Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Page 17
Hver er maðurinn? „Binni,
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson.“
Hvað drífur þig áfram? „Það veit
ég ekki alveg. Ætli það sé ekki bara
áhuginn á því sem ég er að gera.“
Hvar ertu uppalinn? „Ég er uppal-
inn á Arnarstapa á Snæfellsnesi.“
Hvert fórstu síðast í frí?
„Það er svo langt síðan ég fór í frí. Ég
fór síðast til New York.“
Hvaða bók er á náttborðinu?
„Það er engin bók á náttborðinu. Ég
las mikið áður fyrr en þegar maður
les og hangir yfir tölvu allan daginn
þá verður maður þreyttur.“
Hættir maður einhvern tímann
að spranga? „Ég hef aldrei byrjað.
Ég er ekki Vestmannaeyingur og ég
myndi trúlega brjóta öll bein ef ég
byrjaði.“
Ertu mikið jólabarn? „Ekki
ógurlegt en mér finnst gaman að
halda í hefðirnar.“
Hvað kom til að þið verðlaunið
starfsfólk í landi? „Við sögðum
í kjölfar hrunsins að við myndum
hugsa númer eitt, tvö, þrjú, fjögur,
fimm og sex um fyrirtækið, svo
kæmi ekkert þar á eftir. Það yrðu allir,
eigendur, starfsmenn og lánardrottn-
ar og samfélagið að treysta á að
fyrirtækið myndi lifa af hrunið og
okkur hefur tekist alveg bærilega
að komast í gegnum erfiða tíma. Og
tilefnið er því að fyrirtækið hefur efni
á að greiða smá aukajólabónus - sem
það er vel að komið.“
Eru þið með gott starfsfólk? „Já.
Við erum með það besta. Við höfum
fjölgað á árinu og sjáum ávinning af
því sem við erum að gera.“
Er gott að vera í fiskvinnslu þessi
misserin? „Já, það er mjög gott. Það
er mikill munur og frá því fyrir fjórum
árum eða þegar krónan var sterk.“
HVAÐ ÆTLARÐU AÐ HAFA Í JÓLAMATINN?
„Það er hamborgarhryggur eins og er
yfirleitt hjá mér.“
JÓNDÍS EINARSDÓTTIR
49 ÁRA HJÚKRUNARFRÆÐINGUR
„Svínalæri er alltaf á aðfangadagskvöld
hjá mér.“
JÓNA JÓNSDÓTTIR
54 ÁRA STUÐNINGSFULLTRÚI
„Í ár er það hamborgarhryggur. Hann
er nú samt ekki alltaf.“
KRISTÍN FOSSDAL
28 ÁRA RAFVIRKI
„Það verður hreindýr. Höfum verið með
það áður.“
GUÐRÍÐUR BALDURSDÓTTIR
35 ÁRA STARFSMANNASTJÓRI
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
SIGURGEIR BRYNJAR KRIST-
GEIRSSON, framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyj-
um, er alltaf kallaður Binni. Vinnslu-
stöðin ætlar að greiða hverjum
starfsmanni 150.000 krónur til
viðbótar við desemberuppbót nú
fyrir jólin enda segir Binni að þeir hafi
unnið fyrir því.
BYRJAÐI ALDREI
AÐ SPRANGA
„Hjá mér er alltaf hamborgarhryggur.“
STEINGERÐUR SIGTRYGGSDÓTTIR
35 ÁRA VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR
MAÐUR DAGSINS
Klofningurinn innan Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs er
órökréttur eins og hann kemur fyrir
í orðum og athöfnum órólegu deild-
arinnar í þingflokknum.
Kjósendur tóku eftir því síðastlið-
ið sumar að þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins greiddu allir atkvæði gegn
niðurstöðu þingsins um Iceasve-
skuldbindingarnar þegar á reyndi og
þrátt fyrir að hafa tekið þátt í að móta
niðurstöðuna.
Þetta voru eflaust mönnum eins
og Ögmundi Jónassyni, þingmanni
VG, nokkur vonbrigði. Hann hafði
lagt mikið undir og vildi veg þingsins
sem mestan í málinu. Menn skyldu
fylgja sannfæringu sinni að undan-
gengnum ítarlegum umræðum.
Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði
á flokkslegum grundvelli, hugsan-
lega eftir að hafa beygt sig undir
meirihlutavilja í málinu á þingflokks-
fundi. Síst af öllu ber að fordæma
það að í félagi skoðanasystkina skuli
ríkja meirihlutaregla.
En hafa ber í huga að Sjálfstæðis-
flokkurinn er í eðli sínu valdaflokk-
ur sem unir hag sínum illa og sækist
eftir því að fella þingmeirihlutann og
ríkisstjórnina, hvað sem það kostar.
Undir er leikið í Hádegismóum.
Trúnaðarbrestur innan VG?
Samfylkingin hvikar hvergi og styð-
ur öll þá niðurstöðu að ekki verði
hjá því komist að ábyrgjast Icesa-
ve-skuldirnar. Í þessum fjölmenn-
asta þingflokki fylgjast menn að og
lúta hugsanlega valdi meirihlutans á
þingflokksfundum.
En hvað með þingflokk VG?
Þar er málum nú svo komið að varla
ríkir lengur trúnaður milli manna.
Þar fara annars vegar þeir sem fylgja
Ögmundi Jónassyni að málum og
hinir sem fylgja formanni flokksins
og þeirri stefnu sem mörkuð var fyrr
á árinu í Icesave-málinu, gagnvart
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og aðild-
arumsókn að ESB.
