Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. desember 2009 FRÉTTIR DV hefur á síðastliðinni viku greint frá aðkomu Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins og fyrr- verandi stjórnarformanns BNT og N1, að fjárfestingum eignarhaldsfélags- ins Vafnings í febrúar í fyrra. Vafning- ur var settur á laggirnar fyrir tilstuðl- an eignarhaldsfélagsins Milestone og keypti félagið eignir í Makaó í Asíu og í Bretlandi af tryggingafélaginu Sjóvá. Tryggingafélagið var stærsti hlut- hafinn í Vafningi en þar á eftir komu eigendur N1, bræðurnir Einar og Benedikt Sveinssynir. Bjarni, sem er sonur Benedikts, fékk umboð frá bræðrunum til að veðsetja hluta- bréf þriggja eignarhaldsfélaga þeirra í Vafningi fyrir tveimur lánum frá Glitni sem veitt voru í febrúarlok 2008. Bjarni hefur viðurkennt að hafa veð- sett bréfin en segist enga aðra aðkomu hafa haft að viðskiptum Vafnings sem fjárfesti í lúxusturninum í Makaó og breska fjárfestingasjóðnum KCAJ fyr- ir 10,6 milljarða króna sama dag og hann veðsetti hlutabréf fjölskyldu- meðlima sinna í Vafningi. Þessi við- skipti voru að öllum líkindum fjár- mögnuð með 10,6 milljarða láni frá Sjóvá sem veitt var í lok febrúar í fyrra. Skýringar Bjarna eru á þá leið að hann hafi ekkert vitað um þessi viðskipti Vafnings fyrr en einhverjum mánuð- um síðar. Bjarni gefur fá svör DV hefur tvívegis rætt við Bjarna um viðskipti Vafnings og aðkomu hans að þeim og hafa svör Bjarna við efn- islegum spurningum um félagið ver- ið heldur fáfengileg. Hann veit þó ým- islegt um starfsemi félagsins og segir að því verið komið á koppinn til að endurfjármagna lán. Hann vildi hins vegar ekki ræða hvaða lán var um að ræða. Lítið annað hefur fengist upp úr Bjarna um félagið en ljóst er af sam- tölunum við Bjarna að hann þekk- ir starfsemi og tilgang félagsins í það minnsta sæmilega. Síðastliðinn sunnudag þegar frétt DV um fjárfestingu Vafnings í breska fjárfestingasjóðnum KCAJ var í vinnslu hafði blaðamað- ur sam- band við Bjarna til að spyrja hvort hann hefði vit- að um þessi viðskipti þegar hann veðsetti bréfin í Vafningi. Samtal blaðamanns við Bjarna er birt í heild sinni á næstu síðu að undanskildu upphafi samtalsins þar sem blaða- maður kynnti sig og bar upp inngang að erindinu. Gagnrýni Bjarna Bjarna var nokkuð mikið niðri fyr- ir í samtalinu, eins og sést, enda taldi hann að í umfjöllun DV um sig og Makaó-viðskiptin væru miklar rang- færslur. Gagnrýni Bjarna gengur út á það, og að því er virðist aðeins það, að DV hafi ekki farið rétt með þegar sagt var að misheppnaðar fjárfestingar Sjóvár, og síðar Vafnings, í Makaó kostuðu hvern íslenskan skattgreiðanda 10 þúsund krónur. Sagt var í fréttinni að hluti þeirra 12 milljarða króna sem ís- lenska ríkið þurfti að leggja inn í Sjóvá til að bjarga félaginu frá þroti síðastlið- ið sumar væri tapað fé. Gagnrýni Bjarna á þetta atriði fréttaflutnings DV er réttmæt í þeim skilningi að ekki kom fram í fyrri frétt af málinu að ríkið gæti endurheimt framlag sitt vegna fjárfestingarinnar í Makaó. Um lán var að ræða sem rík- issjóður fær vonandi greitt aftur þeg- ar tryggingafélagið verður selt. Því er vonast til að kostnaður ríkisins og þar með 10 þúsund króna kostnað- ur hvers Íslendings vegna fjárfesting- anna í Makaó verði tímabundinn. Þó er alls ekki ljóst