Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. desember 2009 FRÉTTIR Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari hefur ritað Landsbankanum bréf og óskað eftir upplýsingum um rík- isskuldabréf frá Venesúela fyrir um 30 milljarða króna sem Jón Gerald Sullen berger bauð bankanum til fjárstýringar eða annarrar umsýslu í ágúst 2006. Vakni grunur um peningaþvætti ber lögum samkvæmt að tilkynna slík mál til lögreglu. Ríkissaksóknari vill af þeim sökum ganga úr skugga um hvort bankinn hafi tilkynnt um atvikið. Embætti ríkislögreglustjóra hef- ur þvertekið fyrir að tilkynning hafi borist um málið frá Landsbankan- um. Það fer hins vegar þvert gegn upplýsingum núverandi og fyrrver- andi heimildarmanna innan bank- ans. Þeir kannast vel við málið, rétt eins og Jón Gerald sjálfur, og fullyrða að það hafi verið tilkynnt til ríkislög- reglustjóra. Þannig standa orð ríkis- lögreglustjóra gegn orðum heimild- armanna DV innan Landsbankans. Málið sent ríkissaksóknara Ríkislögreglustjóri undi þessu ekki og leitaði til ríkissaksóknara í síð- ustu viku með svofellt erindi: „Í til- efni af fréttaflutningi DV um að nafngreindur einstaklingur hafi á árinu 2006 gert tilraun til að þvætta 30 milljarða króna í viðskiptum hjá Landsbankanum og vegna ásak- ana blaðsins um að embætti ríkis- lögreglustjóra hafi ekki rannsakað málið eins og því hafi borið lögum samkvæmt þá hefur ríkislögreglu- stjóri sent ríkissaksóknara erindi og óskað eftir að hann fái úr því skorið hvort einhverjir kunni að hafa fram- ið refsiverða háttsemi með því sem hér er lýst. Ríkislögreglustjóri hefur vísað ásökunum DV á bug.“ Ástæða er til að ítreka að í frétt- um DV af málinu hefur embætti rík- islögreglustjóra aldrei verið borið á brýn að hafa ekki rannsakað mál- ið samkvæmt lögum. Aðeins hefur verið greint frá því að orð embætt- isins standi gegn orðum heimildar- manna DV innan Landsbankans. Leitin að sannleikanum Í bréfi ríkissaksóknara til Lands- bankans, sem dagsett er 14. desem- ber, er vakin athygli á að samkvæmt 17. grein laga um varnir gegn pen- ingaþvætti og hryðjuverkum sé bankanum skylt að láta athuga gaumgæfilega öll viðskipti og fyr- irhuguð viðskipti sem grunur leiki á að rekja megi til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka og tilkynna lögreglu um viðskipti þar sem slík tengsl séu talin vera fyrir hendi. „Gildir þetta einkum um við- skipti sem eru óvenjuleg, mikil eða flókin með hliðsjón af venjubund- inni starfsemi viðskiptamannsins eða virðist ekki hafa fjárhagslegan eða lögmætan tilgang,“ eins og segir í bréfinu. Af þessum sökum óskar ríkis- saksóknari eftir því að Landsbank- inn upplýsi hvort Jón Gerald Sullen- berger hafi haustið 2006 óskað þess að Landsbanki Íslands tæki í um- sýslu ríkisskuldabréf frá Venesúela, skráð í dollurum að verðmæti um 30 milljarðar króna. Hafi sú verið raunin óskar ríkis- saksóknari eftir því í öðru lagi að fá upplýsingar um það hvort athugun bankans hafi leitt til þess að grunur léki á að viðskiptin tengdust pen- ingaþvætti sem tilkynna bar til rík- islögreglustjóra. Eru til gögn um málið? Ríkissaksóknari spyr einnig „...hvort Landsbanki Íslands hf. hafi sent slíka tilkynningu, hver hafi sent hana og þá hvort skrifleg staðfesting á mót- töku tilkynningarinnar hafi borist frá ríkislögreglustjóra svo sem kveðið er á um í 19. grein laga númer 64/2006.“ Þá vill embætti ríkissaksóknara vita hvort Landsbankinn hafi haft innri reglur fyrir bankann um varn- ir gegn peningaþvætti á þeim tíma sem um ræðir eða haustið 2006. Loks vill ríkissaksóknari fá upp- lýsingar um í hvaða formi lögboðn- ar tilkynningar til ríkislögreglustjóra hafi almennt verið sendar það er með sérstöku bréfi og tölvupósti og hvort slíkt hafi í einhverjum tilvik- um verið gert símleiðis. Ljóst er að starfsmenn Lands- bankans stöðvuðu málið innan bankans á grundvelli athugunar innan bankans. Það vekur grun- semdir um að eitthvað hafi þótt at- hugavert við málið. Hafi svo verið var