Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Side 29
Á M I Ð V I K U D E G I
ÞRÍEYKI Á SÓDÓMU
Lights On The Highway, The Viking Giant Show og Our
Lives sameina krafta sína á tónleikum á Sódómu Reykja-
vík á fimmtudaginn. Allar eru hljómsveitirnar þekktar fyrir
þéttleika, fagmennsku og fyrirmyndarframmistöðu á sviði
og eiga gestir því von á góðu. Tónleikarnir hefjast klukkan
21.30, miðaverð er 1000 krónur og er 18 ára aldurstakmark.
HJÁLPUM ÞEIM
Á BROADWAY
Lagið Hjálpum þeim verður flutt í
nýjum búningi á tónlistarhátíðinni
Jól Jólsson næstkomandi föstudags-
kvöld. Allir sem komnir eru af barns-
aldri ættu að þekkja lagið sem kom
fyrst út árið 1986 en það var samið
og gefið út í flutningi landsliðs ís-
lenskra söngvara á þeim tíma til
styrktar börnum sem liðu hungur-
sneyð í Afríku. Þar sem þrjú svið eru
undir sama þaki á Jól Jólsson, sem
fram fer á Broadway, og svona óg-
urlega gott úrval söngvara segja há-
tíðararhaldarar hreinlega ekki hægt
að standast mátið. Á meðal söngv-
ara verða Daníel Ágúst Haraldsson,
Krummi Björgvinsson, Rósa Birgitta
Ísfeld, Lóa Hjálmtýsdóttir og Gísli
Galdur Þorgeirsson.
Kraumslistinn verður kynntur ann-
að árið í röð í dag en það er sérstök
viðurkenning Kraums tónlistarsjóðs
til þeirra verka sem þótt hafa fram-
úrskarandi og spennandi í íslenskri
plötuútgáfu á árinu. Dómnefnd
Kraumslistans, sem skipuð er sex-
tán aðilum sem síðustu ár hafa starf-
að við umfjöllun og spilun á íslenskri
tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlun-
ar, hefur nú komist að niðurstöðu um
tuttugu hljómplatna úrvalslista sem
er tilkynntur hér með. Hann er eftir-
farandi:
Anna Guðný Guðmundsdóttir - Vingt regards
sur l’enfant-Jésus
Árni Heiðar Karlsson - Mæri
Bloodgroup - Dry Land
Bróðir Svartúlfs - Bróðir Svartúlfs EP
Dikta - Get it together
Egill Sæbjörnsson - Egill S
Feldberg - Don’t Be A Stranger
Helga Rós Indriðadóttir og Guðrún Dalía -
Jórunn Viðar - Sönglög
Helgi Hrafn Jónsson - For the Rest of my
Childhood
Hildur Guðnadóttir - Without Sinking
Hjaltalín - Terminal
Kimono - Easy Music for Difficult People
Lights on the highway - Amanita Muscaria
Morðingjarnir - Flóttinn mikli
múm - Sing Along to Songs that You Don’t
Know
Pascal Pinon - Pascal Pinon
Ruxpin - Where Do We Float From Here
Sudden Weather Change - Stop! Handgrenade
In The Name Of Crib Death’understand?
The Deathmetal Supersquad - Dead Zeppelin
Víkingur Heiðar Kristjánsson - Debut
Í dag verður svo tilkynnt hvaða
fimm af þessum breiðskífum hljóta
viðurkenningu og stuðning Kraums.
Með Kraumslistanum er ætlun-
in að styðja við plötuútgáfu íslenskra
hljómsveita og listamanna með því
að verðlauna og vekja sérstaka at-
hygli á þeim verkum sem skara
fram úr í gæðum, metnaði og frum-
leika. Kraumslistinn er ekki bundinn
neinni ákveðinni tónlistarstefnu og
honum fylgja engir undirflokkar.
