Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. desember 2009 JÓLAGJAFIR
... íþróttanördinn:
Íslensk knatt-
spyrna 2009 eftir
Víði Sigurðsson
Ef þrítugi frændi þinn
sem er gangandi al-
fræðiorðabók um íþróttir
fær ekki skammtinn
sinn í bókarformi um
jólin er ekki von á góðu.
Þú verður því að gefa
honum Íslenska knatt-
spyrnu 2009 eftir Víði
Sigurðsson. Auðvitað
eru yfirgnæfandi líkur
á að hann fái hana frá
fleirum, sérstaklega þar
sem hann á hinar tuttugu og
átta bækurnar í ritröðinni,
en það er vissara að taka
enga sénsa. Hann getur líka
alltaf skipt aukaeintökum
í Sögu bikarkeppninnar í
knattspyrnu eða Ævisögu
Beckham.
... sjómanninn:
Sjúddirarí rei -
Ævisaga Gylfa
Ægissonar eftir
Sólmund Hólm
Sólmundarson
Þeir sem ekki eiga pabba
sem er eða var sjóari þá eiga
þeir afa, móðurbróður eða
svila sem migið hefur í saltan
sjó. Þá er gott að vita af ævisögu
Gylfa Ægissonar, Sjúddirarí rei,
þar sem sjóarasögurnar koma
í röðum og hver annarri ýktari
og fyndnari. Bókin fékk fjórar
stjörnur í dómi gagnrýnanda
DV sem sagðist hafa sjö sinnum
þurft að gera hlé á lestrinum til
að jafna sig af hláturskasti.
... gáfumennið:
Handbók um hugar-
far kúa eftir Bergsvein
Birgisson
Bergsveinn er norrænufræð-
ingur og fjallar doktorsritgerð
hans um dróttkvæði og miðlun þeirra.
Kannski þarf ekki að segja meira til að
rökstyðja að þetta sé bók fyrir gáfumenni,
en þessi bók Bergsveins fjallar um ungan
menningarfræðing sem snýr heim eftir
strangt nám í útlöndum. Á ráðningarstofum
er horft á hann með hluttekningu og hann
spurður hvort hann
hafi „komið eitthvað
fram“. Að lokum
fær hann í gegnum
klíku það verkefni
að gera handrit að
heimildarmynd
um íslensku kúna
fyrir Bændasamtök
Íslands. Smám
saman rennur
upp fyrir hinum
metnaðarfulla menningar-
fræðingi að virðingarstaða
kúa speglar hugarfar
manna á hverjum stað og
hverjum tíma.
... nýbökuðu mömmuna:
Aftur í form eftir Sally Lewis
Svo gott sem allar konur á barneignaraldri,
lofaðar eða einhleypar, eru að eignast börn þessi
misserin. Bókin er full af hollráðum, matar-
uppskriftum og ráðleggingum um hverskyns
vandamál sem upp geta komið á
tímanum eftir
fæðingu. Hægt
er að fylgjast
með árangrinum
í sérstakri
dagbók þar sem
framfarirnar eru
skráðar niður viku
fyrir viku. Endur-
hæfingin byrjar
fjórum vikum
eftir fæðingu þar
sem tekið er mið
af hinu annasama
lífi móðurinnar og
þörfum barnsins.
... glaumgosann:
Mannasiðir Gillz eftir Egil „Gillz“
Einarsson
Höfundurinn leiðir kynbræður sína í allan sann-
leika um hvað það er að vera karlmaður, hvernig
á að heilla hitt kynið
og bregðast við hinum
ýmsu aðstæðum. Egill,
sem landsmenn þekkja
ýmist sem „Þykka“,
„Störe“ „Gillz“ eða
„Gillzenegger“, er einn
þekktasti líkamsrækt-
arþjálfari og eilífðar-
piparsveinn landsins.
Ef þú þekkir ungan
mann sem hefur verið
einhleypur allt sitt líf og
langar loksins að fara
að kynnast kvenfólki að
aðeins meira leyti en
af afspurn skaltu gefa
honum þessa bók.
... unglinginn:
1001 okkur eftir Hugleik Dagsson
Flestir unglingar elska Hugleikshúmorinn. Þeir fáu
sem ekki hafa séð grófar bandarískar bíómyndir eða
spilað ofbeldisfulla tölvuleiki eru þó kannski ekki nógu
bólusettir fyrir gróteskunni sem í bókum Hugleiks er
að finna. Ef ætlunin er að gefa þannig unglingi bók
skaltu ekki velja þetta safnrit Hugleiks, en fyrir alla aðra
unglinga skaltu velja þessa bók og þú verður uppá-
haldsfrændinn/-frænkan.
