Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. desember 2009 FRÉTTIR
Tiger Woods-
tölvuleikur
Lauslæti Tigers Woods hefur
orðið kveikjan að netleik þar
sem hægt er að hjálpa hinu
fallna goði að flýja barsmíðar
bandbrjálaðrar eiginkonu hans.
Leikurinn gengur út á að
hjálpa Woods að komast yfir
ýmiss konar hindranir í veginum
þegar hann keyrir frá illilegri
Elinu Nordegren sem eltir hann,
sveiflandi golfkylfu. Í farþega-
sætinu hjá Tiger Woods situr
dularfullur kvenmaður.
Aðdáendur og styrktaraðilar
virðast hafa sett Tiger Woods út
af sakramentinu í kjölfar upp-
ljóstrana um skrautlegt ástalíf
hans og er hann nú dáraður í
stað þess að vera dáður.
Fæddi barn
á æfingu
Kraftakonan Elizabeth Poblete
frá Chile sem stundar ólympísk-
ar lyftingar eignaðist óvænt son
við æfingar. Poblete, sem keppti
á Ólympíuleikunum í Peking í
Kína, var við æfingar í Sao Paulo
þegar hún fæddi soninn. Á æf-
ingum viku fyrr hafði Poblete
haft á orði að hún væri hálf-
slöpp, en varð „hissa“ þegar hún
komst að því að hún var barns-
hafandi.
Drengurinn fæddist þremur
mánuðum fyrir tímann og er
á gjörgæslu. Móðir hans hefur
samkvæmt vefsíðu The Guardi-
an yfirgefið sjúkrahúsið og sagði
í sjónvarpsviðtali að hún hefði
ekki efni á að greiða sjúkra-
húskostnað sinn og barnsins.
Stjórnendur sjúkrahússins neita
að hafa útskrifað Poblete vegna
ógreiddra reikninga.
Kaffi og te gegn
sykursýki
Te- og kaffidrykkjufólk er í minni
hættu á að fá sykursýki, tegund
2, en aðrir. Vísindamenn á veg-
um Archives og Internal Medi-
cine skoðuðu átján aðskildar
rannsóknir sem tóku til nærri
hálfrar milljónar manna, og að
sögn vísindamannanna er vörn-
ina jafnvel ekki að finna í koffíni
því koffínlaust kaffi hefur mestu
áhrifin.
Samkvæmt greiningunni
minnkar áhættan um fimmtung
hjá fólki sem drekkur þrjá eða
fjóra bolla af kaffi eða tei. Sama
magn af koffínlausu kaffi hefur
enn meiri áhrif og dregur úr
áhættunni um þriðjung.
Að sögn Antonios Maria Costa, yf-
irmanns fíkniefna- og glæpadeildar
Sameinuðu þjóðanna, hélt fíkniefna-
fé upp á milljarða Bandaríkjadala
fjármálakerfinu á floti í dýpstu lægð
fjármálakreppunnar. Í viðtali við
breska blaðið Observer sagði Ant-
onio Maria Costa að hann hefði séð
sannanir fyrir því að gróði af skipu-
lagðri glæpastarfsemi hefði ver-
ið eina lausaféð sem stóð sumum
bönkum, sem voru á barmi gjald-
þrots á síðasta ári, til boða til fjár-
festinga. Að sögn Costa rann stærst-
ur hluti 352 milljarða dala gróða af
fíkniefnaviðskiptum inn í hagkerfið
af þeim sökum.
Orð Antonios Maria Costa munu
vekja upp spurningar um áhrif
glæpastarfsemi á fjármálakerfi þeg-
ar skórinn kreppir, og að auki kalla
eftir frekari rannsókn á bankageiran-
um nú þegar þjóðarleiðtogar, þeirra
á meðal Barack Obama Bandaríkja-
forseti og Gordon Brown, forsætis-
ráðherra Bretlands, hvetja til nýrra
reglugerða varðandi Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn.
Í viðtalinu við Observer sagði
Costa að athygli hans á því hvernig
ólöglegt fíkniefnafé rann inn í hag-
kerfið hefði fyrst verið vakin fyrir
einu og hálfu ári af leyniþjónustu-
stofnunum og saksóknaraembætt-
um. „Í mörgum tilfellum var fíkn-
efnafé eina lausaféð til fjárfestinga. Á
síðari hluta ársins 2008 var greiðslu-
geta eitt helsta vandamál bankakerf-
isins og því varð lausafjárstaða mikil-
vægur þáttur,“ sagði Costa.
Sumar þeirra vísbendinga sem
skrifstofu hans hafa borist gefa til
kynna að fjármunir fengnir fyrir til-
stilli glæpa hafi verið nýttir til að
verja einhverja banka falli þegar fok-
ið var í flest önnur skjól.
Fé og fíkniefni Ólöglegt fjármagn hélt fjármálakerfinu á floti. MYND: PHOTOS.COM
Gróði vegna glæpastarfsemi rann inn í fjármálakerfið í kreppunni:
Fíkniefnagróði varði banka falli
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu, hafði að eigin sögn hugboð
um að ráðist yrði á hann á sunnu-
dagskvöldið, þegar hann var lam-
inn í andlitið með styttu af dóm-
kirkjunni í Mílanó. Við árásina
brotnuðu tvær tennur úr forsætis-
ráðherranum auk þess sem hann
nefbrotnaði.
