Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. desember 2009 FRÉTTIR www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Airfree lofthreinsitækið Byggir á nýrri tækni sem eyðir • Svifryki, myglusveppi og ólykt • Gæludýraflösu og bakteríum • Vírusum og öðrum örverum • Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt • Tilvalið á heimilið og skrifstofuna Hæð aðeins 27 cm Betra loft betri líðan Opið laugardaga til jóla kl. 11-16 „Það er ágreiningur um greiðslu fyrir múrverk á heimili mínu,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinn- ar. Verktakafyrirtækið Húsaklæðning ehf. hefur höfðað mál á hendur Helga þar sem menn þar á bæ telja að hann hafi ekki greitt að fullu fyrir breyting- ar sem fyrirtækið gerði á heimili hans á Hólavallagötu í miðbæ Reykjavík- ur. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. „Við teljum okkur vera búin að borga reikninginn en sá sem var með verkið telur sig eiga að fá meira greitt. Okkur hefur ekki enn þá tekist að leysa það,“ segir Helgi. Hann segist hafa ráð- ist í framkvæmdirnar vegna stækkun- ar fjölskyldu sinnar og hann hafi þegar greitt fyrirtækinu eina og hálfa milljón króna. Fyrirtækið hafi hins vegar krafið hann um rúmar tvær milljónir króna og um það snúist málið. „Ég vona að það leysist úr þessum ágreiningi,“ seg- ir Helgi. Eyjólfur Matthíasson, einn eig- enda Húsaklæðningar, segir í sam- tali við DV að undirverktaki hafi sinnt verkinu fyrir fyrirtækið. Það liggi fyr- ir að Helgi skuldi fyrirtækinu peninga vegna verksins. „Helgi var alltaf enda- laust að bæta við og svo neitaði hann að borga,“ segir hann. „Þetta er búið að vera lengi í bígerð og er bara leiðinda- mál,“ segir Eyjólfur en framkvæmdir við stækkun hússins hófust fyrir um tveimur árum. Aðalmeðferð í málinu fer líklega fram eftir áramót. einar@dv.is Helgi Hjörvar Verktaki segir að Helgi hafi ekki greitt að fullu fyrir verkið . Deilt um greiðslu vegna stækkunar á húsi Helga Hjörvar: Þingmanni stefnt fyrir dóm Sífellt yngri börn eignast farsíma Börn eru nú yngri þegar þau fá fyrsta farsímann og algengt er að þau noti netið í gegnum farsíma. Að öllum líkindum má rekja það til aukinnar notkun- ar 3G-farsíma. Þetta er útkoma nýrrar könnunar SAFT - Sam- félags, fjölskyldu og tækni, sem er vakningarátak um örugga og jákvæða netnotkun barna og unglinga á Íslandi, í samstarfi við Heimili og skóla. Könnunin sýnir að flest börn fá farsíma á aldrinum 8 til 11 ára en aukning hefur orðið á farsímaeign yngstu kynslóðarinnar. Rauð jól í höfuðborginni Flest bendir til þess að jólin verði rauð á höfuðborgarsvæð- inu en hvít fyrir norð- an. Þetta segir Einar Sveinbjörns- son veður- fræðingur á bloggsíðu sinni, Veð- urvaktinni. Einar tekur þó fram að hugsan- lega geti snjóað á sunnanverðu landinu rétt fyrir jól. „Yfirgnæf- andi líkur eru á því að það snjói nokkuð norðan- og austanlands til jóla og einnig að sá snjór haldi, því alvöru bloti eða þíða er næsta óhugsandi eins og stað- an er nú. Þó svo að flest bendi til þess að veðráttan haldist alveg þurr sunnan- og suðvestanlands er meira vafamál hvað gerist síðustu dagana fyrir jól, hæglega gæti sett niður einhvern snjó, en hvar og hvenær er ómögulegt að geta sér til um fyrr en nær dreg- ur,“ segir Einar. Nágrannar af- stýra ránum Svo virðist sem öflug ná- grannavarsla sé nú í Hlíða- hverfinu í Reykjavík en í tvígang hefur lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu handtek- ið þar innbrotsþjófa eftir að íbúar í hverfinu tilkynntu um grunsamlegar mannaferðir. Í báðum tilvikum, á föstudag- inn og um þarsíðustu helgi, var um að ræða innbrot í Há- teigsskóla þar sem skjávörp- um var stolið. Flest bendir til þess að lítil endurnýjun verði í efstu sætum framboðslista Sjálfstæð- isflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta vekur furðu margra í ljósi mikillar óánægju í grasrót flokksins undanfarin misseri vegna REI-málsins, sundur- lyndis og óstöðugleika í borgarstjórn á kjörtímabilinu. Frestur til að tilkynna þátttöku í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borg- arstjórnarkosningarnar næsta vor rann út síðdegis í gær. Prófkjörið sjálft verður haldið 23. janúar næst- komandi. Ekki er að sjá að neinn bjóði sig fram gegn Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur í efsta sæti listans, en allt stefnir í harðan slag um annað sæti og næstu sæti þar á eftir. Meðal þeirra sem sækjast eftir öðru sæti