Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 FRÉTTIR
Tala ekki saman
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra sagði frá því í fréttum
Stöðvar 2 á sunnudagskvöld að
hann hefði engin samskipti átt
við Ólaf Ragnar Grímsson forseta
eftir að sá síðarnefndi synjaði lög-
um um ríkisábyrgð vegna Icesave
staðfestingar.
Steingrímur sagði of snemmt
að segja til um hvort samskipti
sín og forsetans myndu eitthvað
breytast til frambúðar við það að
forsetinn synjaði lögunum stað-
festingar. Hann sagði að sam-
skipti sín og Ólafs hefðu áður ver-
ið góð, enda þekktust þeir vel.
Karl í haldi en
kona látin laus
Lögreglan hefur sleppt íslenskri
konu á þrítugsaldri úr haldi.
Hún var hneppt í gæsluvarð-
hald vegna rannsóknar á smygli
á 800 grömmum af kókaíni til
Íslands frá Bandaríkjunum. Er-
lendur ríkisborgari, karlmaður á
fimmtugsaldri, er hins vegar enn
í haldi lögreglunnar vegna máls-
ins. Hann hefur gengist við því
að hafa smyglað fíkniefnunum
og farið í fleiri smyglferðir áður.
Hann hefur bent á annan mann
sem höfuðpaurinn í smyglinu og
segir að sá hafi beitt sig hótun-
um svo hann færi í smyglferðina.
Ekki sameinast
Jens Garðar Helgason, bæj-
arfulltrúi sjálfstæðismanna í
Fjarðabyggð, vill að sveitar-
félagið hætti þátttöku í fyr-
irhugaðri sameiningu allra
sveitarfélaga á Austurlandi.
Þetta kom fram í fréttum Rík-
isútvarpsins á sunnudags-
kvöld. Þar var haft eftir Jens
Garðari að hann teldi bæjar-
búa andsnúna slíkri samein-
ingu og að nær væri að klára
sameiningu Fjarðabyggðar.
Tillaga hans í þessa átt var
hins vegar felld í bæjarstjórn.
Smári Geirsson, bæjarfulltrúi
Fjarðalistans í Fjarðabyggð,
sagði í sama fréttatíma að
eðlilegt væri að halda við-
ræðunum áfram og sjá hvað
ríkisvaldið er tilbúið að gera
til að liðka fyrir henni.
Lilja vill Joschka
Joschka Fischer, fyrrverandi
utanríkisráðherra Þýskalands,
væri vel til þess fallinn að vera
sáttasemjari milli Íslendinga
annars vegar og Hollendinga
og Breta hins vegar um lausn
á Icesave-deilunni. Þetta sagði
Lilja Mósesdóttir, þingmaður
vinstri-grænna, í viðtali við Der
Westen í Þýskalandi á laugardag.
Lilja greiddi atkvæði gegn
ríkisábyrgð fyrir Tryggingasjóð
innistæðueigenda vegna Ice-
save.
Forstjóri Orkuveitunnar, Hjörleifur Kvaran, berst fyrir því að halda gjaldskrá fyrir-
tækisins lágri þannig að borgararnir njóti þess. Hann segir þó koma að því að hún
verði hækkuð enda hafi það ekki verið gert í mörg ár.
HÆTTA Á HÆKKUÐU
ORKUVERÐI „Það kæmi mér ekki á óvart að verð-skráin yrði hækkuð en það er auðvit-að ekki vinsælt á kosningavetri.“
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Hærra gjald Hætt er við því að gjaldskrá
Orkuveitu Reykjavíkur verði hækkuð enda
þrýstir skuldastaða fyrirtækisins á hækkun.
Ekki strax Hjörleifur ætlar að reyna
að þrauka eins og hægt er og leyfa
borgurunum að njóta lágrar gjald-
skrár svo lengi sem hægt verður.
Býst við hækkun Sigrún Elsa á von á því að
eftir kosningar verði orkugjaldskrá hækkuð
sem komi til framkvæmda í byrjun næsta árs.
