Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Síða 16
Svarthöfði hjó eftir þeim um-mælum Ögmundar Jónasson-ar í síðustu viku að þó að hann hefði hælt nýrri bók Styrmis Gunnarssonar, Umsátrinu, þá þýddi það ekki að hann væri farinn að daðra við Sjálfstæðisflokkinn. Ögmundur skrifaði dóm um bók Moggaritstjór- ans fyrrverandi í nýjasta hefti tíma- ritsins Þjóðmála og telur bókina um margt góða. Svarthöfði tók eftir því að þingmanni vinstrigrænna fannst það skrítið að það eitt að hann talaði vel um bók eftir fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins og náinn samverka- mann Davíðs Oddssonar væri nægj- anleg ástæða til þess að einhverjir net- verjar vildu meina að Ögmundur væri hallur undir Sjálfstæðisflokkinn. Í furðu Ögmundar er mikill sann-leikur að mati Svarthöfða. Hann skilur ekki hvernig hægt er að gagnrýna það að hann hæli bók eftir sjálfstæðismenn eingöngu á þeim forsendum að hann sjálfur sé á öndverðum meiði við þá og geti því ekki hælt þeim sem tengjast flokknum fyrir það sem þeir gera vel. Þeim sem hugsar á þann hátt sem Ögmundur gagnrýnir hefði því líklega ekki fundist neitt athugavert við það ef Ögmund- ur hefði skrifað svipaðan ritdóm um bók með sama inntaki og bók Styrmis, nema að vinstri- maður væri höfundurinn í stað Mogg- aritstjórans fyrrverandi. Þannig snýst umræðan ekki um gildi bókarinn- ar sem hefur verið skrifuð og þann ritdóm sem skrifaður er heldur snýst hún um að eitthvað bogið hljóti að vera við hólið þar sem ritdómarinn er á öndverðum meiði við höfundinn. Svarthöfði sér ekkert athugavert eða bogið við það að vinstri-maður geti hælt sjálfstæðis-manni fyrir það sem hann gerir vel og öfugt. Gildi verka mann- anna hlýtur í einhverjum tilfellum að vera hafið yfir allan vafa, hvort sem þau eru góð eða slæm. Þannig hefði verið galið af einhverjum að ætla að gagnrýna Björn Bjarnason, þáver- andi menntamálaráðherra, fyrir að stuðla á sínum tíma að fríum landsaðgangi að öflugu raf- rænu gagna- safni á vefn- um hvar. is einfald- lega á þeim forsendum að hann til- heyrir einum flokki en ekki öðrum. Sá gerning- ur Björns er nákvæmlega jafn góður og ef Katrín Jakobsdóttir úr VG hefði opnað vefinn. Að vilja ekki hæla ein- hverjum sem er á öndverðum meiði í stjórnmálunum er barnaskapur eða jafnvel helber heimska að mati Svart- höfða. Allt er metið sem gagnrýnivert og illt úr hinni pólitísku áttinni. En hitt gildir þó vitanlega líka: Að einstaklingur hlýtur að mega gagnrýna þá sem eru í sama pólitíska liðinu og hann sjálfur ef þeir gera eitthvað sem hafið er yfir allan vafa að telst slæmt. Þannig má segja að aðkoma Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins, að fjárfestingum Werners- sona í Asíu og Bretlandi sé gagnrýni- verð, sama hvar í flokki menn eru. Það er hlutlægt séð óheppilegt að stjórnmálamaður eins og Bjarni sé í milljarðabraski samhliða störfum sín- um fyrir almenning. Þessi staðreynd er óháð öllum pólitískum flokkadrátt- um. Hið sama hefði gilt ef Jóhanna Sigurðardóttir eða Katrín Júlíusdóttir hefðu verið í þeim sporum Bjarna að veðsetja hlutabréf í félagi sem stóð í milljarðamakki með útrásarvíkingum. Hér gildir engu hvar menn standa í pólitík. ALLT ER ILLT ÚR HINNI ÁTTINNI SPURNINGIN „Nei. Ég held að á svona stundum verði maður að fara í sóknina. Engu að síður þarf maður að kunna góð skil á vörninni,“ segir Geir Sveinsson, fyrrverandi línumaður og fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta. Geir hefur gefið kost á sér í annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram þann 23. janúar næstkomandi. ÆTLAR ÞÚ AÐ PAKKA Í VÖRN? „Ég veit hvað ég vil í lífinu og hef ekki tíma í eitthvert internet-spjall. Ég er með greindarvísitölu upp á 172.“ n Lýtalæknirinn Hosmany Ramos sem dæmdur hefur verið fyrir tvö morð og situr inni í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og leitar nú að íslenskri konu. - DV „Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum því Los Angeles er engin sérstök leikhúsborg.“ n Stefán Karl Stefánsson leikari um þau jákvæðu viðbrögð sem uppfærslan á How the Grinch Stole Christmas, þar sem hann leikur aðalhlutverkið, hefur fengið. - Fréttablaðið „Þarna eru lög um jólaþung- lyndi, jóla- drykkju, jóla- fælni og jólatrega sem er stór hluti af jóla- upplifun margra.