Berlusconi mun hafa trúað
Paolo Bonaiuti, talsmanni sínum,
fyrir því þegar þeir voru á leiðinni
að torginu við dómkirkjuna að
hann óttaðist „að eitthvað kynni að
gerast“ vegna „andrúmslofts hat-
urs“ sem hafði beinst gegn honum.
„Ég hata hann“
Árásarmaðurinn, Massimo Tar-
taglia 42 ára rafmagnsverkfræðing-
ur, hefur glímt við andleg vanda-
mál og sagði, samkvæmt ítölskum
fjölmiðlum: „Ég hata hann,“ þegar
hann var spurður hvort hann ósk-
aði Berlusconi einhvers ills.
Samkvæmt nýjustu fréttum var
árásin á Berlusconi gerð að yfir-
lögðu ráði, en ekki í hita augna-
bliksins. Að sögn Robertos Mar-
oni, innanríkisráðherra Ítalíu, hafði
árásarmaðurinn „þróað með sér
reiði“ í garð Berlusconi í þó nokk-
urn tíma. Maroni sagði að Tartaglia
hefði beðið á torginu við dómkirkj-
una í Mílanó í nokkrar klukku-
stundir áður en Silvio Berlusconi
kom þangað og Tartaglia hefði ver-
ið „að undirbúa sinn geðveikislega
verknað“.
„Hann var með piparúða og
var einnig með kross úr plexígleri,“
sagði Roberto Maroni. Hann sagði
einnig að árásarmaðurinn tilheyrði
ekki nokkrum pólitískum samtök-
um og sagði hann vera ókvæntan
og þjást af ofsóknarkennd.
Silvio Berlusconi verður senni-
lega útskrifaður af sjúkrahúsi í
dag en mun, samkvæmt tilmæl-
um einkalæknis hans, ekki sinna
neinum „mikilvægum“ opinber-
um embættisverkum í tvær vikur.
Berlusconi hefur nú þegar látið af
fyrirætlunum um að heiðra lofts-
lagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn
með nærveru sinni.
Hylltur sem hetja
Ítalir virðast klofnir í afstöðu sinni
til árásarinnar og árásarmanns-
ins og landsbúar eru eðli málsins
slegnir vegna árásarinnar á forsæt-
isráðherrann. En þeir virðast vera
margir sem eru annarrar skoðun-
ar því klukkustundum eftir árásina
á sunnudagskvöld höfðu nokkr-
ir tugir þúsunda skráð sig á Fac-
ebook-síður þar sem árásarmað-
urinn er hylltur sem hetja. En það
er ekki gefið að árásin verði vatn á
myllu stjórnarandstöðunnar því
hún stendur hugsanlega frammi
fyrir því verkefni að aðskilja per-
sónulega samúð sem sá fær sem
lendir í því að vera barinn illilega,
Berlusconi í þessu tilfelli, og ímu-
gustinn sem andstaðan hefur á öllu
því sem Berlusconi stendur fyrir.
Á vefsíðu Guardian er haft eft-
ir James Walson, prófessor við
bandaríska háskólann í Róm, að
samúðaráhrifin sem árásin gæti or-
sakað gætu gert Berlusconi og hans
fólki kleift að koma lögum í gegn-
um þingið sem breyttu sambandi
löggjafarvaldsins og framkvæmda-
valdsins.
Stríðsmenjar
Að sjálfsögðu hafa vaknað upp
vangaveltur um til hvaða ráða Sil-
vio Berlusconi, sem ávallt hef-
ur verið meðvitaður um eigið út-
lit, muni grípa með tilliti til þeirra
áverka sem hann hlaut í árásinni.
Velta menn fyrir sér hvort Berlus-
coni, sem hefur farið í hárígræðslu
og andlitslyftingu, muni reyna að
hylja þau ör sem hann hugsanlega
mun bera vegna árásarinnar, eða
flíka þeim sem stríðsmenjum og
vísbendingu um grimmd andstæð-
inga hans.
Veronica Lario, eiginkona
Berlusconis, sem hefur farið fram á
skilnað, mun hafa hringt á sjúkra-
húsið og spurt um líðan hans en
talaði ekki við hann sjálfan. Stytt-
ur eins og sú sem Massimo Tar-
taglia notaði sem barefli við árásina
á Berlusconi seldust upp í kjölfar
árásarinnar.
Sytta af dómkirkjunni í Mílanó
Hefur selst eins og heitar lummur í
kjölfar árásarinnar. MYND: AFP
Innanríkisráðherra Ítalíu segir árásina á Silvio Berlusconi á sunnudagskvöldið hafa
verið skipulagða og gerða að yfirlögðu ráði. Árásarmaðurinn hefur verið hylltur sem
hetja af tugum þúsunda á þar til stofnuðum Facebook-síðum. Styttur af dómkirkj-
unni í Mílanó seljast eins og heitar lummur.
„ÉG HATA HANN“
...klukkustundum eftir
árásina á sunnudags-
kvöld höfðu nokkrir
tugir þúsunda skráð
sig á Facebook-síður
þar sem árásarmað-
urinn er hylltur sem
hetja.
Blóðugur Berlusconi
Segist hafa fengið hugboð um
yfirvofandi hættu. MYND: AFP
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is