„Gjaldskráin okkar er tiltölulega lág
og hún hefur ekki hækkað í mörg ár.
Við reynum að þrauka eins og hægt er
og láta borgarana njóta lágrar gjald-
skrár. Svo lengi sem það er hægt lát-
um við þá njóta þess,“ segir Hjörleifur
Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar.
Orkuveita Reykjavíkur skuld-
ar rúma tvö hundruð milljarða í er-
lendri mynt og gengisfall krónunnar
hefur komið illa niður á fyrirtækinu.
Áhættusækni Orkuveitunnar er gagn-
rýnd þar sem óþarfi sé fyrir fyrirtæki
í almenningseign að stunda áhættu-
fjárfestingar. Eftir bankahrunið og
efnahagskreppu landsins hafa skuld-
ir Orkuveitu Reykjavíkur hækkað gíf-
urlega og er langstærstur hluti þeirra,
eða nærri níutíu prósent, í erlendri
mynt á meðan innan við tuttugu pró-
sent af tekjum fyrirtækisins eru í er-
lendri mynt. Skuldirnar eru rúmir tvö-
hundruð og þrjátíu milljarðar króna
og lánshæfismat Orkuveitunnar er
komið niður á botn. Á meðan ekki er
útlit fyrir styrkingu krónunnar blasa
við erfiðleikar endurfjármögnunar og
talsverð hætta á því að Reykjavíkur-
borg neyðist til að auka eigið fé fyrir-
tækisins til að bjarga framtíð fyrirtæk-
isins eða að fyrirtækið neyðist til að
hækka orkuverð til neytenda.
Ekki í bili
Hjörleifur forstjóri segir hækkanir
ekki standa til í bili. Hann
segir reksturinn í
ágætu horfi sem nái
að standa und-
ir sér en ljóst sé
að í dag sé arð-
semin í algjöru
lágmarki.
„Við mun-
um reyna að
bjarga okkur
sjálf. Til að
standa und-
ir íslensk-
um
vöxtum þyrfti gjaldskráin okkar að
vera miklu, miklu hærri. Sú staðreynd
að við leituðum lána út fyrir land-
steinana hefur skilað lægri gjaldskrá.
Nú hefur skuldastaða okkar hins veg-
ar tvöfaldast vegna gengisfalls krón-
unnar og ljóst að fall krónunnar hef-
ur leikið okkur grátt,“ segir Hjörleifur.
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgar-
fulltrúi Samfylkingarinnar og stjórn-
armaður Orkuveitunnar, blæs á skýr-
ingar stjórnenda
fyrirtækisins á hinni erfiðu skulda-
stöðu þess. Hún segist hafa varað við
því að skuldastaða Orkuveitunnar
yrði slæm héldi fyrirtækið áfram fjár-
festingastefnu sinni. „Gengisfall krón-
unnar skýrir eitt og sér ekki þessar
miklu skuldir Orkuveitunnar. Vand-
inn er miklu meiri en sá því þær hafa
ríflega fjórfaldast á kjörtímabilinu.
Blind framkvæmdagleði og óstjórn, til
dæmis Magma-verkefnið og greiðsl-
ur til verktaka umfram samninga, eru
vandamál enda hefur verið farið allt
of geyst og óvarlega í fjárfestingar,“
segir Sigrún Elsa.
Býst við hækkun
Aðspurð býst Sigrún Elsa fastlega við
því að gjaldskrá fyrirtækisins verði
hækkuð enda sé kominn mikill þrýst-
ingur á hækkun. „Það kæmi mér ekki
á óvart að verðskráin yrði hækkuð en
það er auðvitað ekki vinsælt á kosn-
ingavetri. Það er miður að til hækkun-
ar kunni að koma en það er bein af-
leiðing af þeirri stöðu sem búið er
að koma fyrirtækinu í. Ég held að
það sé kominn mikill þrýsting-
ur á verðskrána og það er meðal
annars skuldastaðan sem gerir
það,“ segir Sigrún Elsa.