Tónlistarsjóðurinn Kraumur verðlaunar framúrskarandi tónlistarfólk:
Kraumslistinn birtur
Mazlow og Mika sinna rannsókn-
arstörfum fyrir Europol og fá ýmis-
legt svaðalegt inn á borð hjá sér. Þau
standa nú frammi fyrir röð glæpa
sem virðast vera að undirlagi æva-
forns ninjuhóps sem er svo lygilegur
að menn missa auðveldlega trúverð-
ugleikann við að hafa orð á því. En
menn missa einnig útlimi og þá fyrst
og fremst vegna þeirra áhrifamiklu
afla sem vernda ninjurnar. Ein rosa-
legasta ninjan heitir
Raizo og er þaulæfð-
ur morðingi Ozunu-geng-
isins. Hann snýst gegn hópnum og
hamast á þeim með öllum meðul-
um. Mika slæst í för með honum með
endalok Ozunu að takmarki.
Myndin hefst á blóðugu morða-
triði á nokkrum enskumælandi Yak-
uza-meðlimum. Þeir spila sig harða
með voveiflega vondum árangri.
Erfitt að taka þá alvarlega á ensku
þar sem þeir minna helst á nakta
Kínverjann í bílskottinu í Hangover.
Ég skil að þessi mynd er fyrir ensku-
mælandi markað en mikill hátíðleiki
fer til spillis við að hafa myndina
ekki á kínversku/kóresku/japönsku
eða öðru viðeigandi Asíumáli, þótt
ekki væri nema að hluta. Góða að-
alninjan okkar er síðan í stanslausu
flassbakki og við sjáum sögu henn-
ar birtast í bútum milli þess sem hún
refsar fyrrum félögum sínum.
Til að gera langa sögu stutta þá
vantar metnað í persónusköpun,
handrit og annað sem vanalega þarf
til að gera góða mynd. Við fáum að
vita að ninjurnar eru ósigrandi kol-
krabbi sem teygir anga sína sem víð-
ast. Þær eru ósnertanlegar og draug-
um líkastar í viðureignum sínum.
En síðan þegar líður á seinni partinn
verða ninjurnar allt í einu eins og lít-
il heimskuleg framhaldsskólaklíka.
Þær fara frá því að vera ósýnilegar í
bardaga í að vera bara eins og Gibb-
on-apar að verja ávaxtakörfu. Sögu-
þráðurinn er ekki einu sinni farinn
almennilega af stað þegar endalokin
nálgast. Það og ýmislegt fleira lykt-
ar af möguleikanum á framhalds-
mynd.
En brellurnar eru afbragð. Of-
urýktar hasarsenur og blóði drifin
slagsmálin eru óaðfinnleg. Afþrey-
ingargildið er til staðar og mynd-
in gerir allt sem kung fu- og ninja-
myndir eiga að gera. En maður vildi
miklu meira en grafískan reyfara.
McTeigue er þrátt fyrir allt leikstjóri
hinnar stórkostlegu V for Vendetta
og aðstoðarleikstjóri Matrix- mynd-
anna. Kaststjörnurnar og ninja-
sverðin eru á kafi í holdi. Ef aðeins
myndin sem heild risti jafndjúpt.
Erpur Eyvindarson
FÓKUS 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 29
Brauð- og kökubók
Hagkaups
Jói Fel
Svörtuloft
Arnaldur Indriðason
Mannasiðir Gillz
Egill „Gillz“ Einarsson
Horfðu á mig
Yrsa Sigurðardóttir
5.
Útkall við Látrabjarg
Óttar Sveinsson
6. Týnda táknið
Dan Brown
7. Vigdís - Kona verður forseti
Páll Valsson
8. Núll núll 9
Þorgrímur Þráinsson
9. Stórskemmtilega stelpubókin
A. J. Buchanan og M. Peskowitz
10. Minnisbók handa ... [átta titlar]
1.
2.
3.
4.
.
METSÖLULISTI
Byggt á sölu í verslunum
Hagkaups vikuna 7.-14. des.
HAGKAUPS
Hjaltalín Er á meðal þeirra listamanna sem eru á Kraumslistanum. MYND SIGTRYGGUR ARI
BITLÍTIL
ni j sverð
NINJA ASSASSIN
Leikstjóri: James McTeigue
Aðalhlutverk: Rain, Naomie Harris,
Ben Miles, Sho Kosugi
KVIKMYNDIR
Ninja Assassin „Myndin gerir
allt sem kung fu- og ninjamyndir
eiga að gera. En maður vildi miklu
meira en grafískan reyfara.“
Vantar metnað
Metnað vantar í
persónusköpun,
handrit og annað
sem vanalega þarf
til að gera góða
mynd, að mati
gagnrýnanda.