“ n Jón Hallur Stefánsson, rithöfundur og tónlistarmaður, um lögin á plötu sem hann og bróðir hans eru nú að senda frá sér. - Morgunblaðið „Mig vantar ekki vinnu, mig vantar frí.“ n Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður sem er bókaður út árið 2010. - Fréttablaðið Réttsýnn saksóknari LEIÐARI Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari hefur krafið forsvarsmenn Lands-banka Íslands skýringa á meintri tilraun til peningaþvættis í bank- anum. Þetta gerist í framhaldi af því að sagt var frá því í DV að Jón Gerald Sullenberger athafnamaður kom í bankann haustið 2006 með skuldabréf frá Venesúela að upphæð 30 milljarðar króna. Jón Gerald óskaði eft- ir því að bankinn tæki þau í umsýslu. Þetta staðfesti hann við DV en neitaði að upplýsa hver hefði falið honum milligöngu. Þá sagði Jón Gerald að lögreglan hefði aldrei yfirheyrt hann vegna málsins. Innan Landsbankans vaknaði grunur um að þetta hefði verið til- raun til peningaþvættis. Í þannig tilvikum er það lagaleg skylda að tilkynna til lögreglu um málið. Heimildarmenn DV innan bank- ans staðhæfa að slík tilkynning hafi verið send. Haraldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri neitar aftur á móti að slíkt hafi átt sér stað. Viðbrögð hans við frétt DV voru þau að fara fram á rannsókn saksóknara. Bæði dómstólar og embætti ríkislög- reglustjóra hafa á sér misjafnt orð. Mannaráðningar hafa iðulega átt sér stað þar sem pólitík er stutt undan. Klíku- skapur hefur ráðið meiru en hæfni einstaklinga. Hluta af landlægri spillingu undan- farinna ára má vísast rekja til þess að illa hefur verið skipað í stóla rétt- argæslu og dóms- kerfis. Flokksvinir hafa verið teknir fram yfir þá hæfari. Krafa þeirra sem dreymir um Nýja-Ísland er sú að réttarkerfið vinni á nótum hlutleysis. Viðbrögð Valtýs varðandi meint peninga- þvætti benda til þess að þar fari emb- ættismaður sem hefur heiðarleika og réttsýni að leiðarljósi. Það er fagnaðarefni að nýr tónn skuli sleg- inn. Ríkissaksóknari á heiður skilið fyr- ir framgöngu sína. Síðar mun vænt- anlega koma í ljós hvort Landsbank- inn hafi brugð- ist eða ríkis- lögreglustjóri. Réttlætið er í augsýn. REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Það er fagnaðarefni að nýr tónn skuli sleginn. BÓKSTAFLEGA 16 MIÐVIKUDAGUR 16. desember 2009 UMRÆÐA SANDKORN n Heldur gætir vaxandi bjartsýni hjá ríkisstjórninni um að hún standi af sér Icesave. Nokkrir þingmenn VG munu hlaupast undan merkjum stjórnarinn- ar og greiða atkvæði gegn frumvarp- inu í sinni lokamynd. Þó telja menn sig hafa vissu fyr- ir því að Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir muni greiða atkvæði með Stein- grími J. Sigfússyni, formanni og fjármálaráðherra. Þar með gæti ísbjörninn verið unninn. n „Nýr“ fréttastjóri hefur tekið við á Morgunblaðinu eftir að Egill Ólafsson baðst lausnar frá því starfi. Arftakinn er enginn annar en Sigtryggur Sigtryggs- son, fyrrverandi fréttastjóri til margra ára, sem Ólafur Stephen- sen skákaði niður á gólf þegar hann tók við rit- stjórn. Það vekur athygli að þessari breytingu virðist laumað inn í hausinn á blaðsíðu tvö án þess að sérstök frétt sé skrifuð um hana eins og venjan hefur verið. n Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður Moggans, upp- lýsti í samtali við Vísi að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hefði í haust látið stöðva birtingu við- tals sem hún hafði tekið við Bjarna. Hermt er að formannin- um hafi ekki líkað þær spurning- ar sem Kolbrún bar fram. Því er spáð að á næstunni verði viðtal við Bjarna í Mogganum og það verði Agnes Bragadóttir pistlahöfundur sem spyrji réttu spurninganna. n Óla Birni Kárasyni, ritstjóra amx.is og varaþingmanni Sjálf- stæðisflokks í Kraganum, er mikið niðri fyrir vegna símhring- ingar Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, til Hreins Loftsson- ar, útgef- anda DV. Honum líka ekki þau orð sem Hreinn notaði um Bjarna, svo sem símadóni. „Þegar skráður útgefandi tal- ar með þeim hætti verður vart mikið taumhald haft á fjölmiðl- um undir hans stjórn,“ skrif- ar Óli. Sjálfur var hann á árum áður svokallaður aðalritstjóri DV og skráður eigandi að miklu leyti. „Taumhald“ hans mæltist þannig fyrir hjá almenningi að útgáfan fór í gjaldþrot. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRAR: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.