Hjörleifur ítrekar að skulda-
staða Orkuveitunnar sé einkum til-
komin vegna kostnaðarsamra skyldu-
verkefna. Hann bendir á að margir
milljarðar séu fastir í skylduverkefn-
um í hverfum sem sveitarfélögin ætl-
uðu að láta byggja. „Það koma hins
vegar engar tekjur inn til okkar því
allar framkvæmdir hafa stöðvast.
Það er ekkert að gerast á meðan við
erum með allar lagnir tilbúnar. Við
eigum alveg leið út. Reksturinn okk-
ar er ágætur og tekjurnar standa und-
ir því sem við erum að gera. Ennþá
hefur ekki komið upp tími fyrir hækk-
un en við erum ekki að boða hækk-
un í augnablikinu. Það kemur ein-
hvern tímann að því að við þurfum að
hækka,“ segir Hjörleifur.
„Við vorum bara komin með nóg af
barnaskapnum, neikvæðninni og
óvirðingunni sem fyrirfinnst á Alþingi.
Á meðan þingmennirnir sjálfir eru
fastir í pyttinum og volæðinu er eng-
in von fyrir þjóðina að komast aftur á
lappirnar,“ segir Ágúst Guðbjartsson,
annar stofnenda baráttuhóps fyrir já-
kvæðni og samstöðu á Alþingi. Hópinn
stofnaði hann með eiginkonu sinni,
Agnesi Reynisdóttur.
Hjónin úr Hafnarfirði hafa stofn-
að Fésbókarhóp og safna undirskrift-
um á lista þar sem þingmenn landsins
eru hvattir til að vera jákvæðir í störfum
sínum á árinu og byggja málflutning
sinn á rökum en ekki skítkasti. Öllum
þingmönnum hefur verið send hvatn-
ing þessa efnis og nokkrir þeirra, átta
þingmenn, hafa formlega tekið áskor-
uninni og svarað hjónunum með já-
kvæðum hætti. Þá hafa þingmennirn-
ir Ólína Þorvarðardóttir og Margrét
Tryggvadóttir skráð sig í Fésbókarhóp-
inn ásamt yfir þúsund öðrum einstakl-
ingum.
Ágúst vonast til að afhenda fjöl-
mennan undirskriftarlista þegar þingið
kemur saman í lok mánaðarins. Hann
segir það brýnna en nokkru sinni áður
að þingmenn einbeiti sér að þingstörf-
um, sýni hver öðrum kurteisi, sam-
stöðu og virðingu. „Á þessum erfiðu
tímum verðum við að standa saman
og uppgjöf er ekki valkostur. Því mið-
ur finnst mér svo vera hjá of mörgum
þingmönnum og meðan svo er geta
þeir ekki barið þjóðinni á brjóst. Þegar
umræðan á þingi byggist á neikvæðni
og volæði þá smitar það út frá sér og
dregur þjóðina niður,“ segir Ágúst.
Jákvæðir þingmenn:
n Atli Gíslason
n Björn Valur Gíslason
n Guðmundur Steingrímsson
n Kristján Þór Júlíusson
n Margrét Tryggvadóttir
n Pétur Blöndal
n Siv Friðleifsdóttir
n Þórunn Sveinbjarnardóttir
trausti@dv.is
Hafnfirsk hjón, Agnes og Ágúst, telja þingmenn barnalega og neikvæða:
Berjast fyrir jákvæðni inni á Alþingi
Nokkrar tölur úr rekstri Orkuveitu
Reykjavíkur árið 2009*:
n Tap í rekstri 11,2 milljarðar
n Eignir 267 milljarðar
n Eigið fé 36,5 milljarðar
n Langtímaskuldir 207 milljarðar
n Skammtímaskuldir 24 milljarðar
n Skuldir í erlendri mynt
207 milljarðar
* MIÐAST VIÐ REKSTRARREIKNING FYRIRTÆKISINS
TIL 30. SEPTEMBER 2009.
Orkuveita Reykjavíkur
Þroskaðra þing Agnes og Ágúst
vilja að þingmenn séu vandari að
virðingu sinni og Alþingis.