... stangveiðimanninn:
Áin eftir Bubba Morthens
Vafalítið eru margir stangveiðimenn til í að fá þessa bók
í jólagjöf. Réttast væri þó að hlera hvort sá veiðimaður
sem þú hefur
hug á að gefa
eintak af
bókinni hafi
óbeit á tónlist-
armanninum
Bubba. Ef svo
er er nefnilega
ekki víst að
hann hafi þol
fyrir veiði-
manninum
og rithöfund-
inum Bubba,
sama hversu
góð bókin
mögulega er.
Jón Leifs - Líf í tónum
Eftir Árna Heimi Ingólfsson
Ummyndanir
Eftir Óvid
Augnablik
Eftir Malcolm Gladwell
Á mannamáli
Eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur
Milli trjánna
Eftir Gyrði Elíasson
Útkall við Látrabjarg
Eftir Óttar Sveinsson
Aftur til Pompei
Eftir Kim M.Kimselius
Fuglalíf á Framnesvegi
Eftir Ólaf Hauk Símonarson
Hvíti tígurinn
Eftir Aravind Adiga
Hyldýpi
Eftir Stefán Mána
Komin til að vera, nóttin
Eftir Ingunni Snædal
Leitin að Audrey Hepburn
Eftir Bjarna Bjarnason
Loftkastalinn sem hrundi
Eftir Stieg Larsson
Orrustan um Spán
Eftir Antony Beevor
Paradísarborgin
Eftir Óttar Norðfjörð
Sjúddirarí rei - Endurminningar
Gylfa Ægissonar
Eftir Sólmund Hólm Sólmundarson
Skuldadagar
Eftir Halldór Baldursson
Stórskemmtilega stelpubókin
Eftir A. J. Buchanan og M. Peskowitz
Stúlkan sem lék sér að eldinum
Eftir Stieg Larsson
Bestu jóla-
bækurnar
2009
SKV. DÓMUM GAGNRÝNENDA DV
ÁVAXTAPRESSA
OG GPS
„Bestu jólagjafirnar eru þær sem
koma skemmtilega á óvart. Eitthvað
sem gerir það að verkum að þegar
pakkinn er tekinn upp verði viðtak-
andinn orðlaus af undrun. Þannig
gjafir gefa þeir sem láta ímyndun-
araflið ráða för og velja eftir áhuga-
sviði þess sem fær gjöfina,“ segir í
árlegri skýrslu Rannsóknaseturs
verslunarinnar. Hefð hefur skap-
ast fyrir því að setrið velji á
hverju ári jólagjöf ársins. Árið
2006 varð ávaxtapressan
jólagjöf ársins, 2007 varð
GPS-staðsetningartæki
fyrir valinu. Í fyrra var ís-
lensk hönnun valin jölagjöf
ársins.
GJÖFIN Í ÁR:
Jákvæð upplifun
Venju samkvæmt efndi Rannsóknasetur verslun-
arinnar til hugmyndasamkeppni um hver jóla-
gjöfin í ár yrði. Dómnefnd valdi svo „Jákvæða
upplifun“ úr fjölda hugmynda sem bárust. Efna-
hagsþrengingar síðasta árs hafa leitt til þess að við
höfum endurmetið ýmis gildi um lífsgæði okkar
sem felst í því að hægt er að gleðjast yfir fleiru en
dýrum munaðarvörum. Stöðugt áreiti neikvæðra
frétta hefur niðurdrepandi áhrif á flesta og lamar
framtakssemi og frumkvæði. Við þær aðstæður er
jákvæð upplifun besta gjöfin. Samverustund með
ættingjum, dansnámskeið eða flúðasigling, miði
á leiksýningu fyrir besta vininn eða iljanudd fyrir
eiginmanninn eru nefnd sem dæmi um gjöf sem
fellur undir jákvæða upplifun.
Þótt fáránlega margir lesi Arnald Indriðason um hver jól hafa ekki allir áhuga á því. Og
þótt nánast enginn finni hjá sér löngun til að lesa vestfirska sagnaþætti þá eru alltaf ein-
hverjir sem finna sterka hvöt hjá sér til þess. Þegar kaupa skal bók fyrir vin eða ættingja
vex aðgerðin mörgum í augum og ákvað DV því að leiðbeina lesendum í þeim efnum.
Kauptu þessa
bók fyrir …