Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Síða 30
„Ég er búinn að vita af þessu í
smátíma. Þetta eru náttúrlega
sorgartímar fyrir okkur Lemon-
menn,“ segir Henry Birgir
Gunnarsson, íþróttafréttamað-
ur á Fréttablaðinu og einn helsti
drykkjurútur Fanta Lemon á Ís-
landi. Fanta Lemon verður tekið
úr sölu innan tíðar þrátt fyrir gríð-
arlegar vinsældir.
Þegar drykkurinn var endurfædd-
ur hér á landi fékk Henry fullt
skott af birgðum sem hann er nú
búinn með. „Ég gaf nú mestallt
til vina og ættingja. Breiddi út
fagnaðarerindið um hvað þetta
er óhemjugóður drykkur,“ segir
Henry sem kveður nú Fanta í bili,
sár og svekktur. Hann verður þó
ekki Lemon-laus því hann keypti
birgðir um daginn sem eiga að
endast honum veturinn.
Bókin Sjúddirarí rei kemur út í vikunni
en þar fer Gylfi Ægisson yfir liðna tíð og
gerir upp ævi sína með öllu tilheyrandi.
Tónlistinni, drykkjusögunum og konun-
um í lífi hans. Það er Sólmundur Hólm
Sólmundarson sem skráir sögu Gylfa en
meðal þess sem hann minnist í bókinni
er þegar hann var handtekinn í Færeyj-
um fyrir vopnaburð.
„Ég hafði kynnst leigubílstjóra í með-
ferðinni á Silungapolli sem sagði að það
þýddi ekkert fyrir mig að fara til Færeyja
nema hafa skammbyssu meðferðis,“ seg-
ir Gylfi í bókinni en hann hafði ákveðið
að fara til Færeyja í atvinnuleit. „Hann
lét mig fá leikfangabyssu sem hann hafði
fiktað eitthvað í svo það kom blossi út úr
hlaupinu þegar hleypt var af.“
Gylfi datt í það aftur rétt áður en hann
fór til Færeyja og því hélt drykkjan áfram
þar. „Ég var því nokkuð fullur þegar ég
lenti í Þórshöfn í Færeyjum, klæddur í
hvít jakkaföt og með dótabyssu í vasan-
um.“ Daginn eftir vaknaði Gylfi á hót-
eli skelþunnur og fór niður í móttöku
til að skila lyklinum að herberginu. Þar
brá honum svo við þegar einn hótelgest-
anna sló saman lófunum að hann dró
byssuna úr vasanum og hleypti af.
Gylfi forðaði sér síðan út en þeg-
ar hann snéri aftur á hótelið seinna um
daginn beið hans víkingasveitin. Þegar
í ljós kom að um leikfangabyssu var að
ræða var Gylfa sleppt og mikið hlegið að
því að víkingasveitin hefði verið kölluð
út til að hafa hendur í hári mafíósans í
hvítu jakkafötunum með dótaskamm-
byssuna.
asgeir@dv.is
Með skotvopn í FæreyjuM
sorgartíMar
Gylfi ÆGisson hleypti af í lobbíinu:
Jónas BJarki Gunnarsson:
Kristrún Ösp Barkardóttir, fyr-
irsæta og kærasta knattspyrnu-
goðsins Dwights Yorke, er gríð-
arlega vinsæl á fésbókinni, enda
með mynd af sér í bikiníi einum
fata. Kristrún er vinkona Friðriks
Ómars, stórsöngvara, enda bæði
að norðan. Eitthvað fer profile-
mynd Kristrúnar fyrir brjóst-
ið á söngvaranum sem skrifar:
„Ofsalega ertu fáklædd á þessari
mynd, mín kæra. Farðu nú að
klæða þig svo þér verði ekki kalt
... maður verður að dressa sig
upp eftir veðri og vindum hér á
Íslandi,“ segir Friðrik Ómar.
30 Miðvikudagur 11. nóvember 2009 Fólkið
Gylfi Ægisson Hefur
upplifað tímana tvenna.
Fyrir
leMon-
Menn
„Það er engin tilbreyting hér. Það er hrikalegt
að eyða afmælisdeginum í fangelsinu. Ég á
samt von á einhverjum gjöfum. Vinkona mín,
hjúkrunarkona, ætlar að gefa mér Bullwork-
er-tæki og ég reikna með gjöfum frá öðrum
vinum,“ segir Jónas Bjarki Gunnarsson, fangi
í Hegningarhúsinu, sem fagnar fimmtugsaf-
mæli sínu í dag. Jónas var dæmdur fyrir smá-
þjófnaði, meðal annars að hafa stolið súpu í
10-11. Hann hefur setið inni í sjö vikur og all-
an tímann í Hegningarhúsinu. Jónas segir vist-
ina vera dauflega.
„Hér er ekkert við að vera. Ég fæ að fara út í
garð tvisvar á dag, hálftíma í senn. Fyrst er mér
hleypt út klukkan 10 um morguninn en síðan
klukkan hálf fjögur. Afmælisdagurinn verður
eins og aðrir dagar hér. Mig langaði til að gefa
sjálfum mér fartölvu í afmælisgjöf en ég fæ
ekki föðurarfinn minn,“ segir Jónas Bjarki.
Hann segist þó ekki kvarta yfir aðbúnaði í
fangelsinu sem komið er til ára sinna.
„Það er betra að vera
hér en í sambýlinu á
Miklubraut. Þar var svo
mikil óregla sem er ekki
hér,“ segir hann og bæt-
ir við að dagarnir hafa
silast áfram í aðgerðar-
leysi. Jónas segist vera
dapur en það er þó eitt
ljós í myrkrinu. Með-
al samfanga Jónasar er
Hosmany Ramos, brasilíski lýtalæknirinn sem
dæmdur var fyrir mannrán, morð, bifreiða-
smygl og flugvélaþjófnað í heimlandi sínu og
er eftirlýstur þar.
„Hér eru fangar niðurdregnir. En ég kann
vel við Ramos lækni sem hefur sýnt mér vin-
áttu. Hann er skemmtilegur félagi,“ segir
Jónas.
Jónas heldur upp á fimmtugsafmæli sitt
í skugga þess að hafa fyrir margt löngu verið
sviptur sjálfræði á grundvelli þess að hafa ver-
ið greindur geðveikur. Hann segir þá grein-
ingu vera alranga.
„Ég er ekki geðveikur. Vandi minn er að ég
er alkóhólisti og fórnarlamb rangrar greining-
ar og meðhöndlunar. En ég ætla að taka mig á
með því að fara í meðferð á Vog. Þangað fer ég
26. nóvember. Mig dreymir um að verða frjáls
og laus undan fíkninni,“ segir Jónas Bjarki.
rt@dv.is
Fagnar aFMælinu
Með lýtalækninuM
Jónas Bjarki Gunnarsson var dæmdur
fyrir súpuþjófnað og fleiri smáafbrot.
hann afplánar í hegningarhúsinu þar
sem hann fagnar fimmtugsafmæli sínu í
dag. eina tilbreytingin er sú að hann fær
að fara út í garð. besti vinurinn í fangels-
inu er hosmany Ramos, brasilíski lýta-
læknirinn sem dæmdur var fyrir morð og
mannrán.
raMos
Til hamingju Jónas Bjarki er
fimmtugur í dag og fagnar því innan
fangelsisveggja. mynd vilhelm Gunnarsson
Fínn vinur Jónas er mikill vinur
Hosmanys Ramos. „Ég kann vel við
Ramos lækni sem hefur sýnt mér
vináttu. Hann er skemmtilegur félagi.“
vill bikiní-
boMbu í Föt