Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Qupperneq 12
Hamborgarhryggur Krónunnar bar höfuð og herðar yfir tíu aðra hamborg- arhryggi í árlegri bragðkönnun DV. Hryggurinn hlaut meðaleinkunnina 3,5 af 5 mögulegum. Í öðru sæti hafn- aði hryggurinn sem er framleiddur fyr- ir Bónus. Athygli vekur að þessir tveir hryggir eru jafnframt ódýrustu ham- borgarhryggirnir sem völ er á. Kíló- verðið er 899 krónur með afslætti. Ellefu hryggir smakkaðir Fimm matgæðingar skipuðu dóm- nefndina. Það voru matreiðslumeist- arinn Sigurður Hall, landsliðskokk- urinn og eigandi Fiskmarkaðarins, Hrefna Rósa Jóhannesdóttir Sætran, Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslu- meistari á Gestgjafanum, Sólveig Baldursdóttir, ritstjóri Gestgjafans, og Örn Árnason, skemmtikraftur og mat- gæðingur. Bragðkönnunin fór þannig fram að DV fór í verslanir á höfuðborgarsvæð- inu og keypti flesta, eða alla, þá hryggi sem eru á markaði; alls ellefu vöru- merki. Magnús Örn Guðmarsson mat- reiðslumeistari hafði umsjón með eldun kjötsins en það var allt soðið á nákvæmlega sama hátt, til að fyllsta hlutleysis væri gætt. Kjötið var bor- ið fram kalt á númeruðum bökkum, þannig að dómnefndin gat á engan hátt vitað hvaða hryggur var hvaðan. Með kjötinu hafði dómnefndin malt og appelsín við hönd. Dómnefnd- in var beðin um að gefa hverju kjöti stjörnur; að hámarki fimm, auk stuttr- ar umsagnar um hvert og eitt stykki. Ódýrastir og bestir Eins og áður sagði voru það hryggirnir HELMINGSMUN- UR Á HANGI- KJÖTI Árleg bragðkönnun DV á hangi- lærum leiddi í ljós að verðmun- urinn á kjötinu er gríðarlegur. Og það sem meira er, verð og bragð- gæði fara ekki saman, ef marka má dómnefndina sem skipuð var valinkunnum matreiðslumönn- um og matgæðingum. Kílóverð- ið á Fjallahangikjöti, sem fæst í Bónus, kostaði þannig tæpar 2.000 krónur en hangikjötið frá Gallerí Kjöt liðlega 4.000 krónur. Fjallahangikjötið hafnaði í þriðja sæti, rétt á eftir sigurvegurunum en dýrasta kjötið varð í næst- neðsta sæti. Ódýrasta kjötið rýrn- aði jafnframt nærri þrefalt minna en það dýrasta, eða um aðeins 5,6 prósent. ÁTT AÐ FÁ STIMPILINN Viðskiptavinir ættu ekki að lenda í vandræðum með að fá stimpil hjá gjaldkerum þegar þeir greiða reikninga í bönkum. Neytenda- samtökin hafa fengið athuga- semdir frá fólki þess efnis að bankarnir stimpli ekki lengur reikningana. Þess í stað fáist út- prentað yfirlit yfir reikninga sem greiddir eru hverju sinni. Sam- tökin könnuðu málið og komust að því að í Landsbankanum hefði verið ákveðið að hætta að nota stimpla en sú ákvörðun hafi ver- ið endurskoðuð vegna óánægju viðskiptavina. Í Íslandsbanka og Arion banka fá viðskiptavinir stimpil ef þeir óska eftir því en hjá Byr eru allir reikningar stimplað- ir, að því er fram kemur á ns.is. n Tveir viðskiptavinir Vodafone höfðu samband við DV í byrjun vikunnar til að kvarta yfir þjónustuveri Vodafone. Annar beið í tæpan hálftíma á línunni áður en hann gafst upp á biðinni og var sjónvarpslaus það kvöldið. Hinum féllust hendur þegar hann hringdi og heyrði að 25 væru á undan honum í röðinni. n Prentsmiðjan Prentmet fær lofið í dag. Viðskiptavinur, sem lét útbúa fyrir sig jólakort, sagði þjónustu fyrirtækis- ins til fyrirmyndar. „Þjónustan og þjónustulundin er til fyrirmynd- ar. Ungur maður kom með jólakortin tilbúin í prent og þau hjá Prentmeti skiluðu frábæru verki. Með bros á vör,“ sagði hann. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 12 MIÐVIKUDAGUR 16. desember 2009 NEYTENDUR DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 186,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 182,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 186,4 kr. VERÐ Á LÍTRA 181,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 186,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,8 kr. Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 181,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 178,2 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 184,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 181,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 186,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 182,9 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i ÓDÝRASTI HRYGGURINN BESTUR frá Krónunni og Bónus sem höfnuðu í tveimur efstu sætunum; jafnframt þeir ódýrustu. Engir aðrir hryggir fengu hærri meðaleinkunn en þrjár stjörnur. Hryggurinn frá Ali hafnaði í þriðja sæti með 2,9 stjörnur í meðaleinkunn en þar á eftir fylgdu hryggirnir frá KEA og SS með 2,8. Hryggurinn frá Nettó fékk 2,5 í einkunn en aðrir voru vel undir meðallagi. Nóatúnshamborgarhryggurinn þótti áberandi verstur. Eftir að dóm- nefndin skilaði einkunnarblöðum sínum spratt upp umræða um hrygg- inn. Niðurstaðan varð sú að þetta ein- tak af Nóatúnshryggnum hlyti að vera skemmt. Bragðið þótti alls ekki gott og áferðin á kjötinu einkennileg og litur- inn einnig . Bragðlítið og vatnskennt Dómnefndin var heilt yfir ekki ánægð með hamborgarhryggina í ár. Siggi Hall var ómyrkur í máli eftir að hann hafði smakkað þá alla: „Þetta er allt saman unnin kjötvara. Hún er illa unnin og á kostnað neytandans. Ég auglýsi eftir alvörusvínakjöti, vand- aðri framleiðslu. Ég þori að veðja að neytendur vilja kaupa vandaða og vel reykta svínakjötsvöru, jafnvel þó að það kosti aðeins meira. Hér ertu að borga fyrir vatn og gervibragð,“ sagði hann og sagðist velta fyrir sér hvort það væri bara b- eða jafnvel c-flokkur af kjöti sem færi í hamborgarhrygg- ina. Bestu bitarnir færu ef til vill í ann- að. Hrefna og Sólveig tóku í svipaðan streng og sögðu að hryggirnir væru bæði gervilegir og vatnsmiklir. Þeir væru of líkir og erfitt væri að gera upp á milli þeirra. Úlfar var heilt yfir ekki nógu ánægður með hryggina að þessu sinni. Honum fannst ekkert varið í þá marga. Örn sagðist sakna bragðsins af alvöruhamborgarhrygg, sem lifði í minningu hans en erfitt væri að útskýra. „Í minningunni er hamborgarhryggur bragðsterkari og dekkri. Það er eitthvað sem vantar í þessa,“ sagði hann. Tíu prósenta rýrnun DV bryddaði upp á þeirri nýbreytni að mæla rýrnun á kjötinu. Það var gert þannig að hryggirnir voru vigtaðir fyrir suðu og strax eftir að þeir voru teknir upp úr pottunum. Hryggirnir rýrnuðu að jafnaði um 10 prósent en munurinn á milli ein- stakra hryggja reyndist mjög mikill. Þannig rýrnaði Kjötsels-hryggurinn mest, eða um rúm 18 prósent, en SS- hryggurinn minnst, um aðeins 2,55 prósent. Bestu tveir hryggirnir voru nálægt meðaltali þegar kom að rýrn- un. Dýrasti hryggurinn, frá Gallerí Kjöt, sem kostar þúsund krónum meira en næstdýrastir hryggurinn, rýrnaði næstmest allra hryggja, eða um 16,32 prósent. Hann þótti enn fremur næstlakastur á bragðið. Tveir ódýrustu hryggirnir urðu í efstu sætunum í árlegri bragðkönnun DV á hamborgarhryggjum. Það eru hrygg- irnir frá Krónunni og Bónus. Ali-ham- borgarhryggurinn varð í þriðja sæti. Dómnefndin var heilt yfir ekki ánægð með hryggina; þeir þóttu bragðdaufir og vatnskenndir. Kjötsels-hryggurinn rýrn- aði mest, um nærri 20 prósent. Líta vel út Hryggirnir í ár þóttu ekki nógu bragðmiklir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.