hversu mikið af þess- um fjármunum íslenska ríkið fær til baka og hvort kostnaðurinn muni á endanum lenda á greiðendum ið- gjalda, svo dæmi sé nefnt. Þetta atriði sem Bjarni gagnrýnir er hins vegar ekki lykilatriði í frétta- flutningi DV um að- komu Bjarna að fjárfestingum Vafnings. Lykilat- riðið er að hann tengist þessum fjárfest- ing- um eins og bent hef- ur verið á. Bjarni sagði DV ekki vilja leiðrétta Eftir að meðfylgjandi samtal milli Bjarna og blaðamanns hafði átt sér stað á sunnudaginn hringdi Bjarni Benediktsson í Hrein Loftsson, eig- anda DV, og bar því við að umfjöll- un DV væri þess eðlis að hann teldi rétt að blaðið birti leiðréttingu vegna rangfærslna sinna. Hreinn sagði Bjarna hins vegar að hafa samband við ritstjórn blaðsins. Í kjölfar sam- talsins við Hrein sendi Bjarni frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að DV hefði „ekki áhuga á að birta“ slíkar leiðréttingar. Samtal Bjarna og blaðamanns sýnir hins vegar að blaðamað- ur sagði Bjarna að hann myndi birta leiðréttingar á rangfærsl- um DV um aðkomu hans að viðskiptum Vafnings. Því ber þó að halda til haga að Bjarni gagnrýndi einungis þetta til- tekna atriði: Að þriggja millj- arða króna tap Sjóvár í Makaó félli ekki á íslenska skattgreið- endur þar sem ríkið hefði ein- ungis lánað skilanefnd Glitnis til að bjarga Sjóvá frá þroti. Því gæti fjár- framlag ríkisins fengist endurgreitt þegar fram líða stundir. Aðrar efnis- legar athugasemdir um inntak fréttar- innar hafði Bjarni ekki, líkt og sést á samtalinu. DV birti svo útskýringu á þessu at- riði á tveimur stöðum í blaðinu sem út kom á mánudaginn þar sem áfram var fjallað um aðkomu Bjarna að við- skiptum Vafnings. Blaðið varð því við beiðni Bjarna jafnvel þótt hann hefði haldið öðru fram í yfirlýsingu sinni og sagt að blaðið væri ekki reiðubúið til að birta slíkra leiðréttingu. Ritstjórn DV hafði samband við Bjarna á mánudaginn og bauð honum að draga þau ummæli sín til baka að DV hefði ekki viljað birta leiðréttingu á fréttinni. Jafnframt var Bjarna boð- ið að biðjast afsökunar á ummælum sínum um blaðið. Bjarni kaus að gera það ekki þrátt fyrir að samtalið sýni að blaðamaður hafi sagst reiðubúinn að leiðrétta þetta tiltekna atriði í fréttinni. Blaðið birtir því allt samtalið þar sem það kemur fram með skýrum hætti að blaðamaður DV bauðst til að leiðrétta umfjöllunina ef rangt hefði verið farið með tiltekin atriði, öfugt við það sem Bjarni heldur fram. Lesendur geta svo dæmt sjálfir. Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, var sagt að tiltekið atriði í um- fjöllun um aðkomu hans að eignarhaldsfélaginu Vafningi yrði leiðrétt ef sannað væri að rangt væri farið með. Bjarni hélt því hins vegar fram í yfirlýsingu að DV hefði neitað að leiðrétta umfjöllunina. Bjarni telur að umfjöllun DV um aðkomu hans að viðskipt- unum sé byggð á persónulegri óvild í hans garð. Hann vill lítið tjá sig um Vafning. „ÞÉR ER BARA ILLA VIÐ MIG“ EIGNARHALD Á TURNINUM Í MAKAÓ: Vafningur ehf. - 100 prósent - SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf. - 100 prósent - Drakensberg Investments Limited á Bresku Jómfrúareyjum - 100 prósent - Turninn í Makaó EIGNARHALD Á VAFNINGI: SJ2 EHF (Sjóvá/Wernerssynir) - 48,8 prósent Skeggi ehf. (SJ2, Hrómundur/Einar Sveinsson, Hafsilfur/Benedikt Sveinsson, BNT ehf./Einar og Benedikt ofl. og Sáttur/Guðmundur Ólason) - 39,10 prósent Fjárfestingafélagið Máttur (SJ2, Hrómundur, Hafsilfur) - 12,1 prósent „Ég kom ekkert nálægt þeim ákvörðunum sem áttu sér stað þennan dag.“ INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Ekki satt Gagnrýni Bjarna á frétta- flutning snérist um að ekki væri rétt að fullyrða að ríkissjóður hefði tapað þremur milljörðum á fjárfestingunni í Makaó þar sem ríkið hefði lánað upphæðina inn í tryggingafélagið og gæti því fengið hana aftur. Bjarni sagði DV ekki reiðubúið að leiðrétta þetta atriði en samtalið sýnir fram á annað. Aðkoma Bjarna ekki ljós Aðkoma Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, að viðskiptum Vafnings liggur enn ekki ljós fyrir þar sem hann hefur ekki viljað tjá sig mikið um þau. Vitað er að hann veðsetti bréf félagsins og að fjölskylda hans átti stóran hlut í félaginu. Karl Wernersson og Guðmundur Ólason hjá Milestone hafa skipulagt viðskiptin að stóru leyti. YFIRLÝSING BJARNA BENEDIKTSSONAR, FORMANNS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS, FRÁ ÞVÍ SÍÐASTA SUNNUDAG: „Undanfarna daga hefur DV slegið upp fréttum í þeim tilgangi að reyna að sýna fram á tengsl mín við fjárfestingar á Makaó. Ég hef greint blaðinu frá því að ég hafi ekki komið nálægt ákvörðunum um þær fjárfestingar. Í dag hringdi blaðamaður DV, Ingi Vilhjálmsson, í mig vegna sama máls. Ég tjáði honum að ég treysti ekki samskiptum við blaðið og því myndi ég ekki vilja bregðast sérstaklega við frekari spurningum. Ég rakti rangfærslur blaðsins fyrir blaðamannin- um og lýsti þeirri skoðun minni að ég teldi rétt að blaðið birti leiðréttingu vegna umfjöllunar sinnar. Slíkar leiðréttingar hefur DV ekki áhuga á að birta. Ég hafði því samband við eiganda blaðsins, Hrein Loftsson, og tjáði honum að ég teldi blaðamennsku af því tagi sem birst hefði síðastliðna daga algerlega óásættanlega. Áður en ég hafði haft tök á að fara yfir samskipti mín við blaðið æsti Hreinn sig, sagðist ekki lúta mínu boðvaldi og sagði mér að eiga samskipti um þetta við ritstjórn blaðsins. Að svo búnu skellti hann á. Stuttu síðar birtist viðtal við eigandann þar sem hann segist hafa spurt mig til hvers ég ætlaðist af honum og að ég hafi svarað með því að krefjast þess að hann stöðvaði fréttaflutning blaðsins. Þessi hluti samtals okkar Hreins hefði kannski getað farið fram ef samtalið hefði orðið lengra. En hann náði því miður ekki að bera spurninguna upp við mig áður en hann skellti á mig. Ég hef því aldrei farið fram á að Hreinn Loftsson stöðvaði fréttaflutning DV, þó óvandaður sé. Ætlun mín var einfaldlega sú að segja eiganda blaðsins skoðun mína á óásættanlegum vinnubrögðum blaðamanns sem þar starfar og útskýra fyrir honum í hverju ég teldi rangfærslur þess liggja. Nú er komið í ljós að Hreini Loftssyni er alveg sama um með hvaða hætti fréttamenn á hans vegum starfa að fréttaflutningi. Sá fréttaflutningur er hvorki vandaður, réttmætur né sanngjarn. Það verður Hreinn Loftsson að eiga við sig. Ég bið hann engu að síður að hafa rétt eftir þegar hann lýsir stuttum samskiptum okkar sem hann sjálfur batt enda á. Framganga blaðamanna DV og eiganda blaðsins eru hins vegar þess eðlis að um þetta mál mun ég ekki frekar við þá ræða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.