Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Qupperneq 30
Fjölmiðlakóngurinn og gleði-
gjafinn Hermann Gunnarsson
er í miklu hátíðarskapi þennan
desembermánuð og hamingjan
hreinlega skín af honum. Hann
er afar duglegur að ausa yfir fólk
jákvæðum skilaboðum á Face-
book-síðu sinni, setningum á
borð við: „Sönn vinátta er eins og
góð heilsa. Gildi hennar getum
við sjaldan metið fyrr en við höf-
um glatað henni. Sýnum vináttu
í verki.“ Á sömu síðu upplýsir
Hemmi að hann verði fyrir vest-
an um jólin eins og svo oft áður.
„Verð fyrir vestan í paradísinni
um jólin. Mikil fegurð og friður,“
ritar jólabarnið Hermann Gunn-
arsson kátt og sælt.
„Ég heyrði eitthvert þrusk en sá engin
ummerki,“ segir Halldór Halldórsson,
betur þekktur sem Dóri DNA, rapp-
ari og uppistandari, um reynslu sína
af innbrotsþjófum. Halldór, sem er
barnabarn Halldórs Laxness Nóbels-
verðlaunaskálds, varð eðlilega ótta-
sleginn við að hafa óprúttna aðila svo
nálægt sér en hann lýsti atvikinu á fés-
bókarsíðu sinni og fékk gríðarleg við-
brögð.
Halldór hefur verið að slá í gegn
sem uppistandari, ásamt hópnum sín-
um Mið-Ísland. Mið-Ísland er ungur
og ferskur hópur uppistandara sem
eru allir að stíga sín fyrstu skref í brans-
anum en hafa þegar getið sér mjög
gott orð. Auk Dóra DNA eru þetta þeir
Bergur Ebbi, Árni Vill, Jóhann Alfreð
og Ari Eldjárn sem er einn af handrits-
höfundum Áramótaskaupsins.
„Mér fannst vissara að vaka fyrst á
eftir,“ bætir Halldór við en rapparinn
úr Mosfellsbæ kallar ekki allt ömmu
sína eftir að hafa séð margt skuggalegt
- bæði í rappinu og í Mosfellsbæ.
benni@dv.is
BROTIST INN TIL
DNA-MANNSINS
PARADÍSAR-
JÓL FYRIR
VESTAN
KRUMMI BJÖRGVINS:
„Hann kemur inn í staðinn fyrir
hinn söngvarann sem hætti. Það
er gott - rokkararnir þurfa bara
að hafa hátt,“ segir Guðlaugur
Falk, gítargoð úr Dark Harvest,
en Harvest-mönnum bættist
góður liðsauki á dögunum, Jenni
í Brain Police ætlar að syngja á
næstu plötu bandsins. Platan
verður tekin upp í mars á næsta
ári og segir Gulli að flest lögin
séu að klárast. Gulli lenti í því
leiðinlega atviki að bíl hans var
stolið og leitaði Gulli um höfuð-
borgarsvæðið að fararskjótan-
um. Hann fannst og þegar DV
sló á þráðinn var Gulli nýbúinn
að skella á lögregluna sem hafði
unnið gott starf.
JENNI Í
30 MIÐVIKUDAGUR 16. desember 2009 FÓLKIÐ
HALLDÓRI HALLDÓRSSYNI BRÁ Í BRÚN ÞEGAR HANN VARÐ VAR VIÐ INNBROTSÞJÓF:
Grjótharður Halldór Halldórsson,
rappari og uppistandari, mætti
innbrotsþjófnum með þessum svip.
DARK
HARVEST
NAUTNA-
SEGGUR
FRAM Í
FINGUR-
GÓMA
Nýjasta verkefni Krumma Björg-
vinssonar er hljómsveitin Legend
sem hann stofnaði ásamt vini sín-
um Halldóri Björnssyni úr Esju.
Legend er rafpoppsveit og taktföst
sveit. Strákarnir í Legend reykja
mikið af sígarettum og elska að
elskast. Þeir elska popptónlist og
syngja um ást, kynlíf og heimsendi.
Hljómsveitin varð eiginlega „goð-
sögn“ áður en hún kom fyrst fram.
Þeir elska popptónlist og syngja um
ást, kynlíf og heimsendi.
Kominn í poppið Krummi hefur sungið rokk og ról og ballöður en er núna farinn í raftónlistina. Fjölhæfur söngvari - eins og hann á kyn til.
Svarthvítur og flottur
Krummi þykir ávallt töff.
Meira að segja í svarthvítu.
Legend er ný hljómsveit sem varð
„goðsögn“ áður en hún var stofnuð
og kemur hún fram fyrst á Jól Jólsson
18. desember. Legend er rafpoppsveit
Krumma Björgvinssonar úr Mínus og
Esju og Halldórs Björnssonar úr Esju.
„Ég hef lengi verið að vinna að tónlist
með Dóra. Hann hefur alltaf verið að
prógrammera danstónlist alveg síðan
ég kynntist honum,“ segir Krummi sem
segir að þetta hafi byrjað í raun óvart.
„Við vorum að leika okkur í stúdíóinu
hans Dóra og ég var að syngja yfir ein-
hver lög og þá varð þetta til.“
Þegar Krummi er kominn í þannig
fíling segir hann að allt fari af stað. Og
allt verði að gerast - helst í gær. „Ég er
þannig að þegar eitthvað svona er þá vil
ég bóka gigg og spila og finna nafn og
setja allt í gang. Ég talaði við nokkra fé-
laga mína og við komum sem sagt fram
í fyrsta sinn 18. desember. Þannig að
þetta er búið að gerast frekar hratt,“ seg-
ir rokkarinn magnaði en hann fetar nú
nýjar leiðir í tónlistinni með Legend.
Strákarnir í Legend reykja mik-
ið af sígarettum og elska að elskast.
Þeir elska popptónlist og syngja um
ást, kynlíf og heimsendi. „Við erum
nautnaseggir fram í fingurgóma,“ segir
Krummi og hlær.
Krummi var söngvari í Mínus sem
sló í gegn á sínum tíma og er einnig í
hinni frábæru Esju. Hann hefur sung-
ið með pabba sínum og systur og ætl-
ar nú að prófa raftónlist. „Þetta er lífið.
Að skapa tónlist og í raun einhvers kon-
ar list,“ segir hann og bætir við að efnið
frá Legend sé ekkert síðra en það sem
hann hefur gert áður. „Þetta er mjög
gott líka,“ segir hann sposkur á svip. „En
þetta eru samt löng og drungalög lög,
smá drungi og smá Nine-Inch-Nails-
fílingur. Samt með eitís-píku-fíling líka.
Þetta er eiginlega drungapopp,“ segir
rokkarinn ánægður með að hafa skap-
að nýtt orð og nýtt band.
benni@dv.is