augljóslega skylt að tilkynna það til ríkislögreglustjóra. Jafn skýrt er í lögum að bankanum hefði átt að berast staðfesting frá ríkislögreglu- stjóra um móttöku tilkynningar. Vitnisburður Jóns Geralds Eins og DV hefur greint frá hefur Jón Gerald við- urkennt í sam- tali við blaðið að hafa boðið Landsbankan- um umrædd skuldabréf seint í ágúst 2006 í um- boði ónefnds þriðja manns frá Mi- ami, þar sem Jón Gerald bjó. „Það passar að ég hafi komið með þessi bréf og einnig að þetta hafi verið há upphæð. Þetta voru bréf sem að- ili niðri í Miami var með og var að bjóða. Ég sagði honum að ég gæti kannað áhuga Landsbankans á bréfunum. Ég ýtti þessu bara áfram en kom aldrei neitt nálægt þessu. Ég sá aldrei þessi bréf,“ sagði Jón Ger- ald við DV 1. desember síðastlið- inn: „Ég kom aldrei nálægt þessu. Ég spurði bara bankann hvort hann hefði áhuga og lagði málið fyrir þá en kom ekki nálægt þessu annars. Mig minnir að bankanum hafi ver- ið boðin bréfin til kaups.“ Aðspurð- ur bætti Jón Gerald við að það hefði sennilega átt að vera með umtals- verðum afföllum. Hann þvertók fyr- ir að hann hefði átt að fá þóknun fyrir að búa til verðmæti úr bréfun- um. „Ekki krónu!“ Í samtali við blaðamann DV 9. desember sagði Jón Gerald að ekki hefði verið um peningaþvætti að ræða: „Þetta var enginn peninga- þvottur og það voru engin bréf boð- in Landsbankanum. Þessi bréf voru „Euro clear“ og gilda til 2023, ríkis- skuldabréf. Þessi aðili ætlaði að biðja Landsbankann að hafa milli- göngu fyrir sig um að selja bréfin og það er allt og sumt.“ Landsbankamaður í þjónustu Jóns Geralds Sá starfsmaður Landsbankans sem rak erindi Jóns Geralds og þriðja aðila í Miami innan bankans heitir Ingólfur Guðmundsson. Hann var framkvæmdastjóri einkabankasviðs Landsbankans á þeim tíma sem Jón Gerald bauð Landsbankanum um- rædd skuldabréf. Ingólfur hætti störfum í Lands- bankanum síðastliðið sumar. Hann hefur haft með höndum fjármála- stjórn við uppsetningu á Kosti, lág- vöruverðsverslun Jóns Geralds í Kópavogi, og situr nú í stjórn félags- ins. Í samtali við DV 4. desember gerði Ingólfur lítið úr viðskiptunum með bréfin frá Venesúela; aðeins hefði verið um að ræða könnun á gildi þeirra og markaðs- virði. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari hefur sent Landsbankanum bréf og vill fá upplýsingar um það hvort Jón Gerald Sullenberger hafi boðið bankanum skuldabréf frá Suður-Ameríku til fjárstýringar eða ann- arrar umsýslu haustið 2006. Ríkissaksóknari vill einnig fá að vita hvort bankinn hafi rannsakað málið í samræmi við lög og tilkynnt það til ríkislögreglustjóra hafi grunur vaknað um eitthvað misjafnt. Þar stendur orð gegn orði því ríkislögreglustjóri kannast ekkert við málið. RÍKISSAKSÓKNARI VILL UPPLÝSINGAR JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Sendi ríkissaksóknara málið Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri undi ekki því að orð hans stæðu gegn orðum Landsbanka- manna og sendi málið til ríkissaksóknara. Landsbankinn upplýsi málið Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari spyr hvort Landsbanki Íslands hf. hafi sent tilkynningu um grunsemdir sínar, hver hafi sent hana og þá hvort skrifleg staðfesting á móttöku tilkynningarinnar hafi borist frá ríkislögreglustjóra. Kaupmaðurinn í Kópavogi Jón Gerald Sullenberger er í góðum tengslum við Ingólf Guðmundsson sem rak mál hans í Landsbankanum árið 2006. Ingólfur situr nú í stjórn Kosts og annaðist fjármál við uppsetningu á matvöruverslun Jóns Geralds í Kópavogi. Peningaþvætti - skilgreining: „Þegar einstaklingur eða lög- aðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutningi ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum.“ (Lög nr. 64/ 2006) Ríkissaksóknari spyr einnig „ ...hvort Lands- banki Íslands hf. hafi sent slíka tilkynningu, hver hafi sent hana og þá hvort skrifleg stað- festing á móttöku til- kynningarinnar hafi borist frá ríkislögreglu- stjóra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.