listans eru Geir Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson og Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og jafnvel Þorbjörg Helga Vigfúsdótt- ir. Fleiri kunna að blanda sér í þann slag. Allt eru þetta núverandi borg- arfulltrúar nema Geir Sveinsson sem tilkynnti framboð sitt í gær. Degi fyrr tilkynnti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgar- stjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, að hann hygðist ekki sækjast eftir sæti á framboðs- listanum í vor. Þess má geta að Geir Sveinsson er tengdasonur Vilhjálms og nýtur stuðnings hans. Súpa enn seyðið af REI Það er mál sjálfstæðismanna, sem DV hefur rætt við, að ekki hafi gró- ið um heilt eftir að hópur undir for- ystu Hönnu Birnu, Gísla Marteins og Þorbjargar Helgu fór gegn Vil- hjálmi í REI-málinu árið 2007. Þótti svonefndum sexmenningahópi sem borgarstjórinn hefði ekki nægjan- legt samráð við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í málinu. Hóp- urinn stillti í raun Vilhjálmi upp við vegg og kvartaði yfir framferði hans við Geir H. Haarde þáverandi forsæt- isráðherra og formann Sjálfstæðis- flokksins. Sexmenningarnir vildu að Vil- hjálmur viki en voru ekki á eitt sáttir um hver taka ætti við af honum. Ljóst er að Vilhjálmur varð undir í REI- málinu gagnvart sexmenningunum. Niðurstaða málsins var að stefnu- breyting sjálfstæðismanna í REI- málinu varð loks til þess að upp úr meirihlutasamstarfi þeirra og Björns Inga Hrafnssonar, Framsóknarflokki, slitnaði og meirihlutinn féll. Ofangreind atburðarás vakti óánægju í grasrót flokksins. Margir ætluðu að í fyllingu tímans yrði meiri endurnýjun á listanum en raun ber vitni. Ánægja með Hönnu Birnu Nú hafa veður skipast í lofti. Hanna Birna, sem verið hefur borgarstjóri síðan í ágúst í fyrra, nýtur trausts meirihluta borgarbúa. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Capacent fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru 64 prósent borgarbúa frekar eða mjög ánægð með störf Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra. At- hygli vekur að helmingi fleiri karl- ar en konur segjast mjög ánægðir með störf hennar. Úrtak Capacent var á tólfta hundrað íbúar borgar- innar. Fyrir tæpu ári sýndi Þjóðarpúls- könnun að 54 prósent voru ánægð með Dag B. Eggertsson sem borg- arstjóra. Með sambærilegri fram- setningu og í Capacent-könnun- inni nú voru yfir 70 prósent frekar eða mjög ánægð með störf Dags B. Eggertssonar fyrir tæpu ári. Ekkert öruggt Sjálfstæðismenn, sem DV hefur rætt við, velta því nú fyrir sér hvort fram- boð Geirs Sveinssonar kunni að reka fleyg í raðir sitjandi borgarfulltrúa. Þar þykir mestu máli skipta að Geir er eini nýi frambjóðandinn í efstu sætum listans. Samkvæmt heimild- um DV fer Geir fram að vandlega at- huguðu máli og á eigin forsendum. Einn heimildarmaður innan úr Sjálf- stæðisflokknum orðaði það svo að Geir væri reyndur fyrirliði. Aðrir sem blanda sér í baráttuna um örugg sæti á listanum eru Áslaug Friðriksdóttir, formaður Hvatar, Jór- unn Frímannsdóttir og Marta Guð- jónsdóttir, formaður Varðar, en hún sækist eftir þriðja sæti listans. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is GEIR STORMAR INN Á VÖLLINN Prófkjör Sjálfstæð- isflokksins í Reykja- vík 23. janúar 2010: Áslaug María Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Benedikt Ingi Tómasson, verkefnastjóri Björn Gíslason, slökkviliðsmaður og varaborgarfulltrúi Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskverkakona Emil Örn Kristjánsson, leiðsögumaður Geir Sveinsson, sjálfstæður atvinnurekandi Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri Hildur Sverrisdóttir, lögfræðingur Jóhann Páll Símonarson, sjómaður Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi og hjúkrunarfræðingur Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Kristján Guðmundsson, húsasmiður Marta Guðjónsdóttir, formaður Varðar Ragnar Sær Ragnarsson, leikskóla- kennari og varaborgarfulltrúi Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Þorkell Ragnarsson, sölufulltrúi Ofangreind atburðarás vakti óánægju í grasrót flokksins. Margir ætl- uðu að í fyllingu tímans yrði meiri endurnýjun á listanum en raun ber vitni. Geir Sveinsson Geir er kvæntur Jóhönnu dóttur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar sem ákveðið hefur að draga sig í hlé eftir 28 ára starf í borgarstjórn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.