Málefnalega standa Ögmund-
ur og Lilja Mósesdóttir og lagsfólk
þeirra nær Sjálfstæðisflokknum í
þessum þremur málum en ríkis-
stjórnarflokkunum.
Munurinn á Samfylkingunni og
Sjálfstæðisflokknum annars vegar og
Vinstrigrænum hins vegar er að inn-
an þingflokks VG ríkir stríð valdabar-
átta. Málefnagrunnurinn samein-
ar ekki innan þingflokksins heldur
sundrar.
Ögmundur Jónasson varð und-
ir í valdabaráttunni. En hann sætti
sig ekki við meirihlutaregluna inn-
an þingflokksins og taldi að kom-
ast mætti lengra. Þegar hann mætti
andstöðu Samfylkingarinnar og
meirihluta þingflokks VG gekk hann
skrefinu lengra í viðleitni til að grípa í
valdataumana. Hann beitti vopninu
sem bítur best á hótunarstiginu og
sagði af sér ráðherradómi.
Ögmundur sagði við þjóðina að
það hefði hann gert til að bjarga rík-
isstjórninni. Nú vill hann bjarga rík-
isstjórninni með því að taka aftur
sæti í henni.
Er þetta rökrétt?
Ögmundur varð undir í flokki sín-
um; afstaða hans í Icesave varð ekki
að öllu leyti ofan á. Samt mátti hann
vel við una þegar til alls er litið í sam-
skiptum við þjóðir sem Íslendingar
höfðu fé af.
Samþykkja Icesave möglunar-
laust
Frekar en að bíta í skjaldarrendur og
virða vilja meirihluta í þingflokki sín-
um gerði hann uppreisn eins og sjá
mátti í atkvæðagreiðslu
um Iceave á þingi í
síðustu viku. Orð
hans má túlka
svo að úr því
þingflokkur VG
vildi ekki lúta
vilja hans yrði að
koma á fót nýrri
lýðræðisreglu.
Hún er á þá leið
að þegar
meirihluti þingflokks VG vill ekki
lúta vilja Ögmundar ber að leysa upp
þingflokkinn og leyfa þingmönn-
um VG að fylgja sannfæringu sinni
í einu og öllu.
Ekki er þetta sannfærandi pólitík
sem sést best á því að ef Ögmundur
tæki til við að safna fylgi um nýjan
málstað sinn myndast umsvifalaust
flokkur á grundvelli sannfæringar
fylgismanna hans.
Eftir síðustu atkvæðagreiðslu um
Icesave er svo komið að afstaða and-
ófshópsins innan VG sker sig í engu
frá afstöðu stjórnarandstöðuflokk-
anna sem hafa það markmið eitt að
fella ríkisstjórnina. Andófshópurinn
ræður engu um þennan veruleika.
Hópurinn er handbendi og leik-
soppur utanaðkomandi afla.
Það mega Ögmundur, Ásmund-
ur, Lilja, Guðfríður Lilja
og Atli vita, að stund-
arfjórðungi eftir að
ríkisstjórnin fell-
ur og sjálfstæðis-
menn seilast eftir
stjórnartaumum
samþykkja þeir Ic-
esave-skuldirnar
möglunar-
laust.
Turnar tveir í VG
KJALLARI
MYNDIN
1 Lenti í bílslysi og þyrstir
stanslaust í kynlíf
Joleen Baughman frá Nýju-Mexíkó í
Bandaríkjunum, sem er 39 ára, lenti í
umferðarslysi fyrir tveimur árum en þá
skemmdist taug í grindarholinu sem olli
því að hana þyrstir stöðugt í kynlíf.
2 Ódýrt úr Obama slær í gegn
Úraframleiðandinn Jorg Gray hefur varla
haft undan að taka við pöntunum frá
viðskiptavinum en Barack Obama, forseti
Bandaríkjanna, sást nýlega með úr frá
fyrirtækinu.
3 Ólafur Ragnar: Hefði átt að
hlusta betur á varnaðarorð
Ólafur Ragnar Grímsson segir í viðtali við
Nýtt Líf að hann hefði átt að vera
gagnrýnni á útrásina.
4 Jóhönnu hefur ofboðið
gagnrýnin
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
segir í viðtali við Nýtt Líf að stundum
ofbjóði henni gagnrýni á sig.
5 Meintur nauðgari gengur enn laus
Lögreglan lýsti á mánudag eftir
leigubílstjóra sem er grunaður um nauðgun
aðfaranótt 29. nóvember síðastliðins.
6 Eymdarlisti Moody’s: Bretar verr
staddir en Íslendingar
Ísland er í sjöunda sæti á nýjum
eymdarlista matsfyrirtækisins Moody‘s.
Bretar eru ofar á listanum, eða í sjötta sæti
en Spánverjar eru í efsta sæti.
7 Á myndir af 4600 bólfélögum
Kiss-melurinn Gene Simmons, sem er
sextugur, kveðst hafa sofið hjá einum
4600 konum og á myndir af þeim öllum.
MEST LESIÐ á DV.is
JÓHANN
HAUKSSON
blaðamaður skrifar
„Innan þingflokks VG
ríkir stríð valdabarátta.
Málefnagrunnurinn
sameinar ekki innan
þingflokksins heldur
sundrar. “
UMRÆÐA 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 17
Hauststemning á aðventu Allt útlit er fyrir að jólin verði rauð á höfuðborgarsvæðinu og í gær þegar níu dagar voru til jóla var
hálfgerð hauststemning við Reykjavíkurtjörn. MYND SIGTRYGGUR ARI