ir um hálfri öld. Hann komst að því
að meira en helmingur einstaklinga
er líklegur til þess að hlýða yfirvaldi í
blindni, jafnvel þótt skipun yfirvalds-
ins geti kostað aðra manneskju mikl-
ar kvalir og jafnvel dauða.
Jungersen rekur einnig aðra til-
raun til að varpa ljósi á viðfangsefni
bókar sinnar. Sú tilraun getur skýrt
ýmislegt í fari íslensku þjóðarinnar
þessa dagana.
Við og hin
Enski félagssálfræðingurinn Henri
Tajfel vildi ásamt samstarfsfólki sínu
komast að því hversu marga þætti
fólk þyrfti að eiga sameiginlega til
þess að geta litið á sig sem hóp, jafn-
vel að því
marki að hópurinn tæki upp for-
dóma gagnvart öðrum hópum.
Tajfel vildi upphaflega leiða sam-
an fólk sem ætti fáa eða enga þætti
sameiginlega. Hann hugðist síðan
lauma að ýmsum þáttum sem gátu
ýmist sameinað eða sundrað. Nei-
kvæðir fordómar gætu þannig vald-
ið misklíð og í kjölfarið væri hægt að
skrá hverjir mynduðu saman hóp,
til dæmis um tiltekna neikvæða for-
dóma.
Í þekktustu tilraun sinni lét hann
þátttakendur tjá sig um málverk. Síð-
an skipti hann þeim í tvo hópa. Ann-
ar hópurinn átti að segja að sér lík-
aði best við Paul Klee og stíl hans.
Hinn hópurinn átti að halda fram stíl
Wassilys Kadinsky.
Þátttakendum var síðan blandað
saman af handahófi. Þeir höfðu eng-
in tengsl sín á milli og enginn þeirra
þekkti annan fyrir.
Til varð Kadinsky-hópur og annar
Klee-hópur. Svo langt gekk þetta að
meðlimir í eigin hópi þóttu þægilegri
í umgengni og meira traustvekjandi
en fólk úr hinum hópnum. Meira að
segja bar á því að fólk yrði andsnú-
ið hinum hópnum og liti á meðlimi
hans sem illskeytta keppinauta.
Tilgáta félagssálfræðinnar var sú
að viðhorf og fordómar þróðuðust
hægt og bítandi innan hópa. Enginn
hafði átt von á því að fordómar og
fjandskapur yrðu til áður en þátttak-
endurnir höfðu minnstu reynslu af
sínum eigin hópi, hvað þá hinum.
Við íslendingar og þið hin
Margoft hefur verið sýnt fram á að
mannfólkið kemur sér upp viðhorf-
um og hugsar eftir einskonar „við“
og „þið“ brautum. Um „okkur“ gilda
aðrar reglur en „ykkur“.
Menn segja að þetta stafi af því að
mannskepnan lifir í flóknum heimi
sem krefst viðbragða daginn út og
daginn inn. Þörfin fyrir að flokka
áreitin og upplýsingarnar sem berast
daglangt er mikil og hún einfaldar
tilveruna í einhverjum skilningi.
Við finnum stuðning í því að gera
mikið úr því sem er sammerkt og
sameinar hópinn sem við tilheyrum.
Við gerum einnig mikið úr einsleitni
þeirra sem tilheyra öðrum hópum.
Við ýkjum muninn á „okkur“ og
„hinum“ og höldum vitanlega með
okkar fólki, okkar hópi.
„Þegar deilur og erfiðleikar eru
uppi eflist þessi þankagangur gífur-
lega,“ hefur Jungersen eftir Tajfel.
Ekki er alveg laust við að sjá megi
heila þjóð, íslensku þjóðina, sem
hóp sem óneitanlega glímir við meiri
efnahagserfiðleika en dæmi eru um í
lýðveldissögunni.
Sem sagt: Aukin andúð á „hópn-
um“ handan hafsins (til dæmis Hol-
lendingum og Bretum) getur átt sér
félagssálfræðilegar skýringar en ekki
efnahagslegar og pólitískar.
En hverjir sáðu slíkum fræjum?
Vandinn kyndir undir andúð á öðrum
kjallari
mynDin
1 kleopatra: kjósið mig sem
næsta forseta
kleopatra majónesdrottning sló á létta
strengi í athugasemdakerfi DV.is.
2 íbúð til leigu í reykjavík gegn
kynlífi
Íbúð í eigu pars í reykjavík leigist
endurgjaldslaust til réttrar konu sem er
tilbúin að stunda kynlíf með parinu.
3 Mendes gleymdi brjóstahaldar-
anum
leikkonan Eva Mendes gleymdi að fara í
brjóstahaldara er hún mætti á
frumsýningu kvikmyndarinnar Bad
lieutenant síðastliðið sunnudagskvöld.
4 Sextán ár á bak við lás og slá
Síbrotamaður á fimmtugsaldri er í
gæsluvarðhaldi meðan hann bíður dóms
vegna fjölda lögbrota.
5 oprah borgar fyrir þögnina
Sjónvarpsdrottningin oprah Winfrey er svo
hrædd um að fyrrverandi ástmaður hennar
eigi eftir að kjafta frá öllum leyndarmálum
hennar að hún er tilbúin að greiða 150
milljónir dala fyrir þögn hans.
6 dýfa ngog – Myndband
Dýfa franska framherjans Davids ngog hjá
liverpool í leik gegn Birmingham vakti
mikla athygli.
7 flugfélög villa um fyrir
neytendum
rannsóknir vinnuhóps, undir forystu
umboðsmanns neytenda í noregi, sýnir
að meira en helmingur þeirra gjalda sem
flugfélög kalla „skatta og aðrar greiðslur“
er í raun rekstrarkostnaður.
mest lesið á DV.is
JóHann
HaUkSSon
útvarpsmaður skrifar
„Við gerum einnig mikið
úr einsleitni þeirra sem til-
heyra öðrum hópum. Við
ýkjum muninn á „okkur“
og „hinum“ og höldum
vitanlega með okkar
fólki, okkar hópi.“
umræða 11. nóvember 2009 miðviKudagur 23
fótbolti í ljósaskiptunum Börnin við árbæjarskóla gáfu ekkert eftir í fótbolta þegar ljósmyndara DV bar að garði. Mynd rakEl óSk